Tíminn - 27.07.1982, Síða 10

Tíminn - 27.07.1982, Síða 10
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 19*2 10 umsjón: A.K.B ■ Mjög gott er að hafa daglega fyrir framan sig hitaeiningalista og geta því fylgst með ,því, hve margar hitacining- ar eru í daglegum matarskammti. Með- fylgjandi listi um hitaeiningar er fenginn hjá Línunni. Kjöt Vigt. Hita- ein. Bacon 100 gr 500 Fars 100 gr 250 Gæs 100 gr 425 Hamborgarahryggur 100 gr 200 Hjörtu kálfa, lamba 100 gr 140 Hæna 100 gr 200 Kálfakjöt magurt 100 gr 140 Kálfakjöt fcitt 100 gr 190 Kálfalifur 100 gr 140 Kálfanýru 100 gr 110 Kalkun 100 gr 180 Kjúklingur 100 gr 200 Lambakjöt magurt 100 gr 150 Lambakjöt feitt 100 gr 300 Lamhalifur 100 gr 135 Lambanýru 100 gr 110 Lifrakæfa 100 gr 350 Medisterpylsa 100 gr 250 Nautakjöt magurt 100 gr 150 Nautakjöt feitt 100 gr 300 Nautalifur 100 gr 140 Svínahjörtu 100 gr 140 Svínakjöt magurt 100 gr 200 Svínakjöt fcitt 100 gr 400 Svínalifur 100 gr 140 Önd 100 gr 400 Fiskur Hita- Vigt. ein. Fiskbollur lOOgr 80 Fiskfars 100 gr 100 Hrogn 100 gr 100 Humar 100 gr 90 Lax 100 gr 200 Lifur 100 gr 500 Lúða 100 gr 150 Rauösprctla 100 gr 80 Rækjur 100 gr 100 Sild 100 gr 140 Silungur 100 gr 150 Þorskur, Ýsa 100 gr 80 Sælgæti Vigt. Hita- ein. Brjöstsykur 100 gr 410 Súkkulaði lOOgr 525 Karamellur lOOgr 400 Lakkrís 100 gr 250 Negrakossar 100 gr 300 Marsipan lOögr 425 Tyggigúmi m.sykri 100 gr 315 Delfol, Gajol, Lákerol 100 gr 250 Brauð og kökur. Hita- Vigt. ein Franskbrauð 20 gr 50 Kruður 30 gr 85 Rúnstykki 35 gr 85 Rúgbrauðseytt 20 gr 60 Rúgbrauðóseytt 20 gr 55 Sigtíbrauð 15 gr 60 Hrökkbrauð 12 gr 40 Kex 6gr 26 Vinarbrauð 50 gr 210 Kringla 50 gr 225 Rjómakaka 40 gr 120 Napoleonskaka 50 gr 175 Rúlluterta 30gr 90 Sandkaka 50 gr 200 Smákaka 8gr 32 Hita- Vigt ein. 100 gr 50 lOOgr 40 100 gr 20 100 gr 40 100 gr 84 100 gr 40 100 gr 35 100 gr 2 Mjólk og mjólkurvörur Vigt Hita- ein. Nýmjólk 100 gr 65 Undanrcnna 100 gr 35 Rjómi 100 gr 300 Jógúrtánávaxta 100 gr 60 Jógúrt með ávöxtum 100 gr 80 Smjör, 100 gr 720 Rjómaís 100 gr 300 Ostur45% 100 gr 340 Ostur30% 100 gr 280 Ostur20% 100 gr 240 Camembert 100 gr 380 Mysuostur 100 gr 420 Sýrðurrjómi 100 gr 195 Ýmir 100 gr 70 Egg Vigt. Hita- ein. Egg ca50gr 80 Eggjarauða ca 20 gr 65 Eggjahvíta ca30gr 15 Egg calOOgr 160 Ávextir Hita- Vigt. ein. Ananas hrár 100 gr 52 Appelsínur 100 gr 50 Avokadoperur 100 gr 170 Bananar 100 gr 85 Döðlur 100 gr 270 Epli 100 gr 60 Eplisúr 100 gr 50 Ferskjurhráar 100 gr 40 Ferskjur m/sykri 100 gr 70 Fíkjurþurrkaðar 100 gr 270 Grape 100 gr 45 Grapedjús 100 gr 40 Hindber 100 gr 50 Jarðarber 100 gr 40 Kirsuber 100 gr 70 Mclónur 100 gr 26 Perur 100 gr 60 Plómur 100 gr 60 Rabbabari 100 gr 20 Ribsber 100 gr 45 Rúsínur lOOgr 290 Sítrónur 100 gr 30 Sólbcr 100 gr 