Fréttablaðið - 11.01.2009, Qupperneq 33
SUNNUDAGUR 11. janúar 2009
Umboðsmaður Jimmys Page,
Peter Mensch, hefur dregið til
baka fyrri yfirlýsingar sínar og
segir að Led Zeppelin muni ekki
halda áfram störfum án söngvar-
ans Robert Plant. Fréttablaðið
greindi frá því á fimmtudag að
Mensch teldi líklegt að Led
Zeppelin myndi á næstunni taka
upp nýja plötu og leggja upp í
tónleikaferðalag. Nú horfir
öðruvísi við. „Led Zeppelin eru
búnir,“ sagði Mensch í viðtali við
Music Radar. „Ef þú sást þá ekki
árið 2007 þá misstirðu af þeim.
Þetta er búið, ég get ekki sagt það
skýrar.“
Mensch segir að þremenning-
arnir Jimmy Page, John Paul
Jones og Jason Bonham hafi
prófað nokkra söngvara sem áttu
að koma í stað Roberts Plant en
enginn þeirra hafi þótt nógu
góður.
Zeppelin
hættir við
LED ZEPPELIN HÆTTTIR ENDANLEGA
Jimmy Page verður að finna sér eitthvað
annað að gera, nú þegar útséð er með
að Led Zeppelin haldi áfram störfum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Madonna byrjaði árið á nýju
mataræði til að reyna að líta út
fyrir að vera að minnsta kosti tólf
árum yngri. Hin fimmtuga
poppdrottning er staðráðin í að
halda í unglegt útlit sitt og hefur
fengið hjálp næringarfræðinga til
að setja saman nýjan kúr fyrir
hana sem uppistendur aðallega af
laxi og öðrum feitum fiski. Auk
mataræðisins mun hún auka við
líkamsræktaræfingar.
Bróðir söngkonunnar, Christop-
her Ciccone, vill meina að hún
hafi farið í andlitslyftingu, en það
kom fram í bók hans, Life with
my sister Madonna, sem kom út í
fyrra. Hann segir andlitslyfting-
una hafa breytt útliti hennar
mikið og þegar öllu sé á botninn
hvolft sé hún einmana þrátt fyrir
heimsfrægðina sem hún nýtur.
Madonna
á laxakúr
ALLT FYRIR ÚTLITIÐ Madonna eyðir
háum fjárhæðum í að halda sér ung-
legri.
Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu
2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24
ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria
Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Hún ku
vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við David
Bowie, Gary Numan og Kate Bush.
„Það er ótrúlegt að svona margir vilji skrifa um mig
og gefa mér tækifæri. Ég er virkilega þakklát fyrir
það,“ sagði Hesketh. Einn þeirra sem hefur mikið álit
á henni er Joe Goddard úr danssveitinni Hot Chip,
sem hefur einnig tekið upp nokkur af lögum hennar.
Samkvæmt lista sem er birtur á heimasíðu BBC
lenti rokksveitin White Lies í öðru sæti, söngkonan
Florence and the Machine í þriðja og ástralska sveitin
Empire of the Sun í því fjórða. Athygli vekur að bæði
White Lies og Florence and the Machine spiluðu á
Iceland Airwaves-hátíðinni í haust við góðar undir-
tektir. Sérstaklega þóttu tónleikar Florence eftirtekt-
arverðir.
Á sama lista á síðasta ári var Adele talin líklegust
til vinsælda, í öðru sæti var Duffy, The Ting Tings
lenti í því þriðja og Glasvegas í fjórða. Allir þessir
flytjendur vöktu mikla athygli á síðasta ári og því
greinilega óhætt að taka mark á listanum.
Little Boots slær í gegn á árinu
LITTLE BOOTS Little Boots er talin líklegust til afreka á þessu
ári.
www.solskinsdrengurinn.is Verkefnið er styrkt af
Sýnum
samhyggð
og samstöðu
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA