Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 42
26 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR ÞR IÐ JA G R Á Ð A N FULLT NAFN: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Barnfóstra, blaðberi, flokksstjóri í vinnuskóla, blaðamaður á Skessuhorni, Fókus og Fréttablað- inu, dagskrárgerðarmaður á RÚV, ritstjóri á Skessuhorni og nú dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: Ég er fædd í september 1980. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti tveimur mánuðum áður en John Lennon lést tveimur mánuðum síðar. Hvenær varstu hamingjusömust? Ég er tiltölulega hamingjusöm í dag. Ef þú værir ekki fjölmiðlakona hvað myndirðu þá vera? Atvinnu- laus. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Íbúðin mín. Hún kostaði reyndar ekki nema 6,6 milljónir þá. Það þykir væntanlega ekki mikið í dag. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Afleysinga- kennari sagði bekknum mínum að jólasveinninn væri ekki til. Helm- ingurinn af okkur fór að gráta og ég var í þeirra hópi. Fannst ég illa svikin. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? Ég bý ekki í Reykjavík heldur á Akra- nesi, en væri til í að búa í Ástralíu einhvern tímann. Uppáhaldssjónvarpsmaður/ kona allra tíma og af hverju? Mér finnst Andy Rooney í 60 Minutes yndislegur. Hann lítur út fyrir að vita sínu viti. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Engin fyrirfram ákveðin dagskrá, góður félagsskapur og nægur svefn. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Það væri lygi að halda því fram að ég hefði blómstrað sem flokksstjóri í vinnuskólanum. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Undirdjúpin við strendur Taílands eru mögnuð. Ef þú ættir tímavél, hvert mynd- irðu fara og af hverju? Ég myndi fara aftur til ársins 1888 og sjá til þess með einhverjum ráðum að Adolf Hitler færi í lakið. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Já, já, flest. Ég er alltaf svo önnum kafin við að skipuleggja verkefni næsta dags. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég er frekar sátt við farinn veg. Það yrðu helst einhver tískuslys sem ég myndi afstýra. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Þegar vinkona mín sagði mér að hún hefði borgað 48 þúsund fyrir tannslípun á chihuahua-hund- unum sínum fyrir jólin. Áttu þér einhverja leynda nautn? Haribo-hlaup. Það er reynd- ar ekkert leyndarmál. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Ég var að klára Glerkastalann um daginn. Hún var fín. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Bróður míns. Hann er eitthvað á þriðja metra. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? George Bush. Mér sýnist á öllu að hann skrapi botn- inn í mannlegu eðli. Uppáhaldsorðið þitt? Á einhver uppáhaldsorð? Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Ég er enn þá að bíða eftir að einhver finni upp rykfrí hús. Hvaða manneskju verður þú að taka viðtal við áður en þú deyrð? Jón Jónsson. Mig þyrstir í að vita af hverju hann leyfir alltaf að kreditkortin hans séu notuð í aug- lýsingar. Hver verða þín frægu hinstu orð? Takk og bless. Hvað er næst á dagskrá? Ég er í þessum töluðu orðum að hoppa upp í flugvél á leið til Manchester. Ætla að sjá Manchester Utd. - Chel- sea á sunnudag. Andy Rooney er yndislegur Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur nýverið tekið við hlutverki þáttastjórnanda Íslands í dag. Anna Mar- grét Björnsson fékk hana í þriðju gráðu yfirheyrslu. SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Í ÍSLANDI Í DAG „Myndi fara aftur til ársins 1888 og sjá til þess að Adolf Hitler færi í lakið.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Á uppleið Sólin. Þrátt fyrir að úti sé oftast svartamyrkur er sólin sannarlega að rísa hærra á himni. Stofan heima. Ef fólk á að halda sig innandyra og frá partíhöld- um er önnur helgi ársins sannarlega helgin til þess. HTP-töflur. Skammdegið í janúar getur oft verið ávísun á dapurt skap. Um að gera að koma seratónín heilans í rétt jafnvægi með góðu mataræði og bætiefnum. Bakaðar kart- öflur. Ódýr og næringar- rík máltíð. Prufið þær með bráðn- um osti, bökuðum baunum eða beikoni og sveppum. Orðið „smart“ . Sést meira að segja í leiðbeiningum um hvernig á að sjóða pasta. „Smart“ að láta ekki spagettíið klessast saman. ■ Á niðurleið Jólatré. Nú er síðasti séns að henda þeim út og gera hreint fyrir ferskt nýtt ár. Hvernig væri svo að endurskipuleggja stofuna? Afeitrun. Allir að keppast við að fasta eða spúla sig út með Epsom-söltum. Einung- is ávísun á átraskanir og viturlegra væri að borða eðlilegan hollan mat og fara í góða göngutúra. Að tala um fjármálaráðherra sem dýralækni. Orðið heldur þreytt grín. Háir hælar. Okkur er öllum enn þá svo illt í fótunum eftir gamlárs- og nýársfögnuði. Diskóseríur. Jólin eru búin svo í guðanna bænum takið niður skærar ljósaperur sem minna á Disneyland eða rauða hverfið í Amsterdam. MÆLISTIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.