Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1982 11 íþróttir Umsjón: Sigurður Helgason MacWiikins langt frá sínu besta ■ í gærkvöldi var haldið kastmót á Laugardalsvelli. Meðal keppenda var MacWilkins frá Bandaríkjunum og sigraði hann og kastaði lengst 63,98 m. Hann átti ógilt kast sem mældist 65 og hálfur metri. Þetta er langt frá besta árangrí MacWilkins og hann virtist vera nokkuð óöruggur í keppninni að sögn Guðmundar Þórarinssonar þjálfara ÍR-inga í frjálsum. Það var keppt í fleirí greinum í gær og þar setti Pétur Guðmundsson HSK persónulegt met í kúluvarpi, er hann kastaði 16,20 metra. Þá má nefna að keppt var í 300 metra hlaupi og þar sigraði Egill Eiðsson UÍA á 35,1 sek. í öðru og þriðja sæti voru þeir jafnir Hjörtur Gíslason KR og Jóhann Jóhannsson ÍR og hlupu þeir á 36,2 sek. Góður árangur kraftlyftinga- manna ■ Islendingar voru meðal kepp- enda á Norðurlandamóti í kraftlyft- ingum, sem fram fór í Espos í Finnlandi um helgina. Islensku keppendunum gekk prýðilega í keppninni og þeir komust allir á verðlaunapall. Þrír keppendur voru með frá íslandi. Kári Elísson keppti í 67.5 kg. flokki og varð hann í öðru sæti. Hann lyfti samanlagt 615 kílóum. Sverrír Hjaltason keppti í 90 kg. flokki. Hann náði þríðja sæti þrátt fyrír meiðsli og lyfti samanlagt 735 kQóum. Halldór Eyþórsson lyfti samnlagt 572.5 kg. í 75 kg. flokki og hlaut bronsverðlaun. sh Nú leika þeir gegn írunum ■ Það er í dag klukkan 17.30 sem leikur Fram og Shamrock Rovers hefst á Laugardalsvellinum. Þetta er fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni bikarhafa og það er annað árið í röð sem Fram leikur í þessari keppni gegn írsku liði. í fyrra stóð lið Fram sig með mestu prýði gegn Dundalk og vann þá hér á Laugardalsvelli. Það verður spennandi að sjá hvemig liðinu vegnar í kvöld og vonandi gengur þeim vel. Stjarnan — FH í kvöld á Selfossi ■ Leikur Stjörnunnar og FH í 1. deildarkeppninni í handknattleik er fyrsti 1. deildarleikur sem fram fer á Selfossi. Eins og fram hefur komið í fréttum fékk Stjarnan ekki leyfi til að leika sína heimaleiki í Ásgarði, íþróttahúsinu í Garðabæ og hugðist fá að leika í Hafnarfirði. Það fékkst ekki í gegn og því leika þeir sinn fyrsta heimaleik í 1. deild á Selfossi. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30. Úrslit í hand- bolta og körfu- bolta í gær ■ Tveir leikir fóru fram í úrslita- kcppni Reykjavíkurmótsins í hand- knattleik í gærkvöldi. Úrslit leikj- anna urðu sem hér segir: KR-Fram 27:14 Valur-Víkingur 17:20 Síðustu leikirnir í úrslitakeppninni fara fram annað kvöld og heljast klukkan 20.00. Þá leika Fram og Víkingur og Valur og KR. Leikið er í Laugardalshöll. Tveir leikir voru háðir í Reykja- víkurmótinu í körfuknattleik í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöldi. Fyrst léku ÍR og Fram og sigmðu Framarar með 68 stigum gegn 60. Seinni leikurínn var milli Vals og KR og sigmðu Valsmenn með 98 stigum gegn 94. ■ Sigurður Haraldsson er nú að nýju kominn í íslenska landsliðið í badminton, en hann hefur snúið bak i við knattspymunni, a.m.k. að sinni. Landskeppni í badminton Þrjár þjóðir mætast í Reykjavík , ■ Næstu nágrannar okkar íslendinga á Iandakortinu eru væntalegir til keppni í badminton hér á landi. Hér er átt við Grænlendinga og Færeyinga, en þriggja landa keppni þessara þjóða verður haldin í TBR-húsinu annað kvöld og hefst keppnin klukkan 18.00. Undirbúningur að þessari keppni hefur staðið í rúmt ár og er stefnt að því að hún verði haldin annað hvert ár í # framtíðinni. Landsliðshópur íslands hefur verið valinn og skipa hann eftirtaldir keppend- ur: Broddi Kristjánsson, Haraldur Kornelíusson, Sigfús Ægir Árnason, Sigurður Haraldsson, Víðir Bragason, Þorsteinn Páll Hængsson, Elísabet Þórðardóttir, Inga Kjartansdóttir, Kristín Berglind Kristjánsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Þórdís Eðvald. Það er Hrólfur Jónsson landsliðsþj álf- ari sem mun skipa þessum hóp niður á einstaka leiki í keppninni. fslendingar hafa einu sinni áður leikið gegn Grænlendingum og sigrað naum- lega. Hins vegar eiga Grænlendingar á að skipa góðu badmintonfólki og því er ástæðulaust að reikna með sigri án fyrirhafnar. Færeyingar hafa staðið okkur íslendingum heldur að baki í þessari íþróttagrein, en þeir sækja á þar eins og í öðrum greinum. ■ Hér tollera leikmenn ÍBÍ Magnús Jónatansson eftir að honum hafði tekist að stýra þeim rétta leið upp í 1. deild. Nú vilja ísflrðingar endurráða Magnús. „ALLT ER OPIД Segir Magnús Jónatansson þjálfari ÍBÍ ■ „Það er allt opið!