Tíminn - 17.09.1982, Qupperneq 8

Tíminn - 17.09.1982, Qupperneq 8
FÖ8WÖAGUH 17. »En«MBEll »82 ■ Tyrkneskir innflytjendur fylkja liði á götu í Vestur-Berlín. Á borðanum stendur: Stoltur er sá sem kallar sig Tyrkja. Þjóðverjar vilja losna við innflytjendurna — en hverjir eiga þá að vinna skítverkin? ■ Skoðanakannanir í Vestur-Þýska - landi sýna að það er enginn þáttur í þjóðlífinu sem Þjóðverjar eru eins sammála um og sá, að það séu of margir útlendingar í landinu. 82 af hundraði þeirra sem spurðir voru nýlega um þetta atriði töldu að útlendingarnir séu of margir. Skoðun þessi er almenn meðal ungra og gamalla. Engin stétt eða landshluti sker sig úr, og pólitískar skoðanir manna breyta engu um afstöðuna til útlendinganna. Málefni innflytjendanna hafa verið feimnismál stjórnmálamanna sem eru hræddir við að vera borið á brýn kynþáttahatur og þjóðernisrembingur ef þeir taka afstöðu. Helmut Schmidt kanslari hefur samt viðurkennt opinber- Iega að það hafi verið mistök að flytja allt þetta fólk til landsins. Sífelit ber meira og meira á andúð Þjóðverja á útlendingunum. Samtök eru stofnuð sem hafa það að markmiði að reka þá úr landi. Slagorð sem vitna um kynþátta- og útlendingaandúð eru máluð á veggi og í öllum borgum landsins hefur komið til átaka milli innfæddra og aðfluttra. Erlendir verkamenn og fjölskyldur þeirra verða fyrir aðkasti á almannafæri og verða að þola andúð og hryssingslegt viðmót heimamanna. í Vestur-Þýskalandi eru nú um tvær milljónir atvinnulausra Sumir vilja kenna aðkomufólkinu um, en meðal innfluttra er atvinnuleysið mun meira en Þjóðverja, sem ganga fyrir störfum. Þar að auki eru erfiðustu og sóðalegustu störfin í landinu unnin af innflytjendum. Það er talið vafamál hvort hægt verður að fá Þjóðverja til að vinna þau störf. Yngra fólkið hefur ekki vanist þeim og þykir sjálfsagt að einhverjir aðrir vinni skítverkin. Á sjöunda áratugnum hvöttu stjórn- völd í Þýskalandi útlendinga til að koma til landsins og starfa. Þá vantaði vinnuafl. Erlendir verkamenn komu í holskeflum inn í landið, fyrst frá löndum Efnahagsbandalagsins, síðan frá Grik- klandi, Spáni, Portúgal, síðar frá Júgóslavíu og að lokum frá Tyrklandi. Vestur-Þjóðverjar vinna minna en þegnar nokkurs annars iðnríkis. Þeir hafa styttri vinnutíma, lengri sumarfrí og fleiri sjúkradaga og eru háðari crlendu vinnuafli en nokkur önnur þjóð. í mörgum starfsgreinum eru meira en 50 af hundraði vinnuaflsins útlendingar. Ef þeir færu allir í einu yrði fjöldi fyrirtækja að hætta starfsemi og loka. Árið.1973 sáu menn hvert stefndi og þá átti að heita að lokað væri fyrir innflytjendastrauminn. En það var hægara sagt en gert. í dag eru 4.7 milljónir útlendinga í Þýskalandi, eða um 7.5% af íbúum landsins. Heimamönnum þykir mjög að sér þrengt og það veldur andúðinni. í Vestur-Þýskalandi eru það aðallega Tyrkir sem eru þaulsætnir. 1.6 milljón Tyrkja er nú búsett þar, þar af um hálf milljón undir 16 ára aldri. Þegar þýska efnahagsundrið og hinn öri hagvöxtur fór að dala um miðjan áttunda áratuginn fóru erlendu verkamennirnir að tfnast heim með Mercedesbíla sína, mörkin sem þeir höfðu sparað saman og myndavélarnar. Á árunum 1974-77 hvarf um hálf milljón útlendinga frá Vestur-Þýskalandi. Á þessum tíma fækkaði fólki af öllum þjóðernum, sem unnið hafði í landinu nema Tyrkjum. Þeim fjölgaði. Og Tyrkjunum heldur áfram að fjölga í Vestur-Þýskalandi og yfirvöld kunna engin ráð til að stemma stigu við innflytjendunum. Fullhlaðnar leiguflug- vélar fljúga frá Tyrklandi til Austur- Berlínar og Tyrkirnir ganga óhindrað gegnum hlið Berlínarmúrsins inn í Vestur-Berlín. Þar hverfa þeir inn í íbúðarhverfi landa sinna. Þaðan komast þeir auðveldlega til Vestur-Þýskalands og reyna að fá sér atvinnu. ( Þýskalandi er rekin umfangsmikil