Tíminn - 27.07.1982, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982
|C\'%N^N^N^\'%.\’V\'%.\'%'
Gröfur
til að sitja á
Póstsendum
fréttir
.eikfangahúsið
kólovörðustíg 10, simi 1480'.
Lestunar-
áætlun
GOOLE.
Arnarfell........... 10/8
Arnarfell............ 23/8
Arnarfell............ 6/9
Arnarfell........... 20/9
ROTTERDAM:
Arnarfell............ 29/7
Arnarfell........... 12/8
Arnarfell............ 25/8
Arnarfell............ 8/9
Arnarfell............ 22/9
ANTWERPEN.
Arnarfell............ 30/7
Arnarfell........... 13/8
Arnarfell............ 26/8
Arnarfell............ 9/9
Arnarfell..«........ 23/9
HAMBORG:
Helgafell............ 2/8
Helgafell ........... 21/8
Helgafell............ 10/9
HELSINKI:
Dísarfell............ 13/8
Dísarfell............ 10/8
LARVÍK:
Hvassafell........... 2/8
Hvassafell........... 16/8
Hvassafell...........30/8
Hvassafell...........13/9
GAUTABORG:
Hvassafell........... 3/8
Hvassafell........... 17/8
Hvassafell........... 31/8
Hvassafell........... 14/9
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell........... 4/8
Hvassafell........... 18/8
Hvassafell........... 1/9
Hvassafell........... 15/9
SVENDBORG:
Helgafell............ 3/8
Dísarfell............ 16/8
Helgafell............ 23/8
Helgafell............ 12/9
Dísarfell............ 14/9
AARHUS:
Helgafell............ 5/8
Dísarfell............ 18/8
Helgafell............ 25/8
Helgafell............ 10/9
GLOUCESTER,
MASS.:
Jökulfell............ 9/8
Skaftafell........... 9/9
HALIFAX, CANADA:
Skaftafell........... 29/7
Jökulfell............ 11/8
Skaftafell........... 11/9
" SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
Cargoluxmenn ræða við stjóm Luxemborgar:
ÞURFA 9 MILUÓN DALA
LAN VEGNA 747-VÉIAR
— fækkað verður uppsögnum starfsfólks úr 150 í 115
■ „Viö höfum ekki farið fram á annað
en endurfjármögnun í aðra 747-vélina
okkar og viðræöur um það eru í gangi.
Þetta er nokkuð snúið þar sem við
seldum Japönum vélina og erum að
kaupa hana aftur en vegna þeirra kaupa
þurfum við hliðarfjármögnun upp á 8-9
millj. dollara“ sagði Einar OÍafsson
forstjóri Cargolux í samtali við Tímann
er við spurðum hann um viðræður
fyrirtækisins og Luxemburgarstjómar
um hugsanlega aðstoð þeirra síðar-
nefndu við fyrirtækið vegna erfíðleika
þeirra sem það á í.
„Þessi upphæð 8-9 millj. dollara er
hugsuð sem lán úr sjóði sem ríkið og
bankar hér eiga en 747-vélin kemur til
með að kosta um 55 millj. dollara.
Japanir eiga svo eftir að gefa samþykki
sitt við ofangreindri lausn.“
Uppsagnir starfsfólks Cargolux vegna
erfiðleika félagsins hafa verið nokkuð í
sviðsljósinu hérlendis, enda vinna marg-
ir íslendingar hjá fyrirtækinu. Nú hefur
verið dregið úr þessum uppsögnum og
fyrir helgina samþykkti starfsfólkið
ákveðinn „pakka" sem lagður var fram
af stjórn fyrirtækisins.
„Það varð samkomulag um það að
draga úr uppsögnunum úr 150 manns og
niður í 115 manns en samhliða því tók
starfsfólkið á sig launalækkun í sex
mánuði og gengur sú lækkun inn í
fyrirtækið sem lán af hendi starfsfólks-.
ins“ sagði Einar. Fyrir utan þessa
launalækkun var einnig inn í pakkanum
að yfirvinna hjá starfsfólki fyrirtækisins
yrði skorin niður í ekki neitt.
Einar kvaðst ekki geta upplýst nú hve
margir íslendingar væru í 115 manna
hópnum en hann sagði að þeir væru ekki
stór hluti þar sem megnið af þeim ynni
við flughliðina hjá fyrirtækinu og þar
væri minnst um uppsagnir. - FRI
132 tonn af
humri til
Grindavikur
■ Þegar humarvertíðinni lauk höfðu
132,5 tonn borist á land í Grindavík. Um
tíu heimabátar þar tóku þátt í veiðinni,
en nokkrir aðkomubátar lönduðu afla
sínum þar, til viðbótar.
Aflahæsti báturinn var Þorsteinn
Gíslason, sem fékk rúm tólf tonn.
Stöðvun veiðanna kom humarveiði-
mönnum þar syðra nokkuð á óvart, að
sögn fréttaritara Tímans þar, og töldu
þeir að töluvert af kvótanum væri óveitt
enn, þegar tilkynningin um stöðvun var
gefin út.
Veiðin í ár var mjög álíka mikil og í
fyrra.
SV
Enn eitt inn-
brot í skart-
gripaverslun
■ Enn einu sinni var brotist inn í
skartgripaverslun nú fyrir helgina. Var
þá farið inn í verslun Benedikts
Guðmundssonar að Laugavegi 11 í
Reykjavík. Þjófurinn (eða þjófarnir)
komust inn um bakdyr verslunarinnar.
Eigendur verslunarinnar eru í sumar-
leyfi erlendis svo ekki liggur Ijóst fyrir
ennþá hversu miklu var stolið. Þegar
rannsóknarlögreglumenn komu á vett-
vang var fátt muna í versluninni.
Enn hefur ekki tekist að upplýsa
innbrotin í skartgripaverslun Kornelí-
usar og innbrotið í Gullsmíðaverkstæði
Þorgríms Jónssonar.
- Sjó.
■ Húsið er mikið skemmt eftír brunann og allt innbú eyðilagðist í eldinum.
Tímamynd: GS-ísafirði.
Eldsvoði á fsafirði:
T vílyft timburhús
næstum eyðilagðist
- tvö ungmenni sluppu naumlega
út úr brennandi húsinu
eldinum. Burðarviðir eru lítið
skemmdir.
Fjórir slökkviliðsbílar fóru á vett-
vang og fljótlega gekk að ráða
niðuriögum eldsins. Tók það um
tuttugu mínútur.
Ungmennin tvö voru ein í húsinu
þegar eldurinn kviknaði. Foreldrar
þcirra voru á ferðalagi norður í
Grunnavík.
Talið er að eldurinn haft kviknað út
frá eldavél.
■ Húsið við Mjógötu sjö á ísafirði
skemmdist mikið af eldi á laugardag-
inn. Tvö ungmenni sluppu naumiega
út úr brennandi húsinu.
Það var um klukkan 16.20 að
slökkviliðið á ísafirði var kvatt að
húsinu, sem er tvflyft forskalað
timburhús. Þegar komið var á vett-
vang var neðri hæðin alelda og mikill
eidur var í stigagangi upp á efri
hæðina. Allir gluggar hússins voru
brotnir og veggir á ncðri hæð mikið
sviðnir. Allt innbú gereyðilagðist i
• Sjó.
Litlu línubátarnir
mega veiða
í þorsk-
veiðibanninu
■ Bátar undir 30 lestum mega nú
stunda þorskveiðar hvort sem er á línu
eða handfæri, á banntímanum 25. júlí
til 3. ágúst 1982.
Sjávarútvegsráðuneytið tók reglurnar
um heimildir báta, 30 lestir og minni, til
þorskveiða á banntíma, til endurskoð-
unar, af gefnu tilefni, að því er
ráðuneytið tilkynnir.
