Tíminn - 09.09.1982, Síða 4

Tíminn - 09.09.1982, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982. fréttirl Tillögur um lausn togaravandans tilbúnar í næstu viku: „ÞAÐ ER OFÆRT AÐ SKIP SEUI AFLANN ERLENDIS — „á meðan starfsfólk fiskvinnslunnar hér heima væri atvinnulaust sökum stöðvunar flotans’% segir Steingrímur Hermannsson 11 ■ - Ég greindi viðræðunefnd LÍÚ frá þeirri umfangsmiklu og ítarlegu athugun á leiðum til lausnar vanda útgerðar- innar, sem unnið er að í Sjávarútvegs- ráðuncytinu í samráði við Þjóðhags- stofnun og fleiri aðila, jafnframt sem ég óskaði eftir tiliögum frá landssamband- inu. Ég hef ítrekaö beðið um þessar tillögur cn engar fengið, enda hafa forráöamenn LIÚ ávallt lýst því yfir að það væri alfarið verk stjómvalda að levsa þennan vanda, sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra í viðtali við Tímann eftir fundinn með viðræðuncTnd LIÚ. í bréfi sem ráðherra afhenti viðræðu- ncfndinni á fundinum er tekið fram að unnið sé að athugunum á lciðum til lausnar vanda útgerðarinnar, en sökum umfangs þessarar athugunar sem unnið er að í samráði við Þjóðhagsstofnun, ríkisbankana og Fiskveiðasjóð, yrðu niðurstöður ekki tilbúnar fyrr en í næstu viku. Þ.e.a.s, eftir að stöðvun fiskveiði- flotans kæmi til framkvæmda. í þeim hugmyndum sem ráðherra viðraði við viðræðunefndina á fundinum, til að skapa betri rekstrargrundvöll fyrir út- gerðina, er m.a. gert ráð fyrir 10-20% lækkun olíukostnaðar og verulegri lækkun fjármagnskostnaðar, en síðast- nefnda atriðið sagði Steingrímur að Kristján Ragnarsson hefði sagt að væri einskis vert. - Ég gerði viðræðunefndinni jafn- framt Ijóst að ég myndi leggja til við ríkisstjórnina að þær sölur sem LÍÚ hefur skipulagt erlendis, eftir að stöðvun fiskveiðiflotans kemur til framkvæmda, yrðu stöðvaðar, sagði Steingrímur Her- mannsson, sem tók jafnframt fram að vel hefði verið tekið í þessa tillögu í ríkisstjórninni. Það væri enda ófært að skip scldu erlendis á meðan starfsfólk fiskvinnslunnar hér heima væri atvinnu- laust sökum stöðvunar flotans. Niðurstöður athugunar Sjávarútvegs- ráðuneytisins á vanda útgerðarinnar og leiðir til úrbóta munu væntanlega liggja fyrir í byrjun næstu viku og sagði Steingrímur Hermannsson að þá yrðu fulltrúar LÍÚ boðaðir á nýjan viðræðu- fund, en auk þess yrði' fulltrúum sjómanna gert viðvart um innihald tillagna ráðuneytisins. -ESE Steingrímur Hermannsson. Stöðvuri fiskiskipaflotans: „Bitnar hardast á þeim sem minnst mega sín" - segir Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambandsins HLEMMI Laugavegi 118 — Sími 29311 HÖFUM OPNAÐ ■ - Ef til stöðvunar fiskveiðiflotans kemur, þá bitnar það harðast á þeim sem minnst mega sín, þ.e.a.s. undirmönn- unum á skipunum sem iægst hafa launin, sagði Oskar Vigfússon, forseti Sjó- mannasambands íslands í samtali við Tímann er hann var inntur eftir áhrifum stöðvunar fiskveiðiflotans fyrir félags- menn í Sjómannasambandinu. Óskar sagði að undirmenn hefðu aðeins sjö daga uppsagnarfrest og ef til uppsagna kæmi þá gæti hann aðeins beint þeim tilmælumtil undirmanna að láta skrá sig atvinnulausa þegar í stað. - Við teljum að það muni hafa í för með sér ómældan skaða, ekki bara fyrir sjómenn, heldur þjóðarbúið í heild