Tíminn - 09.09.1982, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982.
heimilistíminn
Umsjón: B.St. og K.L.
■ Flestar konur þekkja vandamálið: of
mikill hárvöxtur á óæskilegum stöðum.
Af hverju stafar þessi hárvöxtur?
Hormónajafnvægi getur truflast, a.m.k.
um stundarsakir, og sumir segja, að of
mikil sól og streita geti örvað hárvöxt-
inn. En hverjar eru staðreyndimar og til
hvaða ráða getum við gripið til að leysa
þennan vanda? Hér á eftir fara nokkrar
upplýsingar þar að lútandi.
Það er álit lækna að gelgjuskeiðið og
tíðahvörfin valdi flestum vandamálum í
sambandi við of mikinn hárvöxt. Þeir
nefna líka að ýmsar breytingar á
líkamsstarfseminni á meðgöngutíma
geti leitt til of mikils hárvaxtar. Sumar
konur kenna pillunni um og segjast
aldrei hafa þurft að glíma við þetta
vandamál fyrr en þær hófu að taka hana.
Þær kunna að hafa eitthvað til síns máls,
þar sem progesterone, karlhormón, sem
er að finna t mörgum tegundum
getnaðarvarnarpilla, kann að örva hár-
vöxt. Fyrir kemur, þó að ekki sé það
algengt, að rekja megi of mikið hár til
líkamlegs sjúkleika, truflunar á kirtla-
starfsemi líkamans eða hormónapilla.
Norrænar konur hafa yfirleitt minna
áberandi hár um líkamann en suðrænar
konur, sem oftar hafa dökkan hárvöxt í
andlitinu. Austrænar konur verða
minnst fyrir barðinu á óþarfa hárvexti.
Ef ekki er um ættlægt einkenni að ræða,
en kona tekur eftir því, að hún er
skyndilega farin að vera hárprúðari á
vitlausum stöðum, ætti hún að hafa
samband við lækni sinn, sem kann að
finna ástæðuna eða kunna einhver ráð.
En hver er besta aðferðin til að losna
við of mikið hár, þar sem það er til
óprýði? sú aðferð, sem valin er, fer eftir
því hvar hárið er og hvort ætlunin er að
Einföld ráð eru til að losna við hárvöxt í handarkrikanum.
strokum. Nokkrum sekúndum síðar,
þegar vaxið er orðið þurrt, er það rifið
af með snörum handtökum. Góður
snyrtisérfræðingur fer aðra yfirferð með
vaxi yfir þá bletti, þar sem eitthvert hár
hefur orðið eftir og plokkar að síðustu
þau hár burt, sem þrautseigust eru. Þá
er rakakrem borið ríkulega á.
Háreyðingarkrem
Háreyðingarkrem eru fyrst og fremst
notuð til að fjarlægja hár á handleggjum
og fótleggjum. Það er ekki ráðlegt að
nota þau við hárvöxt í andliti, nema því
aðeins að skýrt sé tekið fram á
umbúðunum, að kremið sé sérstaklega
ætlað til þeirra nota. Þessi krem starfa
þannig, að þau leysa upp hárið á
líkamanum. Framleiðendur halda því
fram, að þau vinni betur gegn hárvext-
inum en rakstur, en þar sem hárin eru
fjarlægð mjög nærri húðinni, virðist
munurinn á þessum tveim aðferðum
varla merkjanlegur.
Háreyðingarkremið er borið þykkt á
hárið og áhrifamátturinn mismikill eftir
hárgerðinni. Háreyðingarkrem leysa
snarlega upp mjúk, Ijós hár á leggjum
og í holhönd, en tekur lengri tíma að
vinna á grófara og dökku hári, því hári,
sem hefur verið rakað af árum saman og
er orðið broddótt. En aldrei ætti aðláta
kremið liggja lengur á húðinni en mælt
er með, í því skyni að gera það
áhrifameira. Það gæti skemmt húðina og
jafnvel orsakað bruna.
Það er alltaf skynsamlegt að gera
smáprufu með háreyðingarkremi á
litlum húðbletti áður en ráðist er í að
bera það á stór svæði. Farið vandlega
eftir ráðleggingunum á umbúðunum.
Þær eru margprófaðar og eiga að tryggja
eins mikið öryggi og áhrifamátt og hægt
er.
