Tíminn - 27.07.1982, Síða 19

Tíminn - 27.07.1982, Síða 19
ÞRI&IUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús 23 kvikmyndahornið u HJ STAHG nmmm* ■■■ ■ • ■ Biðröð við bandarískt kvikmyndahús, þar sem „Geimveran" er til sýnis. Bandarískir kvikmynda- framleidendur ánægdir: METSUMAR fAÐSÓKN ■ Bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru yfir sig ánægðir þessa stundina. Ástæðan er sú, að aðsókn að kvikmyndahúsum vestra hefur aldrei verið meiri en nú í sumar og peningarnir streyma því inn. Og þótt ein kvikmynd beri af öðrum í aðsókn - „Geimvera“ Spielbergs - þá á þetta aðsóknarmet við um fjölmargar kvikmyndir. Telja kvikmyndaframleiðendur þetta m.a. merki um, að myndbandaæðið sé kvikmyndahúsunum mun hættuminna en talið var af ýmsum. Það hafa ýmis gróðamet verið slegin á þessu sumri. „StarTrek: The Wrath of Khan“ gaf þannig af sér meiri peninga á einni helgi en nokkur önnur mynd fyrr og síðar. „Geim- vera“ Spielbergs halaði hins vegar inn meira í aðgangseyri fyrstu tvær vikurnar en áður hefur þekkst, og á fyrstu 25 dögunum náði hún inn tæplega 87 milljónum dala. Næst kom þriðja myndin um Rocky með tæplega 56 milljónir, önnur myndin um Star Trek með 51 milljón, Villi- maðurinn Conan, sem minnst var á hér fyrir helgina, með rúmlega 33 milljónir og „Poltergeist", drauga- mynd eftir sögu Spielbergs, með 32 milljónir dala. Er því spáð að „Geimveran" muni þegar líður á sumarið slá „Stjörnustríð“ út sem mestu gróðamyndina til þessa. Steven Spielberg telur að hluti skýringarinnar á þessari miklu að- sókn sé einfaldlega, að kvikmynda- framleiðendur hafi sett á markaðinn kvikmyndir af því tagi sem hafi sýnt sig að áhorfendur vilji: afþreyingar- myndir, sem sumar hverjar eru framhald fyrri mynda sem gengið hafa vel. Sumarið hefur alltaf verið besta kvikmyndavertíðin vestra einkum vegna þess að þá eru unglingarnir í skólafríi og hafa því meiri tíma til að sinna áhugamálum. Á hverju ári er seldur um einn milljarður aðgöngumiða í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna, og um 20% þjóðar- innar kaupir um 80% þessara miða. Dyggustu bíógestirnir þar eru á aldrinum frá 12 til 24 ára. „Bandaríkjamenn hafa tilhneig- ingu til að eyða peningum sínum í það sem þeir þekkja", segir dreifing- arstjóri Paramount pictures. Sú kenning er skýringin á þeim mikla fjölda framhaldskvikmynda, sem nú er framleiddur vestra. Langlífasta dæmið um réttmæti þessarar kenn- ingar eru James Bond-kvikmyndirn- ar, sem alltaf hljóta góða aðsókn. Sömuleiðis myndirnar um Guðföður- inn, eða Stjörnustríð, svo nokkur dæmi séu nefnd. Og nú er svo komið að vart er gerð kvikmynd, sem hlýtur góða aðsókn, án þess að önnur af sama tagi, oft með sama nafni, komi ekki í kjölfarið. Af þeim 110 kvikmyndum, sem sex stærstu kvikmyndaframleiðend- urnir í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að frumsýndar verði á komandi ári, eru hvorki meira né minna en 17 slíkar framhaldsmyndir. Þar koma mörg kunnugleg nöfn: The Sting II, Halloween 3, fjórða Cheech og Chong myndin, sjöunda eða áttunda myndin um Bleika pardusinn, fleiri Star Trek myndir (átta eru nú fyrirhugaðar í viðbót á 18 mánaða fresti), enn ein Airplane-myndin og þannig mætti halda áfram. Framleiðsla af þessu tagi lýsir auðvitað ekki frumlegri sköpunar- gáfu eða djarfri nýsköpun þar vestra, heldur fyrst og fremst áhuga á peningalegum gróða. En það minnir auðvitað á, að kvikmyndafram- leiðsla er fyrst og fremst iðnaður, og að án hagnaðar yrði fljótlcga lítið um kvikmyndaframleiðslu. -ESJ Elias Snæland Jónsson skrifar ★ Atvinnumaður í ástum ★★★ Hörkutólið ★★ Sólin ein varvitni ★★ Amerískur varúlfur í London ★★★ Lola ★★ Cat Ballou ★★★ Framísviðsljósið ★★★ Bláa lónið Stjörnugjöf Tímans ★ * * * frábær ■ * * * mjög göö ■ ★ ★ góó ■ ★ sæmtleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.