Tíminn - 09.09.1982, Side 9

Tíminn - 09.09.1982, Side 9
kafbátana? Og hvað með kafbátana umhverfis ísland? MX eldflaugarnar, sem Bandaríkja- rnenn eru nú að smíða eru langdrægar eldflaugar, sem fljúga milli heimsálfa og hitta mark sitt með ótrúlegri nákvæmni. Nifteindasprengjan er nýtt vopn, sem hefur leitt menn inn í umræður um fáránleg hugtök eins og „takmarkað kjarnorkustríð", „vinnanlegt kjam- orkustríð". En nifteindasprengjan hefur minni hluta orku sinnar sem þrýsti-eða sprengiorku en „venjuleg" kjarnorku- sprengja og stærri hluta sem geislunar- orku. Tilraunir standa yfir með „dauða- geislann“, Leisergeisla sem gerir ótrú- legustu hluti. Miklar tilraunir fara fram með kjarnorkuvopn. Tækninni fleygir fram og sumir eru farnir að óttast, að farið verði með kjarnorkuvopn út í geiminn í eldflaug- um sem sveimi á sporbaugnum um jörðu og miði þaðan á mörk sín. Fyrir 10 árum voru kjamorkuveldin aðeins tvö. Nú eru þau talin vera 8 og sérfræðingar telja að um 1990 verði þau orðin 25. Talið er að á jörðinni séu nú til um 50.000 kjarnavopn eða sem svarar um 1 milljón Hírosimasprengjum með sam- tals sprengikraft á við 13.000 milljón tonn af TNT eða sem svarar 3 kg. af dynamiti fyrir hvert mannsbam á jörðinni. Það er unnt með þessum vopnabúnaði Vopnin sjálf em þannig skotmark. Vopnin lifa síðan sínu eigin lífi. Ný vopn eins aðila kalla á ný vopn frá hinum aðilanum til þess að „jafnvægi" haldist, til þess að hann sé nógu ógnvekjandi líka. Þetta kallar á umræðuna um „stöðug- leika ógnarjafnvægisins". Stöðugleikinn er mestur ef andstæð- ingurinn getur ekki grandað kjarnorku- vopnum hins. Umræður hafa því aukist um að koma kjarnorkuvopnum í vaxandi mæli fyrir í kafbátum í hafinu, þar muni reynast erfitt að finna þau. Þar komum við að þætti, sem hlýtur að vera íslendingum mikið umhugsunarefni. Til þess að viðhalda ógnarjafnvæginu, auka stöðugleika þess, þurfa risaveldin bæði að halda uppi stöðugum tilraunum með ný vopn. Hvor aðili um sig heldur því fram að nú sé veruleg hætta á því að hinn sé að fara fram úr. í Bandaríkj- unum er hlutur vopnaframleiðenda stór í þessari rökræðu. Þeir þurfa að sannfæra stjórnmálamenn um að Sovét- ríkin séu komin fram úr og því sé nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd smíði nýrra helvopna sem viðkomandi vopnaframleiðandi hefur á prjónunum. Peningarnir eru auðvitað þrýstikraftur þarna eins og annars staðar. Margir eru nú famir að efast um gildi ógnarjafnvægisins. Sagt er að Nixon hafi þá þegar á sínum stjórnartíma verið farinn að efast. Þeir sem efast um Ekki fyrstur til að nota kjarnorkuvopn Sovétríkin hafa lýst því yfir að þau muni ekki verða fyrst til þess að beita kjarnorkuvopnum. Menn greinir að vísu á um, hversu alvarlega skuli taka þá yfirlýsingu. Hins vegar er Ijóst, að gefi öll kjarnorkuveldin yfirlýsingu um að þau muni ekki verða fyrst til þess að beita kjarnorkuvopnum og standa við hana, þá verða kjarnorkuvopn ekki notuð. Margir binda því miklar vonir við þessa umræðu. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gefa slíka yfirlýsingu. Einn grunnþátturinn á varnaráætlun- um Atlantshafsbandalagsins er, að það kunni að verða fyrst til þess að beita kjarnorkuvopnum. Rökin hafa verið þau að þetta kunni að vera nauðsynlegt til þess að geta vafið Evrópu. Reagan hefur sagt, að gefi Bandaríkin yfirlýsingu um „no first use“ muni það færa Rússum mikla yfirburði í Evrópu vegna styrks þeirra í hefðbundnum vopnum þar og liðsfjölda. Tiltrúin á gildi þeirrar kenningar að verja Evrópu með kjarnorkuvopnum fer hins vegar dvínandi. Margir benda á að enginn mundi treysta sér til að beita kjarnorkuvopnum í hinni þéttbýlu Evrópu. Afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar. Evrópubúum stæði miklu meiri ógn af slíkri vörn en nokkru sinni af árásaraðilanum. Vopnin FYRRI HLUTI þess að beita kjamorkuvopnum. Auka verði hefðbundinn vopnabúnað. En tvær spumingar. 