Tíminn - 27.07.1982, Side 20
VARAHLUTIR
Sendura um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurnfs
Shni (»1) 7 - <5- 51. (91)7 - 80 - 30.
HEDD HF. "“TópaJoí 20
Mikiö úrval
Opið virka daga
9 19 Laugar
daga 10 16
HEDD HF.
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
/
y
labriel
HÖGGDEYFAR
GJvarahlutir
Arrmila 24
Simi 36510
„síldarArin FEGURSTU DAG-
ARNIR FRA SJÓMANNSARUNUM
— segir Sigurður Rósmundsson frá Tungu, sem nú er orðinn 77 ára
■ í langri sögu sjósóknar á Vestfjörðum hefur oft
verið hart sótt og í röðum sjómanna vestra hafa frá
dögum Gríms frá Hrafnistu og til okkar tíma fundist
fulltrúar hins besta í íslensku þjóðlífi. Einn þeirra
manna sem glímdu við Ægi á fyrri hluta aldarinnar,
þegar mótorbátarnir voru nýkomnir til sögunnar og
róið á ystu mið, þótt fleytan væri smá, er Sigurður
Rósmundsson frá Tungu. Hann er nú 77 ára og man
kjörin tvenn og þrenn frá iöngum sjómannsferli.
„Já, ég er fæddu í Tungu í Skutulsfirði, þann 5.
maí 1905,“ segir Sigurður, þegar við spyrjum hann
um ætt hans og uppruna. „Faðir minn var
Rósmundur Jónsson, en móðir mín var Rannveig
Oddsdóttir. Foreldrar mínir eignuðust tuttugu börn
og fjórtán komust til manns. Ég var ellefti í röðinni.
Þótt heimilið væri fjölmennt var þó aldrei skortur
heima.
Elsti bróðir minn fór snemma að heiman á sjó og
síðar við yngri bræðurnir og mikið af hýrunni fór til
heimilisins fyrstu árin. Þessi bróðir minn fórst í
Halaveðrinu á Leifi heppna. Ég fór sjáifur á sjó 16
ára gamall árið 1922, en það ár brugðu foreldrar
mínir búi og fluttu að Stakkanesi innan við ísafjörð
og hörðu nytjar af túninu í Grænagarði. Þarna höfðu
þau tvær kýr og 15-20 kindur.
Ég byrjaði til sjós á báti sem hét ísleifur, en þeir
bátar sem voru á ísafirði voru smíðaðir í fyrra stríði.
Þeir voru auk ísleifs, Harpa, Gissur hvíti, Freyja,
Frigg, Freyr, Sjöfn, Kveldúlfur, Rask og Kári. Þeir
voru gerðir út á línu á útilegu, flatt og saltað um
borð og ekki komið heim fyrr en eftir fjóra til fimm
daga.
Já, þetta var nokkuð strangur skóli, því þá voru
engin vökulögin um borð.
Þegar hrunið mikla varð á ísafirði árið 1927 fóru
útgerðarmenn allra þessara báta yfir og upp úr því
var Samvinnufélagið stofnað. Þá fluttust margir
skipstjórar burtu og sjómenn. Um áramótiníi
1928-1929 komu svo Samvinnubátarnir og ég fór aö'
róa á Ásbirni. En árið 1934 urðu þáttaskil í lífi mínu
þegar ég giftist konu minni, sem er héðan frá
Akureyri. Um það leyti fluttist ég til Akureyrar og
hef verið hér upp frá því. Ég var áfram á sjó, var á
Höskuldi og á Súlunni, sem ég sigldi nokkrum
sinnum með, þám. á stríðsárunum. Þá fór ég í 25
sumur á síld frá Akureyri og það eru líklega fegurstu
dagamir frá sjómannsárunum. Það var fallegt úti á
Grímseyjarsundi, þegar sólin var að setjast.
Enn var ég um tíma á Snæfellinu, sem var mikið
aflaskip hér og á togarana fór ég þegar þeir komu
1947 og var á þeim til 1954. Þá fór ég í land og
gerðist fiskmatsmaður og það hef ég verið upp frá
því, var m.a. um tíma í þessu í fyrra, þótt ég sé
farinn að minnka við mig. Mér fannst þeir taka
of mikið af þessu í skatta.
Já, það er orðinn mikill munur á kjörunum nú
frá því sem ég ólst upp við. Þeir sem lifað hafa það
að sjá slíka breytingu, finnst hún svo ótrúleg að þeir
fá seint áttað sig á henni. -AM
■ Sigurður Rósmundsson. Hann var eUefti í röðinni af tuttugu systkinum og fór 16 ára til sjós. Hann hefur
lifað miklar umbreytingar í sjósókn íslendinga og man kjörin tvenn og þrenn. (Ljósm. Guðm. Sveinsson).
dropar
Að gráta
út Ibúð
■ Á íslandi hefur löngum
verið litið heldur upp til þeirra
sem „klárir“ hafa verið í þeirri
íþróttagrein að„spila á kerf-
ið“. Dropar höfðu nýlega
spurnir af glxsilegum sigri
spilara eins í slíkum leik.
