Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 ■ Stroessner hershöfð- ingi. Sumir spá því að þegar hann fellur frá verði „djöfullinn laus.“ jafn góöum kjörum, segja fasteignasal- arnir. „Paraguay stendur á þröskuldi nýrrar framtíðar,“ spáir Bernd Riedel í Wuppertal, sem er fulltrúi alþjóðlegrar kynningarskrifstofu Paraguay. Með kostaboðum og skattfríðindum sem eiga sér enga hliðstæðu eru menn hvattir til að ráðast í jarðyrkjufram- kvæmdir í landinu undir þýskri umsjón. Hér er stöðugasti gjaldmiðillinn í S- Ameríku, einstök lipurð í kring um allar fjárfestinar og lágir skattar og allt þetta gerir Paraguay að Paradís til fjárfestingar. Ekki eru þó allir kostirnir upp taldir enn: „Grænar vinjar gerast æ færri!" segir í aðvörun frá Bruno og Nélidan Knoblauch í Bielefeld. „Því fá þeir sér „hazienda" (s.-amerískt bónda- býli) sem vita hvað klukkan slær.“ Karsten Niemann í Hamborg telur líka að rík ástæða sé til að hleypa heimdraganum: „Fjarri öllum kreppu- slóðum búum við okkur örugga fram- tíð,“ segir hann í auglýsingu í „Bild am Sonntag." Hér er heldur ekki verið að ganga á hluta neins, ef trúa má agentunum. Þeir segja að í Paraguay sé engin minnihluta- vandamál að finna og engan illvígan iðnríkjaöreigalýð. Öll félagsleg vanda- mál hafa verið leyst innanlands og hinn besti friður ríkir. Það er ekkert nýtt að menn leiti að friðsæld og góðri landareign í þessu ríki, sem klemmt er á milli Bólivíu, Brasilíu og Argentínu. Landið er tvisvar sinnum stærra en V-Þýskaland og þar búa ekki sem flutti til Paraguay 1898. Hann gerðist svo atvinnuhermaður og vegna ágætrar frammistöðu í „Kakóstríðinu" svonefnda gegn Bólivíu árið 1932 hlaut hann skjótt talsverðan frama í hernum. Ekki sýndi þessi góði hermaður þá neina sérstaka hugkvæmni og engum datt í hug að hann yrði neins konar stjórnmála- maður. Þannig virtist hann ekki hættu- legur maður, hvernig svo sem stöðugar byltingar og gagnbyltingar í landinu veltust. Hann virðist hafa þjónað trúlega hverjum þeim sem við völdin sat, þar i tili honum gafst loks sjálfum færi á því að gera byltingu, en það var árið 1954. Upp frá því hefur hann stjórnað landinu með ægistaf og skapaðþann stöðugleika, sem erlendum fésterkum mönnum þykir svo eftirsóknarverður. Ekki bjóða þó allir íbúar Paraguay landnemum sem flytjast yfir hafið faðminn. Lofsöngurinn um friðinn í landinu og útmálun hins mikla landrým- is hljómar hæst á vörum agentanna. í Paraguay hefur mikil óánægjualda vegna landnáms komumanna búið um sig. Bændurnir eru reknir upp af jörðunum, sem þeir hafa búið á í áratugi. Demig var á öðru máli Arno Demig, maður af þýskum ættum, útflytjandi frá Sovétríkjunum, keypti sér 1284 hektara lands í héraðinu Caaguazú og fékk í hendur alla nauðsynlega pappíra og úrskurði um eignarrétt sinn. Hélt hann nú inn á landareign sína með traktora og þúfna- bana og hóf framkvæmdir. En þarna bjuggu menn fyrir. Þar sem nú skyldi umbylta öllu með nýjustu tækni, bjuggu bændur í rjóðrum og ræktuðu maís, tóbak og bómull með þeim ófullkomnu verkfærum sem þeim voru tiltæk. Bændur þessir vildu alls ekki þoka fyrir hinum nýja eiganda, enda höfðu þeir alla tíð búið þarna. En Demig var á öðru máli. Hélt hann sitt strik og byrjaði að plægja, rak nautpening sinn út á maísekrur bændanna, reisti girðingar og Demig á eina hlið og brasilískan stórbúgarð á hina. Þarna hafa búið 78 fjölskyldur en vegna hinna nýju landherra hafa margir ekkert land lengur til þess að sá í. „Enn komumst við af með því að ganga á forðann,“ segir Mercador, „en svo tekur hungrið við.“ Hann kom sex ára gamall til Santa Ana og fékkst enginn um eignarétt. „Við bjuggum alveg út af fyrir okkur,“ segir hann. „Þá lá aðeins einn vegur burt héðan til Villarica, en þangað var farið á markað einu sinni á ári. Ferðin fram og til baka tók tvo mánuði, en vegalengdin er tvö hundruð kílómetr- ar hvora leið.