Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýsingastjórl: Stelngrlmur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrel&slustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tlmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Eirlkur St. Eirfksson, Frl&rik Indrliason, Hel&ur Helgadóttir, Slgur&ur Helgason (íþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndlr: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavík. Sfml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setning: Tæknidelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Dómgreindarleysi en ekki óhöpp ■ 11 ára gamall piltur sem fór frá heimili sínu í Reykjavík á mánudagsmorgun áleiðis í skóla er nú nár. Hann er eitt af fórnarlömbum umferðarinnar. 17 ára gömul stúlka hefur legið meðvitundarlaus á gjörgæslu síðan aðfaranótt laugardags. Það var ekið á hana á Miklubraut. Frá föstudegi til þriðjudags voru 20 manns fluttir meira og minna slasaðir af völdum umferðar á slysadeild. Ekið var á börn og gamalmenni og fólk af öllum aldursflokkum. Bílstjórar og farþegar þeirra liggja í sárum vegna umferðarinnar síðustu daga. Skráð umferðarslys á nefndu tímabili eru 96. Á föstudaginn í síðustu viku voru slysin 30. 11 manns slösuðust. Pá var dimmviðri og rigning. Yfirmaður umferðarlögreglunnar sagði að ökumenn virtust ekkert skeyta um veðurlag og aðstæður, þeir breyttu ekki ökuvenjum sínum með tilliti til þessa. Á mánudag var heiðríkt veðurlag, götur þurrar og skyggni eins og best verður á kosið. Þá urðu 29 árekstrar í Reykjavík. Ekið var á þrjá gangandi vegfarendur og þeir slasaðir. Drengurinn sem lést var á reiðhjóli og lenti í árekstri við bíl. Okumenn tveggja bíla óku á miklum hraða, að því er best verður séð, hvor framan á annan. Báðir slösuðust. Friðji ökumaðurinn átti þarna hlut að. Hann lagði bíl sínuni ólöglega úti á götu. Sá slapp. Þessi atburður átti sér stað í íbúðarhverfi, gegnt barnaheimili. Umferðarslys eru af mannavöldum. Oft er rætt um þau sem óhöpp, nær sanni er að kalla þau afleiðingar dómgreindarleysis. Það ætlar enginn að valda slysi, en kæruleysi, tillitsleysi, óþol og frekja að viðbættu dómgreindarleysinp eru höfuðorsök þeirra hörmunga sem bílaumferð veldur. Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn, sagði í viðtali við Tímann í gær að fólk færi hreinlega ekki nógu varlega í umferðinni. Því fer sem fer. Mikið er skrafað um umferð og skrifað, en árangurinn sýnist ekki burðugur. Lögregluþjónar ogfjölmiðtar geta sagt fólki að fara varlega í umferðinni og að gera þurfi sameiginlegt átak til að hörmungunum linni. Það gerir litla stoð. Vandamálið er sjálf bílaumferðin og vegfarendur. Skipulag miðast allt við það að bílaumferð geti gengið sem greiðlegast. Gangandi vegfarendur og sífjölgandi hjólreiðamenn eru utangátta og réttlitlir, manni liggur við að segja réttdræpir. Bílarnir eiga algjöran forgang, að minr.sta kosti haga flestir bílstjórar sér þannig. í Reykjavík eru nú skráðir nær 80 þúsund bílar. Þeir tröllríða borginni og íbúum hennar, enda er allt til þess gert að bílarnir fái nóg svigrúm og að óþolinmóðir ökumenn komist á sem mestum hraða milli áfangastaða, hvað sem það kostar. Lögreglan er önnum kafin við að skrá umferðarslys og skila skýrslum. Á meðan þeysa ökuníðingarnir á lífshættulegum tækjum sínum eftirlitslítið um götur og vegi og skilja ekki fyrr en um seinan að aðstæður voru öðru vísi en þeir ætluðu. Menn standa agndofa yfir fórnarlömbum umferðarinn- ar og segja hver öðrum að eitthvað þurfi að gera. Það eigi að fara varlega í umferðinni og það eigi að sýna tillitssemi. En hfyllilegum umferðarslysum fækkar ekki við það, síður en svo. Yfirvöldum og lögreglu ber skylda til að taka umferðarmálin föstum tökum. Herða þarf til muna þau skilyrði sem