Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 13
12 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 13 ■ Þegar þetta er skrifað munu skæru- liðar Palestínuaraba verða að tygja sig til brottfarar frá Beirut. Eftir margra vikna þóf, sem kostað hefur þúsundir manna lífið, hillir loks undir einhvers konar lausn. Ef að líkum lætur hverfa skæruliðar PLO til annarra Arabalanda, lífið í Beirut mun smátt og smátt færast í sæmilega eðlilegt horf, og væntanlega hrósa haukar ísraels sigri - í bili. Þeim hefur tekist það sem þeir ætluðu sér, það er ekkert vafamál. í fyrsta lagi hafa þeir hrakið Frelsissamtök Palestínu burt úr nágrannaríkinu Líbanon, en þaðan höfðu útsendarar samtakanna gert mannskæðar árásir inn í ísrael, og í öðru lagi hefur samtökunum sjálfum verið greitt slíkt högg að alls óvíst er um framtíð þeirra, í núvernadi mynd að minnsta kosti. En þessi sigur haukanna í ísrael er mjög dýru verði keyptur, svo dýru að Pyrrhus hefði verið fullsæmdur af. Stríðsrekstur ísraela í Líbanon hefur valdið því að samskipti þeirra og helstu bandamanna þeirra, Bandaríkjamanna, fara nú fram með þéringum og hótunum á báða bóga; stjórnvöld í mörgum ríkjum sem hingað til hafa vcrið meðmælt ísrael hafa snúið við þeim baki; almenningsálitið í heiminum fordæmir framferði þeirra í Beirut næstum einróma, og það sem ef til vill er alvarlegast fyrir Begin og nóta hans: í fyrsta sinn í manna minnum hafa hópar innan lsraels sjálfs látið til sín heyra og mótmælt hástöfum. Það telst til tíðinda í Gyðingalandi þar sem alger samstaða þjóðarinnar lengst af hefur umfram annað haldið í henni lífinu. Þcssi mótmæli cru einkum sprottin af tvcnnu. Annars vegar hefur mönnum ofboðið harkan sem ísraelski herinn beitir í Líbanon, og hins vegar eru Gyðingar, Palestínuaraba: látum nægja að taka fram að í fyrstu tóku Arabar í Palestínu Gyðingum hreint ekki illa, en eftir því sem hinum síðarnefndu fjölgaði varð sambúðin stirðari. Gyðingum þótti þeir eiga rétt til síns gamla lands og fengu hikandi stuðning Breta sem réðu á svæðinu eftir fyrri heimsstyrjöld, en Arabar óttuðust að með sívaxandi aðflutningi Gyðinga yrðu þeir sjálfir brátt undirmálsþjóð í eigin landi. Það kom til vopnaðra átaka milli kynflokkanna og færðust stöðugt í aukana. Bretum reyndist um megn að halda uppi lögum og reglu, enda voru aðferðir þeirra engu skárri en hermdar- verkamanna Gyðinga og Araba. Að lokum vísuðu Bretar málinu til Samein- uðu þjóðanna, sem tóku það fyrir í nóvember 1947. Formúla fyrir stríði? Þrátt fyrir sívaxandi innflutning Gyð- inga til Palestínu voru Arabar ekki aðeins fjölmennari, heldur áttu þeir og mikinn meirihluta landsins. Það skal líka tekið fram að þvert ofan í það sem flestir álíta höfðu Arabar alls ekki átt minni þátt en Gyðingar í þeim framförum sem orðið höfðu í landinu, uppgræðslu lands og svo framvegis. Engu að síður var í raun aldrei vafi á að Gyðingar myndu hrósa sigri hjá Samein- uðu þjóðunum. Öll stórveldin studdu stofnun sérstaks Gyðingaríkis og eink- .um gengu Bandaríkin, þar sem Gyðing- ar