Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 ■ Okkur hefur ekki tekist að útvega myndir af Edinburgh, þær virðast ekki liggja á lausu. En myndin til vinstri er tekin af beitiskipinu Shcffield, sem var mjög svipaðrar gerðar og Edinburgh. Sheffield öslar þarna sjóinn mjög nálægt þeim stað þar sem Edinburgh var sökkt og má sjá hvQíkt óveður var við að eiga. Vindhraðinn tólf stig. Á hinni myndinni sést að jafnvel hin rísastóru orrustuskip gátu lent í vandræðum. HERSKIP/GULLSKIP — Beitiskipið Edinburgh og ferill þess í stríðinu ■ Beitiskipið Edinburgh hafði í fjörtíu ár legið óáreitt á botni Norðuríshafsins - þá tók breskur kafari skyndilega upp á því að stinga sér niðrað skipinu. Hvers vegna? Jú, eins og sjónvarpsáhorfendur - trúir og dyggir - vita, þá hafði beitiskipið ekki aöeinS innanborðs púður og fóður fyrir fallbyssur. Heldur líka gull. Tvö tonn af gulli, nánar tiltekið; greiðsla frá Sovétmönnum fyrír hergögn og aðrar vistir sem þeir höfðu fengið frá Bandamönnum. Sú borgun fór sem sé fyrir lítið: það var fiestra mat að dýpið þar sem skipið sökk eftir árás Þjóðverja værí þvflíkt að þýðingarlaust væri að reyna björgun. Svo kom breski kafarinn til sögunnar. Leiðangurínn gekk eins og best var á kosið en það er ekki hann sem við ætlum að fjalla um hér, heldur skipið sjálft. Beitiskipið Edinburgh. Splúnkunýtt í stríðsbyrjun ■ Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út var Edinburgh til þess að gera splúnkunýtt skip. Það var eitt tíu beitiskipa sem Bretar höfðu hafið smíði á um miðjan fjórða áratuginn, er þeim varð loks Ijós stríðshættan og flotaupp- bygging var hafin að nýju. í tæp tíu ár hafði breski flotinn verið vanræktur illilega, og að undanskildum þrettán „þungum“ beitiskipum, sem kennd voru við héruð á Bretlandi og tekin voru í notkun á árunum 1928-31, höfðu engin stór ofansjávarskip bæst í flotann. Um miðjan fjórða áratuginn vildu Bretar sem sé bæta úr þessari vanrækslu, smíðuð voru níu „létt“ beitiskip er hétu nöfnum úr grískri goðafræði, flugvéla- móðurskipið Ark Royal var fullgert 1938 og hafin smíði á sex skipum af svipaðri gerð, byrjað var að smíða orrustuskipin af King George V-gerð, og „þungu“ beitiskipin af sömu, eða svipaðri gerð og Edinburgh voru tekin í notkun á árunum 1937-39. Hér má taka fram að greining milli „þungra" og „léttra" beitiskipa fór ekki alltaf eftir raunverulegri stærð þeirra. Oft var fremur miðað við hlaupvídd stærstu fallbyssanna, þannig að skip með átta þumlunga byssur töldust vera „þung“ en skip með sex þumlunga byssur eða minni voru talin „létt“. Bretar fóru þó ekki eftir þessari skiptingu er þeir flokkuðu Edinburgh-skipin, því þau voru, sem fyrr sagði, skilgreind sem „þung“ beitiskip, enda þótt þau væru búin sex þumlunga fallbyssum. Það var líka eðlilegt með tilliti til stærðar þeirra, þar eð þau voru jafnstór eða stærri og „þungu“ beitiskipin með héraðanöfn- unum, sem höfðu átta þumlunga byssur. Fyrstu átta skipin af þessari gerð voru fullgerð á árunum 1937-39, en þau hétu Southampton, Newcastle, Sheffield, Birmingham, Glasgow, Gloucester, Liverpool og Manchester. Þessi skip voru 9.100 til 9.400 lestir, og aðalvopnin voru tólf sex þumlunga byssur í fjórum skotturnum. Auk þess höfðu skipin átta fjögurra þumlunga byssur sem nota mátti jafnt gegn skotmörkum á sjó og í lofti. Hámarkshraði þeirra var 32 hnútar, eða sjómílur, á klukkustund. Eftir að kjölur hafði verið lagður að þessum átta skipum var svo farið að smíða tvo til viðbótar af ögn endurbættri gerð. Þessi tvö skip voru nýjustu beitiskip breska flotans er heimsstyrj- öldin skáll á, þau voru aðeins þyngri en fyrirrennararnir eða 10 þúsund lestir, höfðu sama aðalvopnabúnað en fjög- urra þumlunga byssunum hafði verið fjölgað upp í tólf. Til að vega upp á móti meiri þyngd hafði vélarafl verið aukið, svo að þessi skip náðu raunar meiri hraða en hin fyrri. Þar munaði þó aðeins hálfri sjómílu á klukkustund. Annað þessara skipa hét Belfast og er nú til sýnis á ánni Thames, hitt var Edinburgh. Hluti heimaflotans Er Bretar og