Fréttablaðið - 11.01.2009, Side 10

Fréttablaðið - 11.01.2009, Side 10
10 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR Best klæddu konur ársins 2008 Undir lok hvers árs taka helstu tískubiblíur heims saman lista af þeim konum sem þeir telja bera höfuð og herðar yfir aðrar hvað klæðaburð varðar. Anna Margrét Björnsson rýndi í valinkunn tískurit og kynnti sér konurnar sem sérfræðingarnir settu hæst á lista. FORSETAFRÚIN Samband Sarkozys Frakk- landsforseta við fyrrum fyrirsætuna og söng- fuglinn Cörlu Bruni vakti upp miklar gagnrýn- israddir í fyrra en eftir að þau gengu í heilagt hjónaband hefur Bruni sannarlega slegið í gegn. Bruni byrjaði að ganga í fötum eftir hönn- uðinn Christian Dior og þótti takast fullkomlega upp með forsetafrúarstílinn. Hún gengur mikið í klassískum flíkum sem jafnvel minna á flíkur Jackie Kennedy frá sjötta áratugnum og er oft- ast í flatbotna skóm þar sem Sarkozy er höfðinu lægri en hún. TÍSKUDÍVAN Ritstýra franska Vogue hefur ætíð verið efst á listum um best klæddu konur heims og í ár settu tímaritin Vanity Fair og Elle hana á stall með áhrifamestu konum á tískuna í heiminum. Hér sést hin fimmtíu og fimm ára Roitfeld á tískusýn- ingu Celine á síðustu tískuviku í Parísarborg þar sem hún er búsett. LEIKSTÝRAN Sofia Coppola, dóttir Francis Ford Coppola, sem hefur sjálf leikstýrt myndum eins og Lost in Translation og Marie Antoinette þykir hafa sérstak- lega smekklegan stíl. Sofia blandar saman klassískum hátískuflíkum við gallabuxur og flatbotna ballerínuskó og sést reglulega í hönnun vinar síns Marcs Jacobs. Hér sést Sofia einmitt á tískusýningu Jacobs fyrir vorið 2009 í New York. SÉRSTÖK OG DULARFULL Breska leik- konan Tilda Swinton þykir mjög falleg og sérstök, sem fatasmekkur hennar endurspeglar. Hún vakti mikla athygli fyrir frumlegan kjól sem hún klæddist á síðustu óskarsverðlaunum og fer gjarnan ótroðnar slóðir í fatavali. Hér sést hún á kvikmyndahátíð í Feneyjum í ágúst. HIPP OG KÚL-STÚLKAN Breska fyrir- sætan og sjónvarpskonan Alexa Chung hefur toppað lista yfir best klæddu konu Bretlands undanfarin tvö ár. Tískublöð- in hrífast af frumlegum stíl hennar en sjálf segist hún vera undir miklum áhrifum frá tísku sjöunda áratugarins. „Mig langar að klæða mig eins og Marianne Faithful, Francoise Hardy og Jane Birkin,“ útskýrir hún. Chung seg- ist vera hissa yfir því að vera nefnd ein best klædda kona Bretlands þar sem henni finnist allar konur í hipp og kúl-hverfinu Shoreditch klæða sig eins og hún. STRIPPARINN Erótíski dansarinn Dita Von Teese, sem einnig er fyrrverandi eiginkona dauðarokkarans Marilyn Manson, þykir hafa sérstakan og fallegan stíl. Hún klæðist fötum í anda fjórða áratugarins – aðsniðnum drögtum og kjólum sem ýkja líkamslínur hennar. Von Teese notar einnig farða og hárgreiðslu í anda stríðsár- anna og sést á fremstu bekkjum á helstu tískusýning- um heims. Hér sést hún í veislu í Los Angeles í október. VERÐANDI FORSETAFRÚ Konan sem trónir efst á listum allra helstu tísku- blaða um best klæddu konur heims er eiginkona verðandi forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama. Michelle Obama þykir stórglæsileg og bera mikinn þokka og klæða sig smekklega en þó að sama skapi djarflega. Michelle þykir einnig minna á fyrrverandi forsetafrúna Jackie Kennedy. Hér er Michelle á styrktarsamkomu fyrir eigin- mann sinn í júní síðastliðnum. TÖFFARINN Skoska fyrirsætan Agyness Deyn þykir hafa akkúrat það útlit sem flottast þykir í dag. Hún er með stutta strákaklippingu og aflitar á sér hárið og gengur gjarnan í fötum sem minna á pönk áttunda áratugarins. Tískuhönnuðir dýrka hana og hún veitir mörgum breskum hönnuðum innblástur við línur sínar. Hér sést hún á gangi í New York síðastliðið haust. KVIKMYNDA- STJARNAN Gwyn- eth Paltrow þótti sýna og sanna á rauða dreglinum í sumar að hún hefði engu tapað í kynþokkanum þrátt fyrir að vera orðin tveggja barna móðir og þrjátíu og sex ára gömul. Hún mætti á frumsýningu Iron Man í knallstutt- um kjól sem sýndi fagurlega lagaða leggina og hefur verið áberandi í tískublöð- um síðan fyrir djarft fataval. Paltrow, sem er gift popparanum Chris Martin í Coldplay, leggur áherslu á heilbrigðan lífsstíl og heldur sér í formi með jóga og pilates. UMDEILD STJARNA Fyrrum kryddpían og eiginkona fótboltaleikarans David Bekcham, Victoria, er þekkt fyrir gífurlegan áhuga á tísku. Sérfræðingarnir hafa hingað til verið ötulir við að gagnrýna fataval hennar sem þótti ósmekklegt á köflum en nú virðist „posh spice“ hafa verið tekin í sátt. Tískuspekúlantar voru sammála um að Victoria Beckham hafi tekið sig á í fatastílnum og klæði sig nú í klassískar og stílhreinar flíkur sem minna á leikkonuna heitnu Audrey Hepburn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.