Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1982 stuttar fréttir "~niiMii i ..... iii ‘ Gríndavík. Nýr 40 lesta bátur í f lota Grindvíkinga ■ Nýr fjörtíu lcsta bátur hcfur bæst í fiskiflota Grindvíkinga. Báturinn, Farsæll, sigldi inn í höfnina í Grindavík á miðvikudag í vikunni scm leið. Farsæll kemur í stað 11 lesta báts sem nú er vcrið að sclja frá Grindavík. Þrjú hundruð hestafla Volvo Peja vél er í Farsæli og gcngur hann átta til níu sjömílur. Báturinn var smíðaður í Svíþjóð og tók átta daga að sigla honum hingað til lands. Bátsverjar létu vel af bátnum. Á leiðinni til íslands hrepptu þeir slæmt veöur og að sögn bátsverja rcyndist báturinn hin mesta „sjó- borg“. Það er hlutafélagið Farsæll í Grindavík sem á bátinn skipstjóri veqjur Þorgeir Þórarinsson. GV/Grindavík/-Sjó. Grindvíkingar slátra tíu tiltólf þúsund fjár ■ Réttað var í Grindavík s.l. mánudag. Tvö til þrjú þúsund fjár voru í réttinni og er það talsvcrt minna en verið hefur undanfarin ár. Meðalþungi dilka virðist svipaður og í fyrra. Sláturhús Kaupfélags Suðurnesja hóf starfsemi sína s.l. fimmtudag. Aætlað er, að slátra tíu til tólf þúsund fjár í haust, eins og undanfarin ár. Slsturhússtjóri er eins og venjulega Gunnar Árnason og hafa menn haft á orði að um leið og hann hætti vinnu við Sláturhúsið verði hætt að slátra í Grindavík. GV/Grindavík/-Sjó Skreiðardeild stofnuð innan Hinn 6. ágúst s.l. var stofnuð Skreiðardeild innan Félags Sam- bandsfiskframleiðenda (SAFF). Skv. upplýsingum Árna Bencdikts- sonar formanns SAFF í Sambands- fréttum urðu sjálfkrafa félagar í henni þau frystihús sem eru í SAFF, en þar að auki gengu 32 nýir aðilar í deildina. í þeim hópi eru mestpart einstaklingar og fyrirtæki sem áður hafa selt í gegnum Sjávarafurðadeild Sambandsins að einbverju eða öllu leyti. Hins vegar hafa skreiðarvið- skipti verið dálítið laus í rcipunum, þannig að margir aðilar hafa í raun veriö að bjóða sama magnið til sölu. Slíkt ástand hefur það þó jafnan í för með sér að kaupendur fá þá hugmynd að magnið sé meira en það raunverulega er, sem getur valdið því að verðið lækki. Þetta ástand hefur einnig valdið seljendum nokk- urri óvissu um það magn sem til sölu er, og af þessum sökum hefur birgðaskráning einnig verið nokkuð laus í reipunum. Með tilkomu þessarar deildar er vonast eftir að takast megi að koma á betra skipulagi, og sölukostnaður á einnig að geta orðið lægri. Þar af leiðandi verður væntanlega einnig um að ræða tekjuafgang af þessum viðskipt- um, sent endurgreiddur verður til framleiðenda. Einnig mun stjórn deildarinnar verða sölumönnum Sjávarafurðadeildar til ráðuneytis og hafa við þá náið samstarf. í stjórn Skreiöardeildar SAFF eru þeir Ríkharð /ónsson, Kirkjusandi hf. Reykjavík. formaður,Guðmund- ur Pálmason, Haferninum á Akra- nesi, og Þorsteinn Ingason, Stokk- fiski í Reykjadal. Fullkomin seiðaeldisstöð byggðí Borgarfirði Nú t vor var stofnað fyrirtækið Fiskiræktarstöð Vesturlands hf., sem reka á stóra fiskeldisstöð að Stóra -Ási í Borgarfirði. Samband