hafa alltaf verið áhrifamiklir, rösklega fram í málinu. Niðurstaðan var sú að stofnuð skyldu tvö aðskilin ríki en skiptingin olli gífurlegri reiði Araba. Það hafði tekið Síonista sjötíu ár að kaupa smátt og smátt sjö prósent lands bjuggu aðallega Arabar en einnig nokkuð af Gyðingum og kynflokkarnir höfðu lifað saman svona nokkurn veginn í sátt og samiyndi. Þar til dag einn. „Ég gleymi aldrei þessum degi. Karlmennirnir höfðu safnast saman á torginu og þeir sögðu að Gyðingarnir ætluðu að gera við okkur það sem þeir höfðu gert í Deir Yassin (en þar höfðu Gyðingar nokkru áður framið fjölda- morð á Aröbum). Mennirnir sögðu að Gyðingar hefðu umkringt bæinn og herflokkar þeirra væru á leiðinni. Ég var hræddur, ofsalega hræddur. Eins og fleiri þorpsbúar leituðu ég og móðir mín og systur skjóls í kirkjunni, hún var troðful! af fólki. Og ég man að erkibiskupinn stóð fyrir framan kirkj- una. Hann lyfti hvítum fána þegar hermenn Síonista komu inn í bæinn, og hann sagði við þá: „Við erum óbreyttir borgarar, ekki hermenn, ekki bardaga- menn. Látið okkur vera.“ Þeir töluðu lengi við hann og síðan komu nokkrir hermenn inn í kirkjuna. Þeir völdu ungu mennina úr hópnum og tóku þá með sér. Enginn vissi hvað varð af þeim. Seinna komum við út og ég mun aldrei gleyma því sem við sáum. Fjöldi líka var dreifður um göturnar og milli húsanna og inni í portunum. Engum hafði verið þyrmt sem sást á götum úti, hvorki konum né börnum. Svo ráku Gyðingarn- ir okkur burt. Þeir sendu okkur út úr bænum og við flýðum." Hvað gerði Ben-Gurion í stríðinu? Þessi ungi kaupmannssonur tók sér síðar nafnið Abu Jihad og stofnaði, ásamt öðrum Palestínuaraba að nafni ■ Sterkasta vopn Palestínuaraba eru börnin. Hörnin sem nærast á niinningum gamla cfólksinsuml'riðsæltlandogt'agurt. taka fram að hann sé langt frá því að vera ofstækismaður. Ymsir hafa orðið til þess að halda því fram að Gyðingar og Palestínuarabar séu næsta svipaðar þjóðir. Ekki aðeins að þær eigi sameiginlegan drauminn um Palestínu, þetta furðulega landssvæði, heldur séu ýmis þjóðareinkenni ótrúlega áþekk. Gyðingar eru þekktir fyrir einbeitni sína, að ég segi ekki þrákelkni, og ást á fjölskyldunni, menntun og gömlum hefðum, sem þeir halda fast í. Allt þetta telja margir kunnugir einmitt líka helstu karaktereinkenni Palestínu- araba, og til að mynda má ætla að þrjóska Palestínuaraba er þeir neita að fallast á yfirráð fsraela hafi komið hinum síðarnefndu í opna skjöldu. Palestínu- arabar sjálfir taka í rauninni undir þetta þegar þeir viðurkenna, sem er afar sjaldan, að eitthvað gott hafi nú hlotist af stiórn fsraela. „Barátta þessara tveggja menningar- heima hefur verið okkur holl lexía," sagði ungur Palestínuarabi á Vestur- bakkanum nýlega í samtali við bandarísk an blaðamann. „Ef Sýrlendingar hefðu hersetið land okkar hefði allt koðnað niður í ruddaskap og lágkúru. Fyrir okkur eru ísraelar vitsmunaleg ögrun. Við sáum hvernig þeir notfærðu sér lélega menntun okkar og rómantíska, sjálfsupphafna menningu, en nú höfum við lært að vera raunsæir og gagnrýnir á sjálfa okkur.