Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 12
12_____________
spurningaleikur
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982.
„LOKAÐUR INNI í SKÁP
ÞEGAR HANN VAR ÓÞÆGUR”
■ Það vildi svo til að spurningaleikur-
inn féll niður í síðustu viku; af
óviðráðanlegum .orsökum, náttúrlega.
En hér höldum við áfram þar sem frá
var horfið, og í framtíðinni verður
spumingaleikurinn á tveggja vikna
fresti, eins og jafnan hefur verið gert ráð
fyrir.
Þurfum við að renna yfir reglurnar?
Þær ættu að vera flestum kunnugar
núorðið en í stuttu máli má segja að
leikurinn byggist upp á því að í stað þess
að spyrja beint um eitthvert tiltekið
atriði, þá gefum við fimm vísbendingar.
Sá er vill spreyta sig má aðeins skoða
eina í einu, og geti hann upp á rétta
svarinu strax við fyrstu vísbendingu er
honum heimilt að veita sjálfum sér fimm
stig. Geti hann það ekki, er vísbending
númer tvö skoðuð, en fyrir hana fást
fjögur stig. Sú þriðja gefur þrjú stig,
fjórða tvö stig og sú fimmta og síðasta
aðeins eitt. Þannig er hægt að fá alls
fimmtíu stig, en látið ykkur ekki bregða
þó stigin reynist færri; við reynum að
hafa fyrstu vísbendingarnar nokkuð
þungar.
Lesendum til samanburðar og
skemmtunar höfum við þann sið að fá
tvo fjölfróða menn til að heyja einvígi
sín í milli, og heldur sá áfram keppni
sem fær fleiri stig. Síðast er keppnin var
í blaðinu sigraði Egill Helgason,
fyrrverandi blaðamaður, Odd Ólafsson,
ritstjómarfulltrúa, sem verið hafði
ósigrandi um nokkurt skeið. Úrslit í
keppni þeirra má sjá neðst á síðunni.
Svör eru á bls 29.
1. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending
Lag þetta samdi maður að nafni Dageyter... ...en textinn er eftir skógar- höggsmanninn Eugene Potti- er. Magnús Ásgeirsson þýddi hann á íslensku. Lagið var í eina tíð þjóðsöngur Sovétríkjanna - en ekki leng- ur. Það var sungið við útför 1 Þórbergs Þórðarsonar.
2. spurning Síðan 954 hefur ríki þessu verið stjómað af biskupnum í Urgel. Það er myndað af nokkrum fjalladölum. Ibúamir eru aðcins um tuttugu þúsund. Nafn ríkisins er jafnframt heiti á leikriti eftir Max Frisch. Þjóðtungan er katalónska.
3. spurning Nú könnum við tungumála- kunnáttu: í latínu cr til orðið „pistor" - hvað er það á íslensku? I spænsku er sama orð m.a. táknað með „panadero“. En Frakkar notast við „bou- langer". Þjóðverjar tala auðvitað um „Bácker“... ...en Englendingar segja bara „baker“.
4. spurning Árið 1897 fór fram í borg þessari síðara einvígi þeirra Laskers og Steinits um hcims- meistaratitilinn í skák. Borgin var á sínum tíma kölluð „Hin þriðja Róm“. Þar er fræg dómkirkja, reist úr tré. Nýlegur og víðfrægur reyfari eftir Martin Cruz Smith gerist að mestu í þessari borg. Miðvikudagar ku þar vera flciri en gerist og gengur.
5. spurning Hann orti: “Guðahöllu glík að sjá/ gróin mjöll á landi þvísa/ Eyjafjöllin ægihá/ yfir völlu gróna rísa.“ Einnig: “Ég hræddist mest af öllu illu/ útburðanna gól og vein. / I æsku þckkti ég ótalmarga,/ sem áttu skjól bak við kaldan stein.“ Og enn: „Nú baðar jörð í blóði/ og barist er af móði/ og þessu litla Ijóði/ mun lítil áhcyrn veitt...“ Og: „Eins og blóðjárnaðir hestar/ hverfa bláfextar hugs- anir mínar/ inn um bakdyr eilífðarinnar...“ Og loks: „Á Valhúsahæðinni/ er verið að krossfesta mann./ Og fólkð kaupir sér far/ með strætisvagninum/ tii þess að horfa á hann.“
6. spurning Ártal: Þetta ár fann Alfred Nóbel upp dýnamitið. Bandaríkin keyptu Alaska af Rússum fyrir 7.2 milljónir dala. Garibaldi hélt til Rómar. Jóhann Strauss samdi Dóná svo blá... ...og Kalli Marx gaf út fyrsta bindi Auðmagnsins.
