Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 ■ Abu Jihad, einn stofnenda Al Fatah, i Beirut meö dóttur sinni. „Sionistarnir tíöfðu ekki þyrmt neinum, h\orki konum né börnum.” ■ Morðóður flóttamaður ■ Fátækt er mikil ineöal flóttainannanna og næringarskortur eða hermaður sem berst fyrir hrjáir ungbörnin. - föðurlandið? ■ Arafat er foringinn. Dauðir Gyðingar eða vond pressa? Menachem Begin á stærsta sök á því. Maðurinn nálgast það ískyggilega mikið. að vera ofstækismaður af verstu sort, eins og furðulegar árásir hans að Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, gefa til kynna, en Begin dettur öðru hvoru í hug að vegna þjóðarmorðs nasista á Gyðingum í seinni heimsstyrj- öldinni sé bæði rétt og eðlilegt að Schmidt komi skríðandi á hnjánum og biðji afsökunar! Afstaða Begins og stjórnar hans í garð Palestínuaraba, sem ekki verður lýst með öðru orði en óbilgirni, hefur sömuleiðis valdið því að reynt hefur á þolrifin í ísraelsvinum um allan heim... Begin lætur sér þetta að vísu í léttu rúmi liggja. Hann sagði nýlega í blaðaviðtali: „Ef ég á að velja milli dauðra Gyðinga og góðrar pressu annars vegar, og lifandi Gyðinga og vondrar pressu hins vegar, þá vel ég síðari kostinn." ísraelar hafa líka margoft lagt áherslu á að þeir fylgi boðorði Gamla testamentisins, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn: sé á þá ráðist, geri þeir gagnárás. En aðgerðir þeirra í Beirut þykja ganga nokkuð lengra en felst í þessu boði. Skiptir þá varla máli hvort bak við deyjandi barnið í Líbanon felist Yasser Arafat. En hver verður framtíðin? Pað er erfitt að spá nokkru um það, en jafnvel þótt Palestínuarabar njóti nú víðtæks stuðning um alla heim eiga þeir líklega erfiða tíma í vændum. Það má búast við því að Arafat gefi yfirlýsingar um stórkostlegan sigur PLO í þessari hörðu rimmu, vegna þess að lsraelum hafi ekki tekist að útrýma Palestínuþjóðinni eins og hún leggur sig (sem auðvitað var aldrei markmiðið), en þær yfirlýsingar verða sennilega svolítið falskar. Sann- leikurinn er sá að nema takist að beita ísraela pólitískum þrýstingi þá standa þeir í bili með pálmann í höndunum. Þeir hafa rekið skæruliða burt frá Líbanon og það sem mikilvægara er; þeir hafa sýnt Palestínuaröbum fram á að þeir geta ekki treyst á stuðning annarra Arabaþjóða. Arabaleiðtogar sýna sinn innri mann í upphafi innrásarinnar í Líbanon töldu margir að með henni væru ísraelar að sameina Arabaríkin, sem fræg eru fyrir sundurlyndi, gegn sér - nú myndu öll Arabaríkin þjappa sér að baki PLO. Það fór á annan veg. Þótt sumir Arabaleiðtogar væru miklir í kjaftinum hreyfðu þeir ekki litla fingur til varnar Palestínuaröbum í Beirut og raunar er enginn vafi á því að flestir þeirra voru dauðfegnir ósigri PLO-samtakanna. Leiðtogar Arabaríkjanna eru íhaldsam- ir menn, þó margir þeirra tali fjálglega um byltingu og annað þvíumlíkt, og þeir óttast róttæklinganna sem cru áhrifa- mestir innan PLO. En umræddir róttæklingar eru að líkindum svo áhrifamiklir sem raun ber vitni sökum þess að hvorki ísraelar né aðrir Arabaleiðtogar gefa hógvægari öflum innan PLO tækifæri til að þroskast. Því hógvær öfl eru vissulega til, þó lítið fari fyrir þeim innan PLO af býsna skiljanlegum orsökum. Vitnum til tveggja áhrifamikilla Palestínuaraba er búa í ísrael. Borgarstjórann í Betlehem, Elias Freij, dreymir