Ýmsar aðferðir
til að losna við
óæskilegan hárvöxt
Vikursteinar
Þeir eru meðal elstu tækja til að
fjarlægja óæskilegan hárvöxt. Oftast eru
þeir notaðir til að losna við harða húð á
hælum og alnbogum, en þeir, sem eru í
kostir þeirra og gallar
fjarlægja það til skamms tíma eða til
frambúðar.
Bieiking
Bleiking á hári, sem er kunnáttusam-
lega gerð, getur „falið“ hár, sem er
fíngert, cn dökkt. Þó að þessi aðferð sé
einkum viðhöfð við andlitshár, er ekkert
því til fyrirstöðu að nota hana einnig á
fótleggi eða handleggi (en ekki í
handarkrika). Bleikingin gerir ekkert
annað en að lita hárið Ijóst og er
hentugust við hár á efri vör, milli
augabrúna, á kjálkum niður undan
eyrunum og hökunni. Við bleikinguna
notið þið súrvatn, 3%, sem þið getið
keypt í apótekinu. Berið það á með
bómullarpinna og látið liggja á í um
u.þ.b. hálftíma. Skolið það þá af og
berið síðan á milt „skin tonic“ og síðan
rakakrem.
Bleiking hefur þann stóra kost að
valda engum sársauka og vera þar að
auki ódýr aðferð, en fyllstu varúðar
verður að gæta við hana. Súrvatnið má
t.d. alls ekki fara í augun.
Plokkun
Plokkun með pinsettu á hvergi við,
nema við augabrúnir. Best er að nota
stífa, hreina pinsettu og draga hárið út
í sömu átt og það vex. Hárið vex aftur,
stundum ívið meira veikburða, en
plokkun er ekki nógu áhrifamikil aðferð
við aðra hluta andlitsins en augabrún-
imar, t.d. hökuna. Plokkun veldur
smávegis ertingu á flestar gerðir hör-
unds. Það er því ráðlegt að strjúka yfir
með örlitlu „skin tonic“ og síðan
rakakremi strax að plokkun lokinni.
Rakstur
Enn þann dag í dag er rakstur
algengasta aðferðin til að fjarlægja hár
af fót- og handleggjum, svo og í
■ Hárvöxtur á óæskilegum stöðum, t.d. í andliti, cr mjög til óprýði. Ymsar aðferðir
eru til að fjarlægja hann.
handarkrikum. Það eru hreinar kerl-
ingarbækur að hárið vaxi aftur þéttara
og þykkara eftir rakstur, það er bara
útlitið á hárinu, sem hefur breyst, þegar
það fer að vaxa aftur, líkt og
skeggbroddar. Ekki er álitið, að rakstur
sé heppilegasta aðferðin til að fjarlægja
hár af fótleggjunum, en hún er þó
áhrifamikil. Það er sjálfsagt að gæta
varúðar og skera sig ekki til blóðs, því
að ef hné eða ökklar eru sífeilt að verða
fyrir skrámum á sömu stöðunum, koma
ör. Ef notuð er gamaldags rakvél,
verður að ganga vel úr skugga um það
áður en hafist er handa, að hömndið sé
vel blautt og vel sápað. Þar sem rakstur
þurrkar húðina, er nauðsynlegt að bera
óspart á rakakrem (handáburður er
ágætur) að rakstrinum loknum.
Vaxmeðferð
Ein elsta aðferðin, sem konur hafa
notast við til að fjarlægja hér er að bera
brætt vax á staðinn og láta storkna, en
draga það síðan af. Hún er enn þann
dag í dag besta aðferðin til að ná hárum
af fótleggjunum. Ástæðan er sú, að
þegar vaxið er dregið af hömndinu,
tekur það ekki bara með sér hárin,
heldur einnig hárrætumar. Þetta leiðir
til þess, að hárin vaxa aftur hægar og
nýju hárin verða mýkri viðkomu.
Margar konur halda þvt' fram, að
hárvöxtur eftir vaxmeðferð verði í
alminnsta lagi, eða jafnvel enginn. Þetta
er því góð aðferð til að beita fótleggina
og handleggina (ef þú treystir þér til).
Hægt er Nað beita vaxmeðferð heima
fyrir, en ráðlegt er að leita a.m.k. í fyrsta
skipti til sérfræðings.
Snyrtifræðingurinn reiknar með, að
konan sé sæmilega hærð á leggjunum
áður en hún leggur í meðferðina. Þá
dreifir hún púðri á leggina áður en hún
ber heitt vaxið á. Það er borið á í löngum
mýkra lagi, eru stundum notaðir til að
eyða hári. Er þeim þá nuddað á húðina
með reglubundnum hreyftngum. Þetta
er ódýr og auðveld aðferð, en hún er
seinleg, þreytandi oggetur ert hörundið.