fullnægja þarf til að fá ökuréttindi. Draga verður úr hraðakstri. Ákvæði umferðarlaga um ökuhraða eru nægilega rúm til að mönnum sé gert að halda sig innan marka þeirra. Það er hlutverk lögreglu að sjá svo um að lög séu ekki brotin og eru hraðatakmarkanir umferðarlaga engin undantekning. Ef ekki tekst að kenna ökumönnum betri siði með fortölum verður að taka upp harðari aðgerðir. Við svo búið má ekki standa. OÓ ■ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1982 á vettvangi dagsins Á sagan frá 1978 að endurtaka sig? eftir Guðmund P. Valgeirsson ■ Sagt er að í stjómmálum séu menn ótrúlega gleymnir á gerða hluti og ýmsir stjórnmálamenn spili á það í vafasömum tilgangi. - Þó svo kunni að vera eru þó ýmsir þættir stjórnmálanna öðrum eftirminnilegri. Flestum ætti að vera enn í fersku minni allur sá gauragangur og brjálæðislegt upphlaup stjórnarandstöð- unnar og hinna svokölluðu forkólfa launastéttanna í landinu fyrrihluta ársins 1978. Þá sat ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar að völdum. Eins og oft hefur átt sér stað átti hún við mikla fjárhagsörðug- leika að etja, meðal annars vegna þeirra launasamninga, sem launþegasamtökin höfðu knúið fram með illvígum hætti árið 1977, sem auðsætt var að þjóðinni var um megn að rísa undir. Undir forustu Geirs Hallgrímssonar sá ríkis- stjórnin brýna nauðsyn bera til að afstýra þeim vandræðum með því að skerða þær verðbætur, sem áður hafði verið samið um, ásamt öðrum hliðar- ráðstöfunum. - Allur almenningur lifði eins og blóm í eggi og til þess kaupmáttar, sem þá ríkti, hefur síðan verið vitnað af launþegum. En atvinnulífið þoldi ekki þær álögur, sem á það höfðu verið lagðar með hinum óraunhæfu kjarasamningum og tóma- hljóð í ríkiskassanum þegar kom til að borga út hin óeðlilegu laun. En það var eins og við manninn mælt. Þær efnahagsaðgerðir höfðu ekki fyrr séð dagsins Ijós en hleypt var af stað æðisgengnu upphlaupi gegn þessum ráðstöfunum. Menn örguðu hver við annan og hver upp í annan slagorðin: „Samningana í gildi! Stjórnina burt!“ - ■ Guðmundur J. Hver sá sem mest svigurmæli gat látið út úr sér í þessu sambandi, þótti öðrum meiri og var hafinn til skýjanna af fréttamönnum og fjölmiðlum, sem léku stórt en vafasamt hlutverk í þeim darraðardansi, sem var brjálæði líkast- ur. - Stjórnarandstaðan lék þar Ijótan leik, Guðmundur jaki var óspart látinn ávarpa þjóðina í „véfrétta stíl“ og boða allar löglegar og ólöglegar aðgerðir til að brjóta þessa sjálfsögðu sjálfsbjargar- viðleitni ríkisstjórnarinnar á bak aftur. Tilræðið tókst. Þjóðinni var hent út í öngþveiti og óðaverðbólgu, sem hún sýpur enn seyðið af, í stað viðnáms svo sem ætlað var. Því er þetta rifjað upp nú, að núverandi ríkisstjórn hefur séð sig tilneydda að gn'pa til svipaðra efnahags- aðgerða til að koma í veg fyrir algert hrun atvinnuveganna og jafnvel þjóðar gjaldþrot. - í fljótu bragði virðast viðbögð stjórnarandstöðunnar og ýmissa forkólfa hagsmunahópa ætla að verða á sömu lund nú og 1978. Og fréttamönnum þykir sinn hnífur hafa komist í feitt. Fyrir síðustu áramót var það orðið flestum ljóst. að þær ráðstafanir, sem núverandi ríkisstjórn hafði beitt, mundu ekki duga til að rétta við eftir hið undangengna rótleysistímabil og mæta ört vaxandi vanda. Því þyrfti að gera betur, ef ekki ætti að fara á sömu lund og áður. - Þann vanda, sem mætt hefur þjóðinni, og þar með ríkisstjórninni, þarf ekki að rekja. Hann liggur öllum í augum uppi. Steingrímur Hermannsson, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lagði það til í byrjun þessa árs, og jafnvel fyrr, að skjótt yrði brugðið við af hálfu ríkisstjórnarinnar, með róttækum að- gerðum gegn efnahagsvandanum og vaxandi verðbólgu, sem bitnaði á öllu atvinnulífi landsmanna og þeim sem við lökust kjör ættu