Tíminn - 17.09.1982, Síða 12

Tíminn - 17.09.1982, Síða 12
24 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L. „BANN VIÐ HUNDA- HALDI ER FRÁLEITT” — segir Guðrún Ragnars Gudjohnsen, „þar sem hundahald hefur verið á íslandi frá landnámstið” ■ Guðrún Ragnars Guðjohnsen er fædd á Siglufirði, en segist eiginlega vera „sigifirskur Akureyringur“. Hún var í bamaskúla á Siglufirði og Akureyri, en á unglingsárum í skólum í Svíþjóð og Danmörku. Guðrún lærði einnig snyrtingu og hún var á húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyja- firði. Hún fluttist svo til Reykjavikur og vann þar bæði við verslunarstörf og sem aðstoðarstúlka á læknastofu. I Reykjavík var Guðrún Vesturbæing- ur, en síðustu sex árin hcfur hún búið í Garðabænum. Þar segir hún að gott sé að búa, og t.d. er þar leyft hundahald. Hundaeigendur þurfa að hafa leyfi og greiða hundaskatt til bæjaryfirvalda, sem svo sjá um að hafa eftirlit með hundahaldinu, svo sem hreinsun hunda og tryggingu. Sérstak- ur hundaeftirlitsmaöur er í Garðabæ, scm fylgist með að reglum sé framfylgt. Guðrún segir frá degi þegar hunda- sýning var haldin 19. ágúst. Henni farast orð á þessa leið: Ég er á leið upp í Kjós þeirra erinda að mæta á árlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Islands, sem að þessu sjnni er haldin að Félagsgarði í Kjós. Klukkan 9 á sýningin að hcfjast. Stór hópur fólks hefur lagt mikla vinnu í að undirbúa sýninguna, og síðasti undirbúningurinn hófst klukkan 6 í morgun hjá mörgum. Hestur í klípu - og tryggur vinur hans Þegar skammt er eftir aö Móunt á Kjalarnesi keyrum við Stefán, minn ektamaki, fram á tvo hesta og annar er fastur milli grjótruðninga og varnarkants nteðfram vcginum, og þorir sig greinilega ekki að hrcyfa. Hinn hesturinn stendur á miöjum vegi og virðist staöráðinn í að yfirgcfa ckki félaga sinn í neyð. Við reyndum að fá hestinn til að hreyfa sig. Okkur sýndist hægt með varfæmi að teyma hann út úr þessum ógöngum, en hann var ófánlcgur til þess og virtist stjarfur af hræðslu. Þar sem þekking okkar á hestum er takmörkuö vorum viö hrædd um að gera meira ógagn en gagn, svo við kcyrðum að Móum, og heimilisfólkið þar lofaði að aðstoða hcstana. En nú vorum við orðin allt of scin og dómar á púdelhundum voru langt komnir þegar við komunt upp í Kjós. Púdeldeildin hefur unnið merkt starf Mikill munur er orðinn á púdel- hundum nú seinni árin eftir að farið var að taka ræktun á þeim föstum tökum. Púdeldeild Hundaræktarfé- lagsins hcfir unnið mikið og merkt starf í að bæta þá hunda, sem hér eru til í landinu. En eins og allir vita er innflutningur á hundunt bannaður til íslands, og því vandasamt að rækta upp góðan stofn úr misjöfnum efnivið. Fjöldi fólks var santan kominn þarna í Félagsgaröi, - sumir sátu yfir kaffi og meðlæti, aðrir fylgdust spenntir mcð dómunum, Dómari að þessu sinni var frú Ebba Alegaard frá Danmörku, þekkt á sínu sviði, einkum fyrir rctriever-hunda, spaniel og smáhunda. Sjálf hcfur hún til fjölda ára ræktað collie- og púdeihunda, en nú orðið eingöngu þá síðarnefndu. Einnig rekur hún snyrti- stofu fyrir hunda í heimabæ sínum. Frú Ebba er einkar aðlaðandi kona, Guðrún Ragnars Guðjohnsen með nokkra af heimilishundunum (en þeir eru sex). Það má segja að það sé aideilis dægilegt hundalífið að Hagaflöt. (Tímamynd GE) ■ Garða-Tinni á harðahlaupum í sýningarhringnum með ungri stúlku. Hann fékk líka verðlaun fyrir hlaupin! eins