Fréttablaðið - 11.01.2009, Page 16
MENNING 4
B
öðvar Guðmundsson
skáld varð sjötugur á
föstudag. Vinir hans og
samferðamenn fagna
honum með afmælis-
hátíð í kvöld í Íslensku óperunni.
Böðvar er fæddur í Hvítársíðunni,
kominn af skáldum og hagyrðing-
um og alinn upp í horfinni sveit sem
hann hefur skoðað og mært í sögum
sínum. Gömlum Borgfirðingum
rann blóðið til skyldunnar við lestur
þeirra verka og gamlar kerlingar
röktu saman þræði sögunnar við
horfna menn og fornar slóðir. Ekki
síður en Borgfirðingar máttu gera
þegar sagnabálkur hans af vestur-
ferðum úr héraðinu birtist fyrir
fáum árum, slapp óséður inn á
markaðinn við lítil hróp útgefand-
ans en náði samt til sinna: þúsundir
lesenda hreifst með í þessum brot-
um af örlagasögum borgfirskra
smælingja: exodus Íslendinga er
enda að stórum hluta ónumin náma
sagnaskáldum með ótal örlagaþráð-
um og ævintýrum, harmsögum og
glópagulli.
Böðvar hóf sinn feril seint þótt
það orð færi af honum þegar á
menntaskólaárum að honum væru
nánast allir vegir færir í bundnu
máli, rétt eins og öðrum Borgfirð-
ingum, Þorsteini frá Hamri og Jóni
Helgasyni. Hann virtist í upphafi
ætla að feta þá slóð, setja saman
ljóðasöfn smáljóða með blöndnum
brag. En að honum kom skáldskap-
ur úr annarri átt: tækifærisvísan og
söngkvæðin, sem frændur hans,
Guðmundur Sigurðsson og Magnús
Þór Jónsson, lögðu fyrir sig. Í
honum fullnaðist ættfylgja báðum
megin, ekki aðeins leikandi kveð-
andi, heldur líka sú gáfa að ljóst
samsetningin vitinu svo úr varð
speki og spaug, það sem skilur milli
rímbullara og skálda.
Líkast til hefur Böðvar snemma
verið of fjölhæfur. Hann var bæði
forn og sveitamaður í besta skiln-
ingi orðsins. Róttækur var hann og
gagnrýninn og hvað gera yfirvöldin
með svoleiðis menn? Þau láta þá inn
í kennslustofu til að kenna ungling-
um hinn opinbera arf. Ofan í kaupið
var Böðvar of fjölhæfur og sér til
að passa vel í skapalón útgefenda:
ljóðskáld, textasmiður, söngvinn,
leikritaskáld, skáldsagnahöfundur.
Betur að sér um sögu en inntak
íslenskra bókmennta en flestir
útgefendur sem voru að upplagi
flestir sölumenn, í besta falli prent-
arar. Og þegar tók að fjölga í þeirri
stétt krökkum með bókmennta-
fræðipróf var hann einfaldlega ekki
nógu fínn. Hin yfirgefna höll mód-
ernismans þurfti ekki slíkan hús-
karl, langt var enn í að þar birtust
ungir sóparar sem dauðhreinsuðu
ruslið úr snyrtu hofi tómleikans. Ef
litið er til útgefendasögu Böðvars
má rekja glámskyggni útgefenda
um áratugaskeið.
Böðvar var einn forkólfanna í
Alþýðuleikhúsinu fyrsta, sem á
tímabili var kallað norðandeildin.
Hann smíðaði verk fyrir leikflokk
Arnars Jónssonar og Þórhildar,
merkilega tilraun til að búa til
alþýðuleikhús með pólitísku inn-
taki. Það setti hroll að borgara-
skapnum sem aldrei mátti hafa
grun um samfélagslega merkingu
án þess að missa vatn. Eins og títt
er um hugsjónaríkar hreyfingar
var Alþýðuleikhúsið fyrra sprett-
hart fyrirbæri og áhrif þess láku
inn í Alþýðuleikhúsið seinna, LR,
Þjóðleikhús og Nemendaleikhús. Í
öllum tilvikum voru textar Böðvars
í þann tíma sóttir í liðna tíð og hin
sögulegu efni nýtt til að varpa ljósi
á samtímann. Hann átti upphaf að
smíði einleikja fyrir leikara og
mættu yngri menn gjarnan rifja þá
upp. Þegar hann kom aftur inn í
leikhúsið seint á níunda áratugnum
var hann enn að skoða samfélag á
skilum. Er miður að sá þráður var
ekki lengra spunninn.
Bókaútgefendur gátu aftur treyst
á Böðvar sem þýðanda og gerðu
það. Hann átti ekki aðgang inn í
leikhúsið aftur þótt söngmál hans
fyrir barnaóperuna Kalla og
sælgætisgerðina bæri meistara
sínum órækan vitnisburð um brag-
list af miklu hugflæði. Það voru
síðan stóru bækurnar, vesturfara-
sögurnar tvær, sem opnuðu honum
leið á leiksvið í annarra leikgerð-
um, en leikhúsið rúmar ekki þau
verk. Til þess eru þau of stór, væru
varla tæk á tjald eða skjá svo njörv-
að er efnið í skáldsöguformið. Eins
og alþjóð veit. Og hann bætti síðan
betur með hinum stóru bréfasöfn-
um Íslendinga frá tímum vestur-
ferðanna.
