Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2009, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 11.01.2009, Qupperneq 31
SUNNUDAGUR 11. janúar 2009 Rannsóknaþjónusta LEONARDÓ STARFSMENNTUN S T O F A N - L E O 0 0 4 NÁMSKEIÐ Í GERÐ UMSÓKNA UM YFIRFÆRSLUVERKEFNI INNAN LEONARDÓ STARFSMENNTAÁÆTLUNAR ESB MÁNUDAGINN 19. JANÚAR KL. 13-15 Í NÁMU, SAL ENDURMENNTUNAR HÍ, DUNHAGA 7 Styrkir eru veittir til skóla og stofnana sem sinna starfsmenntun til að aðlaga og yfirfæra þekkingu og aðferðir sem hafa verið þróaðar í öðrum löndum til nýrra markhópa og starfs- greina í fleiri Evrópulöndum. Dæmi um verkefni: ••• innleiðing nýrra kennsluaðferða og yfirfærsla og þýðing námsefnis ••• þróun færni og hæfni kennara og leiðbeinenda í starfsmenntun ••• nýjar aðferðir í vinnustaðaþjálfun ••• mat á raunfærni og réttindum ••• efling starfsgetu hópa sem eru í áhættu, s.s. nemenda í brottfallshættu Þátttakendur í verkefnum eru a.m.k. 3 aðilar frá jafnmörgum Evrópulöndum. Veittir eru styrkir til 12-24 mánaða og styrkupphæðir nema allt að 300.000 evrum. Séríslensk forgangsatriði gilda fyrir umsóknir um Leonardó yfirfærsluverkefni 2009 og umsóknir sem falla að þessum forgangsatriðum fá viðbótarstig í mati. Þau eru: ••• Gegnsæi í iðn- og verknámi, raunfærnimat og viðurkenning á færni einstaklinga ••• Efling starfshæfni og færni hópa sem standa höllum fæti vinnumarkaði Umsóknarfrestur vegna yfirfærsluverkefna er til 27. febrúar 2009. Námskeið í gerð umsókna verður haldið mánudaginn 19. janúar í Námu, sal Endurmenntunar HÍ, kl. 13-15. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 525 4900 og með tölvupósti á lme@hi.is. Hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað símenntunarstöðva á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.leonardo.is Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Dunhaga 5, 107 Reykjavík AGA Gasol® 15-21 Afgreiðsla ÍSAGA, Breiðhöfða 11, er opin virka daga frá kl. 8 til 17. Þú færð allar nánari upplýsingar um AGA Gasol hylkin, þrýstiminnkara, slöngur og sérlausnir hjá umboðsmönnum okkar og í þjónustuveri ÍSAGA í síma 577 3000. Þú s ér ð in ni ha ld ið ! IS A -3 4 4 – ÍD E A g rafísk h ö n n u n Heimsend ingarþjónu sta NÝR Alla daga afgreiðslu tími heimsend ingarþjónu stu Árlegur Jólasveinagjörn- ingur var haldinn í Nýlista- safninu á þrettándanum. „Þetta er í rauninni bara mjög hefðbundin jólaskemmtun,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartans- son sem stóð fyrir árlegum Jóla- sveinagjörningi á þrettándanum ásamt Ásmundi Ásmundssyni í Nýlistasafninu. Ragnar og Ásmundur hafa staðið fyrir við- burðinum síðustu sjö árin við góðar undirtektir og ekki var annað að sjá en að jafnt ungir sem aldnir skemmtu sér konunglega á þessum síðasta degi jólahátíðar- innar. Jólasveinar skemmtu gest- um og gangandi og Ragnar segir þá félaga ætla að halda verkefn- inu áfram um ókomna tíð. - ag ÞRETTÁNDAFLIPP Í NÝLÓ JÓLIN KVÖDD Korena og Julianna mættu í Nýlistasafnið á þrettándanum. BROSMILDAR Sóley Magnúsdóttir og Brynja Bjarnadóttir voru glaðar í bragði á Jólasveinagjörningnum. FLOTTIR Kári Jónsson, Dagur Óli Jónsson og Jón Hallur Stefánsson skemmtu sér vel. Í JÓLASKAPI Það vantaði ekki jólaskapið á þessum síðasta degi jólahátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Chris Cornell, fyrrum söngvari Soundgarden og Audioslave, hefur tekið upp nýja sólóplötu með hjálp upptökustjórans Timb- a land. Platan nefnist Scream og kemur út 9. mars. Lögin á henni tengjast öll innbyrðis á þann hátt að hvert lag flæðir inn í hitt. Sagt er að Cornell og Timbaland hafi haft meistaraverk Pink Floyd, The Wall, til hliðsjónar við gerð plötunnar. Cornell, sem spilaði í Laugardalshöll árið 2007, hefur látið hafa eftir sér að platan sé sú besta sem hann hafi komið nálægt á ferlinum. Hann ætlar að fylgja henni eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í febrúar. Plata með Timbaland CHRIS CORNELL Timbaland var upp- tökstjóri á nýjustu plötu söngvarans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.