“ sagði Magnús Jónatansson þjálfari ÍBÍ er hann var spurður hvort hann myndi ekki þjálfa lið ísfirðinga á næst-keppnistímabili. „Það er ekkert á hreinu í þessu sambandi, en það er vilji hjá ísfirðingum fyrir að ég verði þar áfram. Ég veit ekki ennþá hvað éggeri.en ÍBí erennþáinni ímyndinni." Og af því að verið var að bendla mig við Breiðablik, þá vil ég taka það fram að Breiðabliksmenn hafa ekkert haft samband við mig í því máli. Ég hef hins vegar staðið í umræðum við eitt Reykjavíkurfélag, en sem stendur er allt opið og engin ákvörðun fyrir hendi. En það er hins vegar áberandi hvað félögin fara fyrr af stað í sambandi við ráðningu þjálfara nú en áður. En ég mun ákveða mig eftir mánaðamótin. Þangað til eru margir inni í myndinni. Sem sagt, Magnús gæti hugsanlega þjálfað ísfirðinga áfram og hann gæti alveg eins verið með eitthvað annað lið. Allt er óákveðið í því sambandi. Tveir danskir þjálfa í 1. deild Fjórir erlendir þjálfarar þjálfa í l.deildinni í handknattleik í vetur. Það er Bodan, sem þjálfað hefur Víkingsliðið með mjög góðum árangri sem mun stýra þeim eitt árið enn. Boris Akbashev og Stefán Gunnarsson munu stýra Valsliðinu og Valsmenn hafa ekki vilyrði fyrir því að Boris fái dvalarleyfi hér á Iandi lengur en fram að áramótum og verði hann að hverfa af landi brott mun Stefán stjórna liðinu einn. Tveir danskir þjálfarar eru hér á landi með lið í l.deildinni. Það er Anders Dahl Nielsen, sem þjálfar og leikur með KR og Bent Nygárd, sem er þjálfari liðs Fram. __ Stjarnan er undir stjórn þeirra Gunnars Einarssonar og Björgvins Björgvinssonar. Þróttarar hafa endurráðið Ólaf H Jónsson og lið ÍR verður undir stjórn Gunnlaugs Hjálmarssonar. Þá mun Geir Hallsteinsson verða áfram tneð FH. Allir eru þessir þjálfarar reyndir, a.m.k. þeir íslensku og það verður óneitanlega spennandi að fylgjast með gengi liða dönsku þjálfaranna tveggja, en ýmislegt bendir til að bæði Fram og KR mæti sterkari til leiks en í fyrravetur. Stjarnan með marga nýja leikmenn Margir leikmenn í l.deildinni í handbolta leika með nýjum félögum í upphafi þessa keppnistímabils. ÍR hefur misst marga leikmenn, Sigurð Svavarsson í Fram, Jens G. Einarsson í KR, og Guðmund Þórðarson í Stjörnuna svo eitthvað sé nefnt. KR-ingar hafa fengið auk Jens, Aners Dahl Nielsen, sem er danskur landsliðsmaður og mjög sterkur leikmaður. Einnig hefur Stefán Halldórsson gengið í KR, en hann lék síðast með Tý Vestmannaeyjum. Stjarnan hefur fengið Brynjar Kvaran aftur heim, en hann lék með Stjörnunni í upphafi keppnisferils síns, Guðmund Þórðarson, Heimi Karlsson úr Víkingi og full ástæða er fyrir 1 .deildarliðin að vara sig á Stjörnumönn- um. Þá hefur Ólafur Lárusson gengið í Stjörnuna. Víkingar hafa endurheimt Magnús Guðmundsson, sem lék á Dalvík, en Magnús lék með landsliðinu fyrir nokkrum árum og var mjög sterkur varnarmaður. Einar Þorvarðarson markvörður landsliðsins gekk til liðs við Val og full ástæða er til að reikna með Valsmönnum sterkum í vetur. Þar eru yngri leikmenn að koma inn í myndina í ríkari mæli en áður. Fram hefur endurheimt Erlend Davíðsson úr KR og Sigurður Svavarsson hefur einnig gengið til liðs við þá. sh Daniel Passarella slæmur í skapinu eftir tapleiki Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera blaðamaður. Það fékk hann Alberto Polverosi hjá Corieri dello Sport að finna fyrir skömmu. Hann fór til fundar við Daniel Passarella daginn eftir að lið hans Fiorentia hafði tapað fyrir Craiova frá Rúmeníu í UEFA keppninni og Passarella hafði verið gagnrýndur töluvert fyrir að vera ekki nógu virkur í leiknum. Þegar leikmenn komu heim, þá voru þar mættir vonsviknir stuðningsmenn liðsins og gerðu hróp að leikmönnum liðsins. Þá stökk fyrirliði argentíska landsliðsins inní bílinn sinn og ók af stað, en lenti t' umferðaróhappi. Daginn eftir hitti hann svo fyrrnefndan blaðamann í félagsheimili Fiorentia og er hann fór að spyrja hvernig á þessu öllu stæði, gerði Passarella sér lítið fyrir, og réðst á hann og reif í hárið á honum og því linnti ekki fyrr en nærstaddir komu mannvesalingnum til hjálpar. ■ Á þessari mynd er Passarella sæll og glaður eftir sigurinn í HM 1978. Hann var ekki jafn kátur og glaður eftir tapleikinn gegn Craiova frá Rúmeníu í UEFA keppninni í síðustu viku. Námskeið hjá KKÍ ■ A-stigs þjálfaranámskeið verður haldið á vegum KKÍ í Hvassaleitisskóla í Reykjavík dagana 8.-10. október næstkomandi. Á sama stað verður haldið námskeið í minnibolta 10. október. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Körfuknattleikssambandinu alla virka daga eftir hádegi. sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.