Með tímanum hefur söguskyn
Böðvars þróast eins og gerist með
menn sem þroskast, sem við gerum
sum. Í síðustu bók sinni, Sögum úr
síðunni, eru tök sögumannsins á
aðskiljanlegum efnum fáguð í feg-
urð textans, undirbygging merk-
ingarinnar mild en lituð háðhvörf-
um sem stillir striti mannsins og
flónsku í samhengi alheims og
eilífðar.
Og í dag kemnur út bók með söng-
vísum hans og smákvæðum, þann
dag þegar tryggir vinir hans efna
til samsætis að fornum sið. Megi
hann lengi lifa, horskur og hress.
Vale.
VAKA BÖÐVARS
Ráðherrann var sagður ekki standa sig
Bankastjórinn hvæsir ekki benda á mig
krónan minnir á slappan tóman lók
skákin er byrjuð en það vantar einn hrók
brenndu börnin á fiðlurnar sarga
ekki mér að kenna að þingheimur gargar
Byltingin lá í lofti árið tvöþúsund og níu
á nesinu beið fólkið eftir vorsins kríu
sem var á leiðinni en villtist oní öldu
drukknaði og vorið það andaði köldu
Hatrið og tortryggnin tóku af okkur ráðin
tók einhver upp lafþunnann þráðinn
og sagði þetta var ræfils ræða
hvar var byltingin sem átti allt að græða
hulin andlit í máttvana reiði
og einstaka spurning hvað er hér á seyði
Byltingin lá í lofti vorið tvöþúsund og níu
vetrargul hjörtun þráðu aðeins hlýju
atvinnuleysið sem stjórnlaus eldur
íslenski refurinn varð svangur og hrelldur
Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn læsti okkur inni
Auðjöfrarnir virðast hafa tapað minni
Á Þingvöllum vindurinn vældi í kjarri
fólkið missti húsin sín gæfunni fjarri
bankar hækka lánin með glóandi tangir
og dagarnir urðu óendanlega langir
Bylting lá í lofti vorið tvöþúsund og níu
Hver var ekki á þeim tíma kominn með klígju
Byltingin einhver sagði hún bara kom og fór
Vill einhver segja mér var hún lítil eða stór
Verðbréfarándýrin hurfu á einni nóttu
eins og bankabréfin sem draugarnir sóttu
og brenndu í beinni sparnað afa og ömmu
og skuldfærðu allt á barnið, pabba og mömmu
og enginn má öskra verða verulega reiður
því þá verður ráðherrann hræðilega leiður
Bylting lá í lofti vorið tvöþúsund og níu
okkur var sagt að kannski tvöþúsund og tíu
yrðu gjaldþrotin færri og fólk héldi velli
ekki nema örfáir sem þyrftu að búa í helli
Skuldirnar uxu múgurinn var sviðinn
einhverstaðar var einhver að strjúka feitan kviðinn
Um æru og ábyrgð megum við heyra
og sá sem ætti að nota orðin lýgur bara meira
og þvælir um að þjóðin verði að standa saman
í þjóðargjaldþroti getur alveg verið gaman
Bylting lá í lofti vorið tvöþúsund og níu
þjóðin lá með krónunni í skítugri stíu
ég sá múrstein fljúga en enga hvassa teina
ráðherrann fölur sagði þau eru að reyna
Sá sem missir heimilið og vinnuna um leið
og sparnaðinn í bankanum hann velur þá reiði
velur heiftina og slæst í hennar för
hann hefur rétt á að berjast og skjóta sinni ör
að berjast fyrir réttlæti allir ættu að gera
þó það kosti fangelsi þá verður svo að vera
Byltingin lá í lofti vorið tvöþúsund og níu
ímynd þjóðar útötuð í græðgisspýju
þeir rændu land og þjóð skófu innað beini
en sjálfir hafa góssið sitt vandlega í leyni
Kanski varð bylting vorið tvöþúsund og níu
kanski komst nýtt fólk í skjól og hlýju
og bankar voru seldir gæðingum flokka
og nýir menn byrjaðir í þjóðinni að fokka.
VORIÐ SEM ANDAÐI KÖLDU
Bubbi Morthens
Fjölhæfur
höfundur,
talandi skáld
og ekki við
eina fjöl-
ina felldur.
Gengur til
sauða sinna
daglega – í
Danmörku.
BÓKMENNTIR
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
Böðvar Guð-
mundsson á
afmælishátíð
Jónasar
Hallgrímssonar í
Kaupmannahöfn
en meðal rita
hans er ævisaga
Jónasar sem
farið hefur lágt.
Sérfræðingar
í saltfiski
466 1016
- Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu
- Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar
- Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur
- Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood