Tíminn - 27.07.1982, Qupperneq 9
„Veigamikill þáttur í því að vel takist til
með loðdýraræktina er sá, að þeir sem
atvinnu þessa stunda séu starfi sínu vaxnir,
hafi þá þekkingu sem til þarf svo störfin
séu rétt leyst af hendi. Þess vegna hefur
landbúnaðarráðuneytið áhuga á því að
koma á fót kennslubúum í loðdýrarækt við
bændaskólana“.
ákveðnar tillögur um vinnubrögð í
þessu efni. Þær hafa enn ekki hlotið
undirtektir og eru það vonbrigði.
Ég tel að þessu verði ekki komið í
kring án atfylgis stjómvalda.
Einhverntíma hafa verk líka verið
skipulögð af minna tilefni. Ég tek
sem dæmi, að þegar Ámeshreppsá-
ætlun og Inndjúpsáætlun vom fram-
kvæmdar var unnið eftir sérstöku
skipulagi. Þarna var þó um aðgerðir
að ræða á mjög afmörkuðum svæðum
og öll nauðsynleg þekking fyrir hendi
í landinu.
Nú er hins vegar ætlunin að kenna
töluverðum hluta heillar stéttar ný
vinnubrögð og koma á fót heilum
búgreinum, þar sem þekking og
verkkunnátta em ekki fyrir hendi
meðal bænda.“
Skortur á markvissum
aðgerðum og heildarskipu-
lagi
I byrjun marsmánaðar 1981 skipaði
landbúnaðarráðherra nefnd skipaða full-
trúum Búnaðarfélags íslands, Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, yfirdýra-
læknis og landbúnaðarráðuneytis.
Vegna ályktunar Búnaðarþings 1981 um
loðdýrarækt var í apríl bætt við
fulltrúum Stéttarsambands bænda og
Sambands ísl. loðdýraræktenda. Starf
nefndar þessarar skyldi einmitt vera að
marka framtíðarstefnu í loðdýraræktinni
hérlendis og hún felld í þann farveg að
verða fyrst og fremst aukabúgrein og
styrkja dreifbýli vegna samdráttar eða
vaxtarstöðvunar í hefðbundnum bú-
greinum.
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að
endurskoða lögin um loðdýrarækt. Voru
gerðar allmiklar breytingar á þeim, sem
m.a. stuðla að minni stofnkostnaði í
húsum og að gera það mögulegt að nýta
gamlar byggingar, með breytingu, án
þess þó að slaka á vörslu dýranna.
Þannig nýtast hús, sem bóndi hefur
þegar byggt og hann sparar stórlega
byggingarkostnað.
Lögin voru samþykkt í maí 1981.
Næst var reglugerðin tekin til endur-
skoðunar. Það verður að játast, að hún
hefur reynst erfið í smíðum af ýmsum
ástæðum. Lausn er þó fengin á þessum
vanda, a.m.k. í bili, svo nú er hún tilbúin
til prentunar. Jafnframt þessu hefur
verið unnið að því að Stofnlánadeild
landbúnaðarins hefði það fé til ráðstöf-
unar, sem þörf krefur vegna stofnunar
loðdýrabúa. Þar hafa einnig fleiri
hlaupið undir baggann. Þótt lög segi
ekki annað en að ráðuneytið skuli, að
fenginni umsögn Búnaðarfélags íslands,
veita leyfi til stofnunar loðdýrabúa, hafa
í framkvæmd verið með í ráðum þeir
aðilar, sem nefndina skipuðu. Varla þarf
Stéttarsambandið að kvarta undan því.
Nefnd vinnur að því að ná fram
tollalækkun á efni til byggingar loðdýra-
búa.
í athugun er hvort unnt sé að veita
tilskilin leyfi til að flytja inn heilbrigðari
minkastofn en þann sem fýrir er í
landinu.
Veigamikil! þáttur í því að vel takist til
með loðdýraræktina er sá, að þeir sem
atvinnu þessa stunda séu starfi sínu
vaxnir, hafi þá þekkingu sem til þarf svo
störfin séu rétt af hendi leyst. Þess vegna
hefur landbúnaðarráðuneytið áhuga á
því að koma á fót kennslubúum í
loðdýrarækt við bændaskólana.
Ríkið hafði ágætan mann á sínum
vegum í eitt ár til þess að leiðbeina fyrstu
refabændum landsins í byrjun og hétu
þeir bændur því að miðla þeim
leiðbeiningum til annarra er byrja vildu.