7. spurning Þessi kvikmyndageröarmaöur var sonur strangs prests, sem lokaði hann inni í skáp þegar hann var óþægur. Fyrsta mynd hans hét enda Fangelsi... Hann kvikmyndaöi m.a. fræga uppfærslu af Töfraflautunni. Meðal annarra frægra mynda er Sjöunda innsiglið og Pers- ona. Hann hefur skotið mörgum leikurum upp á stjömuhimin- inn, nefna má Max Von Sydow, Bibi Anderson og Liv Ullmann.
8. spurning Gríska orðið yfir þetta hljóð- færi þýðir „málmgjöll“ eða eitthvað í þá áttina. Það þótti ómissandi í barokk- tónlist, en vinsældir þess minnkuðu síðan mjög... ...uns Wanda nokkur Land- owska hafði forgöngu um endurvakningu þess á 20. öld. Kurt Zier flutti fyrsta nútíma- hljóðfæríð af þessari gerð til íslands árið 1939... ...en Helga Ingólfsdóttir hefur á síðustu árum gert það frægt.
9. spurning Á stríðsárunum varð Islend- ingur þessi innlyksa í Svíþjóð, þar sem hann var við nám. 1950-51 var hann prófessor í Stokkhólmi, en kaus að snúa heim. Hann er kunnur fyrir vísur sínar, flestar af léttara taginu. Þann 8. janúar síðastliðinn varð hann sjötugur... Rauða skotthúfan hans er frægari en aðrar slíkar...
10. spurning 1 Bók þessi kom út árið 1939, nafn hennar er dregið af versi í Opinberunarbókinni. Árí síðar fékk leikstjórínn John Ford óskar fyrir kvik- mynd eftir henni. En höfundurínn fékk aftur á móti nóbel 1962. Henry Fonda varð frægur fyrir hlutverk sitt í myndinni. Víðkunna íslenska þýðingu bókarinnar gerði Stefán Bjar- man.
Svartaskóla tcflt
gegn berserknum
■ Eins og menn muna var það Egill
Helgason, fyrrum blaðamaður hér á
Helgar-Tímanum, sem bar sigurorð af
Oddi Ólafssyni í síðasta spurningarleik.
Það var Ijóst að maður sem hafði borið
sigurorð af Oddi mundi ekki auðunninn,
svo við ákváðum að efla seið gegn
honum og tefla fjölkynngi gegn bers-
erknum Agli. En þá var að frnna þann
sem mundi nógu fjölkunnugur og hann
fannst reyndar. Sá hafði numið ýmsar
listir við sjálfan Svartaskóla og hlaut því
að eiga í fómm sínum eitthvað kröftugt,
sem hrífa mundi. Svo reyndist einnig.
En að öllu gamni slepptu: Keppinautur
Egils í blaðinu í dag er Einar Már
Jónsson, kennari við Sorbonne háskóla
í París.
í fyrstu spumingu kom í ljós að báðir
:voru þeim vel heima í tónbókmenntun-
um og hvor hlaut 4 stig. Önnur
spuming: Hér svaraði Einar í fyrsta
skoti, en Egill í þriðja og hlýtur Einar 5
stig og Egill 3 stig. Þriðja spurning:
Báðir þekktu ráðninguna með franska
orðinu. Hvor fær þrjú stig. Fjórða
spurning: Já, hvaða borg skyldi þetta
vera. Einar fær 4 stig, en Egill 2 stig.
Fimmta spurning: Skáldið villir dálítið á
sér heimildir í byrjun. Einar hlýtur 3 stig
en Egill eitt stig. Sjötta spurning: Einar
ratar ekki á árið, en Egill hins vegar í
síðasta skoti. Einar ekkert stig, en Egill
eitt stig. Sjöunda spuming: Einarþekkti
pilt um leið og Egill líka. Vel gert. Báðir
fá fullt hús, - fimm stig. Áttunda
spurning: Einar þekkti hljóðfærið þegar
og hlýtur fimm stig, en Egill fær fjögur
stig. Níunda spurning: Egill þekkti
þennan góða mann strax, en Einar eftir
dálitla umhugsun. Egill 5 stig og Einar
4 stig. Tíunda spurning: Rétta ráðningin
kom hjá báðum við aðra vísbendingu.
Báðir fá fjögur stig.
Egill er þar með úr keppni með 32
stig, en Einar sem hlýtur 37 stig mun
reyna sig gegn nýjum andstæðingi eftir
hálfan mánuð. Árangur Egils er annars
góður, þótt ekki mætti hann sín gegn
kunnáttu Svartaskólamanna. Má segja
um Egil eins og suma fomkonunga:
Hann ríkti stutt en vel....
■ Egill Helgason, sagði skiiið við
Helgar-Tímann og nú við spurningaleik-
inn.
■ EinarMár Jónsson, eins og blýantur
Ingólfs Margeirssonar sá hann.