Fréttablaðið - 10.01.2009, Page 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Þetta er algert ævintýri fyrir
krakkana og okkur hin fullorðnu
líka því við upplifum ævintýrin í
gegnum börnin okkar,“ segir Hall-
dóra Björk Jónsdóttir sem ásamt
Birnu systur sinni og fimm börn-
um hélt til Vestmannaeyja fyrir
helgina til að fagna jólalokum með
heimamönnum. „Vestmannaey-
ingar eru með þrettándagleði sem
slær allt annað út. Hún er eins og
kjötkveðjuhátíð og hefðirnar eru
ríkar,“ segir Halldóra hrifin. Hún
kveðst ekki hafa farið á slíka gleði
í Eyjum síðan 1986 en nú hafi
verið tækifæri. „Ég var svo hepp-
in að hátíðinni var frestað fram á
helgina. Þegar ég heyrði það
komst ekkert annað að en að
mæta,“ segir Halldóra sem sjálf
er upphafsmaður að þrettánda-
gleði í Grafarvogi og ætlar nú að
nota tækifærið og mennta sig í
fræðunum. „Ég verð í læri hjá
þeim bestu,“ segir hún kampakát.
Halldóra Björk ólst upp í Eyjum
til tólf ára aldurs. Hún er því að
endurupplifa þrettándafjörið þar
með álfum, tröllum, púkum og
skottum en var alveg hissa þegar
henni var sagt að hafa balldress
með sér. „Í minningunni var alltaf
bara farið heim eftir brennuna í
heitt súkkulaði og afganginn af
jólasmákökum og sá siður helst
reyndar enn en svo er farið á
dúndurball seinna um kvöldið.“
Í dag er svo komið að heimferð.
Fyrst ætlar Halldóra Björk þó að
heilsa upp á ættingja enda kveðst
hún eiga stóran frændgarð í
Eyjum. „Maður tekur líka alltaf
rúntinn, fer á gömlu æskustöðv-
arnar á Boðaslóðinni og bankar
upp á hjá gömlum vinum ef tími
vinnst til,“ segir hún. En veit hún
hvernig er í sjóinn? „Það verður
eflaust einhver veltingur. Jafn-
vægisugginn öðrum megin á skip-
inu er eitthvað laskaður og maður
finnur aðeins meira fyrir ferðinni
en vanalega. Ég hef hingað til
verið sjóhraust og krakkarnir fá
ekki að japla á tyggjói eða vera
með neina vitleysu á leiðinni til
að æsa ekki upp sjóveikina í sér.
Við fáum okkur bara gott að borða
um leið og við komum um borð og
þá verður þetta allt í lagi.“
gun@frettabladid.is
Á veltingi milli Eyja
og meginlands Íslands
Eftir að hafa dansað með álfum, púkum og Eyjamönnum á herlegri þrettándagleði í Vestmannaeyjum í
gær ætla mæðgurnar Halldóra Björk Jónsdóttir og Katrín Björk Ingimarsdóttir að halda til lands í dag.
Halldóra Björk og Katrín Björk kvíða síður en svo sjóferðinni. „Hún er visst ævintýri,“ segja þær bjartsýnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BORGARGANGA verður farin um vesturbæinn á sunnudag
á vegum Ferðafélags Íslands en Hornstrandafarar , hópur innan
félagsins, stendur fyrir göngunni. Lagt verður af stað klukkan 10.30
frá aðalinngangi Borgarbókasafnsins.
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti
húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
80%afslætti
valdar vörur á allt að
• opnar o rku f læð i
• s lökun
• losar um spennu og kv íða
• dregur úr verk jum
• s ty rk i r l í kamann
• ja fnvægi f y r i r l í kama og sá l
• o . f l .
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s
Kínversk leikfimi
með dekurnuddinýtt
Leiðbeinandi: Qing
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
Tai jíTau lo
Skráning
er hafin
Kennari:
Meistari Zhang
einkatímar og hópatímar