Auk þess hafa verið haldin námskeið á
búi þessa leiðbeinanda fyrir byrjendur.
Ríkið hefur stutt náms- og kynnis-
ferðir til útlanda í þeirri grein.
í hverju loðdýrabúsleyfi eru menn
hvattir til að kynna sér allt er ræktunina
varðar. Annars er hinn faglegi fræðslu-
þáttur á vegum Búnaðarfélags íslands.
Veit ég að menn þar á bæ hafa lagt sig
fram við fræðsluna með námskeiðum,
fundum, útgáfu bókar um refarækt o.fl.
Tryggt hefur verið aukið fé á vegum
ríkisins til sérfræðiþjónustu.
Sitthvað fleira mætti nefna sem gert
hefur verið og er í undirbúningi á þeim
skamma tíma, sem liðinn er síðan
refarækt hófst hér á landi að nýju en hér
skal staðar numið.
Engar getgátur skulu hafðar um það,
hver ástæðan sé til þessara skrifa
Hákonar um loðdýraræktina. Betur tel
ég að tímanum hefði verið varið á annan
hátt.
Vissulega þarf að gera mikið átak til
að þessari nýju búgrein, loðdýrarækt-
inni farnist vel hér á landi.
skýra mynd af listamanninum. Þá taka
við myndir eftir Sölva Helgason og eru
þær myndir bæði úr söfnum og f
einkaeign. Svo tekur eitt við af öðru og
skal nú talið það er undirrituðum þótti
merkast, þótt röðina megi ekki mis-
skilja.
Olöf Gríma Þorláksdóttir f. 1895 á
þarna allmargar myndir, en stíll hennar
er persónulegur. Best þótti mér myndin
Sterkir stofnar No. 43. Þá vil ég nefna
verkið Ýsukarl, tré og ýsuroð eftir
Guðmund Valdimarsson f. 1918.
ísleifur Konráðsson (1899-1972), sem
líklega er frægasti naivisti okkar, á
allmörg verk á sýningunni og þau eru
flest frábær og lýsa list hans vel. ísleifur
var eyrarvinnumaður og málaði með
búðarlitum; keypti réttan lit í búð, en
blandaði ekki liti sjálfur.
Myndvefnaður Óskars Magnússonar
f. 1915 er magnaður.
Óskar hefur tekið miklum framförum
sem vefari en athyglisverðasta verkið
fannst undirrituðum vera í árdaga, en
það er magnaður vefur.
Eggert Magnússon f. 1915 kemur
skemmtilega fyrir og má myndin
Haustgeldingur vera til merkis um stíl
hans og séreinkenni.
Og að lokum skal minnst á myndir
Gunnþórunnar Sveinsdóttur (1885-
1970), en eftir hana eru 5 smámyndir,
svo góðar, að manni koma í hug frægir
menn og alþjóðleg menning.
Þótt hér hafi sú leið verið valin að geta
um einstakar myndir og höfunda er sú
umsögn ekki tæmandi. Frægðarmenn
eins og Stefán í Möðrudal og margir
fleiri, sýna þama góðar myndir og þar
sem svo stór hluti þessara mynda er í
einkaeign, ættu menn ekki að láta þessa
sýningu fram hjá sér fara. Ef aðrir þættir
í Ári aldraðra takast ekki verr en þetta,
er það vel.
Jónas
Guðmundsson
sluifar um
myndlist
eftir helgina
Heimspek-
in í pylsu-
vagninum
■ Þótt fyrirheit Veðurstofunnar
um sól handa Sunnlendingum
væru ekki fyrir hendi um þessa
helgi, var hið fegursta verður á
laugardag. Einn af þessum dög-
um, sem bæta upp, eða borga að
fullu allan þennan úrsynning og
rosa, sem íslendingar verða yfir-
leitt að þola, árið út að minnsta
kosti á Suðurláglendinu.
Það hafði rignt alla vikuna, og
nú þerraði sólin landið blíðlega og
vatnssósa jörðin tók gleði sína
aftur ásamt fólkinu. Höfuðborgin
svo að segja tæmdist. Þetta var
ferðahelgi, og menn óku í léttu
skapi með svefnpoka sína og tjöld,
ásamt soði, kjöti, brauði og kaffi.