60 Sveskjur 100 gr 260 Vínber 100 gr 70 Ýmislegt Vigt Hita- ein. Bernaisesósa lOOgr 410 Bouillon 100 gr 10 Hunangóblandað 100 gr 300 Marmelaði 100 gr 250 Kakó 100 gr 265 Edik 100gr 12 Möndlur 100 gr 600 Smjörlíki 100 gr 800 Matarlím 100 gr 335 Mayonnaise 100 gr 720 Olíatil steik. sallat 100 gr 900 Salt 100 gr 0 Sykur 100 gr 400 Vín Vigt. Hita- ein. Rauðvín 100 gr 80 H vítvín þurrt 100 gr 70 Madeira, portv. sherry 100 gr 140 Koniak.gin, vodka, viskf 100 gr 275 Likjör 100 gr 350 Hitaemmgar j" ÖI og gosdrykkir Appelsínusafí Grapesafi Tómatsafi Coca Cola Maltöl Pilsner Appelsino.fi. gos Gosm. gervisykri ■ Tvíburasystumar Sigurveig og Sesselja Heimsókn í Línuna ■ í verzlunum eru allar hillur fullar af girnilegum matartegundum, kjötborðin svigna undan krásunum, í útvarpstil- kynningum og blöðum heyrum við og sjáum auglýst: Nýr lax, ódýra svínakjöt- ið, ódýru hamborgararnir, ódýru kjúklingarnir, grillsteikurnar o.s.frv. og síðast en ekki síst, næstum því í hverri verslun blasir við okkur glæsilegt sælgæti, innlent sem erlent, er við höfum lokið innkaupum og er sælgætið venju- lega við útgöngudyr, þannig að ekki fari nú fram hjá viðskiptavininum að sjá það Það er aðeins hjá kaupmanninum á horninu, sem sælgætið er geymt undir glerplötu, sem gegnir líka hlutverki búðarborðs. Síðan eru skúffur út dregnar til að ná í sælgætið. Þetta er eins og var í gamla daga og vekur ekkert eins athygli okkar viðskiptavina jafnt barna sem fullorðinna eins og sælgætið, sem er raðað í hillur í kjörbúðum, þar sem aðeins þarf að teygja í það hönd og þá er það komið í innkaupakörfuna. Já, freistingarnar eru margar í verzlunum okkar íslendinga í dag og því er ekki að undra að margir þurfa að berjast við að ná af sér aukakílóum, sem hlaðast utan á okkur. Ofþyngd er víst vandamál mjög margra nútíma íslendinga öfugt við afa þeirra og ömmur, sem varla höfðu meira en rétt ofan í sig. Megrunarklúbburinn Línan hefur starfað í 6 ár og er eigandi hans nú Margrét Guðmundsdóttir. Ég heimsótti Línuna s.l. fimmtudagskvöld til að forvitnast um starfsemina. -Á þessu kvöldi kemur þangað fólk, sem þarf að ná af sér 20 kílóum eða meiru. Fólkið kemur til að láta vigta sig og síðan er rabbað saman yflr kaffibolla eða Tab eða Freska. Námskeiðið stendur í 7 vikur og þátttakendur fá sérstakan matseðil, þar sem í matnum eru 1000 hitaeiningar á dag. Gott þykir að ná af sér 1 kg á viku, en margir léttast mun meira. Ein kona náði af sér 58 kg á einu ári og hefur því lést um rúmlega kíló á viku. Ég hitti að máli konu, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hún sagðist vera búin að grennast um 36 kg á einu ári, en hún var 130 kg, áður en hún kom í Línuna, en er nú 94. Hún sagðist ætla að halda áfram og komast í um 70 kg, sem er kjörþyngd hennar miðað við hæð, en hún er 177 cm á hæð. „Ég hef alltaf verið feit, frá því að ég var bam, sagði konan, sem við getum nefnt S. Hér í Línunni hef ég verið síðan í febrúar 1981. Mér gekk mjög vel fyrst og var búin að ná af mér 30 kg um síðustu áramót, en síðan kom aftur- kippur hjá mér og ég er að vinna það upp.