„Spilamaöurinn“ var ung
stúlka sem leitaði til allra
nefndarmanna í uthlutunar-
nefnd Verkamannabústaða.
Bar hún sig ákaflega illa,
kvaðst eignarlaus einstæð
móðir er þurft hefði að flýja úr
borginni, þar sem henni hafði
reynst algerlega ókleift að
komast inn í nokkurt húsnæði
í Keykjavík. Úthlutunarmenn
aumkuðu sig yfir þessa illa
stöddu stúlkukind, og úthlut-
uðu henni næstu íbúð sem
losnaði. Fékk hún síðan pappír
upp á það.
Þegar síðan íbúðin var
aflient var stúlkan önnum
kafln í vinnu úti á landi. Það
var því prýðilega launaður
sambýlismaður hennar sem
tók við íbúðinni og flutti fyrstur
inn. Frá honum og hans
högum hafði stúlkan auðvitað
„gleymt“ að skýra er hún var
að barina sér við úthlutunar-
nefndarmenn Verkamanna-
bústaða, sem þegar hér var
komið gátu aðeins bölvað í
hljóði, en engu breytt um
íbúðarúthlutunina.
„Fimmtu
hverja línu...”
■ Ekki er hxgt að segja að
dægurlagatextar séu yflrleitt
meiríháttar skáldskapur. Þó
hefur komið fýrir að slíkir
textar „lifa“ sem kailað er,
þ.e. halda vinsældum sínum
arum saman.
Höfundar slíkra texta nota
að sjálfsögðu ýmsar aðferðir tU
að semja þá saman, og algengt
er að „íslenskir" textar séu að
mestu þýddir úr enskum. En í
viðtali um helgina var sagt frá
nokkuð óvenjuiegrí aðferð við
að semja texta við popplög.
Þar segir:
„Sérkennilegasti textinn
sem saminn hefur veríð í
hljómsveitinni er texti sem
Jakob og Björk bjuggu til. Þau
fundu þá enska bók og tóku
flmmtu hverja línu og útkom-
an var bara góð“.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982
fréttir
Steíngrímur
fyrír vonbrígðum
með Flugleiðir
• „Ég lagði til fyrir
tveimur árum að Flugleiðir h/f
fengju umræddan styrk í þrjú ár.
Það yrði ákveðið frá ári til árs hvort
þörf væri fyrir styrkinn. Nú sýnist
mér svo vera. Það eru mér hins
vegar vonbrigði, að ég sé enga
viðleitni í þá átt að koma Atlants-
hafsfluginu f það horf sem það
verður að komast. Það er vitað mál
að þær flugvélar sem félagið notar
núna á Atlantshafsleiðinni missa
lendingaleyfi í Bandaríkjunum inn-
an þriggja ára. Áður en lokað
verður fyrir þær þarf félagið annað
hvort, að vera búið að kaupa breið-
þotur, eða búið að fá nýja
hreyfla í vélamar sem nú em
notaðar.“
Þetta sagði Steingrímur Her-
mannsson, samgönguráðherra,
þegar Tíminn spurði hann hvort
hugsanleg málshöfðun Flugleiða
h/f á hcndur ríkinu vegna flugleyfa-
sviptinganna til
Amsterdam og Dússeldorf, breytti
einhverju um afstöðu hans til styrk-
veitingarinnar sem félagið hef-
ur sótt um til ríkisins.
Styrkurinn sem Flugleiðir h/f
hafa sótt um til ríkisins nemur
nálægt 24 milljónum króna. Sú upp-
hæð samsvarar öllum þeim gjöldum
sem félagið greiðir til ríkisins vegna
Atlantshafsflugsins. Auk þess
þeim gjöldum sem starfsfólk
félagsins sem vinnur við Atlants-
hafsflugið greiðir til rfkisins. Loks
má geta þess að félagið hefur sótt
um að fá nálægt ellefu milljón króna
styrk frá ríkisstjóm Luxemburg.
„Það liggja ekki fyrir neinar tölur
um áætlaðan halla á rekstri félags-
ins á þessu ári. Svo ég hreinlega
kannast ekki við þessar 35 milljónir
sem talað var um í hádegisfréttum
útvarpsins í dag,“ sagði Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða,
þegar Tíminn bað hann að sundur-
greina þennan áætlaða halla.
„Ég kannast vel við þessar tölur,
sagði Steingrímur Hermannsson,
samgönguráðherra. „Þetta er
samanlagður styrkurinn sem farið
er fram á við íslenska ríkið og
Luxemburgarmenn. Ég get vart
ímyndað mér, að fyrirtækið fari
fram á meiri styrk en áætlaður
rekstrarhalli þess er,“ sagði sam-
gönguráðherra.
Sjó.
ma&k*' 1
Krummi ...
....er alveg hissa á því að
stjórnarandstaðan skuli ekki
hafa kennt Steingrími Her-
mannssyni um rigninguna um
helgina!