Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 16 skák Sterkastur þeirra sem ekki náðu heimsmeistaratign? ■ Nýlokið er hér í blaðinu þáttaröð um heimsmeistarana í skák, allar götur frá hinum fyrstu, óopinberu - Staunton, Anderssen og Morphy - og til núverandi heimsmeistara, Karp- ovs. En einn er sá maður sem ekki síður en flestir þeirra sem um var fjallað átti skilið nafnbótina hcims- meistari, þó svo lukkutröll væru honum aldrei hagstæð. Hér er auðvitað átt við Paul Keres, Eistlandi, sem var um tíma talinn líklegur arftaki Alekhines, og var allt fram undir andlátið stórhættulegur andstæðingur hverjum sem var. Keres vann fleiri alþjóðleg skákmót en nokkur annar skákmeistari semuppi hefur verið en það er ekki aðeins árangur hans í vinningum talið sem gerir að verkum að hann er, ásamt Rubinstein og e.t.v. Korchnoi, talinn sterkasti skákmaður- inn sem ekki hefur náð heimsmeistara- tign. Keres hristi líka fram úr erminni þvílíkar perlur að seint munu gleymast, sumar hverjar. Keres fæddist hinn 7. janúar 1916 í smábænum Narva í Eistlandi. (Eistland var þá hluti rúss- neska keisaradæmisins, en fékk skamm- vinnt sjálfstæði sitt eftir lok heims- styrjaldarinnar.) í ævisögu sinni sagði hann að hann hefði lært mann- ganginn fjögurra ára gamall með því að horfa á föður sinn tefla, og svo heillaðist Keres af þessum flókna leik að hann tók að tefla hvernær sem færi gafst. Fyrstu árin tefldi hann einkum við eldri bróður sinn, en annars gáfust fá tækifæri til skákiðkana þarna í Narva. Skákbók- menntir voru til að mynda litlar og lélegar, en engur að síður urðu framfarir Keresar bæði miklar og örar. Upp úr 1930 hafði hann skipað sér í röð fremstu skákmanna Eistlands og fór að tefla mikið af bréfskákum - bæði vegna þess að nægilega sterkir andstæðingar voru vandfundnir í Eistlandi, og eins til þess að þroska rannsóknargáfu sína. í bréfskákum er sjaldan tekin mikil áhætta í byrjunum, en Keres var ekki smeykur við slíkt. Hann var alla tíð frísklegur sóknarskákmaður og hafði unun af alls konar gambítum og hávaða: eina bréfskákina byrjaði hann 1. f2-f4! Þá skák vann hann. Árið 1934 varð Keres svo skákmeistari Eistlands og ári síðar fékk hann fyrsta tækifæri sitt á erlendum vettvangi. Þá tók sveit Eistlands í fyrsta sinn þátt í ólympíu- móti, sem árið 1935 var haldið í Varsjá, og Keres vakti mikla athygli fyrir djarflega sóknartaflmennsku sína og snilldarlegar fléttur. Hann tefldi á efsta borði fyrir land sitt og náði fimmta besta árangri, sem var stórkostlegur árangur 19 ára pilts gegn flestum sterkustu skákmönnum heims. Þarna tefldi hann eftirfarandi skák gegn Winter frá Englandi, Keres hefur hvítt. 1. e4 - cS 2. RI3 - Rf6 (Nimzowitsch-afbrigði sikileyjarvamar. Svona var vafasamt að tefla gegn Keres, en hvernig átti veslings Winter að vita það?) 3. eS - Rd5 4. Rc3 - e6 5. Rxd5 - exd5 6. d4 - d6 (Einhver kynni að halda að skákin væri á lciðinni í jafntefli. Ekki Keres!) 7. Bg5! - Da5+ (Fídusinn er sá að eftir 7. - Bxe7 8. Bex7 verður svartur að svara með 8. - Kxe7, þar eð eftir 8. - Dxe7 9. dxc5 tapar hann peði.) 8. c3 - cxd4 (Þetta lítur vel út, því eftir 9. Dxd4 - Rc6 10. Df4 - dxe5 11. Rxe5 - Dc7! hefur svartur ágætt spil.) 9. Bd3! - dxc310.0-0! - cxb2? (Of langt gengið. Eftir 10. - Rc6 11. Hel - Be6 hefur svartur þolanlega stöðu.) 