ólögleg atvinnu- starfsemi. Þeir atvinnurekendur sem notfæra sér ástandið greiða farandverka- mönnunum, en svo eru ólöglegir innflytjendur kallaðir, ekki eftir umsömdum kauptöxtum verkalýðsfélag- anna og losna einnig við að greiða launatengd gjöld. Hér er oftast um íhlaupavinnu að ræða og erfitt er að uppræta þennan ósið. Tyrkirnir á vinnumarkaði eru svo margir að illt er að koma við opinberu eftirliti með hverjum og einum. Aðrir verkamenn sem vita ofurvel hvernig í pottinn er búið segja ekki til félaga sinna, því þá verða þeir reknir úr landi og eiga ekki að öðru að hverfa en algjöru atvinnuleysi í Tyrklandi. Atvinnurekendur sjá sér hag í að greiða lægri laun svo að erfitt er um vik að koma í veg fyrir þetta siðleysi. Á síðasta ári fjölgaði Tyrkjum í Vestur-Þýskalandi um 6 af hundraði. Þá komu 84 þúsund þeirra til landsins. f ár er álitið að innflytjendurnir verði álíka margir. Það er erfitt að koma reglu á þetta ástand. Heilar stórfjölskyldur Tyrkja sem búa í Þýskalandi eru ólæsar, jafnt á þýsku sem tyrknesku. Þeim gengur illa að samlagast Þjóðverjum. Og börnin sem alast upp í þessu umhverfi samlagast nánast engu í umhverfinu, hvorki foreldrum sínum né því framandi þjóðfélagi sem þau búa í. Á heimilum þeirra er töluð tyrkneska. Þau eru send í þýska skóla á morgnana og síðdegis sækja þau islamska skóla. Mikið af þeirri kennslu sem þar fer fram er ekki til þess fallið að börnin geti samlagast kristnu þjóðfélagi. Úr öllu þessu verður ekki annað en þvæla. Blessuð börnin tala tyrknesku heima hjá sér. í þýsku skólunum fer kennslan fram á þýsku og í múhameðsku skólunum er töluð arabíska og Kóraninn verða þau að læra á frummálinu, sem eðlilega er skráður með arabisku letri. Daglega verða árekstrar milli ólíkra skoðana og menninga í lífi barnanna. Það þarf engan að undra þótt tyrknesku unglingarnir dragist aftur úr þýskum jafnöldrum sínum í námi. Ef kennarar í þýsku skólunum einbeita sér að því að troða lærdómi í tyrknesku nemendurna kemur það niður á hinum þýsku. Ef tyrknesku unglingunum er sinnt eins og þarf sitja þeir eftir. Árangurinn er sá að það verður æ tíðara að þýskir foreldrar taka börn sín úr skólum, þar sem margir útlendir nemendur eru einnig, og setja þá í skóla þar sem þýskir nemendur eru í miklum meirihluta, eða jafnvel einráðir. Mörg veitingahús í Vestur-Þýskalandi eru lokuð útlendingum. Eigendur þeirra afsaka þetta með því að þeir verði að velja á milli viðskiptavina eða loka ella. Þeir segja að yfirtaka veitingahúsanna gangi rólega fyrirsig. Fyrst komi nokkrir Tyrkir og fái sér kaffi, síðan fleiri og fleiri. Þýsku viðskiptavinirnir kæra sig ekki um þennan félagsskap og hætta að sækja þau veitingahús sem útlendingar venja komur sínar á. Haft er eftir Þjóðverja sem er sama sinnis og 82% landsmanna hans, að í margar aldir hafi verið reynt að verja Evrópu fyrir Tyrkjum. „Forfeður okkar létu lífið í orustunni við Liegnitz á 13. öld til að forðast yfirgang Tyrkja, í Ungverjalandi á 16. öld og við Vfnarborg á 17. öld. Nú hafa Tyrkirnir náð takmarki sínu án þess að beita vopnavaldi." Tyrkirnir í Þýskalandi eru engu ánægðari með sambúðina við innfædda en Þjóðverjar eru með þá. Vandræðin eru að þeir geta ekki snúið til heimalands síns. Það eru 48 milijónir Tyrkja fyrir, 65% þeirra eru ólæsir. Starfsreynsla þeirra sem unnið hafa erlendis, kemur að litlu gagni í frumstæðu bændaþjóðfélagi. Þeir hafa að litlu að hverfa. Tyrknesk stjórnvöld kæra sig ekkert um að fá fleiri á atvinnuleysisskrá hjá sér og taka með þökkum við þeim 5 milljörðum dollara í gjaldeyri, sem verkamenn erlendis senda heim. Þetta eru helstu gjaldeyris- tekjur Tyrklands. Tyrkirnir í Þýskalandi vorkenna Þjóðverjum ekki. Þeir urðu sér sjálfir úti um vandamálið. Þeir hvöttu útlendingana til að