Tíminn - 09.09.1982, Síða 2

Tíminn - 09.09.1982, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982. wm 93Hpfi illli ililiii &• .• :,. .:• liiiiíiiíííiíiivfc: :s- SiSSiíjíSii ;X:X|::X|x|:|:|: x i ;:x:g::::>::: ;i:' lllllll ■ >::x:::::::$:x:::x ÍS-fSjv ÍSfÍíjvÍ • •••’ ÉHi pte; WÍÍxífxÍÍiÝfií Ísív- ", ■> m ;:;:;X;/X;:;X; :•:• •:'• x'- : ■ iÍÍÍIiÍx íiíf.vií xwiíSSí: yX:X'x>;X;.; xxxxxsxv •" V.v ixviíiÝiwiíÝfí ; :| ■ Það mundu áreiðanlega margar átta ára telpur vilja vera í sporum Jean Taylor, sem er lítil átta ára dama í Windermere, Cumbria í Englandi, - cn amma hennar á brúðubúð. Þar má Jean vera og skoða brúðurnar þegar hún vill, og sjálfsagt hefur hún fengið margar fallegar brúður i afmælis - og jólagjafir. I „Ommu búð“, eins og Jean kallar verslunina, eru til allar mögulegar gerðir af brúðum, einkum hefur búðin á boðstólum gamaldags brúður og margar eru frá þvi fyrir aldamót. Líka er hægt að fá brúðuhausa í öllum stærðum og gerðum, og brúðuviðgerð er á staðnum. ■ Sumum þykir óþarfi að kennslukonur séu fallegar og fegurðardísir séu betur komnar í öðrum störfum. Christine á réttri hillu ■ Þar til fyrir einu ári var Christine Stone vinsæl og vel látin kennslukona í smábæ í Englandi. En þá komst einhver náungi að þeirri niðurstöðu. að þar væri góðum hæfileikum kastað á glæ og í rauninni væri Christine á rangri hillu. Hann linnti ekki látunum fyrr en hann gat komið Christine í skilning um, að náttúran hefði ekki verið svona örlát við hana, þegar henni var úthlutað útlitinu. til þess eins að hún sóaði því fyrir framan skólabörn. Henni bæri að leyfa sem flestum að njóta þess, hve falleg hún er. Christine lét segjast og undanfarið ár hefur hún verið önnum kafin sem fyrirsæta. Hún er nú 25 ára, en þegar aldurinn fer að færast vfir hana og atvinnutilboðunum í fyrisætustarfinu fækkar, getur hún alltaf dregið kennara- réttindin upp úr vasanum og tekið aftur til við að fræða smáfólkið. ■ Alfonso prins af Bourbon- Segovia fannst ástxða til að fara pflagrímsferð til að þakka fyrir að hafa loks fundið einu j réttu konuna. Ekki varð hann kóngur ■ Alfonso prins af Bourbon-1 Segovia, náfrændi Spánar- konungs, hefur nýlega farið í pflagrímsferð á hcstbaki til hinar heilögu meyjar með tainabandið í Malaga. Erindið var að bera fram þakklæti fyrir að hafa loks fundið gæfu [ lífsins. 1972 gekk prinsinn að eiga [ barnabarn Francos, þáverandi herra Spánar, Carmencita. Þá [ stóðu honum allar dyr opnar. Hann var gerður að sendiherra | Spánar í Svíþjóð, og um tíma var álitið, að Franco hefði í hyggju að gera Alfonso að konungi Spánar eftir sinn dag. Svo fór þó ekki sem kunnugt | er, og þegar Jóhann Karl tók við konungsembætti 1975 og frændi hans óskaði honum innilega til hamingju með embættið, var Carmencitu nóg boðið. Hún yfirgaf eiginrnann og tvo syni og leitaði á náðir hins Ijúfa lífs. Fyrst lcitaði hún huggunar í örmum söngvarans Julio Inglesias, en síðar varð fyrir valinu franskur fomgripa- sali, Jean-Marie Rossi. Carm- encita hefur hlotið ævilangan j útlegðardóm við spönsku hirö- ina. Alfonso telst aftur á móti [ til vina konungs. Lengi vel sat Alfonso og j harmaði brottför konu sinnar. En nú loks, þegar hann er j orðinn 46 ára, virðist vera að glaðna til hjá honum. Hver konan er, sem olli pflagríms- ferðinni, hefur ekki verið látið , uppi. færðusti árin yf ir hann.... ■ Þegar Matt Brooks fór að hugsa um að hætta að vinna fór hann að spyrjast fyrir um eftirlaun sín, og hvort hann ætti ekki ellilífcyri. Þá var hann beðinn um að sýna fæðingarvottorð sitt. Matt uppgötvaði þá að hann hafði ekki í fórum sínum neitt fæðingar - né skírnarvottorð. Starfsmannastjórínn í verk- smiðjunni þeirri sem Matt vann í í Warríngton, nálægt Manchester í Englandi, tók sig til og skrífaði til stjómvalda í Dublin í írlandi, cn þar hafði Matt fæðst og veríð skráður. Þaðan var sent fæðingarvottorð Matt Brooks um hæl, - en þá brá honum aldeilis í brún. Hann varð þess vísari að hann var orðinn 79 ára, en hann hafði haldið sig töluvcrt yngrí. Hann hefði getað veríð kominn á eftirlaun fyrír 14 ámm. Matt sagði sjálfur: „Þessi frétt varð til þess að árin færðust yfir mig, - og það mörg í einu.“ Síðan bætti hann við, að það þyrfti meira en eitt pappírsblað til að gera hann að gamalmenni. „Ég ætla að helda mig við það, að hver maður er eins gamall og honum sjálfum finnst að hann sé,“ sagði Matt ánægður með sig. Nu er allt komtð i lag hja Burt og Lom. Rollsinn gerði sitl gagn Það borgar rífast við Burt! ■ Það kom upp ágrein- ingur á heimilinu hjá Burt Reynolds og sambúöar- konu hans, Loni Ander- son í Hollywood. LJr þessu varð heilmikið rifrildi og hjónaleysin sögðu margt Ijótt og skelltu hurðum. Sögur herma, að allt sé nú fallið í Ijúfa löð, og Burt hafi á sinn venjulega hátt beðist afsökunar sem sagt með gjöfum. Það má nefna það, að þegar hann var trúlofaöur Sally Field, og hún varð afbrýðisöm vegna þess að Burt var sagður í meira lagi hrifínn af mótleikara sínum í „Starting Over“, en það var Candice Berg- en, þá gaf hann Sally 20.000 dollara minkapels í sárabætur, - en Candice 6.000 dollara armband vegna þess að hann hefði bakað henni leiðindi og óþægindi með ágengni sinni (því Candice hafði ekkert kært sig um hann). Allir urðu þá vinir aftur. Samband þeirra Burt og Sally Fieid fór út um þúfur, einmitt þegar mestu sögurnar gengu um að þau væru að ganga í það heilaga. En þá kom Loni í spilið, og ástin blómstraði á ný. En svo komu upp þessi illindi á milli þeirra. Burt var fljótur að sjá að sér, og vildi á eftirminnilegan hátt biðjast afsökunar á skapillskunni. í þetta sinn var afsökunarbeiðnin send ásamt Rolls Royce- bfl heim að húsi þeirra. Bfllinn var skráður á nafn Loni, og kort var fest á dömuna, sem er til skrauts á vélahúsinu á RR-bfln- um. Á kortinu stóð „Fyrir- gefðu mér, elskan!“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.