“ Hryðjuverk hefjast Palestínuarabarnir á Vesturbakkan- um hafa tileinkað sér ýmislegt úr menningu ísraela en einkum hafa þeir óspart notað sér aukna möguleika til menntunar. En jafnframt leggja þeir áherslu á að eftir sem áður séu þeir Palestínuarabar, en ekki hverjir aðrir veittist auðvelt að afgreiða Palestínu- araba sem ofbeldissjúka flóttamenn, réttlausa með öllu. Almenningsálitið í heiminum, sem seint verður vanmetið nú um stundir, hallaðist á sveif með ísraelum vegna þessara hryðjuverka, og eftir að ljóst varð að Arabaríkin gætu ekki komið ísrael á kné hernaðarlega var sýnt að eitthvað róttækt yrði að gera í málinu. Það var þá sem PLO tók að beita sér á diplómatíska sviðinu, og hefur satt að segja orðið vel ágegnt, enda er löngu viðurkennt að foringinn Arafat er snillingur í að vefja fjölmiðl- um, sem heldur ekki verða vanmetnir, um fingur sér. PLO eru nú viðurkennd sem eini löglegi fulltrúi Palestínuaraba af flestum löndum heims. Framhjá þeim verður ekki horft. Syðja ísraelar forystu Arafats?? Eða hvað? Margir stuðningsmenn ísraels hafa spurt hvaða fjandans rétt Arafat og PLO hafi til að tala máli Palestínuaraba. Aldrei hafa farið fram neinar kosningar meðal þeirra um hverjir skuli vera fulltrúar þeirra. Hafa ýmsir auk þess bent á að í raun réttri væri eðlilegra að Hussein Jórdaníukon- ungur væri fulltrú Palestínuaraba en í landi hans búa flestir þeirra, rúmlega ein milljón. Hussein er hins vegar ákveðinn andstæðingur PLO-samtakanna og menn muna að hann fór með stríði á hendur samtökunum til að hrekja skæruliða þeirra burt. Víst er að ekki eru allir Palestínuarabar ánægðir með forystu Arafats. En það er jafnrétt að hann, sem foringi PLO, nýtur þrátt fyrir Appelsínulimdinum rænt Talhami segir að fjölskylda hans hafi aðlagast bandarísku þjóðlífi í töluvert ríkari mæli en flestir aðrir Palestínu- arabar sem búa fyrir vestan. Samt sem áður líta þau fyrst og síðast á sig sem Palestínuaraba og hjónin taka bæði tvö virkan þátt í starfsemi palestínskra og arabískra samtaka í Bandaríkjunum. Draumnum um Palestínu er haldið við, og börnin fá einkakennslu í arabísku. Elsti sonurinn, Yousef, 14 ára, eyddi síðasta sumri í búðum í Nasaret með öðrum palestínskum börnum. Og öll börnin, jafnvel Ghassan sem aðeins er fjögurra ára, þekkja sögu Palestínuþjóð- arinnar út og inn. Stríðið í Líbanon varð svo til þess að styrkja þjóðarvitund þeirra. Yousef talar um að hann hefði fremur viljað alast upp í flóttamanna- búðum en í allsnægtum Bandaríkjanna. Meðal þessara og annarra Palestínu- araba í Vesturheimi hefur innrás Israela í Líbanon valdið mjög auknum stuðn- ingi við Yasser Arafat og PLO. „Fulltrúi okkar er PLO í Beirut,“ segir Mahmoud Faraj, frammámaður í palestínskum samtökum vestra. „Sadat var ekki fulltrúi okkar, Egyptaland er það ekki og cnginn annar.