Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 ■ Hörður Harðarson og félagar hans í Vfldngi urðu Reykjavikurmeistarar i handknattleik í gær. Hér sést hann í uppstökki fyrir framan l'ramvörnina. - Timamynd: Róbert. Létt hjá Víkingum Urdu Reykjavíkurmeistarar í handbolta í gær ■ Með sigri á Fram tryggðu Víkingar sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í hand- knattleik í gær. Leiknum lauk með tíu marka mun 25-15 og segja má, að Framliðið hafi aldrei átt neina möguleika gegn Víkingsliðinu ef fyrri helmingur fyrri hálfleiks er undan- skilinn. Staðan var jöfn allt upp í 5-5, en þá tóku Víkingar að auka muninn jafnt og þétt og staðan í hálfleik var 13-8. Víkingar tefldu greinilega ekki fram sínum bestu mönnum í gær. Páll Björgvinsson sat t.d. lengst af á bekknum og eins var Kristján Sigmunds- son hvíldur langtímum saman. En í þeirra stað ko_mu aðrir leikmenn, sem sýndu og sönnuðu að Víkingur á stóran hóp góðra leikmanna. í leiknum vakti Óskar Þorsteinsson hvað mesta athygli í Víkingsliðinu, þar er greinilega mjög efnilegur leikmaður á ferð. Hann var markahæstur, skoraði 5 mörk, Hörður Harðarson skoraði 4 og þeir Guðmundur Guðmundsson, Viggó Sigurðsson og Steinar Birgisson 3 mörk hver. Fyrir Fram skoraði Egill Jóhannesson flest mörk eða fjögur, en Björn Eiríksson, Viðar og Erlendur Davíðsson skoruðu þrjú mörk hver. Markvörður Fram, Jón Bragi sem áður lék með Tý stóð sig vel. Þetta er fjórða árið í röð sem Víkingar verða Reykjavíkurmeistarar í handknatt- leik og enda þótt þeir hafi sigrað örugglega í gær má greina að þeir eiga langt í land með að ná sama formi og á undanförnum árum. ■ Á eftir leik Víkings og Fram léku Valur og KR og sigruðu KR-ingar með 22 mörkum gegn 16. Náðu þeir þar með öðru sætinu í Reykjavíkurmótinu. sh Oruggur sigur Islands í þriggja landa keppni íbadminton. Unnu Færeyjar og Grænland ■ Færeyingar og Grænlendingar megnuðu ekki að veita íslendingum neina verulega mótstöðu í þriggja landa keppni þjóðanna í badminton, sem háð var í TBR-húsinu í Reykjavík í gær. Leikirnir gegn báðum þjóðunum enduðu með 7-0 sigri íslendinga. Grænlendingar voru þó heldur sterkari en Færeyingar, en hvorugri þjóðinni tókst að vinna lotu gegn íslendingum. Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir. Fyrst var leikið gegn Færeyingum. í einliðaleik karla sigraði Broddi Kristjánsson sinn andstæðing 15-0 og 15-2, Víðir Bragason sigraði 15-1 og 15-2 og Sigurður Haraldsson sigraði 15-9 og 15-8. í einliðaleik kvenna sigraði Kristín B. Kristjánsdóttir sinn keppinaut 11-1 og 11-1. Sigfús Ægir Arnason og Haraldur Kornelíusson sigruðu í tvíliðaleik karla 15-4 og 15-2. í tviliðaleik kvenna sigruðu Elísabet Þórðardóttir og Þórdís Edwald 15-2 og 15-3. Loks sigruðu Þorsteinn Páll Hængsson og Inga Kjartansdóttir í tvenndarkeppni 15-7 og 15-2. Eins og fyrr segir voru Grænlending- arnir heldur sterkari, en ekki tókst þeim að vinna lotu. Broddi sigraði 15-4,15-4, Víðir sigraði 15-9 og 15-0 og Þorsteinn Fleiri leikir, meiri