Eyðing með rafstraum
Eyðing hára með rafstraum er eina
þekkta aðferðin til að eyða hári til
frambúðar. Hún er því besta aðferðin til
að losna við hárvöxt í andlitinu, á
hökunni, kinnum, augabrúnum eða til
að hækka ennið. Það er ekki á færi
annarra en sérfræðinga að beita þessari
aðferð, sem byggist á því, að stinga
„hár“mjórri nál í hárpokana. Veikur
rafstraumur, sem hleypt er á nálina,
drepur rótina. Stundum er ekki nóg að
gangast undir þessa meðferð einu sinni,
en eftir tvö eða þrjú skipti ætti að sjást
augljós árangur.
Þessi meðferð hefur svo gott sem
engan sársauka í för með sér, það rétt
finnst eins og títuprjónsstunga, þegar
hárfín nálin rýfurhárrótarpokann. Fyrir
kemur, að konur, sem hafa gengist undir
þessa meðferð, kenna henni um smáör,
sem þá eru minni en títuprjónshaus, en
það er st'ður en svo að allar konur komi
fram með þá kvörtun.
Aðalókosturinn við þessa aðferð til að
losna við hárvöxt, er sá, að ef um stórt
svæði er að ræða, tekur hún geysilangan
tíma og er eftir því kostnaðarsöm.
Klipping
Klipping er ekki góð aðferð til að losa
sig við óvelkomin hár, þá að læknar mæli
stundum með því, að klippt séu stök hár,
sem vaxa t.d. út úr vörtum, þar sem þær
geti verið varhugaverðar og allt fikt við
þær getur haft breytingu á vörtunni í för
með sér. Fáar konur eru svo lagnar við
klippinguna, að þeim takist að klippa
hárið alveg upp við skinn, því vill oftast
verða eftir heldur óglæsilegur broddur.
f þessum tilfellum hentar rafmagns-
eyðing alveg ágætlega, en þó er vissara
að hafa samráð við lækni fyrst.
húsráð
Bruna-
blettir á
borðinu?
■ Fyrír kemur, að logandi
sígarettur detta af öskubakkan-
um og brenna út á borðplötunni
í staðinn. Ef borðið er úr viði,
sem borin er olía á, þarf ekki
annað að gera en að fá sér fína
stálull og nudda með henni
blettinn af. Skal þá nudda þvert
á viðaræðarnar. Síðan er borin
olía á.
Notiö ekki stálull til að ná
blettum af eikarhúsgögnum, þau
geta orðið blá við meðferðina!
Rauðvms-
blettir
■ Hefur nokkur verið svo
óheppinn að setja um koll
rauðvínsglas, svo að vínið hefur
flætt um allt? Þá er um að gera
að hafa snör handtök og nudda
kartöflumjöli á blettinn, og verið
óspör á kartöflumjölið. Kartöflu-
mjölið drekkur í sig vætuna, og
síðan þarf ekki annað að gera en
draga „deigklumpinn“ af. Hafi
dúkur orðið fyrir óhappinu, þarf
ekki annaö að gera en að þvo
hann á eftir, en hafi víniö hellst
niður í gólfteppið, er nóg að
ryksuga. Það má allt eins vel gera
daginn eftir.
Hreinsun
á strau-
járninu
■ Ef straujárnið neitar að
verða hreint, þó að reynt sé að
þrífa það með heföbundnum
hætti, er reynandi að hella ediki
í rakan klút og nudda það með
því. Oftast nær er það gerviefni
eða stífelsi, sem hefur sest á
straujárniö og það lætur yfirleitt
undan við þessa meðferð.
Aumingja
eyrna-
snepl-
arnir
■ Hver man eftir eyrnasneplun-
um, - að þeir þurfi líka að fá
næringarkrem og sóláburð eins
og sjálft andlitið?
Nú skulurn við muna eftir því,
þegar fer að kólna, að vernda
eyrnasneplana með aldlitskremi
og nudda þá vel til að örva
blóðrásina. Og ef þú notar oft
eyrnalokka með klemmu, þá
ættir þú að taka eymalokkana úr
eyrunum, svona tvisvar yfir
daginn og nudda eyrnasneplana
vel smástund, áður en lokkarnir
em settir í aftur.