Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 13
FOSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 i» t" • 25 minning Brynjólf ur Sveinsson fyrrverandi yfirkennari t „Vinnan er aðall lífsins. Hvað vannstu? er örlagaspurnihg við sólarlag." Þessi orð mælti Brynjólfur Sveinsson „á Sal" Menntaskólans á Akureyri, er hann kvaddi nýstúdenta hinn 17. júní 1957. Nú hefir lífssól Brynjólfs Sveinssonar gengið til viðar. Ekki er fjóst, hvort handan sjóndeildarhringsins sé mat lagt á lífsstarf manna. Ef, sú er raunin, þá hefir Brynjólfur Sveinsson af digrum sjóði að taka. Hann mætti örlögum sínum af þeirri rósemi og festu, sem einkenndu líf hans allt. Að kvöldi 13. september, nokkrum klukkustundum fyrir andlát hans, átti ég stutt spjall við hann, og var hann glaður og reifur og sló á létta strengi sem hans var háttur. Hann var fæddur 29. ágúst 1898 að Ásgeirsbrekku í Viðvíkurhreppi í Skagafirði, sonur hjónanna Sveins Benediktssonar bónda að Ríp í Hegranesi og Ingibjargar Jónsdóttur frá Syðri-Bægisá í Öxnadal. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1927, einn í hópi þeirra norðanmanna, er fyrstir lásu til stúdentsprófs á Akureyri, en luku sjálfu prófinu við Reykjavíkur- skóla. Má með nokkrum rétti segja, að með því hafi verið lagður hornsteinn að Menntaskólanum á Akureyri, sem síðar varð höfuðstarfsvettvangur Brynjólfs. Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1927-1930, Barnaskóla Akureyrar 1927-1928 og Iðnskólann á Akureyri 1928-1931. Kennari við Menntaskólann á Akureyri samfellt frá 1930-1968, er hann lét af kennslu fyrir aldurs sakir, en sinnti þó stundakennslu um skeið eftir það. Höfuðkennslugreinar hans voru stærðfræði og íslenzka. Fleygt er hve hann talaði og ritaði fagurt mál. Ekki mun ég tíunda í smáatriðum allt það, sem tengdafaðir minn afkastaði á lífsleiðinni, enda var honum lítið um hól gefið. Ekki verður þó svo skilist hér við, án þess að geta starfa hans við Kaupfélag Eyfirðinga, en í stjórn þess sat hann frá 1951-1972, þar af formaður frá 1958-1972. Ennfremur gengdi hann framkvæmda- stjórastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964. Hann var um Tangt árabil formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa, sem honum voru falin, einkum á sviði fræðslu og félagsmála, sökum hæfileika hans og þekkingar. Þrátt fyrir þessa þurru upptalningu, mun engum, sem hann þekkti, hafa blandast hugur um að norðlenzki Menntaskólinn stóð honum hjarta næst. Hinn 11. september 1928 kvæntist hann Þórdísi Haraldsdóttur bónda á Rangalóni í Jökuldalsheiði og konu hans Aðalbjargar Hallgrímsdóttur. Eignuð- ust þau þrjár dætur, Ragnheiði, Bryndísi og Helgu. Heimili þeirra var rómað fyrir gestrisni og hlýju. Kynni mín af heimili þeirra spanna yfir þrjátíu ára skeið. Aldrei var svo þröngt, að ekki mætti bæta við. Þau voru höfðingjar heim að sækja og hallaðist þar ekki á með þeim hjónum. Sár er nú söknuður barna okkar hjóna, Brynjólfs Þórs, Þorbjörns og Helgu Bryndísar. í afa sínum áttu þau hauk í horni, fræðara.aðfinnslulausan afa, sem öllu mátti trúa fyrir, hinn síunga öldung, sem sífellt breytti skúr í skin. Árið 1974 fluttust þau hjón til Reykjavíkur. Enda þótt Brynjólfur aldrei nefndi það, býður mér í grun, að tíðum hafi hugur hans hvarflað til hinna fögru byggða, er hann unni mest, Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Á námsárum mínum fórum við alloft saman lengri og skemmri ferðir um þessi héruð. Hann þekkti þar alla bæi og sögustaði gerla og miðlaði mér óspart