1) Hvers virði er yfirlýsing kjamorku- veldis um að það muni ekki verða fyrst til þess að beita kjamorku- vopnum, ef það stendur frammi fýrir uppgjöf í stríði? Yrði í slíku tilviki gripið til kjam- orkuvopna þrátt fyrir allt? 2) Er það ekki undarleg þversögn ef svo fer, að rökin fyrír því að eiga kjarnorkuvopn verði þau að þau séu nauðsynleg til þess að koma í veg fyrír að kjamorkuvopn verði notuð? Kjarnorkuvopnalaus svæði Umræða um kjamorkuvopnalaus svæði hefur verið mikil að undan- förnu. Sérstaklega hefur vcrið rætt um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og á sú hugmynd sér marga fylgismenn. Mér virðast tvær röksemdir geta staðið að baki þessari hugmynd. a) Kjarnorkuvopnalaust svæði er eins konar vin í helvopnaeyðimörk- inni. Svæðið má síðan stækka í þrepurn og þróunin gæti orðið á endanum kjamorkuvopnalaus jörð. b) I kjamorkustyrjöld era vopnin skot- mörk. Þeir sem engin kjarnorku- vopn hafa á sínu landi verða því líklega ekki fyrir kjarnorkuárás. Fylgismenn hugmyndarínnar gætu því verið fyrst og fremst að hugsa um VIGBUNAÐARKAPPHLAUPIÐ OG afvopnunarmAun eftir Guðmund G. Þórarinsson, alþingismann að tortíma öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Margir telja hættuna nú miklu meiri en nokkru sinni fyrr. í því sambandi telja menn fram sem rök: 1) Spennan í alþjóðamálum er mikil nú. 2) Hraði og eyðingarmáttur vopna er meiri nú en nokkm sinni fyrr. 3) Nákvæmni þessara vopna er meirí nú en nokkm sinni fyrr. 4) Fáránlegar kenningar um „takmark- að kjamorkustríð“ og „vinnanlegt kjamorkustríð“ auka hættuna. 5) Hættan á að bilanir í stjórntölvum geti hrint af stað kjarnorkustyrjöld eykst. í umræðunni um vígbúnaðar- og afvopnunarmál koma fram fjölmörg hugtök, sem almenningi eru ekki töm. Ég hefi hugsað mér að haga máli mtnu þannig að fjalla dálítið um nokkur þessara hugtaka til þess að skýra málin. Af þessum hugtökum má nefna: 1) Ógnaijafnvægið og fælingarkenn- ingin 2) Ekki fyrstur til að nota kjamorku- vopn (no first use) 3) Kjamorkuvopnalaus svæði 4) Friðarhreyfingar 5) Giuk-hliðið 6) Frysting 7) Start Ógnarjafnvægið Margir telja að friður á jörðinni byggist nú fyrst og fremst á ógnarjafn- vægi, þ.e. að hvoru risaveldi standi slík ógn af vígbúnaði hins að því sé ljóst að það geti ekki unnið styrjöld. Það að hefja stríð geti orsakað tortímingu þess sem stríðið hefur. Með öðrum orðum að friðurinn byggist á sjálfsmorðsógnun. Ekki er það glæsilegt. Sá sem hefur kjamorkustyrjöld verð- ur eiginlega að tryggja sér að geta strax í fyrstu árás tortímt öllum kjamorku- vopnum hins aðilans, því þau vopn, sem eftir verða geta hæglega tortímt þeim sem árásina hóf. ógnarjafnvægið eða fælingarkenninguna benda m.a. á eftirfarandi röksemdir: 1) Ógnarjafnvægið gat staðist meðan kjamorkuveldin vora aðeins tvö. Nú em þau 8 og verða líklega 25 um 1990. Þeim mun fleirí kjarnorku- veldi, þeim mun veikara jafnvægi. Hvað ef herforíngjastjómir, skæruliðar og hermdarverkamenn komast yfir kjamorkuvopn? 2) Ógnarjafnvægið mun leiða til ævin- týralegs kapphlaups í framtíðinni. Kapphlaups um framleiðslu nýrra vopna, sem enginn sér fyrir endann á. - Jafnvel kjamorkuvopn út í geiminn. 3) I heimi fátæktar og örbirgðar munu ríkin vígbúast til cfnahagshmns. Ógnarjafnvægið í þessari mynd er því ekki lausn. Það mun leiða til „brjálæðis- legrar vitfirringar" sem í reynd mun stöðugt auka á hættuna á því að mannkynið tortími sjálfu sér. væru miklu hættulegri þeim sem þau ættu að verja en árásin sjálf. Margir vilja vísa algjörlega á bug kenningunum um „takmarkað kjarn- orkustríð" og „vinnanlegt kjamorku- stríð“ og segja að kjarnorkustríð í Evrópu mundi breiðast út í allsherjar kjamorkustríð. Því vex þeim kenningum fylgi, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið verði að endurskoða stefnu sína og lýsa því yfir að þau muni ekki verða fyrst til að tryggja framtíð síns lands og niðja sinna. í umræðum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er oftast 'gert ráö fyrir, að fsland sé ekki með í svæðinu. Framkvæmd hugmyndarinnar þannig virðist mér hættuleg fyrir ísland. Þá væri þarna svona svæði, en við stæðum eins og útverðir vestan svæðisins og allir mundu gera ráð fyrir að kjarnorkuvopn væru staðsett hjá okkur, hvað sem við segðum sjálfir. Fyrir okkur er hugmyndin um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum því ómöguleg nema ísland sé með í svæðinu. En iítum nánar á málið. Hvers virði er alþjóðasamþykkt um að engin kjarnorkuvopn séu á íslandi, ef hafið í kringum landið er fullt af kafbátum, búnum kjarnorkuvopnum? Arás á slíkan kafbát mundi valda geislun á fiskimiðum okkar, enginn mundi vilja kaupa fiskinn og hætt er við að þröngt yrði fyrir dyrum þessarar þjóðar á eyju úti á miðju Atlantshafi ef ekki verður unnt að nytja fiskimiðin til lífsafkomu. Kjamorkuvopnalaust svæði á Norð- urlöndum með fsland með væri líka undarlegt svæði, sundurslitið af haf- svæði með kjamorkuvopnum. Þvt kemur fslandi ekki að notum að vera hluti af kjamorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum nema Norður-Atlants- hafið verði kjamorkuvopnalaust svæði líka. Og þá komum við að kjarnaatriði. Seinni hluti birtist í laugar- dagsblaðinu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.