að búa. - Þessu var, illu heilli, ekki nægur gaumur gefinn innan ríkisstjórnarinnar, því hafa þær dregist á langinn og margt farið úrskeiðis af þeim sökum. Síðustu vikurnar, að undanförnu, fór þó að komast skriður á málið hjá ríkisstjórninni, en innan hennar var ekki einhugur um til hverra ráða þyrfti að taka. - Oft hefur litið svo út að stjórnarliðið ætlaði ekki að ná menningarmál" ... • --. ^ Rit um sögu skipulagsmála á íslandi ■ Páll Líndal: Bæirnir byggjast. Yfirlit um þróun skipulagsmála á íslandi til ársins 1938. Tekið saman í tilefni af 60 ára afmæli skipulagslaganna nr. 55/1921. Skipulagsstjóri ríkisins og Sögufélag 1982. 432 bls. Eins og undirtitill bókarinnar „Bæirn- ir byggjast" ber með sér, er hún yfirlitsrit yfir sögu skipulagsmála í þéttbýlisstöð- um hérlendis frá upphafi og fram til 1938. Höfundurinn, Páll Líndal, gegndi um árabil margvíslegum trúnaðarstörf- um á sviði skipulagsmála og mun gagnkunnugri þeim málum en flestir, ef ekki allir, núlifandi fslendingar. Hann er því vafalítið flestum öðrum hæfari til að fjalla um þessi mál í riti. Hér á eftir verður reynt að fjalla lítillega um þetta mikla ritverk og skal fyrst vikið að efnistökum höfundar og frásögn. Efnismeðferð og frásögn Lesandi bókar sem þessarar hlýtur að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar á undan öðrum, hver sé tilgangur höfund- ar með samningu hennar. Páll Líndal svarar þessu í inngangi, þár sem honum farast m.a. þannig orð: „Hér er leitast við að veita lesendum nokkra hugmynd um, hvernig hið síðborna þéttbýli á íslandi varð til, þeim andbyr og þeim stuðningi, sem það mætti, hvemig hinar veikburða tilraunir til að koma á skipulagi þéttbýlis tókust. Aðalmark- miðið er þó að skýra það, hvemig skipulagning með nútíma sniði á íslandi hófst og hvernig að henni var staðið. Það vcrður hins vegar ekki reynt að meta, hvernig til hefur tekist. Þegar tíma- bilinu, sem hér er aðallega fjallað um, lýkur, er þróunin ekki heldur komin á það stig, að slíkt mat sé tímabært.“ Það er alkunna, að rætur þéttbýlis- myndunar á íslandi liggja í sögu 18. aldar. Umtalsvert þéttbýli reis þó ekki utan Reykjavíkur fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Hinir fyrstu þéttbýlisstaðir risu á gömlum verslunarstöðum og sú hefur orðið raunin, að nær allt þéttbýli á íslandi hefur myndast þar sem kaupskip lögðu að á fyrri öldum og aðstaða revndist sæmileg til útgerðar á þessari öld. Unbdantekningar frá þess- ari reglu eru fáar og flestar yngri en 1938. Af þessum sökum mun það vera að höfundur kýs að verja fyrstu 78 blaðsíðum bókarinnar til að greina frá fyrstu hugmyndum um þéttbýli á íslandi, löggildingu verslunarstaða, að- stæðum til þéttbýlismyndunar á þeim og þeim félagslegu og atvinnulegu orsök- um, sem nánast ráku fók úr sveitum í bæi á ofanverðri 19. öld og öndverðri þeirri 20. Þegar greint hefur verið frá þessum þáttum kemur gagnmerkur kafli um fyrstu rit íslenskra manna um skipulags- mál hérlendis. Þar er m.a. greint frá fyrstu ritverkum þejrra Guðmundar Hannessonar prófessors og Guðjóns Samúelssonar síðar húsameistara ríkis- ins, en þeir áttu báðir eftir að verða atkvæðamiklir á þessu sviði og hafa þar mikið samstarf. í næsta kafla, sem er hinn sjötti, greinir frá fyrstu löggjöf um skipulags- mál á íslandi, aðdraganda hennar og setningu og í sjöunda kafla segir frá Skipulagsnefnd ríkisins á árunum 1921- 1938. Áttundi kaflinn, sem jafnframt er sá langlengsti í bókinni, fjallar um skipulagsskylda staði á íslandi, sam- kvæmt lögum nr. 55/1921 og í hinum níunda segir frá ýmsum gömlum verslunarstöðum, sem ekki féllu undir skipulagslögin. Af þessari stuttu og ófullkomnu upptalningu hafa lesendur vonandi fengið nokkra mynd af efni þessarar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.