Tíminn - 20.07.1982, Page 20
VARAHLUTIR
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Sími (91 > 7 - 51. (91) 7 - 80- 30.
Skem muvegi 20
Kópiivngi
HEDD HF.
Mikið úrval
Opid virka daga
919 Laugar
daga 10 16
HEDD HF.
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
w
labriel
HÖGGDEYFAR
QJvarahlutir
Armúla 24
Sími 36510
ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI 1982.
Alain Levent leikstjóri leggur leikurunum lifsreglumar, áður en næsta taka hefst. Leikaramir era 12 talsins og þeirra á meðal er einn íslendingur, Friðrik M. Hauksson
(Timamynd Róbert)
■ „Ætlunin er að kvikmyndunin taki
fimm vikur. Þetta er fyrsti dagurinn sem
kvikmyndað er, en á miðvikudag verður
haldið úr bænum og kvikmyndað úti á
landi, við Gullfoss og á ÞingvöUum og i
nágrenni Heklu. Þá verður haldið
norður og kvikmyndað i grennd við
Öskju, sagði EirikurTh. Thorstcinsson,
sem er frönskum sjónvarpsmönnum til
halds og trausts við gerð kvikmyndar um
svaðilför nokkurra Frakka yfir hálendi
Islands.
Frakkarnir voru mjög önnum kafnir,
þegar við litum við uppi i sjónvarpi í
gær og allir töluðu i hvíslingum og
læddust um á tánum, til þess að spilla
ekki tökunum sem verið var að gera.
Kvikmynd sú sem hér um ræðir
nefnist „Ferðin yfir ísland" og byggir
höfundur handrits, J.C. Barreau, á
leiðangri sem hann tók þátt í hérlendis
árið 1970. Efnisþráðurinn er eitthvað á
þá leið að frönsk ferðaskrifstofa, sem
kveðst skipuleggja ævintýraferðir, aug-
lýsir gönguferð þvert yfir ísland.
Nokkrir ferðamenn ráðast til fararinnar.
Þeir hafa litla hugmynd um hvers vænta
megi í ferðinni og eru illa undir hana
búnir. Leiðangurinn reynist erfiður, -
íslenskur kuldi, stormur og auðnir,
Ferðin verður svaðilför hin mesta.
Hópurinn er einangraður og í hinu
ÁSTIR OG
AFBRYÐI
A HÁUENDI
ÍSLANDS
Franskir sjónvarpsmenn vinna
ad gerd kvikmyndar um
svadilför árid 1970
litla samfélagi magnast ástríður og
afbrýði og hin smæstu atvik vaxa
mönnum i augum. Fjórar persónur eru
í myndinni, - Mathieu, hinn leyndar-
dómsfulli fylgdarmaður frá ferðaskrif-
stofunni, Philippe, sem á í sálarstriði
vegna skilnaðar foreldra hans og Sylvie,
ung stúlka sem i senn tengir þessa menn
og skilur þá að.
Leikstjórinn er Alain Levent, sem er
fyrst og fremst þekktur sem kvikmynda-
tökumaður og hefur unnið að einum 50
kvikmyndum með leikstjórum svo sem
Claude Chabrol, Jean Luc Goddard,
Agnes Varda, Pierre Schoendorffer,
Jacques Rivette og fleirum.
Hópurinn kom til íslands um síðustu
helgi og telur hann 25 manns, þar af eru
12 leikarar. Með aðalhlutverk fara
Fréderic de Pasquale, sem jafnframt er
höfundur viðtala í myndinni, Pierre
Francois Pistorio og Agnes Garreau.
Einn islenskur leikari er i liðinu, en
hann er Friðrik M. Hauksson, sem
leikur íslenskan leiðsögumann.
Myndin verður einnar og hálfrar
klukkustundar löng og ætti gerð hennar
að vera lokið i nóvember. Mun hún að
líkindum verða sýnd i franska sjón-
varpinu, „Antenne - 2 um jólaleytið og
um likt leyti i íslenska sjónvarpinu, sem
fær sýningarrétt endurgjaldslaust.
- AM
fréttir
Hélt áfram eftir
árekstur og veltu
og endaði i fjörunni.
■ Hann var ekki á þeim
buxunum að láta árekstur
og veltu stoppa sig, jepp-
inn, sem lagðist á hliðina í
fjörunni Amarnessmegin
við Kópavoginn i gær-
kvöldi.
Atvikin vom þau að
jeppi á suðurleið eftir
Hafnarfjarðarvegi, beygði
til vinstri á Amarnesinu,
inn á Bæjarbrautina. Hann
ók í veg fyrir annan jeppa,
sem var á norðurleið eftir
Hafnarfjarðarveginum.