“ „Jafnvel þótt ísraelar sparki PLO út úr Beirut," segir Omar Hamed 19 ára bandarískur Palestínuarabi, „þá munu nýjar PLO-sveitir niyndast. Baráttan heldur áfram þar til ísraelar láta okkur hafa land okkar aftur." Nuha Aranki, palestínsk kona sem aðhyllist kaþólska trú og bjó áður á Vcsturbakkanum, segir að fjölskylda pólskra Gyðinga búi nú í húsinu sem faðir hennar átti og seldi aldrei. „Gyðingurinn á rétt á sínu heimili," segir hún. „Við höfum ekkert búðum í Líbanon réðust hvað eftir annað inn í ísrael og drápu alla sem fyrir þeim urðu, jafnvel smábörn. Því varþað að ísraelska þjóðin fagnaði innrás hersins í Líbanon, að minnsta kosti meðan markmið hennar virtist ekki vera annað en að „hreinsa" suðurhéruð Líbanon af skæruliðum PLO, svo íbúar ísraels gætu sofið rólegir á nóttunni. En þegar sókn ísraelska hersins var haldið áfram og ekki staðnæmst fyrr en við Beirut fóru tvær grímur að renna á marga. Eins og áður var drepið á hefur samstaða ísraelsku þjóðarinnar jafnan verið mesti styrkur hennar á erfiðleika- tímum, en nú fóru að koma í ljós brestir í þeirri samstöðu. Er ekki markmið stríðs að drepa menn? Það sem fyrst og fremst vakti óhug ísraela - en þess verður að geta að vænn meirihluti styður Begin og Sharon eftir sem áður - var sú gífurlega harka sem bcitt var, að því er virðist að tilcfnislausu. Árásum var haldið uppi á óbrcytta borgara og þúsundir þeirra féllu og enn fleiri hlutu varanleg örkuml. Það er að vísu rétt sem ísraelar hafa haldið fram að skæruliðar PLO földu sig gjarnan innan um óbreytta borgara í þeirri von að ekki yrði á þá ráðist, en mörgum þykir það ekki næg ástæða til þcirra grimmdarverka sem ísraelski herinn hefur unnið. Bæði í ísrael og annars staðar hefur það til dæmis vakið mikla reiði að ísraelski flugherinn hefur óhikað notað sprengjur sem flcstir hljóta að líta á sem hryllileg vopn: flísasprengjur, fosfórsprengjur og lott- þrýstisprengjur sem kveikja í andrúms- loftinu. .Dug einn munu pau la a<> sja lyrirneuna lanoio. UMPALESTINU — Um margvíslegar raunir Palestínuþjóðarinnar og friðarhorfur í Miðausturlöndum ■ Foreldrar liennar hafa bæöi veriö drepin. eins og almcnningur á Vesturlöndum, nú óðum að gera sér grein fyrir því að Palestínuarabar eru ekki aðeins hópur af skítugum, fátækum og morðóðum flóttamönnum, heldur eru þeir þjóð sem hefur glatað heimalandi sínu og ekki er endalaust hægt að ganga framhjá. Golda býr til blekkingu Golda heitin Meir naut mjög mikils álits á Vesturlöndum og orðstír hennar lifir enn góðu lífi. Og víst var Golda merkileg kona á marga lund. En hún átti nú samt sem áður ekki minnstan þátt í því að skapa blekkinguna um Palcstínu- araba, og viðhalda henni síðan, er hún fullyrti: „Það er ekki til neitt sem hcitir Palestínuþjóðin. Það er ekki um það að ræða að hér hafi verið einhver Palestínu- þjóð, en við komið og rekið hana burtu og rænt landi hennar.