dagdrauma um Palestínuríki á Vesturbakkanum: „Við myndum bjóða menntamönnum hvað- anæva að úr heiminum til að semja stjórnarskrána. Arafat yrði auðvitað leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sem sett yrði á fót til að undirbúa fyrstu kosningarnar. í tíu ár eða svo þyrftum við að lifa mestmegnis á erlendri aðstoð, vcgna þess að við þyrftum að taka við 500 til 800 þúsund palestínskum flótta- mönnum, en um næstu aldamót værum við búnir að koma undir okkur fótunum. Við yrðum bankamenn, menntamenn og faglærðir verkamenn hins arabíska heims. Við myndum stofna bandalag með Jórdaníu, skrifa undir friðarsamn- inga við ísrael, og fá leið til Gazasvæðis- ins. Og síðan myndum við lifa vel og lengi innan landamæranna frá 1967.“ „Við verðum að hugsa upp á nýtt“ Annar virtur Palestínumaður á Vest- urbakkanum er Jamil Hamad, blaða- maður. Hann ritaði nýlega grein sem bar nafnið: „Lausn hinna hógværu". Þar segir: „Palcstínuþjóðin hefur mátt búa við niðurlægingu síðan í sex daga stríðinu 1967. Herseta ísraela á Vesturbakkan- um og Gazasvæðinu hefur haft í för með sér siðferðislega hnignun og endalok vonarinnar. Ég er palestínskur flótta- maður og hef búið við þessa hersetu í 15 ár. Synir mínir þrír og jafnaldrar þeirra hafa aldrei þekkt annað en heim herlaga, sérstakra skilríkja, vegatálma, útgöngubanns, fangelsana og refsinga. Dag nokkurn í mars síðastliðnum skutu ísraelskir hermenn táragassprengju beint í höfuð sonar míns, Suheil, sem er sextán ára. Síðan hefur hann gengið undir tvo heilauppskurði og á þann þriðja í vændum. Herseta ísraela þýðir að stöðugt er verið að hrifsa frá okkur land um leið og landnám Gyðinga eykst, palestínskir borgarstjórar eru reknir ef ísraelum býður svo við að horfa, daglega eru margir fluttir úr landi og jafnvel hafa erlendir kennarar við háskóla okkar verið barðir sundur og saman. ísraelska herstjórnin beitir persónulegum refsing- um, þar á meðal gegn mér og fjölskyldu minni. Og hvers vegna? Vegna þess að ég mótmæli þessu óréttlæti, ég neita að sætta mig við hersetuna. Það er auðvelt að verða bitur við þessar aðstæður, ekki síst nú þegar innrásin í Líbanon hefur fært Palestínuaröbum enn meiri þján- ingar. En um leið neyðir ástandið í Líbanon okkur Palestínuaraba til þess að hugsa hlutina upp á nýtt, ástunda sjálfsgagnrýni. Hvort við lifum af veltur á því hvort við losnum við blekkingavef- inn. „Hví trúðum við því að ósigur væri sigur?“ Æ síðan 1948 hafa leiðtogar Palestínu- manna staglast á því að ísrael hafi verið myndað af samsæri vestrænna heims- valdasinna. Aftur og aftur var okkur sagt að Bandaríkin og Bretland hafi þurft á Israel að halda til að stjórna olíuvinnslu í Miðausturlöndum og koma í veg fyrir sameiningu Araba. Við trúðum þessu. Var ég ekki alinn upp við sögur um mátt og dýrð Araba gegnum tíðina? Vorum við ekki „hin útvalda þjóð“ sem Allah hafði látið fá Kórarinn? Jafnvel eftir ósigurinn 1967 var okkur sagt að Arabar hefðu unnið sigur: komið hefði verið í veg fyrir þann ásetning Israela að steypa stjórnunum í Egyptalandi og Sýrlandi, og því hefði árásarstefna þeirra beðið hnekki. Hvernig var hægt að fá okkur til að trúa því að ósigur og niðurlæging væri í rauninni sigur? Orðabók okkar virðist nokkuð ólík öðrum orðabókum. Leiðtogar okkar hafa sagt okkur að hin svokölluðu róttæku Arabaríki og Sovétríkin