Niðurstaðan varð sú að bannið nær nú
ekki til báta undir 30 lestum, hvort sem
þeir eru á línu eða skaki. gy
Kór Mennta-
skólans í Hamra-
hlið í tónleikaför
til Belgíu
■ Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
heldur í tónleikaför til Belgíu í
fyrramálið en þar mun kórinn syngja á
Europa Cantat 8. sönghátíðinni sem
haldin hefur verið þriðja hvert ár og
kórinn áður tekið þátt í. Hátíðin er að
þessu sinni haldin í borginni Namur.
Fyrir utan þátttöku í sönghátíðinni
mun verða dagskrá með kórnum í
Belgíska útvarpinu og undanfarið hafa
dvalist hér þýskir sjónvarpsmenn við
upptökur á æfingum kórsins fyrir þýska
sjónvarpið en auk þess mun kórinn
koma fram í dagskrá hjá þýska
sjónvarpinu.
í kvöld, þriðjudagskvöld, ætlar kór-
inn svo að halda smáeinkatónleika fyrir
vini og vandamenn. Verða þeir í MH og
hefjast kl. 20.
- FRI
Electra-vél Arnarflugs á sölulista:
Verður Boein_
vélin einnig se
Id'
720
— „Að sjálfsögðu þarf að huga að þvf að yngja þetta upp”
segir Gunnar Þorvaldsson forstjóri Arnarflugs
„Áður en þetta óhapp kom fyrir
höfðum við engan áhuga á því að selja
720-vélina þar sem hún nýttist okkur vel
■ „Við ætlum að selja Electra-vélina
okkar enda lá það alltaf Ijóst fyrír að við
mundum reyna það samhliða því að reka
hana og mér finnst að við séum alltaf að
komast nær því takmarki en hvað varðar
Boeing 720 vélina þá erum við ekki
búnir að fá nákvæmar niðurstöður um
hvað viðgerð á henni kostarogfyrr en
svo verður munum við ekki taka
ákvörðun um sölu á henni eða ekki“
sagði Gunnar Þorvaldsson forstjórí
Arnarflugs í samtali við Tímann en
Arnarflug er nú að meta möguleikana á
viðgerð Boeing 720 eða hvort selja eigi
hana í núverandi ástandi.
á leiðunt okkar við þekkjum vel kosti
hennar og galla, eigum þjálfaðar áhafnir
á hana, varahlutalager og svo er siæmt
að skipta um á miðri vertíð.
Að sjálfsögðu þurfum við að huga að
því að yngja þetta upp hjá okkur og þá
kemur þrennt til; kaupa, kaupa/leigja
eða leigja en stefnan hefur verið hjá
flugfélögum að leigja til að minnka
áhættuna í rekstrinum og við erum það
lítið félag að við erum ekki spenntir fyrir
því að taka mikla áhættu með flugvéla-
kaupum" sagði Gunnar.
Aðspurður um hvernig vél kæmi
hugsanlega í staðinn sagði hann að þeir
þekktu best Boeing 707 og 720 enda
hefði félagið verið með slíkar vélar i
mörg ár... „Einnig kemur til greina 737
en nú er annað árið sem við höfum haft
slíka vél en þetta eru helstu tegundir sem
koma til greina hjá okkur“.
Gunnar sagði að ekki væri ljóst hve
mikið þeir fengju fyrir Electra vélina. Á
sínum tíma er þeir keyptu hana frá
Iscargo hefði verið nefnt verð á henni
frá 650 þús. dollurum og upp í 2,25 millj.
dollara....Ætli við gerum okkur ekki
vonir um að fá eitthvað þama á milli“
sagði Gunnar.
Hvað Boeing 720 varðar þá hafa
Boeing verksmiðjurnar gert Arnarflugi
tilboð í viðgerð og er þá um að ræða að
skipta um neðra borð á vængnum, sem
tæringin er í, að miklu leyti en þetta er
mjög dýr viðgerð. Cargolux hefur gert
tilboð um öðruvísi viðgerð en auk þessa
tveggja eru svo breskir aðilar inn í
myndinni.
- FRl