Tíminn - 17.09.1982, Page 16

Tíminn - 17.09.1982, Page 16
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kópavogi Simar (91)7-75-51 4 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafélag § ^Bábriel Q HÖGGDEYFAR y GJvarahlutir Armiíla 24 Sími 36510 l Ll : .f CESSNA 152 E 0 ■ Bjami Jónsson, flugmaður, við Cessnuna sína og myndarlega Chervoletinn sem hann kcypti af Landsbankanum. „EIGINLEGA MEST AÐ GERA VW KENNSLUNA — segir Bjarni Jónasson, flugmaður í Vestmannaeyjum, sem rekur flugskóla og flýgur leiguflug Tímamynd GS-Eyjum ■ „Ég er búinn að kenna á annað hundrað tíma á vélina í sumar. Það var t.d. einn að koma úr sóló núna áðan“, svaraði Bjarm Jónasson, flugmaður og eigandi Flugskóla Bjarna Jónassonar í Vestmannaeyjum, en Tíminn rabbaði við hann nýlega og spurði hann hvort nóg væri að gera fiar fyrir kennsluflugvél sem hann keypti frá Bandaríkjunum og kom til Eyja í júníbyrjun nú í sumar. Vélin er af gerðinni Cessna 152 og ber einkennisstafina TF-EYA. Auk þess á Bjarni 6 manna vél - Piper Astek - sem hann notar til leiguflugs, en hann kvaðst hafa selt 10 rnanna vél er hann átti til Florida. „Já, það er eiginlega mest að gera við kcnnsluna núna. Leiguflugið hefur breyst svo mikið. Það eru svo vcl niöurgreidd fargjöldin hjá þeim á Herjólfi að það er varla hægt að keppa við þau. Leiguflugið hefur því minnkað töluvert", sagði Bjarni. - En hafa þá það margir Vestmanna- eyingar áhuga á flugi að þú hafir nóg að gera við kennslu? - Það þarf nú ekki svo mjög marga nemendur til þess að nóg sé að gera fyrir einn skarf eins og mig. Við vorum hér með bóklegt kvöldnámskeið með 12 nemendum í vetur-sonur minn hjálpaði mér - sem stóð í þrjá mánuði. Þeir sem voru á námskeiðinu eru í verklegu nú í sumar. Tveir eru búnir að fara í sólópróf og fleiri eru volgir. - Eru þetta yfirleitt ungir menn sem dreymir um að gerast atvinnuflugmenn? - Nei, þetta eru mest ráðsettir menn, sem búnir eru að koma ár sinni vel fyrir borð, skólastjórar, kennarar, yfirverk- stjórar, vélsmiðir og því um líkt. Þessir menn hafa lengi haft áhuga fyrir flugi en ekki komið því við að liggja yfir þessu í Reykjavík. Þegar svo flugskóli kom í bæinn gátu þeir ekki staðist það. Auk þeirra var einn ungur strákur og svo dóttir mín. - Hyggur hún kannski á atvinnu- mennsku? - Ég veit ekki. En það hafa allir farið í þetta á mínum bæ. Krakkarnir hafa fengið flugbakteríuna með pelanum. - Eru Vestmanneyingar kannski farnir að fá sér einkavélar til að skreppa á yfir álinn t.d.? - Tveir bræður eiga hér vél saman. E.t.v. eiga svo einhverjir af þessum sem eru að læra eftir að fá sér vélar. - En fleiri sem vilja læra? - Ég býst við að verða með annað námskeið í vetur. í fyrra voru margir tvístígandi, héldu að þetta væri bara bóla - Bjarni mundi detta á rassinn með þetta og þeir verða sér til skammar. En nú er þetta orðinn viðurkenndur flugskóli af Loftferðaeftirlitinu. - En það er ekki nóg með að þú sért vel fljúgandi, þú munt líka vera vel akandi? - Víst á ég ansi myndarlega bíl. Það er gamall Chervolet - Capri Classic - R-64 sem Landsbankinn átti og Helgi Bergs notaði m.a. til að fara á í veiðiferðir. Hann hefur verið mjög vel ryðvarinn og vel við haldið svo ég held að það væri alveg hægt að halda honum við lengi, sem gæti verið gaman. - Það er sagt að hann líkist helst olíufursta - eða