“ Golda hlýtur að hafa vitað betur. Þessi þjóð er vissulega til og hafði það ágætt í landi sínu áður en Gyðingar, hrjáðir eftir tvö þúsund ára göngu, tóku að streyma að í kringum aldamótin. Hér verður ekki rakin nema í mjög grófum dráttum sú saga sem leiddi til stofnunar ísraels og flótta í Palestínu; nú fengu þeir í cinni svipan 47 prósent til viðbótar. Afganginn máttu hinir mun fjölmennari Arabar sætta sig við, og það' land sent þeim var úthlutað var aukinheldur sundurslitið milli ým- issa héraða. Ákveðið var að Bretar færu burt þann 15. maí 1948 og þá skyldu hin nýju ríki formlega verða til. Margir töldu ákvörðun Sameinuðu þjóðanna ekkert annað en formúlu fyrir stríði, enda létu nágrannaríkin ófriðlega og hótuðu innrás til að reka Gyðinga á flótta. Þeir brugðust hart við, eins og þeirra er von og vísa núorðið. Hermenn Síonista koma! Gyðingar vissu vel að Arabar gátu ekki þolað þessa skiptingu og þeir voru smcykir um uppreisn hinna arabísku borgara ísraels ef og þegar hin óvinveittu Arabaríki gerðu innrás. Áður en Bretar fóru hófst því herferð Gyðinga sem miðaði að því að reka Arabana á flótta úr landinu. Bretar samþykktu með þögninni. Tökum eitt dæmi um aðferðir Gyðinga; hér er frásögn Khalil Wazirs, sem sumarið ’48 var tólf ára gamall kaupmannssonur íþorpinu Ramleh. Þar Yasser Arafat, baráttusamtökin A1 Fatah. Hann vissi það ekki þá, en maðurinn sem lagði blessum sína yfir árásina á Ramleh var enginn annar en Ólafur Thors þeirra Gyðinga, hinn goðumlíki David Ben-Gurion. Stjórn- andi herflokksins hét Yigal Allon og meðal duglegustu liðsforingjanna var maður að nafni Moshe Dayan. Árásinni á Deir Yassin hafði hins vegar stjórnað lágvaxinn skæruliði sem Brctar höfðu lýst eftir fyrir hræðileg hermdarverk: Menachem Begin hét hann. Meðal Palestínuaraba gengur þessi tími enn undir nafninu „naqbah" - „hörmungarn- ar“. Varla hafði formlega verið lýst yfir stofnun fsraels þegar Arabaríkin um- hverfis gerðu innrás, meðal annars undir því yfirskini að leggja Palestínuaröbum sem voru á flótta og tvístraðir lið. Eftir harða bardaga sem stóðu mánuðum saman tókst vel skipulögðum her ísraels að reka Araba öfuga til baka, og í framhaldi af því innlimuðu þeirdágóðan hluta af því landsvæði sem hafði átt að tilheyra Palestínuríkinu. fsrael var því stærra land eftir en áður, en nágranna- ríkin innlimuðu þær flísar sem eftir voru af Palestínuríkinu: Egyptar Gazasvæðið og Jórdanir Vesturbakkann. Þegar upp var staðið höfðu rúmlega 700 þúsundir Palestínuaraba flúið land og dreifst hingað og þangað undan „naqbah.“ Hið langþráða Gyðingaland Nú kann einhver að halda því fram að varlegt sé að treysta of vel frásögn þess manns er síðar varð einn helsti forystumaður hinna herskáu A1 Fatah- samtaka. ísraelar sjálfir kunna líka aðra sögu af þessum atburðum. Þeir halda því fram að leiðtogar Arabaríkjanna hafi magnað upp ótta meðal Palestínu- araba og beinlínis hvatt þá til að flýja, í þeirri von að geta notað þá sem tylliástæðu fyrir innrásinni sem lá í Ioftinu. Það má vel vera að eitthvað sé til íþessu,en hitterjafnvíst aðGyðingar gengu mjög harkalega og ruddalega fram er þeir voru að „hreinsa" landið og hafa meira að segja ísraelskirsagnfræð- ingar tekið undir það. Var tortryggni milli kynflokkanna þó næg fyrir. En hvað um það. Það var staðreynd að fsraelar höfðu sigrað og þeir hófu nú að koma sér endanlega fyrir í þessu landi sem þeir höfðu þráð svo lengi. Enn bjó