af kunnáttu sinni. Hann var uppvaxinn í Skagafirði, en rætur lífsstarfs hans stóðu í Eyjafirði. Sem fyrr segir dvaldi hann síðustu átta ár ævi sinnar hér í Reykjavík. Brynjólfur Sveinsson lifði tíma tvenna. Sagt hefir verið að áður hafi vandi íslendinga verið sá „að láta ekki baslið smækka sig." Síðar varð sennilega sá vandi stærri - að láta ekki vesældina gera okkur litla. Þessi þraut reyndist honum auðveld eins og einfalt algebrudæmi. Svo var um flest vandamál, er komu í hans hlut að ráða fram úr. Það munu þeir gerst vita, er til hans sóttu. Brynjólfur Sveinsson kleif aldrei hinn skagfirska Tindastól. Hann hefir nú klifið hinn efsta bratta. Minning hans lifir af verkum hans. „Góðar voru gjafir þínar, en meira þótti mér verð vinátta þín." í guðs friði. Jón Níelsson. Ég var ekki í nokkrum vandræðum að velja mér ritgerðarefni í íslensku í fyrra, er okkur voru gefnar frjálsar hendur um efnisval. Mér datt afi strax í hug, en hann var besti vinur minn. Hann hét Brynjólfur Sveinsson. Þegar ég man fyrst eftir honum bjó hann og amma í höfuðstað NoTðurlands, Akur- eyri. Það var ætíð mikil tilhlökkun að fara norður á Skólastíg, en svo hét gatan þeirra. Þegar komið var í Þórunnar- stræti beindum við systkinin sjónum okkar í norðurgluggann til þess að vita hvert okkar yrði fyrst að sjá hvítt, Iiæruskoliö höíuð þar. Alveg var víst að af' væri að smákíkja út, er von var á okkur, svo að hann væri kominn út á tröppur til að taka á móti okkur, þegar við renndum í hlaðið. Það brást aldrei. Afi fæddist á Asgeirsbrekku í Skaga- firði á höfuðdaginn árið 1898. Hann var því kominn á áttræðisaldur, þcgar ég man hann fyrst. Hann var grannur, dálítið lotinn og hárið farið að þynnast og orðið snjóhvítt. Augun hans voru mér mikil ráðgáta. Þegar hann klappaði mér á koilinn og horfði niður á mig var eins og annað augað horfði eitthvað allt annað. Mér fannst mjög gaman, þegar afi tók silfurbúna stafinn sinn, setti upp hattinn og sagði við mig: „Nú förum við í bæinn". Þá vissi ég hvað klukkan sló, nú fengi ég „bolsíur" eða eitthvað gott; Svo leiddumst við niður gilið. Það glumdi í gangstéttinni við hvert skref, svo fast setti afi niður stafinn, þar sem hann stíkaði áfram og ég hoppaði tindilfætt við hiið hans. Þessar ferðir tóku oft langan tíma, því hann þekkti næstum alla, sem urðu á leið okkar, enda bjuggu afi og amma yfir fjörtíu ár á Akureyri. Svo flutti afi suður yfir fjöllin til Reykjavíkur og ég held með söknuð í huga. Ég heimsótti afa á hverjum degi á heimili sitt að Hagamel 52. Þar sat hann og púaði vindilinn sinn, svo að oft sást varla í hann fyrir reyk og ólatur var hann að segjá mér sögur frá liðnum dögum, því að hann átti einstaka frásagnargleði. Ég þekkti engan, sem las eins mikið og hann og þær eru margar ferðirnar, scm ég fór á bókasafnið fyrir hann. „Elli kerling" hafði nú sett enn fleiri spor á hann. Hann var að mestu hættur að fara út, en hugur hans flaug þeím mun hærra og víðara og.svo hélst fram á síðasta dag. Svona man ég afa minn. Helga Bryndís Jónsdóttir. Hey Gott hey til sölu Verð kr. 2.00 pr. kg. Simi 99-6052 Með varúð skal^um vegi^ landsins fara.. Nú er tækifærið tii að gera góð kaup Búvélar á sumarverði Eigum til nokkrar af neðantöldum búvélum á sérstaklega hagkvæmu verði UH k Heyþyrlur Stjörnumúgavélar i -/ - 1 440 T - 440 M - 452 T - 452 M 402 PT - 280 Sláttuþyrlur BÆNDUR notið tækifærið og kaupið vandaðar vélar á góðu verði og greiðslukjörum. TRIOLIET Heyblásarar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.