Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982.
5
sagði Hitler, sem var tíður gestur í Bayreuth
,Sá sem ekki þekkir Wagner mun aldrei skilja þýska þjóðarsál.
dugði ekki lengur að fara í launkofa með
hversu var komið. Þau settust að í
stórhýsi við Vierwaldstáttervatnið og
naut Wagner eftir sem áður ríflegs
stuðnings frá Lúðvík II, sem heitið hafði
að styðja hann sem mest hann mætti
meðan báðir lifðu. Wagner kom í stutta
heimsókn til Munchen á afmælisdegi
sínum þann 22. maí 1866 og olli það
mesta fjaðrafoki, svo illa var hann liðinn
af almenningi í borginni. Sætti hann
stöðugri gagnrýni og konungur jafn-
framt fyrir samband sitt við hann og tók
Lúðvík II sér þetta svo nærri að hann
vildi leggja niður völd, en hvarf þó frá
því að ráði Wagners og fleiri vina sinna.
Er Wagner kom aftur til Sviss kom
Liszt í heimsókn í þeim tilgangi að fá
hann til að láta Cosimu aftur í hendur
eiginmanns síns, en ekkert varð úr því
að hann bæri upp þá ósk. Wagner sýndi
honum þess í stað tónlistina við
„Meistarasöngvarana" og gamli maður-
inn bráðnaði: „Almennt siðgæði nær
aðeins til meðalmanna,“ sagði hann“.
Wagner þarf ekki að skipta sér af slíkum
smámunum, því hann er að skapa
meistaraverk og reisa heil fjöll úr
demöntum.“
■ Sonur Wagners, Siegfrid, varð aldrei afburðamaður, þótt báðir foreldrar hans
. væru svo stórrar gerðar sem raun var á. Hann var ofur tilfinninganæmur og heldur
heilsutæpur.
sveitaræfingarnar byrjuðu var von Bu-
low mjög taugastrekktur og úrillur og
kastaðist í kekki með honum og
einsöngvurunum. Áheyrendur kallaði
hann svínahjörð og þau ummæli komust
í blöðin og ollu fjaðrafoki. En það var
ekki nema von að vesalings Bulow væri
geðvondur þennan dag, því heima lá
Cosima á sæng og hafði eignast dóttur,
- sem Wagner var faðir að! Hún hlaut
nafnið Isolde.
„Tristan og Isolde“ var frumsýnt 10.
júní 1865 og sýningin var framúrskar-
andi góð og viðtökurnar dýrðlegar.
Wagner sat í konungsstúkunni og tók
við hyllingu áheyrenda þaðan. Lúðvík
konungur var viðutan af hrifningu. En
ekki voru þó allir jafn heillaðir.
Þurftafrekur snillingur
Þótt sumir gagnrýnendur ættu varla
orð til þess að lýsa hvílíkt snilldarverk
þetta væri, fundust þó aðrir gagnrýendur
sem þótti verkið hinn mesti óskapnaður
og það voru í þeim hópi mjög áhrifaríkir
menn.
En fleira var það sem skapaði andúð
gegn Wagner en þessar neikvæðu
umsagnir margra. Hann var hataður
fyrir þá hylli sem hann hafði komist í
hjá konungi og hann fékk nafnlaust bréf
með níði og hótunum, þar sem honum
var lýst sem hinum illa anda hins unga
manns. Loks komst pólitíkin í spilið.
Nokkur óánægja var með fjármála-
stjórnina í Bayern um þessar mundir en
fjármálaráðherrann kom því svo fyrir að
meginþunga óánægju almennings var
beint að Wagner, sem þá hafði nýlega
fengið stórfé, 40 þúsund gyllini, úr
sjóðum konungsins. Dagblöðin réðust
eins og grimmir hundar að Wagner,
rifjuð var upp þátttaka hans í uppreisn-
inni í Dresden og fullyrt að hann vildi
stjórnarskrá Bayara feiga og kynni að
kollvarpa ríkinu!
Borin voru upp bænaskjöl héðan og
þaðan um að Wagner yrði gerður
brottrækur frá Munchen og þar kom að
ráðherrar konungs gengu á hans fund
með ósk þessa efnis. Þótt honum væri
afar óljúft að skilja við þennan elskaða
snilling sinn, lét Lúðvík II nú undan
þessum kröfum og bað Wagner að flytja.
í desember 1865 tók hann saman föggur
sínar og flutti, - til Sviss.
Yndisleg eiginkona
Wagner tók ódeigur til við tónsmíð-
arnar, þegar til Sviss kom og hélt nú
áfram vinnu að „Meistarasöngvurun-
um“ og hóf að halda áfram með
„Niflungahringinn," sem nú hafði lengi
legið í salti. Það var þriðji hluti hans
„Siegfried" sem næstur var á dagskrá.
