Tíminn - 10.08.1982, Side 8

Tíminn - 10.08.1982, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 ÍÍKiílli Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gfsli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þorarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Samstarf íslendinga og Grænlendinga ■ Nágrannar okkar, Grænlendingar, hafa síðustu dagana haldið upp á eitt þúsund ára afmæli þess að Eiríkur rauði kom þangað fyrsta sinni, en það var upphafið af nokkurra alda dvöl norrænna manna þar í landi. Við þessi tímamót heimsóttu þjóðhöfðingjar íslands, Noregs og Danmerkur Grænland og tóku þátt í hátíða- höldum heimamanna. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands sagði í viðtali við Tímann um hátíðahöldin. „Skipulagningin vegna hátíðahaldanna er til einstakrar fyrirmyndar og það er stórt átak hjá fámennri þjóð að safna til sín hundruðum gesta vegna þeirra. Þessi hátíðahöld eru yfirlýsing um að það er einlæg ósk Suður-Grænlendinga að þeir teljist til hóps norrænna þjóða, eins og raunar hefur komið fram í máli þeirra“. Grænlendingar eru sem kunnugt er nýbúnir að fá sjálfstjórn í eigin málum, og þeir hafa jafnframt tekið ákvörðun um að segja sig úr Efnahagsbandalagi Evrópu, en þeir fylgdu Danmörku inn í bandalagið á sínum tíma. Meginástæðan fyrir ákvörðun Grænlendinga um úrsögn úr bandalaginu er sú,að EBE-þjóðirnar hafa ráðskast með veiðarnar á grænlensku miðunum. Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnar Grænlands, sagði í viðtali við Tímann, að það væri ekki aðeins að Grænlendingar hefðu engu ráðið um, hverjir mættu veiða á miðum þeirra, heldur hafi verið mjög mikið um veiðiþjófnað. Þannig hafi vestur-þýskir togarar veitt ólöglega þorsk fyrir um 200 milljónir danskra króna á ári undanfarin ár. Motzfeldt sagði: „Ég vil að það komi skýrt fram hér, að eftir að við höfum sjálfir tekið yfir stjórn á veiðum við strendur okkar, munum við beita mjög hörðum viðurlögum ef við verðum varir við ólöglegar veiðar og getur slíkt þá leitt til þess að viðkomandi þjóð verði alfarið svipt réttindum sínum til veiða hér. Þetta eru þær kringumstæður, sem veiðiþjóðir hér við land verða að horfast í augu við eftir að við fáum stjórn yfir veiðunum,“ En hvað um samstarf íslendinga og Grænlend- inga? Motzfeldt benti á, að þegar hafi verið hafið samstarf við íslendinga um nýtingu vatnsorku í Grænlandi „Og í framtíðinni vonumst við eftir enn nánara samstarfi við ykkur svo og við Færeyinga. Bæði á hinu íslenska alþingi og lögþinginu í Færeyjum hafa verið settar á fót sérstakar Grænlandsnefndir til að fjalla um samstarf þjóðanna. Samstarfið við íslendinga mun í fyrstu aðallega vera fólgið í vatnsvirkjarannsóknum,en við áætlum að í sumar verði lokið undirbúnings- rannsóknum, vegna virkjunar í fyrstu ánni hérlendis.“ íslendingar hljóta að taka heilshugar undir þær óskir Motzfeldts, að samstarf á milli fslendinga og Grænlendinga aukist á komandi árum. íslendingar eiga að sinna samstarfi við nánustu granna sína, Grænlendinga og Færeyinga, mun meira en gert hefur verið til þessa. Þetta eru smáþjóðir eins og við, sem hafa margvíslega sameiginlega hagsmuni og geta hjálpað hver annarri á ýmsum sviðum. - ESJ. tekinn tali ■ Senn líður að því að taka verður ákvörðun um byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli ef nýta á þá heimild sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt um þátttöku í fjármögnun framkvæmdanna, en hún miðast við að framkvæmdir hefjist fyrir 1. okt. n.k. en fellur úr gildi eftir þann tíma. Um er að ræða 20 millj. dollara framlag til byggingarinnar. í fjárlögum yfirstandandi árs er 10 millj. kr. lántökuheimild til að hefja framkvæmdir. Bygging þessi hefur verið alllengi á döfinni, byggingar- nefnd starfað og teikningar gerðar hjá húsameistara ríkisins. í nóvember s.l. skipaði utanríkisráðherra nefnd til að taka flugstöðvarmálið til athugunar, hugsanlega áfangaskiptingu og til að gera tillögur um hvernig lántakan yrði nýtt. Formaður nefndarinnar er Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Aðrir nefndarmenn eru Edgar Guðmundsson verkfræðingur og Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður. Nefndin hefur lokið störfum og leggja tveir hinna fyrrnefndu til að hafist verði handa hið fyrsta um framkvæmdir, en Ólafur Ragnar Grímsson telur að byggingin sé alltof stór og að athuga þurfi málið allt miklu nánar. Þess má geta, að flatarmál flugstöðvarinnar er svipað og Þjóðarbókhlöðunnar sem verið er að reisa vestur á Melum. Tíminn bað Jóhann Einvarðsson að skýra frá hvernig mál þessi standa núna og hvaða líkur séu á að framkvæmdir hefjist. ■ Jóhann Einvarðsson alþingismaður. erum við að falla á tíma. Án bandaríska fjármagnsins eru menn náttúrulega í vandræðum með hvernig fara á að því að byggja flugstöðina, það er jafnvel erfitt þótt við nýtum það. Samkvæmt áætlun um byggingakostnað er okkar framlag sem svarar 23 milij. dollara og er það ærinn biti þótt við þurfum ekki að greiða sem svarar43 millj. dollara í framkvæmdina. Allir vilja flugstöð í stjórnarsáttmálanum segir að taka eigi allar áætlanir varðandi flugstöðina ■ Módel af flugstöðvarhúsinu. - Á því leikur enginn vafi að það þarf nýja flugstöð. Um það eru allir sammála. Gamla byggingin er úr sér gengin og starfsaðstaða slæm og um- hverfið allt heldur óhrjálegt fyrir alla þá sem um Keflavíkurflugvöll fara. Þegar farið var að athuga málið á sínum tíma fóru menn að velta fjármögnuninni fyrir sér. Einar Ágústsson, þáverandi utanríkisráð- herra, fékk því framgengt að Banda- ríkjamenn féllust á að leggja fram 20 millj. dollara til byggingarinnar og að auki munu þeir borga allt það sem gert er utan dyra, breytingar á girðingunni umhverfis völlinn, en sjálft húsið á að vera utan girðingarinnar, þeir munu borga breytingar á flutningsleiðum milli flugbrauta og flugstöðvarinnar svo og allar olíuleiðslur og fleira sem til heyrir. Þessi kostnaður er áætlaður að verði 25-30 millj. dollarar, þannig að í heildina munu þeir leggja fram 45-50 millj. dollara vegna nýju flugstöðvar- innar. Þess má geta, að byggingarkostnaður fyrsta byggingastigs flugstöðvarinnar er áætlaður rúml. 43 millj. dollara. Þær 20 millj. dollara sem Bandaríkja- menn hafa samþykkt að greiða til byggingarinnar er fjárveiting á einu bretti og miðast við fjárlagaárið sem lýkur hjá þeim 1. okt. n.k. Fyrir þann tíma verðum við að vera búnir að skuldbinda okkur til að gera eitthvað í málinu. Hvað verður gert skal ég ekki segja. Ákvöröun verður að taka Ríkisstjórnin verður að taka ákvörð- un um að byggja flugstöð og síðan verður að fara fram einhver samnings- skuldbinding, hvort sem það verður