Þeir rákust saman, en við
áreksturinn valt sá siðar-
nefndi, heila veltu og kom
á hjólin aftur. í veltunni
kastaðist ökumaður og
tveir farþegar út úr bíln-
um. Þar með var sagan
ekki öll, þvi að jeppinn var
enn í gangi, þegar hann
kom á hjólin og i gir. Hann
hélt þvi ferð sinni áfram,
stjórnlaus en fyrir eigin
orku, fór yfir vestari braut
Hafnarfjarðarvegarins og
siðan sem leið lá yfir urð
og móa og létti ekki fyrr en
hann valt á hliðina niður i
fjöru. Enginn meiddist i
árekstrinum. SV
Humarveiði hættir
■ „Þetta hefur verið góð
vertið, og sjálfsagt taka
einhverjir sér fri, fram yfir
verslunarmannahelgi,“
sagði Egill Jónasson verk-
stjóri á Höfn, þegar Tíminn
spurði hann hvernig stöðv-
un humarveiðanna kemur
við bátaflotann þar fyrir
austan.
Sjávarútvegsráðuneytið
hefur tilkynnt að siðasti
humarveiðidagurinn á þess-
ari vertíð verði föstudagur-
inn kemur, 23. júlí.Heildar-
kvóti þessarar vertíðar var
ákveðinn 2.700 tonn, en nú
þegar hafa veiðst 2.600
tonn. Þess vegna eru veið-
amar stöðvaðar nú.
Egill sagðist ekki muna
eftir að veiðamar hefðu
verið stöðvaðar svo snemma
fyrr, en menn hafi vitað
hver kvótinn var og hljóti
því að sætta sig við þetta.
dropar
Tognaði úr
svæðinu
■ Fyrir nokkru sóttu borgar-
yfirvöld um að fá breytt
landnotkun á svæði í svonefnd-
um Nýjum miðbæ, norðan
Bústaðavegar, austan Kringlu-
mýrarbrautar og vestan Háa-
leitisbrautar. Erindið fór til
Skipulagsstjórnar rikisins þar
sem fjallað var um það og
síðan samþykkt. Þegar borgar-
yfirvöldum var tilkynnt um
afgreiðsluna hafði hins vegar
tognað heldur betur úr svæð-
inu. I bréfi til þeirra var þess
getið að samþykkt hefði verið
breytt landnotkun á svæði
norðan Bústaðavegar, vestan
Kringlumýrarbrautar og
austan Háaleitisbrautar.
M.ö.o. samþykkt var breytt
landnotkun á öllu svæði norð-
an Bústaðavegar, að því svæði
undanskildu sem farið var
fram á breytingu á. Til allrar
hamingju fylgdi nákæmur upp-
dráttur bréfinu, þannig að
ekkert fór á milli mála hvaða
svæði átti í hlut, en það var
nefnilega akkúrat það svæði
sem hvergi er getið i bréfi
Skipulagsstjóra rikisins.
Hvor plataði
hinn meira?
■ Það sem Dropar hafa frétt
nýjast af samskiptum þeirra
Magnúsar og Jóhanns, fyrrver-
andi og núverandi eigenda
Frjáls framtaks h.f., er að þeir
séu komnir i hár saman útaf
hvor hafi platað hinn meira
þegar kaupsamningurinn var
gerður.
Magnús rak bókhalds- og
ráðgjafaskrifstofu um nokk-
urra ára bil áður en hann
keypti Frjálst framtak. Félagi
hans á skrifstofunni annaðist
bókhaldið fyrir Jóhann Briem,
að því er heimildir Dropa
staðhæfa, og þannig hafði
Magnús opið færi á að fylgjast
vel með fjárhagsstöðu sérrita-
útgáfunnar og hafi lengi lang-
að til að eignast fyrirtækið og
gerast forstjóri. Hann beið
samt þolinmóður og fylgdist
með fjárhag Jóhanns fara
versnandi, þangað til Jóhann
átti ekki kosta völ, annarra en
verða gjaldþrota eða taka litlu
tilboði Magnúsar.
En Jóhann átti eitt og annað
uppi i erminni, sem Magnús
vissi ekki um og fékk ekkert að
vita um fyrr en kaupin vom
gerð. Aðallega munu það hafa
verið lausaskuldir, sem fyrir-
tækið bar ábyrgð á en vom
ekki tiundaðar í samningun-
um.
Nú segir sagan að þeir
kaupanautar berist á bana-
spjótum, og einkum mun
Magnús vera ákveðinn i að
linna ekki fyrr en Jóhann hefur
verið rúinn eignum og æra.
Sagt er að hann hafi svo oft lýst
þvi sem framundan er, fyrir
konu Jóhanns, i símtölum að
hún hafi um síðir flúið land.
Krummi ...
....er þeirrar skoðunar að
skipta megi um fleiri hausa á
DV...