ef flotinn stöðvast, en við verðum að ætla að þarna sé um nauðvörn hjá út- gerðarmönnum að ræða, sagði Óskar sem jafnframt tók fram að Sjómanna- sambandið væri reiðubúið til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í viðræðum með útvegsmönnum og stjórnvöldum ef það gæti orðið til lausnar þeim vanda sem við væri að glíma. -ESE STORA OG GLÆSILEGA BÓKA- OG RITFANGA- VERSLUN VIÐ HLEMMTORG Allar skólavörur og námsbækur ÍSLENSKAR OG ERLENDAR „Fátt getur komið í veg fyrir stöðvun” — segir Kristján Ragnarsson ■ - Það gerðist ekkert á þessum fundi sem gaf okkur tilefni til að hugteiða frestun á stöðvun fiskiskipaflotans og ég held að það sé fátt sem nú getur komið í veg fyrir þessa stöðvun nú þegar sjávarútvegsráðherra er farinn úr landi, sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna í samtali við Tímann eftir fund viðræðunefndar LfÚ og sjávarútvegsráð- herra. Kristján sagði að hann gerði ráð fyrir því að hvert útgerðarfyrirtæki fyrir sig hefði nú gert ráðstafanir til að mæta stöðvun fiskveiðiflotans. Uppsagnarfrestur háseta og annarra undirmanna væri sjö dagar, en yfirmenn hefðu lengri uppsagnarfrest. Að sögn Kristjáns hefur hann ekki heyrt um neitt útgerðarfyrirtæki á landinu sem ekki muni virða samþykkt trúnaðarráðs LÍÚ og engar áskoranir um frestun á stöðvun fiskiveiðiflotans hefðu borist nema áskor- unin frá Útvegsmannafélagi Þorlákshafnar sem samþykkt var á mánudag. Sú áskorun yrði þó ekki tekin til greina, enda hefðu stjómvöld ekki beðið um neinn frest. - ESE Bæjarútgerðin styð- ur stöðvun flotans — ályktun trúnadarráös LÍÚ samþykkt með fjórum atkvæðum sjálfstæðismanna í útgerðarráði ■ Utgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefur samþykkt með fjór- um atkvæðum gegn þrem að virða ályktun trúnaðarráðs Landssambands íslenskra útvegsmanna um stöðvun fískveiðiflotans frá og með miðnætti næst komandi föstudagskvölds. Full- trúar sjálfstæðismanna í ráðinu greiddu atkvæði sitt með stöðvun, en fuUtrúar minnihlutaflokkanna voru á móti. Það var Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs BÚR sem lagði ályktun trúnaðarráðs LÍÚ fyrir útgerðarráðs- fundinn í gær. Áður en til atkvæða- greiðslu kom lagði Sigurjón Pétursson fulltrúi Alþýðubandalagsins fram tillögu um að verða ekki við samþykkt LÍÚ, en tillagan hlaut aðeins þrjú atkvæði fulltrúa minnihlutaflokkanna og því ekki stuðning. Tillaga sjálfstæðismanna um stuðning við LÍÚ var síðan samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. - Afkoma Bæjarútgerðar Reykjavík- ur er ekki það burðug að við sæjum okkur fært að taka ekki þátt í þessum aðgerðum og reyndar tel ég að það hefði verið hreint ábyrgðarleysi að hlaupa undan merkjum, sagði Ragnar Júlíus- son, formaður útgerðarráðs BÚR í samtali við Tímann að loknum fundi útgerðarráðs. Ragnar sagði að það lægi ljóst fyrir að a.m.k. flest öll skip Bæjarútgerðarinnar yrðu að veiðum er stöðvunin kæmi til framkvæmda og þau fengju að sjálf- sögðu að ljúka sínum veiðiferðum. Því sagðist Ragnar ekki búast við því að togarar BÚR myndu stöðvast fyrr en að 10-12 dögum liðnum, ef til stöðvunar kæmi og vinnsla væri þar með tryggð í a.m.k. hálfan mánuð í landi. -ESE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.