fjöldi Araba innan hinna nýju landa- mæra ísraels og þó í orði kveðnu væru réttindi þeirra að mestu hin sömu og Gyðinga var mjög að þeim þrengt á ýmsa lund. Þetta skyldi vcra hið langþráða Gyðingaland. Það er kald- hæðnislegt að til þess að Gyðingar gætu eignast ríki sitt skyldi önnur þjóð verða að líða sömu örlög og þeir tvö þúsund árum fyrr.. Palestínuarabar dreifðust sem fyrr sagði um mörg lönd, en flestir þeirra neyddust til að hafast við í flóttamannabúðum í ýmsum Arabalönd- um þar sem aðstæður voru og eru afskaplega slæmar. Aðrir reyndu fyrir sér á ókunnum slóðum, en allir - hvar svo sem þeir eru staddir - líta fyrst og fremst á sig sem Palestínumenn og geyma í brjósti sér drauminn um Palestínu. Ætli annað land hafi orðið tilefni jafnvondra draumfara: fyrst Gyðinga og síðan Araba? Það mun reyndar hafa komið Israel- um allmjög á óvart að Palestínuarabarn- ir sem flýðu land skyldu ekki blandast fljótlega inn í þjóðfélögin í kringum, en það gerðu þeir nefnilega ekki. Sums staðar hafa Palestínuarabar vitanlega verið neyddir til þess ■ að búa í fyrrnefndum flóttamannabúðum, en einu virðist gilda hversu vel þeir koma sér fyrir: þeir glata ekki þjóðarvitund sinni né þessum draumi um heimaland- ið. Þeir líta ekki á sig sem hverja aðra Araba, heldur umfram allt sem Pales- tínumenn er eigi rétt á því að fá að búa mannsæmandi lífi í sínu eigin landi - hvorki undir oki fsra- ela né annarra. Það má nefna til sögunnar Dr. Daoud Hanania, sem er einn helsti skurðlæknir Jórdaníu, og þótt víðar væri leitað. Hanania segir raunar að jafnvel þótt ríki Palestínu- araba væri stofnað á Vesturbakkanum myndi hann halda kyrru fyrir í Amman, en í hjarta sínu er hann enn útlagi, og syrgir gamla landið. Börn hans tvö eru fædd í Amman en jafnvel þau vita vel hvar rætur þeirra liggja. „Ef sonur minn er spurður hvaðan hann sé,“ segir læknirinn, „þá svarar hann hiklaus: Frá Jerúsalem.” Og Hanania flýtir sér að borgarar í ísrael, og meðal þeirra er andstaðan gegn ísraelum jafnmikil, ef ekki meiri, og hjá bræðrum þeirra í öðrum löndum. Berast enda stöðugar fréttir af mótmælaaðgerðum á Vestur- bakkanum (og Gaza) og oft hefur soðið upp úr. fsraelar virðast heldur ekki kunna önnur ráð til að bregðast við vandanum en beita hörku. Hörku? Hafa ekki Palestínuarabar sjálfir beitt hörku? Hafa ekki PLO-sam- tökin staðið að ótal hryðjuverkum gegn saklausu fólki þó þau reyni nú að sveipa sig diplómatískum hjúp? Rétt er það. Eftir að Ijóst var að Palestínumenn gætu ekki snúið aftur til lands síns cftir stnum eigin skilmálum fóru að myndast hópar reiðra ungra manna sem sáu ;nga aðra •leið út en vopnaða baráttu. Með tímanum efldust þessir hópar og hófu hermdarverkastarfsemi gegn Gyðing- um, bæði innan og utan ísrael. Með þeirri starfsemi tókst þeim að vísu að vekja athygli umheimsins á tilveru sinni (en henni var heimurinn önnum kafinn við að gleyma), en í stað þess að kveikja samúð urðu miskunnarlausar árásir þeirra aðeins til þess að ísraelum allt stuðnings meirihluta þeirra, og svo mótsagnakennt sem það kann