11. Hbl - dxe5 12. Rxe5 - Bd6 Eftir aðeins tólf leiki mætti helst ætla að staða þessi hefði komið eftir kóngs- bragð! Svartur bjóst nú við 13. Hel -0-0 14. Dh5 - f5! og má vel við una.) 13. Rxf7!! (Rífur svörtu kóngsstöðuna í tætlur.) 13. - Kxf714. Dh5+ - g6 (Hann átti ekkert betra. T.d. 14. - Kf8 15. Hfel - Bd7 16. He3 og síðan Hf3+.) 15. Bxg6+ - hxg6 16. Dxh8 (Svarti kóngurinn er berrassaður. Staða hans er töpuð nú þegar en sjáum hvernig Keres fer að því að vinna.) 16. - Bf517. Hfel! (Hótar máti. 17. Hxb2 hefði einnig verið gott.) 17. - Be4 18. Hxe4! - dxe4 19. Df6a og svartur gafst upp. Mátið er yfirvofandi, t.d. 19. - Kg8 20. Dxg6+ -Kf821. Dxd6+ -Kf722. Df6+ o.s.frv. Árangur Keresar vakti sem fyrr segir mikla athygli og á ólympíumótinu tveimur árum st'ðar, í Stokkhólmi, stóð hann sig enn betur og varð annar hæstur fyrstu borðs manna. Allt þetta leiddi til þess að honum var boðið á hið geysisterka mót í Semmering og Baden í Austurríki árið 1937. Það var í og með haldið til að finna næsta áskoranda Alekhines og var geysivel skipað. Þó Keres væri yngstur þátttakenda vann hann öruggan sigur, fékk 9 vinninga af 14 mögulegum, síðan kom Reuben Fine með 8 vinninga, Capablanca og Reshev- sky höfðu 7.5 hvor, Salo Rohr 7, Eliskases og Ragósín 6 vinninga hvor en neðstur varð Petrov með fimm vinninga. Þó við mjög öfluga andstæðinga væri að etja var Keres ekkert hræddur við að beita allskonar áhættusömum byrjun- um. Lítum á skák hans gcgn Eliskases, mjög efnilegum Austurríkismanni. Keres hefur hvítt. 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. b4!? - cxb4 4. d4 - Rf6 5. Bd3 - d5 6. Rdb2 - dxe4 7. Rxe4 - Rbd7 8. Reg5! (Bráðsnjöll hugmynd. Ef 8. - h6, þá 9. Re6ogsvartastaðan erríiolum. Og ef 8. - e6, þá De2 og síðan Rxf7) 8. - Dc7 (Kemur í veg fyrir 9. Re6 og undirbýr því - h6.) 9. c4!! (Kraftur þessa leiks er ótrúlegur. Ef 9. - bxc3 f.h., þá 10. Db3 og vinnur, því eftir 10. - e6 kemur 11. Rxf7 - Kxf7 12. Rg5+ með mátsók.) 9. - h6 10. Rh3 - g5 (Vinnur tempó en veikir mjög peðastöðuna á kóngsvæng. 10. - e6 var viturlegra.) 11. Rgl - Bg7 122. Re2 Komnir eru tólf leikir ogí sex þeirra hefur Keres leikið þessum riddara en samt er staða hans mjög sterk.) 12. - e5 (Eliskases reynir að skapa sér gagnfæri.) 13. Rg3! - 0-0 14. 0-0 - e4 15. Rxe4 - Rxe4 16. Bxe4 - Dxc4 (Svartur virðist vera að rétta úr kútnum, en Keres heldur ótrauður áfram.) 17. Bd3 - Dd518. Hel -g4 (Svo sem allt í lagi, en 18. - Rb6 var einfaldara.) 19. Rh4 - Rb6? (En nú er þessi leikur slæmur. Auðvitað mátti ekki 19. - Bxd4?? 20. Rf5! og vinnur mann, vegna þess að biskupinn er þá í raun leppur, en 19. - Dxd4 var revnandi. Ef þá 20. Rf5? - Dxal 21. Dxg4 - Kh8 og svartur vinnur. Hvítur hefði því orðið að svara 19. - Dxd4 með 20. Hbl en eftir 20. - Rc5 á svartur ágæt færi.) 20. Hbl - Bd7 21. He4 - Hfe8 22. Hf4 (Dæmigert fyrir Keres. Það standa á honum ýmis spjót en sóknin skal halda áfram!) 22. - Dd6 (Undirbýr 23. - Rd5.) 