Fréttablaðið - 11.01.2009, Page 26

Fréttablaðið - 11.01.2009, Page 26
MENNING 6 F áar frumsýningar á nýjum sviðsetningum verða þó í boði í janúar. Hinn forni frumsýning- ardagur Leikfélags Reykjavíkur, hinn 11. janúar, verður ekki virkur vegna mikill- ar aðsóknar að kassastykkjum vetrarins, Fló á skinni og Fólkinu í blokkinni, sem hafa sópað áhorf- endum til Leikfélags Reykjavík- ur og sett starfsemi í Borgarleik- húsi nýtt viðmið, aldrei hefur verið eins mikil aðsókn í húsið og á þessu hausti og eru áhorfendur þar teknir að nálgast 100 þúsund. Næsta frumsýning í húsinu er Rústað eftir Söru Kane á Nýja sviði hinn 30. janúar og síðan Sannleikur Péturs Jóhanns 5. febrúar á Litla sviði. Laddi snýr aftur með sína vinsælu afmælis- sýningu með tveimur sýningar- kvöldum 24. og 29. janúar en hann er kominn með vel yfir sextíu þúsund gesti og hefur að auki selt hátt í þrjátíu þúsund mynddiska af sýningunni sem var tjaldað til einnar nætur fyrir tveimur árum. Í Þjóðleikhúsinu er Hart í bak vinsælasta verkið sem nú er í sýningum en á stóra sviðinu eru að auki sýningar á þorpsdrama Jóns Kalman, Sumarljósi. Á sunnudaginn kemur verða sýn- ingar teknar upp á brúðuleikhús- verki Bernt Ogrodnik, Klókur ertu, Einar Áskell. Hinn 24. verð- ur frumsýnt í Kassanum ljúfsárt drama, Heiður, í leikstjórn Bjarna Hauks en höfundurinn er hin ástr- alska Jóhanna Murray Smith. Áratugir eru síðan ástralskt verk var sýnt hér á landi en það var í Þjóðleikhúsinu í Sautjándu brúð- unni sem lýsti örlögum farand- verkamanna, löngu áður en hug- takið varð til. Áfram verður haldið sýningum í Íslensku óperunni á Janis 27 en vetrarfrumsýningu Óperunnar hefur verið frestað vagna fjár- hagslegrar stöðu. Á Landnámssetrinu í Borgar- nesi er haldið áfram sýningum á einleikjunum Brák og Mr. Skalla- grímsson og á Saltfisksetrinu í Grindavík eru sýningar á 21 manns saknað. Sjálfstæðu leik- hóparnir fara sér nú hægt: Mögu- leikhúsið er á ferð með Sæmund fróða og Draumasmiðjan með Ég á mig sjálf. Í Hafnarfirði er tekin upp sýning LA og Vesturports á Dubbeldusch og þar er einnig efnt til tveggja aukasýninga á Steinar úr djúpinu sem LabLoki setti á svið þar fyrir jól. Systur eftir þær Láru Stefánsdóttur og Ástrósu Gunnarsdóttur verður sýnd á Akureyri 23. og 24. janúar en þá verður yfirstaðin frumsýning á nýju verki í Rýminu 16. janúar. Það er nýtt íslenskt leikverk, Falið fylgi, eftir Bjarna Jónsson í leik- stjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar, sem þá verður frumsýnt. Er þegar uppselt á fimmtán fyrstu sýning- arnar en fáanlegir eru enn miðar á aukasýningu 24. janúar. Janúarmánuður hefur löngum verið drjúgur í aðsókn hér á landi, en í febrúar taka leikhúsin að keppa við þorrablótin og árshátíð- irnar. Þá taka líka að birtast sýn- ingar áhugamannafélaga af ýmsu tagi, bæði í skólum og á vegum áhugamannafélaganna. En ef ráða má af auglýstum sýningum ætla leikhúsin að sækja millljónatugi í vasa almennings næstu þrjár vikur. BJARTSÝNI RÍKIR Í LEIKHÚSUM Starfsemi leikhúsanna er komin á fullt eftir hlé desembermánaðar. Boðið er upp á hátt í fi mmtíu sýningar í landinu fram til mánaðamóta í Reykjavík, Hafnarfi rði, Borgarnesi, á Akureyri og í Grindavík. Um fi mmtán þúsund sæti verða í boði og eru mörg þeirra þegar seld. LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Dubbeldusch eftir Björn Hlyn: Kristjana Skúladóttir, Harpa