Tíminn - 09.09.1982, Síða 3
FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982.
3
fréttir
„ÞJOÐ YÐAR ER
ÞJÓD MIKIliA
HAGNÝTRA
AFREKA”
— sagði Vígdís Finnbogadóttir
■ „Herra forseti. Þjóð yðar er þjóð mikilla andlegra
og hagnýtra afreka, - svo ekki sé minnst á víðfeðmi og
völd. Hvað höfum við, smáþjóðirnar, að segja hinum
stóru?
Ef til vill er þegn fámennrar þjóðar sér meira
meðvitandi um, að hann eða hún geti lagt eitthvað af
mörkum til nútímans. Meðal lítillar þjóðar er þörf fyrir
sérhvern skapandi huga, - já, sérhverri hæfri hönd er
fagnað, geti hún lagt sitt að mörkum til þess að
sameiginlegu, verðugu markmiði sé náð“ sagði Vigdís
Finnbogadóttir forseti Islands m.a. í ávarpi sínu í
hádegisverðarboði J>ví sem Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti hélt til heiðurs forseta íslands og öðrum
þjóðhöfðingum Norðurlandanna sem staddir eru í
Washington.
■ Vel fór á með forselum íslands og Bandaríkjanna er þcir hitlusl í Hvíta húsinu.
Þau munu hafa rxtt um menningar- og leikhúsmál á fundi sínum. Símamynd GTK
„Hvort sem við erum bandarísk eða
norræn, hefi ég mikinn metnað fyrir
okkar hönd: Gefum niðjum okkar orð
til að hugsa um, dáðir til að minnast,
menningu að byggja á. Gefum framtíð-
inni mynd af okkur, sem þolir að vera
framkölluð, og sýnir að minnsta kosti
brot af hugsjón" sagði forseti íslands
ennfremur í ávarpi sínu.
Áður en hádegisverðarboðið hófst
hitti Vigdís Finnbogadóttir Reagan
Bandaríkjaforseta að máli og fór vel á
með þeim. Umræðuefnið var menningar
- og leikhúsmál enda eiga bæði skammt
að sækja á leiklistarsviðinu.
í hádegisverðarboðinu voru auk
Vigdísar, Reagan og konu hans þau
Henrik Danaprins, Bertil Svíaprins,
Sonja Noregsprinsessa og Haraldur
krónprins Noregs auk finnska utanríkis-
ráðherrans. Gestalistinn var raunar upp
á þrjár þéttskrifaðar síður og á honum
mátti finna nöfn Bush varaforseta
Bandaríkjanna og aðra framámenn í
stjórninni í Washington auk fulltrúa
annarra landa. Undir lok ávarps síns
sagði forseti íslands Vigdís Finnboga-
dóttir:
„Herra forseti Bandaríkjanna, for-
setafrú Reagan.
Einlægar þakkir fyrir gestrisni á
heimsfrægu heimili sýnda landi mínu og
Norðurlöndunum öllum. Við vitum að
velferð þjóða okkar er innbyrðis
nátengd, svo og velferð allra annarra
þjóða.
Það er einlæg ósk mín, að börn okkar
og komandi kynslóðir geti lesið um hve
miklir friðflytjendur við vorum, þótt við
horfum raunsæjum augum á ástand
heimsmála um þessar mundir.
Megi heill og farsæld fylgja gest-
gjöfum okkar og bandarísku þjóðinni.“
- FRI
„HEFUR ALLTAF FUNDIST
AMERÍKA MÉR
NÁKOMIN”
sagdi Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands vid opnun
menningarkynningarinnar
Scandinavia Today
■ „Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef
þá ánægju að stíga fxti mínum á
ameríska grund. Og samt hefur mér og
öllum „norrænum mönnum“ alltaf
fundist Ameríka mér nákomin“ sagði
Vigdís Finnbogadóttir m.a. í opnunar-
ræðu sinni á menningarkynningunni
Scandinavia Today en kynningin var
formlega opnuð við hátíðlega athöfn í
Kennedy Center í Washington síðdegis
í gær.