um innkaup á tækjum, jarðvegskannanir, hugsanlega gæti það verið samningur við verkfræði - eða verktakafyrirtæki um nokkurs konar rammasamning um framkvæmdir. Hugsanlega væri þá mögulegt að fjárveitingin frá Bandaríkj- unum gilti áfram. Að mínu mati verðum við að halda málinu gangandi, og binda það ekki eingöngu við þá ríkisstjóm sem nú situr, því kosið verður á næsta ári og er ekkert líklegra en að sú ríkisstjórn sem þá tekur við, hvemig sem hún verður samansett , hafi hug á að halda framkvæmdum við flugstöðvarbygging- una áfram. Þótt greiðslur frá Banda- ríkjamönnum kæmu ekki fyrr en síðar eigum við að tryggja skuldbindingu þeirra núna. - Ástæðan fyrir því að Bandaríkja- menn eru reiðubúnir að leggja fé í framkvæmdina er að það er pólitískur hagur þeirra að aðskilja herinn og þjóðina sem hér býr. Auðvitað er það okkar hagur ekki síður, að þurfa ekki að hafa svo umfangsmikla starfsemi sem flugið inni á því svæði sem herinn hefur til afnota. í sjálfu sér er það ekkert nema kostnaður við rekstur varnarliðsins að reisa þessa nýju byggingu og þeim verður afhent gamla byggingin, þó að um leið fari fram nauðsynleg endumýj- un á flugstöðvarbyggingunni. Meginþáttur málsins er að ríkisstjórn- in verður að svara því nú hvort við eigum að byggja flugstöðina eða ekki. Ef hún ákveður að gera þaö ekki meta menn náttúrulega stöðuna eftir það, en ef ákvörðunin verður jákvæð verða menn að ákveða fljótt hvort menn ætla að nota þetta bandaríska fjármagn eða ekki, og segja þá já eða nei við því líka. Eg tel óþolandi og ólíðandi að ríkisstjórnin láti þetta mál detta upp fyrir án þess að taka ákvörðun. En þar til endurskoðunar og hefja ekki fram- kvæmdir fyrr en allir f ríkisstjóminni eru orðnir sammála. Ólafur Jóhannesson lét endurskoða téikningamar, draga úr þeim og minnka kostnaðinn, og m.a. var flugeldhúsið fært inn í húsið sem áður var gert ráð fyrir að yrði sjálfstæð bygging. Sem kunnugt er gekk heldur erfiðlega að ná samstöðu um málið, en við síðustu fjárlagagerð fékkst inn ákvæðið um 10 millj. kr. lánsfjárheimild til flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og um skipun þriggja manna nefndar til að taka málið til endurskoðunar, þar með talin hönnun, hugsanleg áfanga- skipti og að nefndin geri tillögur um hvemig þessum 10 millj. kr. verði ráðstafað. Ég hef ávallt túlkað þetta ákvæði stjórnarsáttmálans þannig að það eigi að byggja flugstöð, en endurskoða eigi áætlunina, sem var gert. Spumingin er um hvenær hefja ætti framkvæmdir. Nefndarskipunin finnst mér enn frekari staðfesting á því að reisa eigi flugstöðina. Nefndin skilaði af sér í júní s.l., þar sem meirihlutinn, ég og Edgar Guð- mundsson, sem er þar fulltrúi sjálfstæð- ismanna í ríkisstjórn, leggjum til að þegar verði hafist handa en Ólafur Ragnar Grímsson skilaði séráliti um að ráðist verði í að hanna mun minni byggingu. - Við Edgar leggjum til að sú hönnun sem húsameistari gerði verði notuð, en að flugstöðin verði byggð í áföngum. Þar sem byggingarformið er þannig að ekki er hægt að steypa flugstöðina upp í áföngum verður að reisa alla bygging- una í einu, en áfangaskiptingin byggist á því með hvaða hætti hægt verður að taka ýmsa hluta hennar í notkun eftir að hún verður steypt upp. Á meðan hluti byggingarinnar verður

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.