Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR.12. SEFTEMBER 1982. ■ Jiri Hajek, fyrrum utanríkisráðherra í stjórn Dubcek. Ekki á hann von á því að Tékkar iáti svo að sér keða í andstöðu gegn stjórvöldum sem Pólverjar á næstunni. væri ekkert saknæmt að finna á pólitískum skrám sem þá varðaði. Þetta fæst þó varla nema í undantekn- ingartilfellum. Prófessor Jiri Hajek, sem var utan- ríkisráðherra í stjórn Alexanders Dubcek, gerir sér engar gyllivonir: „Áhugi á stjórnmálum hefur dugað þjóðinni til þessa. Hajek telur að það sé nóg um fólk sem sér ágallana á kerfinu, en fáir hafist að. „Carta 77“ er eins og fótboltalið sem á sér marga áhangendur og aðdáendur, en aðdáend- urnir eru sjálfir ekki reiðubúnir til að slást með í kappleikinn. Landsmönnum hefur verið sýnt fram á að það borgar sig ekki að vinna gegn valdinu. Menn geta fremur komið til móts við eigin neysluþarfir, láti þeir hið opinbera óáreitt.“ En feitu árin eru nú liðin í Tékkóslóvakíu. Vegna rangrar efna- hagsstefnu, áætlana sem hafa brugðist og of lítillar fjárfestingar í fram- leiðslugreinum, iðnaði og landbúnaði, hefur framleiðslan mikið skroppið saman. Útflutningur til Vesturlanda fer æ minnkandi. Þjóðartekjur á mann, sem uxu um 5 til sex prósent fyrir 1970, uxu um 0.5 prósent árið 1981 og í ár munu þær ekki vaxa neitt. Þjóðin hefur fyrir löngu fengið að kenna á afleiðingum hinnar altæku efnahagskreppu í heiminum. í október hækkaði olía til húsahitunar og bensín um 30 prósent. í sl. febrúar hækkaði kjöt, tóbak og áfengi um 40 prósent. Lítilsháttar launahækkanir og umbætur á félagslegu sviði náðu engan veginn að koma til móts við þessa skerðingu. Þegar námumenn í kolahéraðinu við Ostrava, rétt hjá pólsku landamærun- um, fóru í verkfall vegna hinna miklu hækkana, skundaði Strougal forsætis- ráðherra þegar til og hækkaði laun þeirra frá 10 prósentum og upp í 18 prósent fyrir erfiðustu vinnuna. Annars staðar í landinu bar ekki á neinum óróa. Jiri Hajek telur því að ekki sé von á miklum mótmælaaðgerðum í bráð: „Lífskjörin hafa versnað hjá fólkinu," segir hann, en ástandið er þó hvergi nærri orðið eins bágborið og í Póllandi.“ Menn óttast ekki heldur að til þess komi að „pólska bakterían“ taki að grassera í atvinnulífinu. Þrír háttsettir embættismenn sögðu við blaðamann „STERN“ að í Tékkóslóvakíu hefði ekki borið á neinni tortryggni til flokksins eða stjórnar atvinnulífsins, eftir að „Samstaða“ var stofnuð í Danzig. Þeir sögðu að við framkvæmd sósíalismans í Póllandi hefðu orðið mikil mistök. j Tékkóslóvaktu gengi hins vegar allt eins og það ætti að gera : „Við höfum haft það að leiðarljósi að beina atvinnufyrirtækjunum þangað sem fólk- ið er fyrir. Við höfum alltaf reynt að sjá upp á hár hvað klukkan slær hverju sinni. Þar með hefur tekist að afstýra öllum vandræðum.