“ Þá komu viðarhöggsmenn til sögunn- ar sem brutu nýja vegi. Þeir sköpuðu að vísu atvinnutækifæri 1' sögunarmyllun- um, en komu einnig með ljósar hug myndir um lög og eignarrétt í leiðinni. í kjölfar þeirra komu svo landnemarn- ir, einkum þýskir bændur, en einnig Brasilíumenn, sem notuðu hækkandi verð á sojabaunum til þess að selja sitt dýra land í Brasilíu á geypiverði og kaupa annað land, jafngott, fyrir lítið í Paraguay. Einkum í landamærahéruð- unum Alto Paraná, Itapúa og Can- endiyú. Hinn nýi tími var genginn í garð. Bændurnir, sem til þessa höfðu séð fyrir sér á Guðs eigin landi, í orðsins fyllstu merkingu, máttu nú staðreyna að hægt var að kaupa land og selja. Að vísu höfðu menn selt land sem búið var að erja að einhverju leyti og betrumbæta, en þá var það aðeins vinnan sem var seld: -sléttun og lagning vegarslóða einhvern spöl og svo fram- vegis. En engum kom til hugar slíkt fyrirbæri sem stórgósseigandi, sem sat á allt að þremur milljónum hektara og kallaði þá sitt land. Bændurnir laumast stundum inn á sitt gamla land og reyna að sá fyrir rófu, þegar Demig sér ekki til. Þeir mega svo horfa aðgerðalausir á þegar „el alemán“ þ.e. Þjóðverjinn kemur með plæginga- vélar sínar og umbyltir öllu þeirra erfiði. sl. 40 ár. Hins vegar hefur hagur yfirstéttar- innar vænkast því meir. „Mútur má kalla eins konar sérskatt“ segir Lothar nokkur Haupt „og þannig er það alls staðar í S-Ameríku. Ekkert getur gengið án spillingar. Því eru aðrir skattar lágir, - þarna er ekki einu sinni skattur á brennivíni.11 En þótt innflytjandanum verði star- sýnt á skattfrelsið, þá hafa íbúar Paraguay þungar áhyggjur af „Hruni siðfræði-verðmæta, sem stofnar grund- velli þjóðlífs okkar í voða,“ eins og biskuparáðstefna landsins orðaði það í hirðisbréfi. Afleiðingarnar má líta hvarvetna í félagslífi og pólitísku lífi. „Paraguay er Disneyland fyrir glæpamenn,“ segir stjórnmálamaður einn frá Paraguay, sem nú dvelst f útlegð. „Margt er rætt um Bólivíu, þar sem eiturlyfjasalar settust að völdum fyrir tveimur árum. En í Paraguay hafa glæpamennirnir verið höfuðstoð og stytta stjórnvalda í áraraðir." Vissulega hefur þetta langvarandi hernaðareinræði líka tekið á sig svip af „undirheimastarfsemi11 í áranna rás. Hórur og pólskt vodka Til dæmis hefur fjölskylda Stroessner töglin og hagldirnar í öllum spilavítun- um og til hennar renna tryggar tekjur, - milljónir á milljónir ofan. Þá er það ekki torskilið að innflutningur á rafhlöð- um er bannaður, þar sem einn frænda Stroessners er nú farinn að láta framleiða þær. Andrés Rodrígues, hershöfðingi „Fyrsta hersins “ er líklega sá sem næst því stendur að taka við stjórnartaumun- um, þegar Stroessener fellur frá. Margt rætt um hvaðan honum kemur allur auðurinn. Bandaríska eiturlyfjalögregl- an er í litlum vafa um að hann hefur nokkuð komið nærri eiturlyfjahringum þeim sem sjá um innflutning á heróini til Bandaríkjanna. Helmingur þess heróins sem neytt var í Bandaríkjunum ■ „Ný tegund frelsis,“ segja fasteignasalar um það fjarlæga land Paraguay, - „Gulllandið,“ eins og þeir kalla það. Þúsundir Þjóðverja leita og hafa leitað þar athvarfs á flótta undan hættunni af Rússunum og undan áþján skattheimtunnar. Samt er Paraguay ekki sú óumbreytanlega Paradís, sem agentarnir vilja vera láta. Þær þjóðfélagslegu andstæður sem Stroessner hershöfðingi hefur látið sem ekki séu til og bælt með vopnavaldi, eru nú teknar að koma í Ijós. Bændur hafa byrjað baráttu fyrir réttindum sínum til landsins og þjóðarauðurinn stendur lítt við innan landamæranna. „DISNEYLAND” FYRIR GLÆPAHENN Blikur eru á lofti í Paraguay og enginn veit hvað við tekur þegar Stroessner einræðisherra fellur frá í tæpar