og reyndar allt „hundafólk", sem hefur sótt okkur heim. Kjúklingar og Tropikana Nú er komið hádegi og starfsfólki er borinn matur. Það eru kjúklingar í karrý frá ísfugli og ávaxtasafar frá Tropikana, Ijúffcng og vel þegin máltíð. Það tínast enn fleiri á sýninguna. Dómar á stærri hundum hefjast klukkan 13. Alls eru 120 hundar skráðir til leiks og hverjum hundi fylgir yfirleitt hcil fjölskylda: pabbi, mamma, börn, afi, amma, frænkur, frændur og jafnvel vinir barnanna, - allir vilja fylgjast með árangri þessa vinsæla fjölskyldumeðlims. Garða-Tinni frá Skagafirði segir sína meiningu Ég hef sérstaka ánægju af að hitta menn og hunda á þessum sýningum okkar. Gegnum árin hefur myndast vinátta við marga aðila og sameigin- legt áhugamál tengir fólk saman. Sumir hundarnir bera sig eins og „primadonnur". Öðrum er í raun alveg sama um allt umstangið, og enn öðrum finnst þetta allt ógurlega asnalegt! Á meðal þeirra síðastnefndu er hann Garða-Tinni minn. Hann er 6 ára alíslenskur öðlingur, sem lengst af hefur búið í Skagafirði og er vanur að segja sína meiningu ef þörf krefur. Nú fannst honum nauðsyn að láta okkur vita, að svona háttarlag tíðkaðist ekki í hans sveit. Þessi samkoma gat líkst eitthvað réttunum heirna í Fljótum, en þar leyfðist þó að valsa um af hjartans lyst, pissa upp við staura, kanna styrkleika félaganna, jafna um þá sem voru með derring - og jafnvel lenda í litlu ástarævintýri! En þrátt fyrir að honum líkaði ekki alls kostar þessi samkoma, lét hann þó að óskum mínum, því við erum bestu vinir á þessari jörð. Hann hljóp með mér í hringnum og sýndi hvað hann er herlegur hundur. Mikil eftirspurn eftir íslenskum hundum - frá útlöndum! Það er illa farið hvað fáir íslendingar kunna að meta sinn íslenska þjóðar- hund. Aðaleftirspurnin eftir íslenska hundinum kemur frá útlöndum, og þangað fara flestir bestu hundarnir okkar. Sýningin hélt áfram og fór vel fram, hvert kynið á fætur öðru er dæmt. Þeir sem þykja bestir fá borða og bikara, en hinir sem í þetta sinn hlutu ekki náð fyrir augum dómarans, láta sér fátt um finnast, því þcir eiga vísa ást og aðdáun síns fjölskylduhóps, og það er það sem gcfur lífinu gildi. Stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn Það fer að kólna þegar líður á daginn. Ég vorkenni dómaranum og þeim sem vinna í hringnum. Við hin reynum að gera þeim lífið bærilegra með heitu kaffi, en þó fer svo að úrslitin eru dæmd innan dyra. í einni kaffipásunni sátum við saman nokkrir kunningjar og ræddum svokallað hundabann. Hundahald hefur verið staðreynd á íslandi síðan árið 874. Vorum við hjartanlega sammála um að ráðamenn væru eingöngu að stinga hausnum í sandinn með núverandi ástandi. For- sendur fyrir hundabanni vegna rcglu- gerðar um sullaveikivarnir eru fyrir löngu úr sögunni. Miklu nær væri að taka höndum saman og hafa hunda- hald með reglum og svolitlum menn- ingarbrag. Klukkan 18 lýkur sýningunni. Allir fara að ferðbúast heim, því um kvöldið er sameiginlegt hóf til heiðurs dómar- anum okkar, að Hótel Holti. Eftir góðan kvöldverð og hófleg ræðuhöld, dönsuðu þeir hraustustu fram undir morgun og höfðu þá sumir verið að í 20 tíma, þar á meðal Ebba Alegaard, sem þó hafði erfiðað mest þennan dag. Við „hundafólkið" ættum að láta cftir okkur að hafa meira en einn svona dag á ári. Guðrún Ragnars Guðjohnsen Dagur í lífi Guðrúnar Ragnars Guðjohnsen

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.