Tíminn - 17.09.1982, Page 1

Tíminn - 17.09.1982, Page 1
„Helgarpakkinn” er 12 síður í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 17. september 1982 211-tbl. - 66. árgangur. Ríkisstjórnin samþykkti tillögur sjávarútvegsrádherra: LÆKKAR MEÐALTAP ÚTGERÐAR- INNAR IIM MEIRA EN HELMING ■ Viðræðunefnd LÍÚ með Kristján Ragnarsson í broddi fylkingar kemur til fundar við s.jávarútvegsráðherra.Tímamynd Ella Olíuverd lækkar um 20% frá 1. september - 100 milljónir í lækkun vaxta - vanskila- og skammtíma- lánum breytt í lán til lengri tíma - f jármagnskostnaður nýrra skipa skoðaður sérstaklega - samráð við hagsmunaaðila um aðgerðir á næsta ári ■ - Ef útgerðarmenn hafna þessum tillögum ríkis- stjórnarinnar þá harma ég það mjög, því að þá hafna þeir því jafnframt að sameiginlega verði reynt að þoka málefnum útgerðarinnar á réttan grundvöll, sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, eftir að hann hafði kynnt viðræðunefnd LÍÚ tillögur ríkisstjórnarinnar til lausnar vanda útgerðarinnar. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að olía til fiskiskipa verði lækkuð um 20% frá og með J. september. 100 milljónum króna af tekjuafgangi Fisk- veiðasjóðs frá sl. ári verði varið til lækkunar vaxta næsta árið, frá og með 1. október nk. Pá verði útgerðinni gert kleift að breyta talsverðum hluta vanskila- og skammtímalána í lán til lengri tíma, þannig að fjármagnskostn- aður meðalfyrirtækja verði viðráðanleg- ur. Tíminn fram til áramóta verði svo notaður til að fjalla um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda á næsta ári, í samráði við hagsmunaaðila. Tap útgerðarinnar nú samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar er metið 11.3%, miðað við að ekki verði aflabrestur og ætti þessi tala að geta orðið - 4.5% eftir aðgerðirnar. Verði hins vegar aflabrestur er tap útgerðar- innar nú metið 14.6% á ársgrundvelli, en eftir aðgerðirnar - 7.6%. Stjórn og trúnaðarráð LÍÚ kemur saman til fundar kl. 16 í dag og þá kemur í Ijós hvort tillögurnar verða samþykktar eða ekki og hvort fiskveiði- flotinn stöðvast algjörlega eða ekki. - ESE Sjá nánar bls. 3 Miðaldra menn hættulegir unglings- stúlkum á Hallæris- planinu: ■ „Pað eru margir sem vita af því að karlmenn reyna að misnota unglings- stúlkur sem eru vegalausar niðri á Hallærisplani, eftir að strætisvagnar eru hættir að ganga. Þeir bjóða stúlkunum upp í bíla sína og reyna að nauðga þeim, en ég veit ekki hversu mikið hefur verið um nauðganir," sagði Edda Ólafsdóttir, hjá Útideild Félagsmálastofnunar í viðtali við Tímann, en í gærmorgun BJOÐA STULKUM FAR OG REYNA AÐ NAUÐGA ÞEIM” Alvarlegt ástand, sem rætt var í félagsmálaráði borgarinnar í gær mætti Edda á fundi félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, sem þá fjallaði um „málefni unglingsstúlkna á Hallæris- plani“ í annað sinn. Af viðtölum Tímans við Eddu Ólafsdóttur, svo og Guðrúnu Jónsdótt- ur, borgarfulltrúa, sem tók málið upp í félagsmálaráði, og Gerði Steinþórsdótt- ur, borgarfulltrúa, sem einnig situr í félagsmálaráði, má ráða, að hér er um mjög alvarlegt og viðurstyggilegt athæfi karlmanna að ræða, sem misnota unglingsstúlkur, misþyrma þeim og nauðga, og svo virðist sem þetta athæfi sé síður en svo sjaldgæft. í viðtölunum við ofangreinda aðila kom fram, að erfitt er um vik að sanna nokkuð í þessu efni, því málið er mjög viðkvæmt - stúlkurnar sem lenda í þessari ömurlegu lífsreynslu vilja sem minnst um hana ségja; - þær skammast sín, finnst þær hafa verið niðurlægðar, hafa ef til vill verið á Hallærisplaninu án þess að foreldrar þeirra hafi haft vitneskju um það og jafnvel bragðað áfengi. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum, að því er viðmælendur Tímans töldu, að stúlkurn- ar kjósa að ræða þetta ekki við foreldra sína eða lögreglu, heldur einungis nánustu vini. Rannsóknarlögreglan hefur ekki haft neinar spumir af því að orðrómur um ofangreint athæfi karlanna gengi fjöllun- um hærra hér í Reykjavík og að því er Arnar Guðmundsson hjá RLR sagði þá hafa RLR engar kærur borist vegna þessa. Sjá nánar bls. 5.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.