séu bandamenn okkar. En hver er munurinn á róttæku Arabaríkj- unum og hinum, sem kölluð eru afturhaldssöm? Það er staðreynd að öll Arabaríki eru einræðisríki og fyrir leiðtogum þeirra vakir aðeins eitt - að halda völdum. Þeir fórna fyrir það markmið hverju sem er. Slík ríki eru hindaranir í vegi þess að Palestínuarab- ar nái rétti sínum. Og hvað Sovétríkin varðar er augljóst að þau leggja Palestínumönnum lið til þess eins að valda Vesturlöndum erfiðleikum heima fyrir. Palestínskir leiðtogar hafa fengið okkur til að hafna því mögulega en berjast fyrir hinu ómögulega hruni Ísraelsríkis. Á nú að telja okkur trú um að við höfum unnið sigur í Líbanon? Aðrir kostir eru litlu fýsilegri. Einn er sá að blandast öðrum Arabaþjóðum og glata þar með þjóðarsál okkar. Annar kostur, sem róttæklingar halda mjög á lofti, er að steypa stjórnum Arabaland- anna og umkringja ísrael óvinveittum kommúnistaríkjum. Það er í sjálfu sér engin lausn á vandamáli Palestínuaraba. Er guð ekki hlutlaus? Það verður því að skipta algerlega um sjónarhorn. Það er kominn tími til að Palestínuarabar geri sér grein fyrir því að klásúlan um niðurrif Ísraelsríkis skaðar málstað okkar. Því ekki að skrifa nýja stefnuyfirlýsingu? Við ættum að fallast á ályktanir Sameinuðu þjóðanna númer 242 og 338 því það gæti fengið Bandaríkin og Evrópulönd til þess að endurskoða þær ályktanir, þannig að ekki sé litið á Palestínuaraba sem flóttamenn, heldur sem þjóð. Við ættum einnig að gefa út þær yfirlýsingar að fengjum við yfirráð yfir Vesturbakkan-: um og Gaza værum við reiðubúnir til að afhenda öll vopn okkar og búa í herlausu landi, ef alþjóðasamtök ábyrgðust ör- yggi okkar. Þannig fengi fsrael þau öruggustu landamæri sem það gæti hugsanlega fengið. í staðinn yrði ísrael að leggja á hilluna þá stefnu sem byggð er á dulfræði stonisma og hervalds, stefnu sem hefur leitt fsrael inn í blindgötu. ísrael getur ekki ráðið því hvernig Palestínuríki væri samansett. ísraelar verða að gera sér grein fyrir þvt að með því að neita að viðurkenna okkur sem þjóð, og með því að viðhalda járntaki þeirra á herteknu svæðunum, þá ýta þeir aðeins undir andstöðu Palestínuaraba. Sumir fsraelar halda því fram að guð hafi gefið þeim land það sem þeir ráða nú. En hver var vitni að því að guð hafi aðeins geftð einni þjóð þetta land? Öll helgirit okkar - Gyðinga, Múslima og kristinna - segja okkur að guð sé hlutlaus í garð allra barna sinna. Enga þeirra, og þá ekki Palestínumenn, má svipta blessun hans í landi sínu.“ Þetta sagði Jamil Hamads. Ef til vill eru nú betri skilyrði fyrir lausn málsins en oft áður; ef Palestínuarabar viður- kenna tilverurétt fsraels, og ef fsraelar viðurkenna að Palestínuarabar séu þjóð með sömu réttindi og þeir sjálfir. En það er að vísu fremur ólíklegt að lausn finnist í bráð. Líklegt má telja að öfgahópar innan PLO eflist mjög í kjölfar ósigursins í Beirut, og nýleg könnun í ísrael sýndi að 51 prósent Gyðinga vill ekki láta svo mikið sem fermetra lands af Vesturbakkanum í hendur Araba, og 71 prósent getur ekki sætt sig við Palestínuríki á Vesturbakk- anum og Gaza, jafnvel þótt það þýði frið í Miðausturlöndum. En hvað sem öðru líður munu Palestínuarabar hvar sem er halda áfram að láta sig dreyma um landið sitt. Því verður ekki breytt. _ y lók saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.