Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VIÐSKIPTI Carsten Valgreen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank og núverandi meðeigandi í Benderly Econom- ics, segir í grein í Frétta- blaðinu í dag að rót kreppunnar á Íslandi megi rekja til þess hversu innbyrð- is tengsl eru mikil í þessu litla og einsleita samfélagi. Carsten segir að Davíð Oddsson Seðlabankastjóri hafi valdið stórslysi þegar efnahags- kreppan skall á og að viðbrögð stjórnvalda við efnahagshruninu hafi verið tilviljanakennd og það útskýri harkaleg viðbrögð Breta gagnvart Íslendingum. Hann leggur til að stjórnmála- mönnum verði ekki veittar stjórnunarstöður. Ennfremur að hluti af fjármálaregluverkinu og eftirliti með fjármálakerfinu verði falið alþjóðlegum stofnun- um og að verðtrygging verði aflögð. - jse Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 10. janúar 2009 — 9. tölublað — 9. árgangur heimili&hönnunLAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2009 ● BEST SKREYTTU HÚSINLjósin loga áfram ● HÖNNUNHápunktar ársins 2008 ● KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIRÁ mörkum draums og veruleika FYLGIR Í DAG ÓSKÖP VENJULEGIR FORELDRAR Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Örn Sigvaldason fengu margar góðar hugmyndir að umhverfis- vænu uppeldi þegar þau þýddu bókina Uppeldi fyrir umhverfið. VIÐTAL 24 VEÐRIÐ Í DAG HRÍFST AF ANDY ROONEY Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur nýverið tekið við hlutverki stjórnanda Íslands í dag 26 HVER ERU AUÐÆVI ÞÍN? Foreldrar munið sunnudagaskólann í kirkjunni Nánar á bls.7 Opið 10–18 STORMUR Í dag verður norðaust- an hvassviðri eða stormur á Vest- fjörðum og með ströndum nyrðra annars mun hægari. Snjókoma á norðurhelmingi landsins en skúrir eða él syðra. Frystir um allt í kvöld. VEÐUR 4 -2 2 -1 1 4 EFNAHAGSMÁL „Ég tel ástæðu til þess að rannsóknarnefndin athugi gjaldmiðlasamningana sérstaklega. Hún á að gera það,“ segir Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni í Grindavík og varaformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, og vísar til sérstakrar þriggja manna rann- sóknarnefndar. Hann segir marga telja að eig- endur bankanna hafi látið selja útflutningsfyrirtækjum og lífeyris- sjóðum samninga sem gerðu ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist. Það þýðir að gerður er samning- ur um gjaldeyri, þannig að hann er seldur á tilteknum degi með loforði um að hann verði keyptur aftur á tilteknu gengi síðar. Geri menn ráð fyrir að krónan styrkist, er rætt um að taka stöðu með krónunni. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, gengur lengra og segir að í tilviki bankanna sjálfra „sé það verkefni fyrir hinn sér- staka saksóknara að kanna hvort bankarnir hafi verið að veikja krón- una á sama tíma og þeir seldu okkur það sem við töldum vera varnir.“ Kjalar og Exista, sem voru stærstu eigendur Kaupþings, hefðu gert hið gagnstæða. „Er hægt að kalla þessi vinnu- brögð „svikamyllu“?“ spurði Eirík- ur og hélt áfram: „Ég veit það ekki, en hvernig er þetta hjá öðrum fyrr- um eigendum bankanna, eru einu eignir þeirra stöður gegn krónunni og eru það stöður gegn þjóðinni?“ spyr Eiríkur. Helstu eigendur bankanna áttu hins vegar einnig hluti í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Til dæmis á Kjal- ar HB Granda. Kjalar og Exista munu saman- lagt hafa tekið um tólf hundruð milljóna evra stöðu gegn krónunni í fyrra. Gengi krónunnar féll verulega allt árið í fyrra fyrir hrunið. Verð- bólga jókst og erlendar skuldir heimila og fyrirtækja hækkuðu mikið. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði um gengisfallið í lok mars að óprúttnir aðilar hefðu gert atlögu að íslensku fjármálakerfi og Fjár- málaeftirlitið hóf rannsókn, sem lítið hefur frést af. Sigurður Ein- arsson, þáverandi stjórnarformað- ur Kaupþings, nafngreindi síðar fjóra vogunarsjóði sem hefðu átt þátt í gengisfallinu. - ikh Sérstakur saksóknari rannsaki gengisfallið Forsvarsmenn útgerðarinnar spyrja hvort bankarnir og eigendur þeirra hafi svindlað og krefjast rannsóknar. Útgerðinni voru seldir gengissamningar sem gerðu ráð fyrir sterkri krónu. Bankarnir og eigendurnir veðjuðu á veikingu. FÓLK Gerð heimildarmyndarinnar Sólskinsdrengurinn, sem fjallar um einhverfa drenginn Kela, varð afdrifaríkari en móðir hans, Mar- grét Dagmar Ericsdóttir, gerði ráð fyrir þegar verkinu var ýtt úr vör fyrir tæpum þremur árum. Upphafleg hugmynd Margrétar var að gera vísindalega heimildar- mynd um einhverfu, en í meðförum leikstjórans, Friðriks Þórs Friðriks- sonar, varð myndin persónulegri og beindist að sögu Kela. Fjölmargir einhverfir og sérfræðingar á sviði einhverfu eru þó á meðal viðmæl- enda, þar á meðal indversk kona, Soma Mukhopadhyay, sem þróað hefur sérstaka aðferð til að ná til einhverfra. Hún varð sú fyrsta sem náði inn fyrir skel einhverfunnar og fékk Kela til að svara spurning- um. Foreldrar hans eygja því betri framtíð fyrir Kela þar sem hann getur lært að tjá sig. - sbt / sjá síðu 20 Heimildarmynd um sólskinsdrenginn Kela var frumsýnd í gær: Inn fyrir skel einhverfunnar VERÐLAUN Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í fjórða sinn í lok febrúar en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem lagt hafa sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Lesendur Fréttablaðsins eru beðnir um að senda inn tilnefn- ingar og skiptast verðlaunin í fimm flokka. Allir, félagasamtök sem einstaklingar, þekktir og óþekktir, sem eiga skilið virðing- arvott fyrir gjörðir sínar og framgöngu koma til greina sem verðlaunahafar. - kg / sjá síðu 8 Verðlaun veitt í fjórða sinn: Samfélagsverð- laun Frétta- blaðsins VIÐ FRUMSÝNINGU Fyrir nokkrum árum börðust þau Margrét Dagmar Ericsdóttir og Þorsteinn Guðbrandsson fyrir því að sonur þeirra Þorkell Skúli sem er einhverfur fengi viðhlítandi meðferð. Þá voru flestar dyr honum lokaðar en hann gekk rauða dregilinn í gær þegar myndin Sólskinsdrengurinn var frumsýnd í Smárabíói. Hér er hann ásamt foreldrum sínum fyrir frumsýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM CARSTEN VALGREEN Carsten Valgreen: Pólitíkusa burt úr stjórnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.