Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. 18 kvikmyndasjá ■ Það er árið 2020. I Los Angeles. Síðustu áratugina hefur læknavísindunum fleygt svo fram, að vísindamenn hafa ekki aðeins lært að skipta um líffæri í mönnum að vild, heldur einnig tekist að búa til gervimenn sem líkjast í öllu venjulegum mönn- um nema hvað þeir geta aðeins lifað í fáein ár. Gervimennirnir eru vinnudýr í stöðvum jarðar- búa á öðrum plánetum. Þeim er bannað að koma til jarðarinnar. En sumir þeirra hafa engu að síður komist til Los Angeles. Stjómvöld eru með sérstaka' menn á sínum snæram til að elta þá flóttamenn uppi og eyða þeim fyrir borgun. Sá eltingarleikur er crfiður vegna þess að gervimenn- irnir líta út eins og venjulegir menn. Og þeir vilja ekki deyja. Þannig er sögusviö nýjustu kvik- myndar Ridley Scotts. Sú nefnist „Blade Runner en þaö stafsheiti ber gervimannaveiðarinn í myndinni, leik- inn af Harrison Ford, sem flestum mun kunnur fyrir kvikmyndahlutverk eins og Han Solo og Indiana Jones. „Blade Runner", sem sýnd var á kvikmynda- hátíöinni í Edinborg fyrir fáeinum dögum, á vafalaust eftir að vekja mikla athygli og sennilega ekki minni aðsókn en fyrri framtíðarkvikmynd Scotts, „Alien“. Verður nú nokkuð sagt frá þessari kvikmynd og skáldsögu þeirri, sem hún cr byggð á, en annars staðar í Kvikmyndasjánni eru birtir kaflar úr viðtali við leikstjórann. Byggð á vísindaskáldsögu Philip K. Dick hét maður. Hann andaðist í mars á þessu ári, þá nokkuð á sextugsaldri, og eins og sumir aðrir virðist hann ætla að öðlast mesta frægð eftir dauðann. Dick skrifaði vísindaskáldsögur, sem svo eru nefndar; þ.e. skáldsögur, sem gerast í framtíðinni. Vart er þó hægt að hugsa sér ólíkari verk en ævintýrin um Superman og Stjörnu- stríð annars vegar og vísinda- skáldsögur Dicks hins vegar. Þar er lýst gjörólíkum heimum. ■ Gervimannaveiðarinn Rick Deckard í leit að flóttamönnunum í Los Angeles framtíðarinnar. Á gervimannaveiðum Fyrsta smásaga Dicks kom út árið 1952. Síðan hafa birst eftir hann um það bil fjörutíu bindi af skáldsögum og smásagnasöfnum. Ekki voru þessi ritstörf hans þó mikill gróðavegur í lifanda lífi. Sem dæmi má nefna, að fyrir þá sögu, sem hann taldi sjálfur sína bestu - „A Scanner Darkly" frá árinu 1977 - fékk hann aðeins nokkur þúsund krónur í fyrirframgreiðslu. „Blade Runner" - og tvær aðrar kvikmyndir, sem nú eru í bígerð eftir sögum Dicks - munu vafalaust gera skáldsögur Dicks vinsælar víða um lönd næstu árin, þótt það komi höfundinum lítt til góða úr þessu. Bækur Dicks lýsa framtíðarveröld, sem er drungaleg, illvíg og óaðlað- andi, og þar sem meiriháttar hörmung- ar virðast á næsta leiti. Söguhetjur hans eru oft ruglaðar í ríminu og í óvissu um stöðu sína og tilgang; finnst oft að þær séu aðeins óverulegt hjól í stórri, yfirþyrmandi þjóðfélagsvél. Dick fjallar í raun og veru um venjulegt fólk, sem er að reyna að bjarga sér í fjandsamlegu umhverfi, þar sem einstaklingurinn er lítils virði. „ÞETTA ER HEIMUR PHILIP MARLOWE...” — kaflar úr viðtali við Ridley Scott, leikstjóra Blade Runner ■ „Við breyttum aðalpersónunni, Rick Deckard, dálítið frá sögu Dicks. Þar er hann hálfgert úrþvætti, vinnur á cigin vegum og fær sérstaka greiðslu fyrir livert verk. En í kvikniyndinni er hann hluti stjómkerf- isins. Okkur fannst rétt að láta það konia smátt og smátt í Ijós, að Deckard er mjög fær manndrápari, scin reyndar gæti verið