“ - Hefur þetta verið erfitt? - Já, oft, því er ekki hægt að neita. Mér finnst mjög gott að vera hjá Línunni, en maður verður alltaf að mæta til að ná árangari. Maður fær líka stuðning frá öllum hinum, sem eiga við sama vandamál að stríða. „Hvað finnst þér erfiðasta freist- ingin?“ „Mér finnst allur matur mjög góður, en ég hef ekki mikið verið fyrir sælgæti. Nú hef ég breytt nokkuð til með mataræði fjölskyldunnar, ég grilla eða sýð yfirleitt matinn, en steiki ekki í feiti eins og áður. Einnig hef ég mun meira grænmeti. En ég er nú orðin svolítið leið á því. Hvítkál t.d. get ég ekki séð. - Er feitt fólk í ættinni þinni? - Já, það má segja það. Þetta er ættgengt. Næst hitti ég að máli tvíburasysturnar Sesselju og Sigurveigu. - Við byrjuðum að fitna á sama tíma, segir Sesselja. Þegar Sigurveig fór að eiga bömin fitnaði hún á eftir eins og algengt er og þá fór ég líka að fitna. Þetta hlítur að hafa verið eitthvað sálrænt. - Hvað voruð þið þungar, þegar þið byrjuðuð í Línunni? - Við vorum nákvæmlega jafn þungar 88 og hálft kíló, segir Sigurveig, „en nú er Sesselja komin í kjörþyngd 65 og hálft kíló, en ég á enn þá nokkur kíló til að útskrifast. „Hvað hafið þið verið lengi í Línunni?“ Við höfum verið eitt ár. „Hvað finnst ykkui mesta freistingin? „Súkkulaði, sælgæti og kökur. Þær eru mikil freisting. Það voru margir mættir hjá Línunni þetta kvöld, eingöngu konur í þetta sinn, en tímarnir eru bæði fyrir karla og konur og að sögn eigandans, Margrétar Guðmundsdóttur eru karlmenn að drjúg um hluta í sumum námskeiðanna. Einn karlmaður grennti sig um 60 kg á einu ári, var búinn að grenna sig um 30 kg áður en hann kom í Línuna en með aðstoð hennar náði hann af sér 30 kg. Eftir jólin er mest sókn að námskeiðun- um og í ágúst og í september fer aðsókn að glæðast eftir sumarið. En yfir hásumartímann er hún með minnsta móti. Matur í útilegu ■ Eftirfarandi útiiegumat mælir Lín- an með: Kjúklingar, sem eru ofnsteiktir áður og borðaðir kaldir. Kjöthakki í hamborgara, sem eru grillaðir á viðarkolum. Pylsur. Ekki nema 1-2 á dag. Nauta-, lamba- og kálfakjöti sem má sjóða, grilia eða ofnsteikja áður og hafa með sér kalt. Dósamat: Fiskibollum, fiskbúðingi, túnfiski, laxi, matsíld, humri, rækju, alls konar grænmeti. Auk þess: Tærum súpum úr pökk- um, hrökkbrauði, eggjum, osti, ávöxt- um, tómatsafa, sykurlausum gos- drykkjum, súputeningum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.