Fréttablaðið - 10.01.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 10.01.2009, Síða 52
36 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > LITRÍKT BRÚÐKAUP Fergie segist ætla að klæðast fjólubláum, rauðum eða svört- um brúðarkjól þegar hún gift- ist unnusta sínum frá árinu 2004, Transformers-stjörnunni Josh Duhamel, í Los Angeles á laugardaginn. Vinir söngkon- unnar vilja þó meina að kjóll- inn muni alltaf koma til með að vera klassískur, einfaldur og að öllum líkindum hann- aður af Calvin Klein, uppá- haldshönnuði söngkonunnar. Stórstjörnur á borð við Thierry Henry og John Terry dásama íþróttahæfileika Péturs Jóhanns Sigfússonar, leikarans knáa, í síð- asta þættinum af Atvinnumennirn- ir okkar. Þetta segir Auðunn Blön- dal, stjórnandi þáttanna. Henry og Terry telja að Pétur Jóhann hafi yfir að búa gríðarlega miklum hæfileikum á íþróttasviðinu og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar hann lagði skóna á hilluna. Meðal annarra sem leggja orð í belg eru Ólafur Stefánsson, Eiður Smári og Guðjón Valur Sigurðs- son. Að sögn Auðuns voru allir meir en til í að taka þátt í „gríninu“ enda fer ekki mörgum sögum af íþróttaafrekum Péturs. „Þáttur- inn verður byggður upp þannig að Pétur hafi verið svo mikill afreks- maður í öllum íþróttum að hann gafst loks upp enda gat hann ekki valið á milli,“ útskýrir Auðunn. Að sögn sjónvarpsmannsins gerði leikarinn sér þó lítið fyrir og mætti á æfingu hjá meistaraflokki Vals í knattspyrnu. Frammistaða hans þar varð þó ekki til þess að hann fékk samning hjá félaginu sem leikmaður. fgg Stjörnurnar dásama Pétur Jóhann FJÖRUGUR LOKAÞÁTTUR Auðunn Blöndal hefur heimsótt marga af fremstu íþróttamönn- um þjóðarinnar; Pétur Jóhann verður hins vegar stjarnan í síðasta þættinum. Popparinn Michael Jackson er fluttur aftur til Los Angeles til að endurlífga tónlistarferil sinn. Jackson, sem eitt sinn kallaði sig konung poppsins, hefur skrifað undir leigusamning til næstu tólf mánaða í Bel Air-hverfinu þar sem hann mun dvelja í sjö herbergja lúxusvillu. Kostar leigan hundrað þúsund dollara á mánuði, eða tæpa tólf og hálfa milljón króna. Jack- son bjó áður á búgarðinum Never- land, eða þangað til hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Að sögn talsmanns Jacksons flutti hann inn í húsið fyrir einum mánuði. Stefnir hann á nýja plötu og tónleikaferð á þessu ári eftir að hafa farið huldu höfði undanfarin ár. Fluttur í nýja lúxusvillu MICHAEL JACKSON Popparinn heims- frægi er fluttur til Los Angeles í von um að endurlífga feril sinn. DÝRKAR PÉTUR John Terry er meðal þeirra sem leggur orð í belg og talar um gríðarlega hæfileika Péturs Jóhanns sem knatt- spyrnumanns. Söngkonan Hera Björk Þórhalls- dóttir syngur lagið Someday í úrslitaþætti dönsku Eurovision- keppninnar í danska ríkissjón- varpinu 31. janúar. Lagið er eftir laga- og textahöfundana Christinu Schilling, Jonas Gladnikoff, Dani- el Nilsson og Henrik Szabo. Jonas hefur áður átt lög í Eurovision- keppnum í Búlgaríu, Albaníu og Litháen. Um útsetningu og upp- töku lagsins sáu þeir Søren Bund- gaard og Lars „Dille“ Diedricson sem samdi sigurlag Eurovision árið 1999, Take Me To Your Hea- ven, sem Charlotte Nilsson söng fyrir hönd Svía. Í sömu keppni lenti Selma Björnsdóttir í öðru sæti með lagið All Out Of Luck og var aðeins hársbreidd frá sigri. Hera Björk stígur á svið í dönsku Eurovision-keppninni ásamt fimm manna bakraddakór sem skipaður er dönskum og sænskum söngkonum. Hera í danskri Eurovision-keppni HERA BJÖRK Hera syngur lagið Someday í úrslitaþætti dönsku Eurovision-keppn- innar 31. janúar. Lily Allen segir dáleiðslu vera ástæðu þess hve mikið hún hefur grennst upp á síðkastið. Holdafar söngkonunnar hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki, ekki síst eftir að kílóin fóru að hrynja af henni á síðustu mánuðum. Lily fór í dáleiðslu til dávaldsins Susan Hepburn, sem kenndi Lily að velja hollari og fituminni mat í stað skyndibitamáltíða og að sleppa áfengi sem inniheldur mik- inn kaloríufjölda. Söngkonan greiddi hvorki meira né minna en 600 dollara fyrir hvern tíma hjá Hepburn, en dáleiðsla í megrunarskyni nýtur sívaxandi vinsælda meðal fræga fólksins í Los Angeles og New York. Kílóin hrynja af Lily eftir dáleiðslu SPENGILEG Lily Allen hefur grennst töluvert síðustu mánuði eftir að hún fór í dáleiðslu hjá Susan Hepburn í megrunarskyni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.