kominn úr Kafka. Mörg atriði söguþráðarins eru rcyndar, á dálítið sérstæðan hátt, af Kufka-tag- inu“. Þetta segir Ridley Scott, breski kvikmyndaleikstjórinn, um nýjustu kvikmynd sína, Blade Runner. Scott er fertugur að aldri og hefur á sex árum gert þrjár ieiknar kvikmyndir, sem hafa allar vakið verulega athygli. Atburðirnir í myndinni Blade Runn- er eiga að gerast eftir tæp fjörutfu ár, eða árið 2020. „Ég vildi gera myndina nútíma- lega“, scgir Scott. „Eg vil að áhorf- endum fmnist að myndin gæti gerst árið 1982. Og þessu náði ég ekki með þvf að gera hana að sögu um eltingarleik í nútímanum heldur með því að hvcrfa aftur í tímann um fjörutíu ár. Blade Runner ber því yfirbragð þrilleranna frá fimmta ára- tugnum - mikið af skuggum og samtölum í Raymond Chandler-stíl, en söguþráðurinn og sviðsmyndin tilhcyrir 21. öldinni. Og ég vona að fagurfræðilega séð mætist þessi tvö tímabil í núinu“. Scott var spurður um pönkútlit fjölmargra persóna í myndinni. „Það erekki að ástæðulausu. Margir sérhópar hafa þróast í þjóðfélaginu undanfarin ár og pönkið er merki eins slíks hóps, se'm upphaflega varð vafalaust til ( mótmælaskyni. Það sem gæti gerst á næstu fjörutíu árum er að ýmis einkenni þessara sérhópa gætu orðið almenn og varanleg. Við notuðum ntikið af raunveru- legum pönkurum í fjöldaatriðunum í Bladc Runncr. Það eru mörg slík atriði og því sparnaður og hagræði í því að hafa fjölda statista; 200 pönkara, 100 Kínverja og 100 Mcxik- ana. Og það var þá tiltölulega auðvelt þegar 200 pönkarar mættu á morgnana að draga svolítið úr öfgunum í klæðaburði og útliti, því sumir þeirra litu út eins og páfuglar, sem ég hafði cngan áhuga á. En mcð því að draga aðeins úr öfgunum fengum við meginatriðin í pönktískunni; sérkcnni- lega hárgreiðslu og skrítið andlitsfall vegna þess að augnabrúnirnar eða hárið er rakað. Og þegar þeim brcgður fyrir á götunni eru áhrifin mjög góð - ekki pönkarar í fullum skrúða heldur aðeins skrítið fólk á götunni“. -1 Alien segir frá sex niönnum sem eiga í átökum við ófreskju. En hér er sagt frú cinum manni sem er að bcrjast við sex vélmenni. Er Blade Runner kannski náskyld fyrri myndinni? „Nei, alls ckki. í raun og veru cr þetta fjörutíu ára gömul rnynd sem gerist eftir 40 ár. Við lýsum hér heimi Philip Marlowe... Annars var verkefnið langt komið þegar ég tengdist því. Michael Deeley og Hampton Fanchcr höfðu unnið að Blade Runner í um það bil ár áður en ée kom inn í myndina.“ - Harrison Ford er supcrstjama ævintýramyndanna um þessar mundir. Vildir þú fá endurvarp frá Han Solo og Indiana Jones? „Nei, hann er allt önnur persóna í Blade Runner. Þcgar ég ræddi fyrst við Harrison um hlutverkið hafði ég ekki séð Ránið á týndu örkinni. Ég sagði við hann; „ég er með frábæra hugmynd; við ætlum að búa til Marlowe-týpu, Bogart og allt það“. Og hann svaraði: „Ég er nýbúinn að því. Ómögulegt.“ Ég sagði: „Andskot- inn“, en bætti svo við: „Það sem ég hef í huga er þessi gerð af órökuðum manni..." Hann svaraði: „Kemur ekki til mála. Ég er nýbúinn að leika slíka persónu". Og þá snérum við blaðinu gjörsamlega við og fórum út í að raka af honurn hárið, sem var frekar ógnvekjandi fyrir hann“. - Var mikið af landslaginu og bJ'ggingum ' borginni búið til með ■ Ridlcy Scott (t.h.) ræðlr við Harrison Ford, sem leikur Rick Deckard, fyrii upptöku á atritl í myndinni Blade Runner.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.