Mikið fjölmenni var viðstatt opnunar-
hátíðina en á dagskránni var m.a.
söngur karlakórsins Fóstbræðra sem
sungu nokkur lög fyrir gesti.
„Það hefur árum saman verið sann-
færing mín og keppikefli, að við eins og
aðrar þjóðir ættum að leitast við að flytja
út menningu okkar ekki síður en annan
vaming, að við ættum að kynna
menningu okkar meðal annarra þjóða,
sem lifa á annan hátt.
Ég hefi ekki getað þagað yfir þessari
skoðun minni í viðræðum við starfsfé-
laga og vini, þegar menningarmál hafa
■ Forseti íslands Vigdís Finnboga-
dóttir heimsótti Ronald Reagan forseta
Bandaríkjanna í Hvíta húsið í dag. Af
því tilefni færði forsetinn Bandaríkja-
forseta að gjöf Ijósmyndaðaopnu úr
Grænlendingasögu í Flateyjarbók, þar
sem greinir frá ferð Leifs Eiríkssonar til
Vínlands. Myndina tók Leifur Þorsteins-
son Ijósmyndari.
verið til umræðu á Norðurlöndum.
Lykillinn að gagnkvæmum skilningi er
að kunna að meta gildi menningar
annarra þjóða, - í víðasta skilningi þessa
orðs.
Um leið og skilningi hefur verið
komið á þjóða í millum myndast
vinátta. Þannig byggjast brýr milli
þjóða. Þá læra mennirnir að skilja
hverjir aðra, - hve langt sem kann að
vera á milli hér á hnettinum. Slík vinátta
hlýtur að stuðla að heimsfriði.
Villta vestrið
Síðar í ræðu sinni sagði Vigdís:
„Fornsögurnar minna mig að nokkru
leyti á kvikmyndir úr villta vestrinu,
hinar bestu þeirra, eins og „High
Noon“. Þær fjalla um það sama: hvernig
koma eigi á lögum og reglu í samfélagi
landnema þar sem nánast engin lög hafa
verið sett: „Með lögum skal land byggja,
en með ólögum eyða“ segir vitur maður
hinna bestu sagna okkar. Lög, heiður,
réttlæti, sjálfræði og friður. - Þetta eru
meginviðfangsefni fortíðarinnar, nú-
tíðarinnar - og í framtíðinni.
Það er ekki algengt, að fimm fullvalda
ríki taki saman höndum um að sýna
menningarafrek sín. En hafa ber í huga,
að hið norræna samstarf er ekki neitt
venjulegt fyrirbæri í heimi nútímans. Ég
leyfi mér að fullyrða, að í fáum eða
engum öðrum tilvikum starfa fullvalda
ríki svo náið saman og á svo mörgum
sviðum sem Norðurlöndin fimm.“
Regnboginn brú milli
tveggja mismunandi heima
Undir lok ræðu sinnar sagði Vigdís:
„í norrænni goðafræði var regnboginn
brú milli tveggja mismunandi heima.
Þjóðtrúin segir, að sá sem stendur undir
regnboganum geti óskað sér hvers sem
er. Hin marglitu tengsl þjóða okkar er
slík brú. Með gullbikar þann í hendi,
sem ég trúi að norræn menning sé, óska
ég, að yður finnist hún svo mikils virði
að þér viljið kynnast henni betur, eins
og við viljum ætíð heyra um síðustu
afrek yðar á menningarsviðinu. Það
mun styrkja vináttu okkar og gagn-
kvæma umhyggju í þcssum heimi, þar
sem við viljum hlakka til framtíöar-
innar.
Fyrir hönd norðurlandanna er það
mér heiður og ánægja að opna
sýninguna „Scandinavia Today“ hér í
Washington.“
RÝMING ARSALA
á gólfteppum og bútum
20%-50%
AFSLÁTTUR
Rýmingarsölunni lýkur
í dag, fimmtudag.
Einstakt tækifæri
til teppakaupa
lEPPfíLfíND
Grensásvegi 13 Tryggvabraut 22,
símar 83577 Akureyri
°g 83430. Sími 25055