tíu sekúndur er grafarþögn í minningu fórnarlamba kommúnismans. Þá fær hin sérkennilega samkona verktaka og pólitíkusa sér sæti að nýju, til þess að nema speki heiðursgestsins, Hans Filbinger,um heimspólitíkina. Þessi virðulegi stjórnmálamaður. „sem hlotið hefur æðstu viðurkenningar heimalands síns,“ (að sögn heimablað- anna), ræðir um útþenslustefnu Sovét- ríkjanna og „hinn sjálfsagðasta allra hluta," - endurvígbúnaðinn. Gesturinn frá Þýskalandi veit upp á hár hvernig skal verja lýðræðið og hann minnir menn á hvernig þrotabú Allende í Chile fékk ekki staðist og hvernig landið varð að snúa til lýðræðislegra stjórnarhátta að nýju. Hann minnir líka á sögu Þjóðverja og segir: „Við skulum muna að enginn punktur var settur á eftir tólf ára sögu Þriðja ríkisins, því þau voru aðeins hluti af þúsund ára sögu.“ í fullvissu um þetta lítur Filbinger óttalaus til framtíðarinnar. Hann segir að með komu Reagans til valda hafi endi verið bundinn á „stjórnmálastefnu undansláttarins, aðlögunarinnar og ó- dugsins og var tekin upp alvara og festa." Hann segir að Vesturlönd geti lifað við frelsi, ef þau aðeins vilja, og ekki leynir sér að hópurinn sem á hann hlustar, um 100 manns, vilji það, því allir klappa í hrifningu. Flestir við- staddra hafa líka vottað eindrægni sína með því að kaupa sér landskika í „vinaríkinu Paraguay“ eins og Filbinger segir, og mynda þar traust vígi. Það sem að framan er frá sagt á sér stað í Asunción, höfuðborg hins elsta af einræðisríkjum S-Ameríku. Fundarsal- urinn er dískótekið í spilavítinu „Ida Enrammada," en allur ágóði af því rennur rakleitt í vasa Alfredo Stroessn- er, hershöfðingja, forseta landsins. Enginn fæst þó um slíka smámuni. Þátttakendurnir á þessu námskeiði sem „Ludwig-Frank stofnunin til stuðnings frjálsri Evrópu" efndi-til, voru nefnilega vandlega valdir með tilliti til þess hve loðnir þeir voru um lófana og viljugir að leggja fram fé til fjárfestinga. „Fjarri kreppuslóðum“ Gestgjafar þeirra eru hingað komnir löngu á undan þeim og hafa byrjað hér nýtt líf. Síðastliðin átta ár hafa á milli 1500 og 2000 V-Þjóðverjar numið land í Paraguay á ári hverju. Fyrirheitin eru líka lokkandi. „Hvergi í heimi getið þér fengið betra land á nema 3.3 milljónir. Landrými er því kappnóg af. Þegar eftir ósigur Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni tóku þýskir menn að streyma til landsins, - einkum frá hinum gömlu nýlendum keisarans. í kjölfar þeirra fylgdu hópar af trúflokki Mennon- íta, einnig þýskrar ættar, sem orðið höfðu fyrir trúarofsóknum, t.d. vegna andstöðu við herskyldu. Komu þeir frá Kanada, Ukraínu og sumir frá Mexíkó. Að síðari heimsstyrjöldinni lokinni leituðu enn margir Þjóðverjar skjóls í Paraguay vegna hernáms Rússa og að auki skari nasista. Þar á meðal má nefna fangabúðalækninn skelfilega, Josef Mengele. Þessu liði fylgdi halarófa glæpalýðs hvaðanæva að úr heiminum, svo sem eiturlyfjasalar og smyglarar, sem réttvísin átti sitthvað vantalað við. Enn bættust við læknar og embættis- menn, sem skattayfirvöld áttu í úti- stöðum við, svo ekki sé minnst á menn sem þreyttir voru orðnir á heimsmenn- ingunni og hversdagsleikanum í skrif- ræðislöndunum. Allir fundu þessir menn sér ný heimkynni í Paraguay, og varla mun annað land finnast í víðri veröld, þar sem það gengur jafn auðveldlega fyrir sig að fá landvistar- leyfi. Einkum er hver sá sem talar þýsku velkominn, og stafar það af því að Alfredo Stroessner er sjálfur af þýskum ættum, en hann hefur nú stjórnað landinu sem einvaldur í 28 ár. Stroessner er sonur þýsks bókhaldara, brenndi ofan af fólkinu kofana. „Hér var svefnherbergið mitt,“ segir Bartolomé Duarte og tekur sér stöðu í rústunum þar sem húsið hans eitt sinn stóð. Umhverfis má líta akurinn hans, sem nú er niðurtroðinn eftir