þjóðhöfðingjabíl, svart- ur og virðulegur? - Já, hann er stór. Novan sem ég átti var bara smábíll við hliðina á þessum. - HEI FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 fréttir Sjómannafélag Reykjavíkur: Verkfallsheimild samþykkt ■ Stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélags Reykja- víkur kom saman til fund- ar í gær til að fjalla um nið- urstöður í atkvæðagreiðslu félagsins um heimild til að boða vinnustöðvun meðal undirmanna á farskipum. Heimild til stjórnar og samninganefndar til að boða vinnustöðvun var samþykkt í atkvæða- greiðslunni með 149 at- kvæðum gegn 9, en einn seðill var auður. Sam- þykkti stjórn og trúnað- arráð samhljóða að beita þessari verkfallsheimild ef ástæða þætti til. Ef verkfall verður boð- að og kemur til fram- kvæmda, stöðvast öll far- skip en heimildin nær þó ekki til skipa Hafrann- sóknarstofnunarinnar, sanddæluskipa og varð- skipanna. -ESE Blaöburöarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Jórusel Fífusel Austurbrún Hjallavegur Ásgarður Laugarásvegur frá nr. 36 $mmm sfmi: 86300 dropar Brothættar sendingar ■ Þessi er úr Dcgi á Akur- ’eyri: „Það var útlit fyrir kalt veður um helgina og gangna- menn hrylltu sig eflaust margir við tilhugsunina. En þá er að hafa með sér brjóstbirtu sem blæs í mann bæði yl og bjartsýni - altént til að byrja með. En merkilegt nokk er vökvinn sá ekki fáanlegur úti í svcitinni - nema heimatilbúinn sé - og því þarf önnur ráð.“ Höfðu Dagsmenn fregnað hjá Vöruafgreiðslu KEA að óvenjumikið hefði verið um „brothættar sendingar" út í sveitirnar fyrir síðustu helgi. „Hjálpsamir Akureyringar hlaupa undir bagga með brjóstbirtulausum svcitamönn- um“, segir í Degi. Albert og nýja apparatið ■ Albert Guðmundsson hef- ur lagt fram tillögu í borgarráði um að keypt verði einbýlishús undir skammtímavistun fyrir þroskahefta. Einhver kynni að spyrja hvers vegna Albert? Jú, málið er það, að þegar nýi íhaldsmeirhlutinn ákvað að taka hugarfóstur Alberts, sem er framkvæmdanefnd bygg- inga í þágu aldraðra, undan hans forráðasviði, var búið til nýtt apparat sem kallast nefnd um málefni þroskaheftra hjá Reykjavíkurborg. Borgarstjórinn, Davið Oddsson, hefur e.t.v. búist við því að hægt væri að jarða Albert á þennan hátt, en því fer fjarri. Nú telur Albert brýna þörfa á að kaupa hús í þágu þroskaheftra, og leggur mikla áherslu á að tillagan verði afgreidd strax. Nú kemur hins vegar annar aðili til sögunnar sem er svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni þroskaheftra. Henni fínnst gengið inn á sitt verksvið með nýju nefnd Alberts. Al- bert vill hins vegar ekkert af svæðisstjórninni vita, og því síður að henni verði send tillaga sín til umsagnar. A síöasta borgarráðsfundi var þó samþykkt að svæðis- stjórnin fengi tillöguna til umsagnar, jafnframt því sem lögð voru fram gögn um hugsanlegan rekstrarkostnað slíks heimilis o.fl. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort tillagan verður samþykkt, eða henni vísað frá, sem er þá ekkert annað en staðfesting á því að hin nýja nefnd Alberts á einungis að vera skrautfjöður en ekki „alvörunefnd". Krummi ... ...sér að kjallarhöfundar DV eru farnir að skrifa greinar sínar „af sjónarhóli Guðs“. Þó menn vilji vera víðsýnir þá þykir mér þarna í full mikið lagt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.