Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1982 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. EIGINMANNINN ■ Líklega eiga menn erfilt með að trúa því, að hin glæsilega 25 ára Bo Derek sé dauðhrxdd um hann John, eiginmann sinn sem er 30 árum eldri en hún fyrir öðrum konum. Hún er svo hrædd um að hann skilji við sig og fái sér aðra yngri! „Þegar ég svara honum og scgi mína meiningu á hlutunum, þá verður hann snakiilur og segist fara í næsta gagnfræðaskóla og leita sér að sætri og ungri stelpu, - en svo segist hann bara hafa verið að stríða mér, en mér verður hálfórótt við svona grín“, segir Bo alvarleg á svipinn. John Derek er ákvcðinn stjórnandi við upptökur á kvikmyndum og vill líka vera í stjórnanda-hlutverkinu heima. Bo er fjórða eiginkona hans. Hann var fyrstur giftur leikkonu, Patti Behrs að nafni og átti með henni börn sín tvö. Þau skildu 1955, þegar hann hafði kynnst svissneskri stúlku, sem þá var nýkomin til Hollywood, en það var Ursula Andress. Ursula og John voru gift í nokkur ár, en 1966 þegar hann var 40 ára varð hann ástfanginn af 22 ára smástjörnu í Hollywood, en það var leikkonan Linda Evans. Það kom að því að Linda varð að víkja fyrir Bo. Það var árið 1973, að John Derek var að taka upp kvikmynd, á grískri eyju, og þá varð hann svo hrifinn af ungu stúlkunni í myndinni, sem var aðeins 17 ára og hét Mary (seinna breytt í Bo). Hann hreif hana líka á augabragði, og síðan hefur hann stjórnað henni, bæði í leiklistinni og lífinu. Linda var mjög sár og sagðist hafa verið lengi að sætta sig við skilnaðinn, en nú hefur vinskapur tekist aftur með ■ „Bo er í rauninni bara lítil stelpa, sem ég verð að stjórna og passa upp á alla tíð“, segir stjórnandinn mikli, John Derek. henni og fyrrverandi eiginmanni henn- ar John og Bo konu hans. John Derek hælir sér af því, að hann hafi gott og vinsamlegt samband við allar sínar eiginkonur, núverandi konu og þær fyrrverandi. Ursula kemur oft í heimsókn, og Bo hefur látið innrétta sérstakt gestaherbergi, sem aðailega er notað af fyrrverandi eiginkonum Johns. Þegar John Derek hélt upp á 55 ára afmæli sitt, þá ráku gestirnir upp stór augu, þcgar allar konurnar hans voru þar mættar - og allar í eins bómullarbol með mynd af afmælis- barninu á brjóstinu! Einn gestanna sagði með öfundar- tón í röddinni: „Hvað hefur maðurinn eiginlega við sig, sem við hinir höfum ekki?“ ■ Tvær af fyrrverandi eiginkonum Johns, þær Linda Evans og Ursula Andress. Samkomulagið virðist vera hið besta. Koss á tána! ■ Nú er það orðiö móöins altur aö hafa keöju um ökklann. Auðvitaö passar þaö ekki nenia fvrir þær, sem hafa sérstaklega fallega fætur og granna ökkla. eins og við sjáum hér á myndinni. Ungi tnaðurinn í skóhuðinni. sem er aö máta háhæluöu spariskóna á dömuna virðist helst ætla aö kyssa á tána á ungfrúnni, hann er svo hrifinn, enda er hún bæöi meö silfur og gullkeöju um ökklannjtg þar aö auki eina úr hvítagulli meö demöntum. Að líta á hlutina frá tveim sjónar- hornum ■ Shelley Winters var eitt sinn spurð að því, hvað henni þætti um það, þegar stúlkur iéku naktar- annað hvort á sviði eða á hvíta tjaldinu. Shelley hugsaði sig um, en sagði svo alvarleg: „Nektarsýningar á sviði og í kvikmyndum þykja mér alveg viöbjóðs- legar. Það er að segja væri ég 22 ára núna og vel vaxin, eins og ég var þá (sem Ijóskan í „Ekki fædd í gær„), þá hugsaði ég að mér þætti þetta athæfi listrænt, smekklegt, og þjóðleg og göfgandi lífsreynsla. Richard Burton á háum hælum ■ Að ýmsu þarf að gæta, þegar valdir eru mótleikarar í kvikmynd. T.d. er hefðbundin sú skoðun, að engar líkur séu til, að rómantíkin blómstri á milli karls og konu, ef konan ber höfuð og herðar yfir manninn. Reyndar er þessi skoðun á undanhaldi, eins og margir aðrir fordómar. Engu að síður þótti ástæða til að grípa til róttækra ráða, þegar Richard Burton hafði verið fenginn til að leika hlutverk Richard Wagner og Vanessa Redgrave veríð ráðin til að leika á móti honum. Upphaflega hafði gleymst, að Vanessa er með allra hæstu konum og Richard er tæplega nema meðalmaður á hæð. Það þótti einsýnt, að ástaratriðin milli þeirra myndu nánast verða hlægileg, ef ekki yrði að gert. Varð það úr, að Richard fékk sérsmíðaða skó til að bera í þessum atriðum, sem hækka hann nægjanlega til að sýna Vanessu hæfileg blíðuhót. BO DEREK HIN FAGRA ER I t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.