Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 Hvenær er best að börn? ■ Nú á dögum er þaö auðvelt fyrir konur að ákveða hvernær þær vilja eignast börn. Margar konur vilja fresta barneignum jafnvel fram yfir þrítugt til þess að geta helgað sig vinnu sinni og til að byggja upp gott heimili fyrir börnin. Fyrir tíu árum var hlutfall þeirra sem urðu mæður í fyrsta skipti þrátíu ára og eldri mun lægra en nú er. Besti aldur til að eiga börn mun vera aldurinn 20-30 ár, mæður yngri eða eldri eiga á hættu að glíma við eitthvað af sömu vandamálum. Ófrísk kona á helmingi meiri hættu á því að fá háan blóðþrýsting og táningar og konur eldri en 35 ára eiga mesta hættu á því. Einnig er meiri hætta á fósturlátum og keisaraskurði, hjá þeim yngstu vegna þess að þær eru ekki fullvaxnar og hjá þeim eldri vegna þess að þær eiga erfiðara með að fæða börnin á venjulegan hátt. Frjósemin minnkar hægt frá 25 ára aldri, um 31 árs aldur er hún 83% af því sem var og um 36 ára aldur er hún um 76%. Margar konur geta átt börn frá 15 ára aldri og upp í 50. Eggin eru allan þennan tíma í eggjastokkunum og því seinna sem eggið frjóvgast því meiri líkur eru á því að einhver litningagalli sé í þeim og þess vegna eiga konur eldri en 35 ára meiri hættu á því að eignast vangefin börn. Hættan á því er fram að 30 ára aldri 1 á móti 1500. Frá 30-35 ára aldri eykst hættan og er 1 á móti 500. Um 40 ára er hlutfallið 1 á móti 100 og 45 ára 1 á móti 50. Fleiri hættur fylgja fyrir móðurina. Auk hás blóðþrýstings getur þungun orsakað að dulin sykursýki fari af stað. Nýlegar rannsóknir við háskólann í Edinborg hafa sýnt að ef kona eignast sitt fyrsta barn eftir að hún er 35 ára aukast líkurnar á því að hún fái krabbamein í brjóst, þó að það gefi konum vörn gegn brjóstkrabbameini að eignast barn fyrir 35 ára aldur. Annars fylgir fæðingum yfirleitt lítil hætta nú á dögum. Og aldurinn segir ekki allt. Ung móðir, sem reykir mikið og á nokkur börn fyrir getur átt mun erfiðari fæðingu en hraust 34 ára kona. Farið varlega með kveikilogmn ■ Allir, sem nota útiglóð, verða að fara varlega og lesa ýtarlega leiðbeiningar á brúsunum með kveikileginum. Stúlkan á myndinni heldur á kveikilög, sem hér er seldur. Á honum stendur eftirfarandi aðvörun: Hellið ekki í eld. Setjið ílátið ekki nærri eldi. Opnið ekki flátið, fyrr en á að nota löginn. Lokið flátinu áður en kveikt er upp. Ef efni þetta er drukkið, komið ekki af stað uppsölu. Hafið sjúklinginn í hlýju og næði í nægu hreinu lofti. Kallið á lækni. Eldhúskrókur Möndluterta með ávöxtum ■ Á heitum sumardegi ergott aðgæða sér á ávaxtatertu með ísköldum, þreyttum rjóma. Möndluterta meö ávöxtum 400 g möndlumassi 4 egg 4 matsk. hveiti 1 tsk. lyftiduft í formið er sett: smjör og ritaðar möndluflögur Fylling: niðursoðnir ávextir + vínber. Smyrjið formið vel og stráið möndlu- flögunum inn í. Hitið ofninn í 175 gráður. Rífið möndlumassann vel á rifjárni. Þeytið eggin og bætið möndlumassanum og hveitinu og lyftiduftinu út í og þeytið saman, þar til jafnt. Setjið deigið í formið og bakið í ca. 45 mín. Þegar kakan er köld er hún fyllt með ávöxtunum. Látið renna vel af niðursoð-1 nu ávöxtunum. Látið hana standa á köldum stað og berið hana fram með þeyttum rjóma, sem má bragðbæta með líkjör eða sherry. i Miklar umræður hafa orðið um þetta mál í Danmörku og telur slökkviliðsstjórinn að verksmiðjumar, sem framleiða spíritusinn hafi notað eitthvert aukacfni í hann og hann þannig fengið lægra brennslumark. Nánari rannsókn á því að fara fram á sprittinu, en álitið er að verksmiðjur- nar hafi í fyrra farið að nota nýtt efni í sprittið. Miklir hitar hafa verið í Danmörku í sumar og er einnig talið að það hafi átt sitt þátt í slysinu, en í Danmörku eru upptekin sjúkrarúm vegna þeirra sem brennst hafa nálægt útiglóðum, margfalt fleiri en þeirra sem brenndust í fyrrgreindu slysi. Það er mikið um að fóik noti útiglóðir yfir sumarið og það verða mörg slys vegna þess að kveikjuvökvarnir verða hættulegir í miklum hita. Fleslum þessum slysum hefði verið hægt að komast hjá, ef aðgát hefði verið næg. Dæmi eru til um að neistar frá útiglóð geti farið átta metra frá. Aldrei á að hella kveiki- vökva á glóð, sem búið er að tendra! ■ í Danmörku gerðist það nýlega að sjö manns urðu fyrir alvarlegum brunaskaða þcgar slökkvilið í Nýköb- ing á Sjálandi hélt sýningu á því hvernig ætti að kveikja í útiglóð (grilli). Að síðustu ætlaði svo einn bruna- • liðsmaðurinn íklæddur asbestfatnaði, að sýna áhorfendum, sem stóðu léttklæddir f 2-3 metra fjarlægð, hvernig ekki á að kveikja f grilli. Hann hellti spíritus á grillið og varð svo mikið bál að neistar féllu á næstu áhorfendur. Það sem átti að vera aðvörun til þeirra sem nota útiglóð, varð að raunveruleika. Fólkið, scm stóð næst, reyndi að komast í burtu, og með föt sín logandi, hljóp það í gcgnum mannþröngina og kveikti þannig í fleirum. Sjö manns brenndust alvarlega og voru lagðir á sjúkrahús, rnargir aðrir brenndust lítils háttar, cn margir fleiri hefðu brennst, ef ekki hefði verið vatnsslanga á staðnum til að slökkva eldinn með. ■ Þessi telpa var eitt fórnardýranna, þegar eldsúla gaus upp af útiglóðinni. Sýningin varð að harmleik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.