Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 5 tímaritinu og tökum við hana trausta- taki: Skein með gulleitri birtu Að morgni hins 20. desember 1972 sá frú Jórunn Kristjánsdóttir hnatteldingu við hús sitt að Bókhlöðustíg 7, Reykjavík. Lýsing hennar á fyrirbærinu. var á þessa leið: „Um kl. 10.30 um morguninn sat ég við glugga, sem snýr inn að þröngu húsasundi. Sá ég þá skyndilega eldhnött koma svífandi inn í sundið úr suðaustri og virtist hann hafa komið inn frá götunni. Þessi hnöttur mun hafa verið hér um bil 20 cm í þvermál og sveif með jöfnum hraða í um það bil 2 metra hæð frá jörðu. Skein hann með gulleitri birtu, en hafði grænleitan eða ef til vill fjólubláan blæ út til jaðranna. Er ég horfði á hann, virtist mér hann lækka sig úr áðurnefndri 2 metra hæð og hægja örlítið á sér, er hann sveif inn í gegnum húsasundið í norðvesturátt undir þvottasnúrur, sem eru í 1,6 til 2 metra hæð. Sundið mjókkar þarna niður í her um bil eins metra breidd og afmarkast af gömlum timburhjalli annars vegar, en trékössum fylltum grjóti hins vegar. Hvarf hnötturinn þar sjónum mínum inn á opið svæði hinum megin hússins. Þar heyrðist mér hann springa með nokkr- um hávaða, en get þó ekki fullyrt, hvaðan hljóðið kom. Örfáum sekúndum síðar kom steypiregn. Fyrirbæri sem þetta hef ég aldrei séð áður, en hefi þó séð alls kyns eldingar um ævina. Vakti þetta því mjög athygli mína.“ Samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar var vindur suðaustlægur og náði 9 vindstigum um hádegi. Alskýjað var og hálfauð jörð. Hiti var +4,7 stig og þennan sama dag kom þrumuveður. Lítils háttar úrkoma mældist. En ekki skríða urðarmánar ætíð með jörð. Það sýnir þessi frásaga Smára Karlssonar, flugstjóra hjá gömlu Loft- leiðum: „Það mun hafa verið nálægt miðjum vetri árið 1958. Við vorum á leið frá New York til Reykjavíkur á skymaster-flug- vél Loftleiða og munum hafa \*rið í níu þúsund feta hæð eins og algengt var. Það var myrkur og við vorum skammt frá Gander á Nýfundnalandi. Loftið var mjög rafmagnað, og miklir hrævareldar höfðu verið um tíma, en það var algengt í úrkomuskýjum á þessum slóðum á meðan við flugum DC-4 og DC-6 flugvélunum, jafnvel líka á RR-400 vélunum, þó að þær flygju hærra. Já, skrúfurnar loguðu oft af hrævareldum, eins rúðurnar og loftnetin. Jæja, allt í einu sá ég, að eldkúla á stærð við bandhnykil myndaðist rétt fyrir framan og ofan við nef vélarinnar. Hnykillinn tók á rás og fjarlægðist, en stækkaði um leið, og var um tíma að sjá likt og tungl í fyllingu. Að lokum var þetta orðinn gríðarstór hnöttur, sem sprakk í öllum regnbogans litum. Annars var þessi eldkúla með fjólublá- leitum blæ, og ég gæti trúað, að liðið hafi um 20 sekúndur frá því ég sá kúluna, þangað til hún sprakk. Ekkert hljóð heyrði ég frá henni, enda var hún úti og það lætur hátt í flugvélahreyflum. Ég hef aldrei fyrr né síðar séð neitt líkt þessu og hef ég þó oft flogið í þrumuveðrum, og eldingum hefur slegið niður í vélarnar hjá mér og skemmt þær, þó að engum yrði meint af.“ Sprakk í miðstöðvarkatlinum Áður en við förum í austurveg eftir dæmum af urðarmánum, skulum við nema staðar hjá frændum vorum Dönum og heyra frásögn, um hvernig mynd náðist af „urðarmána", en myndin fylgir þessari grein. Gerðist það árið 1953. Er frásögnin rituð af fyrrum veðurstofustjóra Dana, Helge Petersen, sem ritaði hana eftir aðstoðarkennara við verkfræðiskólann í Khöfn. Þurfi ekki að efa ráðvendni hans, en hitt verði jafnan að hafa hugfast að auðvelt er að „búa til“ slíkar myndir - án þess að þær eigi nokkuð skylt við kúlueldingu í raun og veru: „Myndin var tekin í Óðinsvéum á Fjóni. Heimilismaður var þar staddur í húsi hjá vini sínum. Þrumuveður var á, og höfðu þeir sett opna myndavél í glugga til þess að ná mynd af þrumuleiftri. Báðir urðu sjónarvottar að því, er kúluelding eða urðarmáni kom svífandi frah lið, lágt yfir jörð, og fyrir gluggann, sem myndavélin stóð í. Þegar filman var framkölluð, kom í ljós hlykkjótt lína, sem sýndi feril urðarmán- ans fram hjá glugganum. Að lokum hafði hann smogið niður um reykháfinn á húsinu, sem þeir félagar voru í og sprakk í miðstöðvarkatlinum. Húseig- andi