Arnardóttir, Davíð Guðbrandsson og Hilmar Jónsson. það kemur upp aftur og er lagað að kreppunni. MYND LA/VESTURPORT/GRÍMUR BJARNASON Tríó Reykjavíkur heldur sína árlegu nýárstónleika í Hafnarborg á sunnudaginn en þar hefur hópurinn aðsetur. Hefjast þeir kl. 20 og er slegið á léttari strengi en oft áður: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson troða upp og taka lagið við undirleik tríósins. Fimmmenningarnir munu að venju koma víða við og leiða tónleika- gesti inn í hrífandi og fjölbreyttan heim tónlistar, sem alls staðar hefur notið framúrskar- andi vinsælda. Flutt verða lög úr söngleikjum eftir George Gershwin, Frank Loesser, Irving Berlin, ragtime- tónlist eftir Scott Joplin, Havanaise og Svanurinn eftir C. Saint-Saëns, aríur úr Marziu greifafrú og Sardasfurstynjunni eftir Emmerich Kálmán að ógleymdum Sardas eftir Monti. Einnig verða lög eftir Paganini, Offenbach og Johann Strauss. Meðlimir Tríós Reykjavíkur eru Peter Máté píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Trío reykjavíkur ásamt söngvurum við æfingar í vikunni MYND FRÉTTABALÐIÐ/GVA Í þessari viku verða tveir upplestrar í gömlu Iðnó á leikriti Michael Frayn, Copenhagen, eða Kaupmannahöfn eins og það er kallað í þýðingu Árna Bergmann. Það eru Sveinn Einarsson og Vigdís Finnbogadóttir sem standa fyrir flutningnum en þau Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan og Jakob Þór Einarsson flytja verkið. Á sínum tíma var Copenhagen vinsælt verk og sýnt víða um heim í afar einföldum sviðsetningum. Í verkinu gerir Frayn sér mat úr frægum og umdeildum fundi Niels Bohr og Werner Heisenberg í Kaupmannahöfn 1941. Heisenberg var nemandi Bohr en þeir voru báðir í hópi frumherja við rannsóknir á klofningu atómsins og þróun kjarnorkunnar. Verkið kannar á meistaralegan hátt vináttu og traust, varhug og tryggð. Frayn er kunnur hér á landi af verkum sínum Svaldri og Villi- hunangi. Stærstu sigrar hans á liðnum árum eru Kaupmannahöfn og Lýðræði, en þar gerir hann sér mat úr frægu njósnamáli Günter Guillaume, náins samstarfsmanns Willy Brandt, sem var um ára- bil á mála hjá austurþýskum yfirvöldum. Það var gefið út þýtt af Vilborgu Sigurðardóttur og Jóni Ólafssyni í Ritinu og stóð til að leiklesa það í húsi Hæstaréttar á vegum Þjóðleikhússins en fallið var frá þeirri hugmynd vegna réttarmála. Upplesturinn á Kaupmannahöfn verður í Iðnó þriðjudaginn 14. og miðvikudaginn 15. og hefst kl. 20. Er þetta í fyrsta sinn sem þau þrjú, Þorsteinn, Valgerður og Jakob, leika í Iðnó eftir 20 ára fjar- veru. Hér gefst einstakt tækifæri til að sjá og heyra þau Valgerði og Þorstein í hlutverkum á sviði, en þau hafa ekki komið fram á sviði um langt skeið, en eru hér í hlutverkum sem henta þeim afar vel. Valgerður hefur lítið leikið um langt árabil en Þorsteinn komið fram í hlutverkum í sjónvarpi og kvikmyndum. Þau Vigdís og Sveinn hafa sett í gang Vonarstrætisleikhúsið til að kynna erlend verk hér á landi. Samkvæmt Fréttablaðinu sóttu þau um styrk í fyrra til sviðsetningar verksins en fengu ekki og ráðast því í leiklestur á því nú til að byrja með. Frá samlestri: Valgerður, Þorsteinn, Sveinn, Vigdís og Jakob Þór. Tríó í Hafnarborg Örlög mikilmenna Leikhúsin hyggjast í þessum mánuði sækja þúsundir gesta og tugi miljóna í tekjur á vin- sælar leiksýningar og fásóttari verk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.