23. Bd2 - Rd5 (Hcr hefur Eliskases áreiðanlega búist við 24. He4 - Hxe4 25. Bxe4 - He8 og hann stendur vel.) 24. Hxg4! (Með þessari skiptamunarfórn opnast allar flóðgáttir að svarta kóngnum.) 24. - Bxg4 25. Dxg4 (Hótar nú að vinna mann með 26. Dxg7+ - Kxg7 27. Rf5+.) 25. - Df6 26. Rf5 - Kf8 27. Rxg7! - Dxg7 28. Dh5 - Rf6 (Þvingað, til að koma í veg fyrir 29. Bxh6.) 29. Dli4 - h5 30. Hxb4 - Ilac8 31. h3 - Hc7 32. Hb5! (Þessi leikur gerir endanlega út um vonir svarts.) 32. - He6 33. Hxh5! og Eliskases gafst upp. Eftir 33. - Rxh5 kemur 34. Dd8+ og vinnur. 34. - He8 35. Bb4+ o.s.frv. Ári síðar vann Keres annan frábæran sigur, nú á AVRO-mótinu svokallaða ásamt Reuben Fine. Þeir fengu 8.5 vinning hvor, Bótvinnik 7.5, Alekhine, Euwe og Reshevsky 7 vinninga, Capa- blanca 6 og Flohr var neðstur með 4.5. Þeir félagar Keres og Fine voru nú ásamt Bótvinnik taldir líklegir eftir- menn Alekhines, sem enn var heims- meistari, og mjög margir hölluðust að Keres. En þó eitthvað muni hafa verið rætt um einvígi hans og heimsmeistarans sótti Keres það ekki fast og varð ekki úr. Árið 1940 urðu þær breytingar á högum Keresar að hann varð sovéskur borgari, eftir að Sovétríkin innlimuðu Eystrasaltsríkin þrjú. Þetta var honum mjög á móti skapi því hann var andstæðingur kommúnista og þó hann tefldi á hinu geysisterka skákþingi Sovétríkjanna 1940 (og varð í fjórða sæti) var han hundóánægður. Ári seinna tefldi hann á sérstöku móti um sovéska meistaratitilinn og varð í öðru sæti á eftir Bótvinnik en þegar Þjóðverjar gerðu innrás var hann heima hjá sér í Eistlandi. Hann lenti á yfirráðasvæði þjóðverja og féllst á að taka þátt í skákmótum sem þeir héldu víðs vegar um Evrópu. Nasisti var hann ekki, heldur skákmaður. Stóð Keres sig jafn- an vel en þegar stríðinu lauk og Sovétríkin höfðu sigrað sneri hann aftur til heimalands síns. Margir töldu að hann tæki með því mikla áhættu því Sovétmenn myndu ekki taka neinum silkihönskum á manni sem hefði teflt á mótum Þjóðverja en það fór á annan veg. Austur þar var aldrei minnst á feril Keresar á stríðsárunum og telja margir líklegt að Bótvinnik hafi haldið hlífi- skildi yfir honum; bent sovéskum yfirvöldum á að hæfileikar Keresar væru ómetanlegir enduruppbyggingu skák- lífs í Sovétríkjunum. Og Keres stóð við sitt. Hann gaf aldrei yfirlýsingar um pólitík en einbeitti sér að skáklistinni, bæði sínum eigin ferli og annarra. Hann var mjög afkastamikill skákbókahöfund- ur og mun m.a. hafa ritað bók um endataflið á þeim forsendum að honum þætti það svo leiðinlegt að þetta væri eina leiðin til að ná valdi á því. Flækjurnar í miðtaflinu voru hans ær og kýr. Við skulum fara fljótt yfir sögu. Eftir að Alekhine lést árið 1946 var um hríð talað um að útnefna þá Keres og Fine sameiginlega heimsmeistara en síðan var ákveðið að efna til sérstaks heimsmeistaramóts 1948 með sex kepp- endum: Keres, Fine, Bótvinnik, Res- hevsky og Euwe. Fine nennti ekki að taka þátt svo þeir tefldu bara fimm: Bótvinnik hafði nokkra yfirburði en Keres varð í 3.