Tíminn - 28.09.1982, Page 13

Tíminn - 28.09.1982, Page 13
Fjallkóngurinn Guðgeir Sumarliðason hugar hér að sjúkri kind ásamt Sigfúsi. Tímamynd SV ' Þótt hesturinn sé ennþá notaður að mestu við smölun er ekki óalgengt að sjá „vélvæddan . smala“ í stO við þennan í réttum. ■ Skjátumar komnar í dilka og bíða heimferðar. ■ Gangnamenn eltast við kindur í Jökulgljúfrum. að 10 daga í þeim ef veður hafa verið slæm“ segir Guðgeir. „Féð sem við smöluðum var á milli 2 og 3 þúsund talsins, mikið var búið að taka af því áður og ætli það hafi ekki verið um 5 til 6 þúsund fjár í Skaftártunguréttum að þessu sinni.“ Verst 1979 Eins og fyrr greinir hefur Guðgeir verið fjallakóngur undanfarin 12 ár. Við spurðum hann hverjar hefðu verið eftirminnilegustu göngumar á þessum tíma. „Ætli það hafi ekki verið 1979. Þá gerði mjög vont veður, mikil hríð skall á og snjóþyngsli vom með mesta móti. Göngur gengu seint af þeim orsökum og í endann á þeim fengum við svo Skaftárhlaup". Fjölmennt var að vanda í Skaftár- tunguréttum, ágætisveður var réttar- daginn og dilkar vænir af fjalli. Dúndrandi réttarball var síðan haldið að þeim loknum þar sem menn sötruðu síðasta dreitilinn úr hinum ómissandi réttarpela. - FRI Feð streynur inn í Skaftártungurétt. ■ „Göngurnar hjá okkur taka fjóra daga þegar best lætur og svo varð raunin nú enda hafði snjóað mikið í fjöll á þessu svæði og snjórinn hjálpaði okkur að því leyti að fé hafði gengið mikið niður vegna snjóþyngsl- anna“ sagði Guðgeir Sumarliðason í Austurhlíð í samtali við Tímann en hann var fjallkóngur í Skaftártungurétt. Guðgeir hefur verið fjallkóngur í göngum fyrir þessar réttir undanfarin 12 ár og því þaulvanur. Svæðið sem smalað er fyrir Skaftártungurétt liggur á milli Tungnár og Skaftár og að sýslumörkum Rangárvallasýslu í vestri. Guðgeir sagði að rétt fyrir miðjan mánuðinn hefðu fjórir menn lagt af stað fyrst og smalað svæðið í Tungnárfjallgarði og Fögrufjöllum en aðalhópurinn 18 manns ásamt tveimur ráðskonum hefðu lagt upp þann 17. sept. Engir erfiðleikar „Það voru engir sérstakir erfiðleikar sem komu upp í göngunum að þessu sinni enda veðrið mjög gott og f7>'*r -Z. t: mannskapurinn vanur. Það er aðallega veðrið sem ræður því hvernig til tekst með göngumar og við höfum verið allt ■ Ungir sem aldnir hjálpuðust við að draga í dilka. SNJORINN HJÁLPAÐI OKKUR” — rætt við Guðgeir Sumarliðason f jallkóng í Skaftártungum / ■n. ■ ■ Dogun KodakDisk Ijósmyndunar á íslandi! Þú myndar nýjan heim á nýjan hétt. PETERSEN HF

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.