koma. Síðar hvöttu þeir þá til að sækja fjölskyldur sínar með því að greiða ekki fjölskyldubætur nema með börnum sem dvöldu í Þýskalandi. Þjóðverjarnir yfirgáfu fjölda starfsgreina og létu útlendinga taka að sér erfiðustu störfin. Ungir Þjóðverjar kæra sig ekki um þessi störf. Ástandinu verður ekki breytt. Landnám útlendinga í Vestur- Þýskalandi er staðreynd. Oddur Ólafsson skrifar erlendar fréttir ísraelsmenn héldu áfram Isókn sinni inn í Vestur Beirút Hafa all- [an borg- arhlutann á valdi sínu í dag — Bandaríkjamenn krefjast tafarlausrar brottfarar ísraels- manna frá Beirút ■ Israelsmcnn sóttu áfram inn í vesturhluta Beirutborgar og sögðu í gær að þeir hefðu allan borgarhlut- ann á valdi sínu. Áframhaldandi sókn ísraelsmanna hófst skömmu eftir dögun og beittu þeir skriðdrek- um og stórskotaliði gegn léttvopnuð- um vinstrisinnuðum skæruliðum sem veittu (sraelsher mótspyrnu. Bardagar stóðu yfir í marga tíma en undir kvöldið var orðið tiltölulega rólegt þótt enn mætti heyra þar skothríð við og við, á einangruðum stöðum en nú hafa ísraelsmenn nær alla borgina á sínu valdi. Margar byggingar sködduðust mjög mikið í sókn fsraelsmanna. Talsmaður ísraelska hersins í Jerúsalem hvatti í gærdag alla skæruliða í borginni til að leggja niður vopn sín en hann sagði einnig að talsverður hluti PLO manna hefði verið áfram í Beirut eftir brottflutn- ingana og væri það brot á samkomu- lagi því sem gert var á sínum tíma um brottför þeirra frá borginni. ísraelsmenn segja að þeir hafi sótt inn í vesturhlutann til að halda uppi lögum og reglum og til að koma í veg fyrir hugsanlega hættulega þróun mála þar eftir heppnað morðtilræði við forseta landsins, Gemayel á þriðjudag. Stjórn Líbanon hefur hafnað þessum skýringum og beðið um skyndifund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að sókn (sraelsmanna inn í vesturhlutann væri hreint brot á samkomulagi því sem náðist fyrir um mánuði síðan í Beirut milli deilu- aðila og í mjög harðorðri yfirlýsingu kröfðust Bandaríkjamenn þess að ísraelsher drægi sig til baka úr borginni. „Ekkert réttlætir veru ísraelshers í vesturhluta Beirutborgar“ sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Franski utanríkisráðherrann kom í stutta heimsókn til Beirut og hitti að máli Sharkis forseta. Ráðherrann lýsti yfir samstöðu Frakka með Líbanonbúum. í Jerúsalem var boðað til skyndi- fundar í ríkisstjórninni síðdegis í gær að kröfu nokkurra ráðherra sem voru reiðir yfir því að ekkert samráð var haft við þá um sókn Israelshers. ■ ■ Ofgafullir mú- hamedsmenn í Egyptalandi: Ætiuóu að steypa Mubarak af stóli ■ Stjórnvöld Egypta- lands hafa handtekið nokkra öfgafulla mú- hameðstrúarmenn og á- sakað þá um að hafa gert samsæri um að steypa Mubarak forseta lands- ins af stóli. Hin opinbera fréttastofa Egypta- lands segir að samsærið hafi verið gert í samráði við hreyfinguna „Heilög barátta" sem er útlæg úr Egyptalandi og ónefnda útlendinga. I yfirlýsingu ríkissaksóknara Egyptalands segir að meðal þess sem öfgamennirnir ætluðu sér var að ráðast inn í fangelsi það sem geymir félaga þeirra sem þar sitja eftir morðtilræðið við Sadat forseta. í yfirlýsingunni var ekki getið um hve margir hefðu verið handteknir vegna þessa máls. Japan í fjár- kröggum ■ Forsætisráðherra Japans, Suzuki hefur sagt að land sitt sé nú í miklum efnahagskröggum vegna áhrifa hins erfiða efnahagsástands í heiminum á japanskan útflutningsiðnað. Hann sagði að skatttekjur hefðu hraðminnkað og skorti nú um 20 milljarða dollara til að endar næðu saman á fjárlögum stjórnarinnar. Japanska stjórnin mun grípa til aðgerða til að örva efnahagslífið, fórnir þyrfti að færa og í því sambandi væri rætt um þak á launahækkanir opinberra starfs-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.