nautgrip- ina. Ella er hér ekkert að sjá nema plógland Demigs. Ekki á Duarte gott með að botna í þessu. Hann er félagi í flokki ríkisstjórn- arinnar og klæðist með stolti hinni rauðu skyrtu „Colorados" og ber mynd hans Stroessners síns á brjóstvasanum. „Ég er gamall hermaður og barðist í „Kakóstríðinu,“ þar sem ég var heiðrað- ur,“ segir hann. „Því hlýt ég að hafa minn rétt til landsins." En lögreglan og herinn standa fast við hlið útlendingsins, sem rak hann burtu. Innflytjendurnir láta rétt heima- manna ekki hið minnsta á sig fá. Þeir líta á bændurna sem „innfædda." „Þeir taka sér bólfestu hér og þar, til þess að geta heimtað skaðabætur, þegar landið er selt,“ segir Rudolf Hambach, hjá „Ludwig-Frank* stofnuninni. „Þá taka þeir sér bólfestu á nýjum stað og segjast hafa búið þar í tuttugu ár, þótt tíminn sé ekki nema þrír mánuðir." „Hér í Santa Ana höfum við búið í áttatíu ár,“ segir hins vegar Ireno Mercado Poblador, sem er sjötugur að aldri. Hann er einna mestur áhrifa- manna þar, af því að hann á einu búðina á svæðinu. Mjög krenkist nú að honum og sveitungum hans, sem nú hafa fengið Bræðurnir Frenandes, sem seldu Denig landið, sögðu honum að þar væru engar landaþrætur hugsanlegar. „Við lögðum inn kröfu hjá landbún- aðarráðuneytinu árið 1971 um að fá eignarhald á þessu landi,“ segir ritari bæjarnefndarinnar í Santa Ana, en í lögum eru ákvæði sem eiga að gera bændum kleift að mega sitja óáreittir á sínu gamla landi. Reyna bændurnir með hjálp fulltrúa kirkjunnar að fá því framgegnt að við þessa lagasetningu sé staðið. En lög eru ekki virt í Paraguay, ef eitthvað sem sýnist verðmætara stendur í vegi fyrir þeim, - til dæmis ríkur landeigandi eða áhugasamur kaupandi með troðna buddu. Landbúnaðarráðuneytið lofaði því að bændurnir í Santa Ana skyldu fá 2000 hektara lands til afnota, en þegar hersveitin kom á vettvang til þess að gera út um málin, tók hún aðeins málstað landeigendanna, - bræðranna Femandez. Demig getur líka alltaf reitt sig á stuðning þeirra einkennisbúnu, ef í það fer. í landinu sem agentarnir í Þýskalandi lofa svo ákaft eru það því peningarnir einir sem gilda. Meðan bændum er stöðugt ýtt lengra til hliðar kaupa innflytjendur upp besta ræktarlandið í ákafa og hafa þegar helgað sér um 30% af því. Þetta fjárstreymi hefur hins vegar ekki fært landslýðnum neitt í aðra hönd. Kaup- máttur bændanna hefur ekki aukist neitt á árunum 1968-72 kom frá Paraguay. Vegna þrýstings frá Bandaríkjunum hefur þessi útflutningsgrein nokkuð minnkað, en „stóru peningarnir" eru sem áður sóttir í smyglstarfsemina. Á það jafnt við um barnungar stúlkur, sem ráðstafað er í hóruhús háttsettra herforingja og pólskt vodka, sem smyglað er yfir til Brasilíu. Það eru glæpahringarnir sem halda þétt utan að þessum verslunargreinum í Asuncion. Næstum helmingur alls varnings í Paraguay er smyglgóss. Tugir þúsunda af bílum, sem stolið hefur verið t' Brasilíu og Argentinu renna inn í landið. Paraguay flytur út meira kaffi en þar er ræktað. Brasilískir kaffiræktendur flytja út kaffi um Paraguay, til þess að sniðganga tolla í eigin landi. „Smyglararnir kaupa milliliðalaust af auðmönnunum,“ segir lögreglufulltrúi einn t' Sao Paulo. „Þar er um að ræða raftæki frá Sony eða Sharp og hormóna til nautgriparæktar, sem bannaðir eru t' Brasilíu. Allt sem gefur vel í aðra hönd er með á markaðnum." Vörugámar frá Paraguay sem koma á land og skipað er út um brasilísku höfnina Santos eru ekki rannsakaðir og er það samkvæmt sérstökum milliríkja- samningi. Því er og hægt að losa gáma spölkorn frá uppi í Sao Paulo og koma vörum úr þeim á brasilískan markað. Gámarnir eru svo sendir troðnir af kaffi, til Paraguay á ný. Á þriðja ákvörðunar- stað er í þeim marihjuana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.