ís- lenskra samvinnufélaga er aðili að þessu fyrirtæki ásamt Kf. Borgfirð- inga, og á hvort þeirra um sig 20% hlUífjár, en afgangurinn er í eigu veiðifélaga á Vesturlandi frá Hval- firði vestur í Dali, auk þess sem nokkrir einstaklingar eru einnig hluthafar. Markús Stefánsson verslunarstjóri er fulltrúi Sambandsins í stjórn fyrirtækisins, og í samtali við Sambandsfréttir sagði hann að stað- urinn hefði verið valinn m.a. vegna þess að þar væri að fá sjálfrennandi heitt vatn, og væri nú raunar verið að leggja hitaveitu á svæðið. Nú í haust væri svo ætlunin að leggja kaldavatnsleiðslu að staðnum úr Hrauná í landi Gilsbakka, og einnig, að byggja grunninn undir stöðina. Þarna er svo fyrirhugað að byggja stóra og fullkomna seiðaeldisstöð, sem þjónað geti öllu Vesturlands- svæðinu, en það er eins og kunnugt er eitt stærsta laxasvæði landsins. stöðin á að geta alið upp allt að 200 þúsund gönguseiði á ári, en stefnt er að því að hún byrji að taka við hrognum haustið 1983. Hlutafé fyrirtækisins er ein milljón króna. ■ íslenskri fataframleiðslu hefur verið gert hátt undir hðfði samfara Bandaríkjaheimsókn forsetans. Hér er verið að sýna íslenskar lopapeysur. Tímamynd GTK FORSETINN KOM HEIM í MORGUN — eftir vel heppnaða Bandaríkjaför ■ Vigdís Finnbogadóttir, forseti fs- lands, kom ásamt fylgdarliði til Keflavík- urflugvallar, eftir vel heppnaða heim- sókn til Bandaríkjanna. Forsetinn fór frá Seattle klukkan hálf níu í gærkvöldi. Farið var til Chicago, þar sem íslend- ingasamtökin í borginni héldu forsetan- um móttöku. Frá Chicago var flogið beint til Keflavíkur. Bandaríkjaheimsóknin stóð alls í 18 daga eða frá 4. september s.l. Vigdís hefur vakið talsverða athygli. Viðtöl við hana hafa birst bæði í bandarískum stórblöðum og í bandarískum sjónvarps- sitöðvum. ■ Jonas Kristjansson, forstöðumaður Amasafns og Charles Ryskant, bandarískur handritafræðingur, heilsast hér í boði sem Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra hélt fræðimönnum. í boðinu voro fluttir fyrirlestrar um fornbókmenntir. - Sjó/GTK. Tímamynd GTK ■ Frá hátíð sem Ferðamálaráð allra Norðurlandanna héldu í skrifstofu sinni í Rockefeller Center í New York, en þar hafa Ferðamálaráðin rekið sameiginlega skrifstofu um tíu ára skeið. Tímamynd GTK Tvennir rokktónleikar ■ Tvennir rokktónleikar verða haldnir í kvöld, miðvikudagskvöld, annars vegar í Félagsstofnun stúdenta og hinsvegar verður SATT kvöld í Klúbbnum. í Félagsstofnun stúdenta mun hljóm- sveitin ÞEYR leika á hátíð sem tileinkuð er sálfræðingnum Wilhelm Reich en ásamt ÞEY koma þar fram hljómsveit- irnar Q4U og Kvöldverður frá Nesi auk bræðranna Hauks og Harðar sem sýna hreyfilist. Einnig kemur fram Tryggvi Hansen og flytur hann Völuspá á örtölvu. Á SATT-kvöldinu munu koma fram hljómsveitirnar KOS, Q4U, H/Kvala- sveitin og Jonee Jonee en sú sfðast- nefnda hefur nýlega gefið út sína fyrstu plötu. Á undan hljómsveitunum munu þeir Haukur og Hörður ásamt KIZA hópnum sýna bardagalist. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.