Frakkar lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum vegna innrásar hinna síðarnefndu í Pólland var beiti- skipið Edinburgh með hinum svokallaða „Heimaflota" Breta, það er að segja sjálfum orrustuflotanum, sem yfirleitt hafði aðsetur í Scapa Flow á Orkn- eyjum. Heimaflotinn var þá undir stjórn Sir Charles Forbes, flotaforingja, og hafði innan sinna vébanda sex orrustu- skip, tvö orrustubeitiskip (Hood var annað þeirra), tvö flugvélamóðurskip og fimmtán beitiskip af ýmsum gerðum, auk tundurspilla og annarra smærri skipa. Heimaflotinn var langstærsta flotaeining breska flotans, og var fyrstu dagana sem stríðið stóð reiðubúinn til meiri háttar orrustu, enda var þá talið að ofansjávarfloti Þjóðverja myndi freista þess að ráðast út á Atlantshafið. Svo fór þó ekki og þýsku herskipin höfðu tiltölulega hægt um sig í upphafi stríðsins, ef undanskilin eru „vasa- orrustuskipin" Admiral Graf Spee og Deutschland, sem voru á Atlantshafi þegar í stríðsbyrjun. Er Bretum varð þetta Ijóst tóku þeir aðendurskipuleggja flotastyrk sinn, og í því fólst meðal annars að beitiskipið Edinburgh var flutt frá Heimaflotanum til Humber-flotans síðla í september 1939. Af því leiddi að Edinburgh var hvergi nærri þegar þýski kafbáturinn U-47 laumaðist inn í Scapa Flow aðfararnótt 14. október undir stjórn Gúnter Priens, liðsforingja, og sökkti orrustuskipinu Royal Oak með tundurskeytaárás. Flotadeildin sem að- setur hafði í Humber var undir beinni stjórn Flotamálaráðuneytisins í London en hlutverk hennar var fyrst og fremst að gæta kaupskipa sem sigldu með ströndum Bretlands austan megin. Búist var við árásum þýskra ofansjávarskipa og kafbáta á þessum mikilvægu siglinga- leiðum svo strax í stríðsbyrjun var komið á fót skipalestakerfi og beitiskip og tundurspillar Humber-flotans höfðu umfram allt það hlutverk að fylgja þeim. Einnig fylgdi flotadeildin liðsflutninga- skipum Breta yfir til Frakklands. Þannig liðu fyrstu mánuðir stríðsins fyrir áhöfnina á Edinburgh. En síðla í nóvember 1939 dró til tíðinda. Þá gerðu þýsku „orrustubeitiskipin“ Scharnhorst og Gneisenau tilraun til að brjótast út á Atlantshafið og allur tiltækur flotastyrk- ur Breta var kvaddur til að reyna að elta þau uppi. (Fyrir þá sem ekki vita skal tekið fram að oft var lítill munur á „orrustubeitiskipum" og vanalegum orrustuskipum. Nafn þetta hafði verið fundið upp í fyrri heimsstyrjöldinni og var notað yfir skip sem voru á stærð við orrustuskipin og höfðu svipaðan vopna- búnað, en voru hraðskreiðari vegna þess að brynvörnum hafði verið fórnað. Er dró að seinni heimsstyrjöldinni voru nýjar gerðir orrustuskipa hins vegar orðnar svo hraðskreiðar að munur á hraða var lítill. Scharnhorst og Gnei- senau voru á hinn bóginn „aðeins" búin ellefu þumlunga byssum, en orrustuskip Breta 14-16 þumlunga aðal vopnum.) I fylgd skipalesta yfír Atlantshaf Það var 23ða nóvember 1939 að skeyti barst til London frá vopnaða kaup- skipinu Rawalpindi, sem þá var við gæslustörf um það bil miðja vegu milli íslands og Færeyja. Tilkynnti skipherra Rawalpindis, E.C. Kennedy höfuðs- maður, að skip hans hefði orðið fyrir árás vasaorrustuskipsins Deutschland. Þetta var raunar rangt, um var að ræða Scharnhorst og Gneisenau var í ná- grenninu, en Forbes, sem þá var staddur með Heimaflotann í Clyde-firði, skipaði þegar öllu liði sínu til sjós. Skömmu síðar bárust þau tíðindi að Rawalpindi væri að sökkva eftir mikla skothríð frá óvininum, sem þá var réttilega talinn vera Scharnhorst. Forbes giskaði þegar í stað á að Þjóðverjar myndu hverfa heim við svo búið og stefndi hann því aðalflota sínum á svæðið frá íslandi og allt til Noregs. Settar voru upp varnarlínur beitiskipa, tundurspilla og orrustuskipa og meðal annars var Humber-flotinn kallaður út. Edinburgh sigldi ásamt Southampton og létta beitiskipinu Auroru og þremur tundurspillum til sundsins milli Hjalt- landseyja og Orkneyja en það er til marks um ótta Breta við Þjóðverja að þeir skyldu ímynda sér að þýsku skipin (enn var raunar aðeins talið vera um Scharnhorst eitt að