Skömmu eftir áramótin 1866 bárust
honum þær fréttir frá Dresden að Minna
kona hans væri önduð. Um hana má
segja að hún hefi fengið að deila með
honum erfiðasta hluta ævi hans en
minna notið af hinum blíðari kjörum
velgengninnar, loks þegar hún kom.
Þegar hann kom aftur til Sviss eftir
Parísarförina kom Cosima til hans og nú
Það varð hlutskipti hins niðurlægða
Hans von Búlow að stjórna frumflutn-
ingi „Meistarasöngvaranna" í Múnchen
þann 2. júní 1868. Langt mál mætti rita
um lofdýrðina sem sumir gagnrýnendur
hlóðu á verkið og gagnrýni andstæðing-
anna, en þessir rammandstæðu pólar
sköpuðust í hvert sinn sem Wagner kom
fram með nýtt verk. En nú bættist það
við að stórskandallinn, - samband þeirra
Cosimu og tónskáldsins var á allra
vörum og blöðin veltu sér upp úr þessu.
Siegfried Wagner dubbaour upp i gervi nafna síns í óperu föðurins.
og flytja verk hans! Var að furða þótt
betri borgurum á siðvandri öld blöskr-
aði?
Sumarið 1869 dvaldi merkur maður í
heimsókn hjá Wagner á heimili hans, en
hann var þá við heimspekinám í Basel.
Sá hét Friedrich Nietsche. Hann var
heillaður af Wagner sem hann taldi
sönnun þess að enn ætti heimurinn menn
á borð við Schopenhauer, Goethe og
Aiskylos. Nietsche skrifaði hyllingarrit
um Wagner og heimsskoðun hans, enda
var hann honum ekki minna en sönnun
þess að menningin ætti sér enn framtíð,
en um það hafði hann verið farinn að
efast. Síðar sneri Nietsche svo við
blaðinu og ritaði ádeilurit gegn þessu
gamla goði sínu, „Der Fall Wagner."
Þar féllu mörg biturorð um meistarann.
Stöðugt sveiflaðist álit manna á Wagner
milli dýrkunar og andúðar. Millivegur
virtist ekki til.
Bayreuth
meðan Winifred Wagner, ekkja Siegfried, réði þar húsum. Hann gerðist nokkurs konar „frændi“ fjölskyldunnar
og kallaði sig „Wolf“ (Ulf), þegar hann kom
og Wolfgang.
heimsókn. Hér er „frændinn“ ásamt sonarsonum Wagners, Wieland
Það var ekki hægt að segja annað en
Wagner þætti orðinn athyglisverður
maður! Vart hefur annar maður verið
meira hataður og dáður í Þýskalandi um
hans daga.
Wagner flýtti sér aftur til Sviss, til þess
að forðast hið blendna andrúmsloft í
Múnchen og þar bjuggu þau Cosima til
1872. Líklega hafa þau ár verið hin
hamingjuríkustuí lífi Wagners. í febrúar
1867 hafði Cosima fætt honum aðra
dóttur og var hún nefnd Eva eftir
kvenhetjunni í Meistarasöngvurunum.
f júní 1869 fæddist Wagner svo sonur,
sem skírður var Richard Siegfried. Þar
með hafði hann eignast þrjú börn með
konu góðvinar síns, sem meðan þessu
fór fram lagði sig í framkróka að túlka
■ Hatur margra manna á Wagner í
Munchen og víðar í Bayem var mikið,
vegna valds hans yfir hinum unga
konungi. Hér sést tónskáldið í samtíma
skopmyndablaði. Hefur hann iagt dreka
gagnrýnenda að velli („Kritik“ stendur
á nefi drekans) og við hlið hans krýpur
einn þekktasti andstæðingur hans,
gagnrýnandinn Paul Lindau. í peninga-
sekkjunum era útgjöld Bayara vegna
uppsetninga á óperam hans. Á hliðinu,
þar sem má þekkja andlit þeirra Liszt
og Cosimu, stendur skrifað: „Gyðingum
bannaður aðgangur.“
Árið 1869 ákvað Lúðvík konungur II
að flyja inngangsþátt „Niflungahrings-
ins“, „Rínargullið" í óperunni í Mún-
chen og ætla mætti að Wagner hefði
orðið glaður við. En það var nú eitthvað
annað. Wagner hafði lengi dreymt um
að reisa sérstakt óperuhús fyrir verk sín
og þá einkum „Niflungahringinn,“ og
ákvörðun konungs kom hoinum óþægi-
lega á óvart. Hljómsveitarstjóri einn að
nafni Wúllner var fenginn til að stjórna
sýningunni og að þessu sinni var
konungur ósveigjanlegur þegar Wagner
og vinir hans báðu hann að hætta við.
Wagner krafðist þess að Wúllner segði
konungi að hann væri ófær um að ráðast
í þetta verkefni og sendi honum ógurlegt
skammabréf:
„Burtu með klærnar frá partítúrnum
Meðan ein-
hverjir pening
ar voru til,
skreytti hann
húsakynni sín
með pelli og
purpura og hélt
sig eins og
konungur