lét svo um mælt, að það væri engu líkara en sjálfur djöfullinn hefði verið þar að verki. Braut urðarmánans bendir til þess, að hann hafi borizt stefnulaust með lognblænum, sem oft er samfara þrumu- veðri að sumarlagi. Sumar lykkjurnar gætu stafað af því, að áhorfendur hefðu beygt sig út um gluggann og komið við myndavélina. Á frummyndinni er Ijósrákin um 0,5 mm á breidd og sé gert ráð fyrir 10 m fjarlægð og 10 cm brennivídd linsunnar, ætti urðarmaninn að hafa verið 5 cm í þvermál og kemur það heim við lýsingar annarra sjónarvotta. Ef kúlan hefði verið mjög heit, hefði ferill hennar sennilega verið krókóttari. Hoppaði upp úr rakvélinni Sem áður segir eru Rússar að velta þessum fyrirbrigðum fyrir sér og Jaroslavsk háskólanum hafa borist um þúsund bréf eftir að hann auglýsti eftir sjónvarvottum að urðarmánum og eru sögur bréfritara með ýmsum hætti að vonum. Hér koma þrjár góðar: „Ég var á ferð í Mogilevsk-héraði. Eitt sinn er þrumuveður geysaði sat ég á skrifstofu nokkurrri, þar sem maður nokkur var að tala í síma. Hann tók tólið frá eyranu og kallaði á samstarfsmann sinn í símann. Á sama augnabliki flaug skærgulur hnöttur á stærð við appelsínu út úr símtólinu. Allir í herberginu stirðnuðu af skelfingu. Urðarmáni þessi sveif um þrjá metra og sprakk svo. Hljóðið minnti á hljóðið, þegar hand- sprengja er sprengd." - T. Morozov, Nikolajev-borg, Úkraníu. „Þetta var 5. september 1981. Ég var að raka mig með rafmagnsrakvél snemma morguns. Allt í einu hætti hún að ganga. Ég ætlaði mér að vera fljótur að finna bilunina og tók lokið af vélinni án þess að taka hana úr sambandi og fór að pota í hana með skrúfjárni til að athuga, hvort um sambandsleysi væri að ræða. Snögglega þaut skærgul kúla á stærð við matbaun út úr rakvélinni og sprakk með háu hljóði í 20-25 sm fjarlægð frá andlitinu á mér. Ég missti meðvitund og þegar ég rankaði aftur við mér voru engin merki um urðarmánann. Það var ozon-lykt í baðherberginu." - N. Isajev, Donetsk, Úkraínu. „Fyrir nokkrum árum var ég með fjölskyldu minni í fríi í Mikhnev í nágrenni Moskvu. Eitt kvöld í þrumu- veðri var mér gengið út á veröndina. Þá sá ég sjón, sem mun seint líða mér úr minni. Hátt á himni þaut elding til jarðar og í 20 metra fjarlægð frá mér, hægði hún á sér og breyttist í eldhnött, sem var 2 metrar í þvermál. Þetta var eins og lítil sól. Hnöttur þessi var blindandi hvítur í miðju. Logatungur voru í jöðrum hans. Hnötturinn valt fram og aftur á sama stað og hvarf síðan smátt og smátt. Síðan leið það hjá.“ - A. Starostin, Mosvku. Geta oröiö manni að bana Hvað hefur gerst á undanförnu ári í rannsóknum á urðarmánum? Það virtist sem vandamálið væri alveg óleyst, en þá birtust 12 greinar um urðarmána í sovéskum vísindaritum og út kom einefnisrit bandaríska vísindamannsins J. Barry. Fjögur ný líkön af þessu fyrirbæri voru gerð, en leystu samt ekki ráðgátuna. Bandaríski vísindamaðurinn P. Zilberg sýndi teoretískt fram á, að við vissar aðstæður geta orðið til svæði, sem safna í sig rafsegulorku. M. Dmitrév, doktor í efnafræði og samstarfsmenn hans hafa sett fram forvitnilegar hugmyndir um orku urðar- mána. Samkvæmt útreikningum þeirra getur falist jafnmikil orka í urðarmána og leysist úr læðingi, þegar tonn af trotyi er sprengt. Þetta sýnir, að hættulegt getur verið að koma nálægt slíkum fyrirbærum. Ef gert er ráð fyrir því, að svo mikil raforka sé fyrir hendi í urðarmána, að hún geti orðið manni að bana, þá er viturlegast fyrir þá, sem verða á vegi þeirra, að fara varlega. Það borgar sig ekki að hlaupa í burtu, ef urðarmáninn nálgast, þar sem hann getur elt loftstraum frá ykkur. Það má heldur ekki snerta þá með höndunum eða einhverjum hlutum, þar sem það getur haft í för með sér sprengingu. Það er best að láta símnotkun eiga sig í þrumuveðri og það sama á við um rafmagnstæki, en urðarmánar geta átt það til að skjótast út úr slíkum tækjum. AM tók saman ■ Slóð eftir urðarmána í Óðinsvéóni árið 1953. Myndin náðist á opna myndavel í þrunMveóri. Fyrirbærið skreið niður um strompinn á hási yósmyndarans og sprakk með ægiegnm hávaða, miðstöðvarkatlinum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.