ræða) myndu reyna að laumast heim um þessa leið, svo nærri Bretlandi. Enda fór það svo að gæsla Edinburgh og félaga þarna í sundinu var gagnslaus með öllu, skipin dóluðu fram og aftur meðan Scharnhorst og Gneisen- au földu sig fyrst í Norðurhöfum en brunuðu síðan í skjóli óveðurs suður með Noregsströndum og inn í Norður- sjóinn þann 26. nóvember. Þýsku orrustubeitiskipin lögðust að bryggju í Wilhelmshaven daginn eftir en Edin- burgh og önnur bresk skip héldu uppi eftirliti í tvo sólarhringa enn, eða þar til þýska áróðursvélin tók að fagna siglingu skipa sinna og heimkomu sem stórkost- legum sigri. Þá voru bresku skipin aftur send hvert á sinn stað og Edinburgh tók aftur upp gæslustörf við Englandsstrend- ur. Þannig liðu margir mánuðir og stríðið færðist sífellt í aukana. Einkum óx kafbátahernaður Þjóðverja á Atlants- hafi og ofansjávarherskip létu einnig að sér kveða. Bretar neyddust til að láta beitiskip og jafnvel orrustuskip fylgja kaupskipalestunum, og þegar fram liðu stundir var Edinburgh sett í slík verkefni. Fylgdi beitiskipið mörgum skipalestum yfir Atlantshafið en tók jafnframt þátt í aðgerðum Heimaflotans þegar yfirmaður hans taldi nauðsynlegt. Edinburgh kom þó lítið við sögu í hinum hörðu sjóorrustum sem fylgdu í kjölfar innrásar Þjóðverja í Noreg árið 1940, en hins vegar studdi skipið víkingaárás á Lófót-eyjaklasann í mars 1941. Leitin að Bismark Markmið árásarinnar var að eyði- leggja fiskbræðsluverksmiðjur sem Þjóðverjar höfðu að sjálfsögðu tekið í sína þjónustu og nutu mjög góðs af. 500 manna lið var valið til árásarinnar og var það flutt í tveimur liðsflutningaskipum til Noregs. Fimm tundurspillar fylgdu skipunum en Heimaflotinn, sem nú var undir stjórn Tovey, flotaforingja, hélt sig ekki allfjarri. Rétt áður en árásin var framkvæmd, en hún skyldi gerð í Vesturfirði, voru svo beitiskipin Edin- burgh og Nigera (af nýrri gerð) send tundurspillunum til hjálpar og biðu þau við mynni Vesturfjarðar meðan land- gönguliðarnir sprengdu verksmiðjumar í loft upp. Aðgerð þessi tókst eins og best varð á kosið, 200 þýskir fangar voru teknir og fluttir til Bretlands og sömuleiðis 300 ungir Norðmenn sem sáu sér leik á borði að komast burt og ganga í norska herinn á Bretlandseyjum. Að venju þótti beitiskipið Edinburgh gegna hlutverki sínu með mestu prýði. Er henni var lokið fór skipið aftur til skipalestanna á Atlantshafi sem um þetta leyti voru mjög girnileg fórnar- lömb fyrir ofansjávarherskip Þjóðverja sem gerðu hverja tilraunina eftir aðra til að ráðast út á Atlantshafið. Vasa- orrustuskipin voru á sífelldum þvælingi um heimshöfm (einkum Admiral Scheer, sem fór í fimm mánaða árásarferð frá október 1940 til apríl 1941), orrustubeitiskipin Schamhorst og Gneisenau. og þunga beitiskipið Ad- miral Hipper skutu alltaf öðru hvoru upp kollinum og breska flotastjórnin óttaðist að orrustuskipin Bismarck og Tirpitz væru nær tilbúin til að brjótast út á Atlantshaf. Hið fyrrnefnda gerði enda tilraun til þess í maí 1941, ásamt þunga beitiskipinu Prinz Eugen, og 24. maí kom til orrustu milli Þjóðverja og Breta undan Reykjanesi. Þar sökk ormstubeitiskipið Hood eins og flestum er kunnugt en þýski flotaforinginn Lútjens ákvað að hætta við tilraun síria og sigla þess í stað til St. Nazaire í Frakklandi. Bismarck var geysiöflugt orrustuskip og tjölduðu Bretar því sem til var, öll herskip þeirra á Atlantshafi frá tundurspillum og upp úr voru kölluð til leitarinnar að Bismarck. Þar á meðal var Edinburgh sem hafði verið að fylgja skipalest yfir Atlantshafið. Beitiskipið ymaUKlL ■ Bretar óttuðust þýsku orrustuskipin Bismarck og Tirpitz enda voru þau meðal öflugusta herskipa heims á sinni tíð. Edinburgh tók þátt í leitinni að Bismarck (til hægrí), og var um tíma í aðeins 50-100 sjómílna fjarlægð frá orrustuskipinu á Atlantshafl. Og vegna nálægðar Tirpitz í fjörðuin Noregs (til vinstri) var talið nauðsynlegt að láta beitiskip fylgja Rússlandsskipalestunum, en í slíkri för var Edinburgh einmitt sökkt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.