-4 sæti ásamt Reshevsky, Smyslov sem kunnugt er annar. Keres hafði árið áður unnið skákþing Sovét- ríkjanna í fyrsta sinn, en það mót átti síðan eftir að vinna tvisvar í viðbót, 1950 og ’51. Hann tefldi oft síðan á þessum mótum en tókst ekki að vinna þrátt æfyrir góð tilþrif. Stundum var eins og ógæfan elti hann. Enn sorglegri var þó árangur Keresar á áskorendamótunum sem þá voru haldin í stað áskorendaeinvígjanna. Á fyrsta mótinu, 1950, náði hann aðeins fjórða sæti, en 1953 varð hann annar á eftir Smyslov, með Bronstein og Reshevsky. Hann átti eftir að kynnast öðru sætinu betur! 1956 varð hann annar á eftir Smyslov í Amsterdam, og 1959 annar á mótinu í Bled, Zagreb og Belegrade - eftir mjög harða keppni við Mikhaíl Talj. Enn er ekki öll sagan sögð: 1962 varð Keres annar ásamt Géller á mótinu í Curacao, en Petrósjan sigraði. Sovésku áskorendurnir komu og fóru en alltaf varð Keres í öðru sæti! Síðast tók Keres þátt í heimsmeistarakeppninni 1965, þegar einvígin höfðu verið tekin upp en þá tapaði hann í fyrstu umferð fyrir Spasskíj sem átti eftir að vinna réttinn til að skora á Petrósjan. Eftir þetta gerði Keres ekki fleiri atlögur að heimsmeistaratitlinum en lét sér nægja að tefla á alþjóðlegum mótum. Raunar má geta þess að hann varð furðu oft í öðru sæti á slíkum mótum líka, en vann glæsilega sigra þess á milli. Hann var í fremstu röð allt til ársins 1975 en það ár vann hann tvö alþjóðleg skákmót. Fyrst Tallinn, þar sem Spas- skíj og Friðrik Ólafsson urðu í 2.-3. sæti, og síðan opið mót í Vancouver í Kanada. Þangað hafði hann farið án leyfis sovéskra yfirvalda og mátti búast við skömmum í hattinn þegar heim kæmi. En hann þurfti aldrei að þola þær skammir. Hann varð bráðkvaddur á leiðinni og skáklistin hafði misst einn mesta snilling sinn. Aðrir skákmeistarar söknuðu hans líka sárt og gera enn: öllum ber saman um að hann hafi verið besti maður, kurteis og rólegur, dagfars- prúður og vingjamlegur. Og árangur hans ekkert til að skammast sín fyrir. Hér eru sigrar hans á alþjóðamótu: Tallinn 1936, Bad Neuheim 1936, Tallinn 1937, Margate 1937, Ostend 1937, Prag 1937, Vín 1937, Semmering-Baden 1937, (sex sigrar á einu ári!), AVRO 1938, Margate 1939, Buenos Aires 1939, Posen 1943, Salz- burg 1943, Madrid 1943, Riga 1945, Pamu 1947, Sczawno Zdroj 1950, Budapest 1952, Hastings 1954/55, Pamu 1955, Mardel Plata 1957, Santiago 1957, Hastings 1957/58, Parnu 1960, Zúrich 1961, Los Angeles 1963, Beverwijk 1964, Buenos Aires 1964, Hastings 1964/65, Mariánské Lázné 1965, Stokk- hólmur 1966/67, Bamberg 1968, Buda- pest 1970, Tallinn 1971, Tallinn 1975, Vancouver 1975. Við þetta má bæta þremur Sovétmeistaratitlum, sigmm á meistaramóti Eistlands 1942,1943,1945 og 1953 og meistaramóti Georgíu 1946, og stórkostlegum árangri á tíu ólympíu- mótum - frá 1935 til 1964 - þar sem hann fékk næstum 80% vinningshlutfall. Plús náttúrlega öll önnur sætin! Lítum að lokum á snotur tafllok úr skák Keresar og Euwes árið 1940. Keres hefur svart og á leik. 1. - Dxd3!! 2. Dxd3 - Bd4+ 3. Hf2 - Hxe6 4. Kfl - Hae8! 5.f5 - He5 6. f6 - gxf6 7. Hd2 - Bc8! 8. Rf4 - He3! 9. Dbl - HÍ3+ 10. Kg2 - Hxf4! 11. gxf4 - Hg8+ 12. Kf3 - Bg4+ og Euwe gafst upp. — ij tók saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.