“ En þessir embættismenn vita í rauninni betur. Meirihluti hinna 7.3ja milljóna verkafólks stendur iHs ekki einhuga að baki stjórnvöldun - , 'dur umgangast hverjir hina með afskipta- leysi og þögn. Sönnun þess má finna í orðum aðal hugmyndafræðings flokks- ins, Vasil Bilak, sem í apríl sl. sagði í flokksmálgagninu „Rude Pravo“ að skortur Tékka og Slóvaka á vinnulöngun væri alvarlegt mál. Rétt eins og í auðmagnslöndunum yrðu þeir sem vildu búa við betri kjör að leggja harðar að sér. Tékkneskur almenningur telur þessar ákúrur óréttmætar og finnst hart að sitja undir þessum skömmum fyrir leti. En hann ásakar ekki sig sjálfan, heldur Pólverja. Afstaðan gagnvart grannanum fyrir norðan byggist á gömlum væringum. Margir Tékkar og Slóvakar hafa ekki gleymt Pólverjum það að þeir hemámu hinn tékkneska hluta Slesíu í október 1938. Þessi skoðun fólks þykir stjórninni í Prag auðvitað ágæt. Prófessor Jiri Hajek býr nú að mestu einangraður í Prag. Hús hans og sími er stöðugt undir eftirliti öryggis- þjónustunnar. Þessi 69 ára gamli maður hefur ekki mátt fara úr landi í tíu ár og honum er einnig óheimilt að ferðast til kommúniskra nágrannalanda. En hinn fyrrverandi utanríkisráðherra lítur til hins ókomna: „Ég vona að einnig í þessu landi eigi sósíalisminn eftir að komast af fmmstæðasta stigi sínu. „Vorið í Prag“ tel ég sönnun þess að við emm þess megnugir." Þýtt úr Stem AM ■ Félagar í „Carta 77“ hittast til skrafs og ráðagerða í íbúð eins félaganna. Vegna ótta við að lögreglan liggi á hleri er talað í hálfum hijóðum. MIKLATORGI - SÍMI 22822 Haustlauka- pöntunarlisti Tulipanar Kr. 42.00pr. pk. Couleur Cardinal 6 í pk. Paul Richter 10 í pk. Kansas 10 í pk. KeesNelis 10 í pk. Orange Wonder 10 í pk. Preludium lOípk. PurpleStar lOípk. Queen og Night 10 í pk. Reforma lOípk. Fylltir: Carlton 6 í pk. Peach Blossom 6 í pk. Blandaöirlitir6ípk. ApeldoornlOípk. Golden Apeldoorn 10 í pk. Páfagaukatúlipanar bland 7 í pk. Princeps 7 í pk. Red Emperor 7 í pk. Yellow Empress 7 í pk. Zombie 7 í pk. Kaufmania tulipauar Oriental Beauty8ípk. Peacock8ípk. Red Riding Hood 8 í pk. Stresa 8 í pk. Shakespeare 8 í pk. Praesta ns Fusilier 5 í pk. . 52.00 pr. pk.: Carnegie 4 í pk. Jan Bos 4 í pk. Ostara 4 í pk. Pink Pearl 4 í pk. Yellow Hammer 4 í pk. Narcissur (páskalil jutegundir) 4 stk. í pk. Kr. 42,00 pr. pk.: Actea Carlton Cheerfullness February Gold Flower Record Golden Harvest Magnet Mount Hood Scarlet Elegance Texas Totus Albus Yellow Cheerfullness Crocus Kr. 42,00 pr. pk.: 15. stk. i pakka. Gulir, hvítir, bláir, blandaðir litir. Ýmsar tegundir Anemone Blanda, balkönsk Skógarsóley 15 ípk.kr. 40,00. Eranthis Hyemalis, Vorboöi 15 í pk. kr. 40,- Fritillaria Meleagris, Vepjulilja 15 í pk. kr. 72,00 Galanthus Nivalis, Vetrargosi 10 í pk. kr. 36,00 Iris Danfordiae, Tyrkjaíris lOípk.kr. 31,00 Iris Reticulata, Voríris lOípk. kr. 31,00 Muscari Armeniacum, Perlulilja blá 15ípk. kr. 31,00 Muscari Botr, Alba, Perlulilja hvít lOípk.kr. 31,00 Scilla Campanulata. RlákinVkulilja lOípk.kr. 40,00 Scilla Sibrica, Síberíulilja 12 í pk. kr. 31,00 Fritillaria Imp. Keisarakróna lípk. kr. 31.00 Allium, Laukur 4 í pk. kr. 20,00 Allium, Laukur 1 í pk. kr. 28,00 Cyclamen Europeum, Alpafjóla 2 í pk. kr. 30,00 Cyclamen Neapolitanum, Alpafjóla 2 í pk. kr. 30,00 Ixia, Sverðliljuætt 12 í pk. kr. 21,00 Eremurus, Kleopötrunál lípk.kr. 41,00 Ranunculus, Asíusóley lOípk. kr. 31,00 Leucojum, Snæklukka 'lOípk.kr. 33,00 Jólalaukar Hyjasintur, 9 litir. 14 kr. stk. Túlípanar, 4 tegundir. 5.50 kr. stk. I I I I I I I I I I I I I ■ ■ I !■ i i ■ i i Leiðbeiningabæklingar fyigja. Sendum um allt land. Opið 9—21, alla daga. SIMI 22822 Allir laukar í pökkum með mynd á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.