að hljóma virðast ísraelar leggja sig alla fram til að auka þann stuðning. Til dæmis með umsátrinu um Beirut. Nefnum dæmi af palestínskri fjöl- skyldu sem býr í Bandaríkjunum. í bænum Skokie í Illinois, sem er skammt fyrir utan Chicago, búa aðallega rót- grónir amerískir Gyðingar og Talhami- fjölskyldan sker sig ekki sérlega mikið úr við fyrstu sýn. Ayoub Talhami er 53ja ára gamall verkfræðingur. kona hans Ghada er doktor í sagnfræði, og bæði eru þau bandarískir borgarar. Börnin virðast vera ósköp venjuleg bandarísk börn. En samt eru þau það ekki alveg. í herbergi Lamees, níu ára gamallar dóttur Talhami-hjónanna, eru myndir af gæludýrum, teiknimyndasöguhetjum - og stórt plakat þar sem segir: ísraelar burt úr Líbanon! Heimilisfaðirinn, sem barðist með jórdanska hernum gegn Gyðingum árið 1948, útskýrir muninn: „Úti á götu er ég eins og flestir aðrir Bandaríkjamenn. En þegar ég kem heim til mín, kem ég til Shefa-Amer“ - þorpsins í Galíleu þar sem hann ólst upp. á móti Gyðingum, við bjuggum með þeim í margar aldir í friði og spekt. En svo kemur Síonisti frá Póllandi og rænir appelsínulundinum mínum og heimili mínu. Hvaða réttlæti er það?“ Tvær grímur ísraela Hér er komið að þungamiðju vanda- málsins frá sjónarhóli ísraela: geta Gyðingar og Arabar Iifað saman í sátt og samlyndi. Flestir ísraelar efast um að svo geti orðið meðan PLO er fulltrúi Palestínuaraba, og þeir hafa svo sem ástæðu til. Það hefur lengi verið yfirlýst markmið PLO að útrýma fsraelsríki, og hræðileg hermdar- verkin sem skæruliðar, sem leynt eða Ijóst hafa notið stuðnings PLO, hafa unnið hafa styrkt ísraela í þeirri trú að PLO séu samtök friðlausra glæpamanna. Það er líka athyglisvert að enda þótt Arafat og fleiri forystumenn PLO hafi margoft gefið í skyn á síðustu misserum að þeir væru undir vissum kringumstæðum reiðubúnir til að viður- kenna tilverurétt ísraels, þá var hryðju- verkum haldið áfram. Skæruliðar frá Hvaða væl er þetta? hafa talsmenn ísraelsstjórnar spurt. ísrael er að heyja stríð gegn miskunnarlausum óvini og hvort sem mönnum líkar betur eða verr er það markmið stríðs að drepa menn. Það er víst rétt, en hernaðarlegir yfirburðir ísraela eru slíkir að margir eiga mjög erfitt með að sjá hvað þeim gengur til með því að grípa til vopna eins og fyrrnefndra sprengjutegunda, en notkun þeirra kemur verst niður á óbreyttum borgurum. Það eru svona hlutir sem valda því að sá mikli stuðningur sem ísrael naut á Vesturlönd- um fyrir aðeins örfáum árum er nú óðum að dvína, eins og meðal annars kom fram hér á íslandi um daginn, þegar sjö þekktir • íslendingar rituðu ríkisstjórn- inni bréf og hvöttu hana til að gera stjdrn ísraels það Ijóst að áframhaldandi stríðsaðgerðir í Líbanon gætu haft alvarlegar afleiðingar á samskipti ríkj- anna. Allir kváðust sjömenningarnir vera vinir Gyðinga og hliðhollir ísraels- ríki, en það er einmitt dæmigert fyrir stöðu ísraela nú. Vinum þeirra blöskrar og Gyðingar sjálfir mótmæla - sumir hverjir. Framhald á næstu síðu f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.