pressa — segir Páll Björgvinsson ■ Páll Björgvinsson í Evrópuleik gegn Lugi. ■ Eins og fyrr hefur komið fram hér í Tímanum verður íslandsmótið í handknattleik í vetur leikið með nýju fyrirkomulagi. Það hefur í för með sér mikla fjölgun leikja, en því er einnig ætlað að veita landsliðinu meira svigrúm til undirbúnings fyrir verkefni vetrarins. Tíminn hafði samband við tvo lcikmenn úr 1. deildinni og spurði þá, hvernig þeim litist á þetta nýja fyrirkomulag. „Mér líst vel á þetta, þetta er töluverð breyting. En það er hins vegar spuming hvort það skili betri árangri,“ sagði Páll Björgvinsson hinn kunni leikmaður með Víkingi. „Menn fá fleiri leiki og það er meiri pressa á mannskapnum. Þá mæta liðin betur undirbúin til leiks, en við í Víkingi höfum verið hálfkærulausir og byrjuðum ekki að æfa fyrr en einum og hálfum mánuði á eftir hinum liðunum. En þetta nýja fyrirkomulag gerir það að verkum, að við þurfum ekkert endilega að vinna fyrir hlutann, aðalatriðið er að komast meðal fjögurra efstu liðanna og sigra síðan í innbyrðis keppni þeirra.“ Hvaða fjögur lið telur þú, að líklegast sé að verði efstu í fyrri hlutanum? „Eg hef trú á, að það verði FH, KR, Valur og Víkingur," sagði Páll Björgvinsson. sh sigraði 15-9 og 15-8. Kristín Magnúsdótt- ir sigraði 11-8 og 11-4. Sigfús Ægir og Sigurður kepptu í tvíliðaleiknum og sigruðu 15-1 og 15-5. Kristínarnar tvær sigruðu báðar loturnar í tvíliðaleik kvenna 15-0. Að síðustu sigruðu Haraldur Kornelíusson og Þórdís Edwald í tvenndarkeppni 15-0 og 15-5. 1 leik Færeyinga og Grænlendinga sigruðu Grænlendingarnir. - SH Mikil keyrsla á landslidsmönnum — segir Jóhannes Stefánsson KR um Islandsmótið í handknattleik í vetur ■ Jóhannes Stefánsson svífur inn í teiginn í leik gegn Fram. ■ „Þetta hefur í för með sér meiri leikjaljölda og það verður mikil barátta í þessu. En þetta er tilraun þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þetta fyrirkomulag er notað,“ sagði Jóhannes Stefánsson landsliðsmaður úr KR, er hann var spurður álits á nýja fyrirkomulaginu. „Mér finnst slæmt, að stigin skuli ekki fylgja með í lokakeppnina. Og það er Ijóst að liðin verða að byrja uppbygginguna alveg upp á nýtt til að undirbúa sig undir leikina í mars. Það kemur til með að verða mikil keyrsla á landsliðsmönnum og landsliðsmenn KR þurfa t.d. að leika 90 leiki frá upphaFi til loka kcppnistímabilsins.“ Hverjir spáir þú að komist í fjögurra liða úrslitin? „Það er eriitt að spá, en eins og málin standa í dag held ég að það verði Víkingur, Valur, FH og ég ætlast til að við í KR verðum þar líka. En það má segja að við höfum byrjað upp á nýtt þegar við fengum nýjan þjálfara. Við erum með ný leikkesF og ef það gengur upp þákviði ég engu.“ Nú er KR með danskan þjálfara Anders Dahl Nielsen og hann leikur einnig með liðinu. Telur þú að það gangi upp? „Mér líst ágætlega á þetta. Reyndar hefur það yfírleitt ekki blessast að þjálfa lið og spila líka með því. En við höfum tvo menn, Björn Pétursson og Karl Rafnsson sem cru með á öllum æfingum og þess vegna æflr Anders á fullu með okkur. Þeir aðstoða hann og ég tel að hann sé það góður „karakter" að hann eigi eftir að skila þessum með sóma.