Tíminn - 12.09.1982, Side 25

Tíminn - 12.09.1982, Side 25
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. dagbók ýmislegt Aðalfundur SUNN: Óánægja með undir- búning Blönduvirkjunar ■ Aðalfundur Samtaka um náttúru- vemd á Norðurlandi, SUNN, var haldinn í Árgarði í Skagafirði laugar- daginn 21. og sunnudaginn 22. ágúst í fögru veðri við sæmilega aðsókn. í tengslum við fundinn var farið í skoðunarferð fram Austurdal, allt fram að Ábæ og var farið yfir jökulsána á kláfnum við Skatastaði. í ferðinni voru skoðuð ýmis athyglisverð náttúrufyrir- bæri, svo sem fágætar eða_ þroskamiklar plöntur, berglög og bergtegundir ásamt holum í berglögin eftir stóra trjáboli. Á laugardag var haldin kvöldvaka með skagfirsku efni, Björn Egilsson, Sveins- stöðum, sagði frá uppruna Sveins Pálssonar, læknis og náttúrufræðings, sem fæddur var á Steinsstöðum, og enn fremur sagði hann frá Örlygsstaðabar- daga, en hann var háður þama í nágrenninu þennan sama mánaðardag og vikudag fyrir 744 árum. Þá las Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka Ijóð eftir Hjörleif Jónsson. Hróðmar Jóns- son stjórnaði almennum söng og sagði ferðasögu af nokkrum skagfirskum hagyrðingum uppá Hofsafrétt. Þá var einnig lesin frásaga eftir Hallgrím Jónasson, kennara, og loks söng Jóhann Már Jóhannsson í Keflavtk nokkur lög við mikla hrifningu áheyrenda. í stjórn SUNN eru Árni Steinar Jóhannsson, Akureyri, Áslaug Krist- jánsdóttir Hrísey, Bjami Guðleifsson, Möðruvöllum, Guðmundur Gunnars- son, Akureyri, og Jón Fornason, Haga. Á fundinum var mikið fjallað um Blönduvirkjun og fyrirhugaða virkjun Héraðsvatna. Kom fram almenn óá- nægja með það hvernig unnið hefur verið að undirbúningi Blönduvirkjunar og einnig kom fram ótti við að svipuð vinnubrögð yrðu enn viðhöfð við undir- búning virkjana á vatnasviði Héraðs- vatna. Flestir eða allir fundarmanna töldu að virkjun Blöndu eftir tilhögun 1 með stíflu við Reftjamarbungu væri mikið áfall fyrir náttúruvemd, vegna þess að Blöndu hefði mátt virkja á annan veg til verndar gróðurlendi. Hins vegar var lögð á það áhersla að reynt yrði eftir megni að draga úr landspjöllum ef haldið verður áfram við þessa óheppi- legu virkjunartilhögun. íslendingar á ferð um Mið-Asíu-lýðveldi Sovétríkjanna ■ í ágústmánuði ferðuðust 52 ís- lendingar í tæpar 3 vikur um Sovétríkin á vegum MÍR, Menningartengsla ts- lands og Ráðstjómarríkjanna, og heim- sóttu þá m.a. nokkur af sovétlýðveld- unum í Mið-Asíu. Var þetta fyrsti ferðamannahópurinn af íslandi, sem kom á þessar slóðir. MÍR-hópurinn kom til Moskvu 3. ágúst, en síðast lá leiðin til Leningrad, Sotsí við Svartahaf, Tasjkent í Úzbek- istan, Dúshanbe í Tadsjikistan, Alma- Ata í Kazakhstan og Frúnze í Kirgisíu. Stutt viðdvöl var í hverri borg nema Sotsí, þar sem menn nutu sólar og sjávar á baðströndinni í nokkra daga. Margvís- legar skoðunarferðir vom farnar á öllum stöðunum, sem heimsóttir voru, m.a. skoðað teræktarbú í Dagomýs-dölum í nágrenni Sotsí, en þar em nyrstu teekrur í heimi. í Tadsjikistan skoðaði hópurinn m.a. Núrek, víðfrægt raforkuver og hæstu vatnsstíflur í heimi; f Alma-Ata var þekkt útivistarsvæði og skautaleik- vangur, Medeó, heimsótt o.s.frv. Ferðaskrifstofumar Intourist í Moskvu og Alt-rejser í Kaupmannahöfn sáu um skipulagningu ferðarinnar fyrir MÍR, en sovéska vináttufélagasamband- ið og vináttufélögin á þeim stöðum sem heimsóttir voru veittu einnig margvís- lega fyrirgreiðslu. Þannig lagði vináttu- félagasambandið til tvo íslensku mæl- andi túlka, er voru með hópnum nær alla ferðina, þá Sergei Halipov og Valdimír Jakúp. Sergei Halipov er dósent við háskólann í Leningrad, kennir einkum sænsku og er mikið málaséní, talar um 25 tungumál. Hann hefur haft fá tækifæri til að nota íslenskukunnáttu sína á undanförnum áram og var þessi samvera með íslendingunum honum því góð þjálfun í íslenskunni. Hann hefur aldrei til íslands komið. Vladimír Jakúp, prófessor við Moskvuháskóla, er mörgum íslend- ingum að góðu kunnur, enda hefur hann dvalist á íslandi nokkram sinnum. Hann hefur flutt ótal fyrirlestra og sjónvarps- þætti í Sovétríkjunum um ísland og þýtt allmargar íslenskar bækur á rússnesku. Nú síðast komu út í ágústbyrjun í þýðingu hans tvær bækur eftir Ármann Kr. Einarsson, „Niður um strompinn" og „Landganga í Surtsey". Upplag bókanna um 100 þúsund eintök. Vladi- mír Jakúp hefur unnið á undanfömum misseram að samningu kennslubókar í íslensku fyrir rússneskumælandi nem- endur. Býst hann við að bókin verði fullsamin og gefin út eftir 2 til 3 ár. Hópferð MÍR-félaganna til Sovétríkj- anna í ágúst, hin fyrsta sem félagið stendur fyrir, var m.a. farin til að minnast 60 ára afmælis SSSR, Sambands sósíaliskra Sovétríkja, á þessu ári. Þótti ferðin takast vel og er líklegt að framhald verði á þessum nýja þætti í félagsstarfi MÍR. VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.