Ein nótt við læk og hríslu í fögru
veðri er nefnilega af því guðlega
fyrir þá sem búa í borgum. Þú ert
einn með landi þínu og sefur vært,
rétt eins og ríkisstjórn milli þinga.
Skip heiðríkjunnar siglir svo
hægt.
Menn töluðu margt á Þingvöll-
um, en þar voru þúsundir manna
á laugardag. Mest var þó líklega
rætt um friðun hvalsins, eða
samþykktir Alþjóða hvalveiði-
ráðsins. Þetta er alvarleg sam-
þykkt fyrir margar þjóðir, þar á
meðal fyrir íslendinga. Bæði
vegna hvalveiðinnar, sem er um-
talsverður þáttur í atvinnu okkar
og útflutningi, og hefur verið síðan
ég man. Og ekki síður vegna þess,
að algjört hvalveiðibann mun,
þegar fram líða stundir, hafa
stórfelld áhrif á lífríkið í hafinu.
Það mun hafa áhrif á afla okkar,
þegar þúsundir hvala sem þurfa
engan olíustyrk, byrja að keppa
við trollið og línuna. Hundrað
tonna hvalur þarf nú sitt, hvað sem
öðru líður. Það að halda hvalstofn-
um í ákveðinni stærð, tryggir
manninum nefnilega vissa aðild að
öðrum gæðum hafsins.
Líka var mikið rætt um seli, sem
líka þurfa að borða fisk eins og
hringormurinn.
Og maður spyr sig í einlægni:
Hvað á maðurinn annars að
borða?
Ásgeir Hannes í pylsuvagninum
telur manninn vera grimmasta
spendýr jarðarinnar, og má það
rétt vera, því pylsuvagninn hans er
mjög áreiðanleg stofnun og lt'k-
lega eini pylsuvagninn í heimin-
um, sem stundar heimspeki og
stjórnmál að nokkru ráði. Hann
vill friða sel, og lái honum enginn,
sem horft hefur í selsaugu. En
málið er bara ekki svona einfalt.
Konan á barnaheimilinu er
mjög trúuð og hún heldur því
fram, að ógæfa íslendinga stafi
meðal annars af því að þeir fylgi
ekki boðorðunum tíu út í hörgul,
heldur leggi á þau mat, fylgi
sumum, en vanmeti önnur. Annað-
hvort eigi maður að hafa lögmálið,
eða ekki segir hún. Það í er
siðmenningin fólgin. Lögmálið er
nefnilega eins og reikningurinn.
Það er aðeins hægt að reikna rétt,
eða rangt. Ekki er hægt að reikna
sæmilega, eða þokkalega. Útkom-
an úr dæminu verður aðeins rétt,
eða röng.
Svo einfalt er nú það. En það er
ekki auðvelt að vera manneskja,
því við erum neydd til að velja og
hafna. Grænfriðungar fagna t.d.
hvalasigri fyrir utan hótel í
Brighton og fara síðan heim og
háma í sig kjötsúpu. Hvaðan
skyldi það ket koma? Hver hefur
friðað það? Hvað er selt í
pylsuvagninum, annað en lífsgát-
an?
Sagt er að súlan í Eldey éti 30 |
tonn af smáfiski á dag, því hún fer
ekki eftir friðunarreglum Hafrann-
sóknarstofnunarinnar um smáfisk
í afla. Hún afkastar því eins og þrír
skuttogarar og borðar jafn mikið
af fiski og allir íbúar höfuðborgar-
innar gjöra, því mér er sagt að
Reykvíkingar borði 30 tonn á dag.
Danir skömmuðu okkur á síð-
asta þingi Norðurlandaráðs fyrir
að drepa hvali. Fóstureyðingar í
Danmörku voru 23.334 árið 1980.
Enginn skammaðist út af því.
fslendingar horfa daprir í selsaug-
un, en fóstureyðingar voru hér 513
árið 1980, en tekið skal fram að
þetta er ekki grein um fóstureyð-
ingar, heldur grein um það, að við
erum neydd til að velja og hafna,
þótt það sé ekki sársaukalaust.
Það er ósköp auðvelt að gera út
á grimmd íslendinga, sem veiða
hval. Og reyndar mjög göfugt að
standa opinberlega með lífríkinu.
En það er fremur aum stefna að
gjöra slíkt, og verða á sama tíma
að leyna matarvenjum sínum,
bæði fyrir sjálfum sér og öðrum.
Jónas Guðmundsson
Jónas
Guðmundsson,
rithöfundur,
skrifar