“ 1. deildin í handbolta á fulla ferð ■ 1. deildarkeppnin í handknatt- leik fer á fulla ferð nú um helgina og verða leiknir 5 leikir á laugardag, sunnudag og mánudag. Stórleikur helgarinnar verður að öllum líkindum leikur FH og Vík- ings, en hann fer fram í Hafnarfirði á morgun klukkan 14.00. Bæði liðin eru sterk og reikna má með hörkuleik. Á sama tíma leika í Laugardalshöll Fram og Þróttur. Það gæti einnig orðið snörp viður- eign. KR-ingar fá Stjörnuna í heimsókn í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 14.00. Á mánudagskvöld leika svo Víkingur og ÍR í Höllinni og FH og Þróttur í Hafnarfirði. Þeir leikir hefjast báðir klukkan 20.00. KA frá Akureyri og Þór úr Vestamannaeyjum koma hingað á Reykjavíkursvæðið til að leika í 2. deildinni. Á föstudagskvöld leika Breiðablik og KA á Varmá í Mosfcllssveit og á sama tíma leika á Seltjarnarnesi Grótta og Þór V. Á laugardag lcikur svo Ármann gegn Þór strax á eftir leik Fram og Þróttar í Höllinni, en klukkan 14.00 leika HK og KA í Ásgarði í Garðabæ. Kcppnin í kvennaflokki hefst síðan föstudaginn 1. okt og þá hefst einnig keppni í 3. deild karla. ★ Reykjavíkur- mótinu í körfubolta lýkur um helgina ■ Reykjavíkurmótinu í körfu- knattleik verður haldið áfram nú um helgina. Á laugardag verða tveir leikir og á sunnudag aðrir tveir og fara þeir allir fram í íþróttahúsi Hagaskóla. IS og Fram leika fyrst á laugardag klukkan 14.00 og strax á eftir ÍR og KR. Á sunnudag hefst fyrri lcikurinn klukkan 19.00 og þá mætast ÍR og ÍS og síðasti leikur mótsins verður milli Vals og Fram. Sigri Fram IS á laugardag verður sá leikur hreinn úrsíitaleikur um Reykjavíkurmeist- aratitilinn. Keppnin í kvcnnaflokki hefst á laugardag klukkan 17.00 og þá leika ÍR og ÍS. Þau tvö lið leika síðan tvo næstu laugardaga gegn liði KR, en aðcins þrjú félög taka þátt í Rcykjavíkurmóti í kvennaflokki. ★ Ritgerdasam- keppni um gitdi Iþrótta ■ Iþróttasamband íslands hefur ákveðið í samráði við íþróttafulltrúa ríkisins og æskulýðsfulltrúa ríkisins að efna til ritgerðasamkeppni meðal bama og unglinga á aldrinum 11-15 ára. Efnisval er þannig: A. Gildi íþrótta fyrir 13,14 og 15 ára. B. Uppáhaldsíþróttin mín fyrir 11 og 12 ára börn. Þessar ritgerðir eiga bömin að skrifa í skólanum á tímabilinu október-nóvember 1982. íslensku- kennarar eiga síðan að senda 2-3 bestu ritgerðirnar til sérstakrar dómnefndar fyrir febrúarlok 1983. Dómnefndina skipa: Jón Ármann Héðinsson frá ÍSÍ, Alfreð Þor- stcinsson, Reynir Karlsson og Níels Árni Lund. Veittar verða viðurkenningar fyrir bestu ritgerðirnar í báðum aldurs- flokkum og fyrir A-ritgerð er það vikudvöl á æskulýðsmiðstöð á Norð- urlöndunum sumarið 1983 og fyrir B-ritgerð reiðhjól. Tvenn verðlaun eru veitt í hvomm flokki, og fær drengur önnur, en telpa hin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.