Fréttablaðið - 11.01.2009, Page 34

Fréttablaðið - 11.01.2009, Page 34
18 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is MasterCard Mundu ferðaávísunina! Búdapest New UNITED STATES Requirement for Visa Waiver Program Travelers Get yourESTA today Don’t Delay Effective January 12, 2009, an ESTA travel authorization will be compulsory for all VWP travelers to board an air or sea carrier to the United States. ESTA, a new Internet system for advance authorization to travel to the United States under the Visa Waiver Program (VWP), is available in multiple languages. Apply online at https://esta.cbp.dhs.gov Go online at www.cbp.gov/esta to learn more about the new travel requirement. > Bikardagur í körfunni Subway-bikarinn í körfubolta er á dagskrá í dag. Það er sannkallaður stórleikur í Vesturbænum þar sem hið ósigraða lið KR tekur á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Vesturbænum klukkan 19.15. Keflavík hefur þegar tapað einu sinni í Vesturbænum í vetur og hyggur eflaust á hefndir. Stjarnan tekur svo á móti Val á sama tíma. Það er líka stórleikur í Subway-bikar kvenna er Haukar taka á móti KR að Ásvöllum en sá leikur hefst klukkan 17.00. Ísland tapaði fyrir Dönum, 30-29, á fjögurra þjóða æfingamóti í gær. Íslenska liðið fékk þrjú tækifæri til þess að jafna en klúðraði þeim öllum og því sluppu Danir með skrekkinn gegn löskuðu liði Íslands. Íslenska liðið byrjaði leikinn betur en Danir komust smám saman á bragðið og leiddu í hálfleik. Heimamenn höfðu drjúga forystu um tíma í síðari hálfleik en íslenska liðið neitaði að gefast upp eins og svo oft áður. Þeir söxuðu á forskot Dananna, fengu tækifæri til að jafna en það gekk ekki upp. Logi Geirsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk og þeir Rúnar Kárason og Þórir Ólafsson skoruðu fimm. Björgvin Páll Gústavsson varði átta skot og Magnús Gunnar Erlendsson tvö. Magnús Gunnar, sem er markvörður Fram, var síðasti leikmaðurinn til að koma í hópinn en hann mætti til Dan- merkur á föstudag eftir að Hreiðar Guðmundsson hafði meiðst. „Það var hringt í mig klukkan fimm á fimmtudag og ég flaug út á föstudagsmorgun. Þetta kom allt mjög brátt og óvænt upp en var afar ánægjulegt að fá kallið. Ég hef ekki enn tekið æfingu einu sinni með liðinu. Ég spila bara,“ sagði Magnús sem hefur spilað vel með toppliði Fram í N1-deildinni og fór mikinn í deild- arbikarnum á milli jóla og nýárs. „Mér gekk vel í deildarbikarnum og ætli það hafi ekki orðið þess valdandi að ég fékk kallið. Þessi deildarbikar var greinilega ekki óþarfur eftir allt saman,“ sagði Magnús léttur og hló við. Hann fékk stutt tækifæri gegn Rúmeníu á föstudag en aðeins fleiri mín- útur í gær. „Danirnir voru að keyra aðeins yfir okkur í upphafi síðari hálfleiks og Bjöggi fann sig ekki alveg. Ég kom því inn og varði tvö skot en þetta var erfitt enda mörg hraðaupphlaup. Engu síður mjög gaman og ágætt að hafa varið aðeins,“ sagði Magnús og bætti við að það væri afar gaman að fá að upplifa stemninguna í landsliðinu. Hann mun þó ekki sleppa við flenginguna sem allir nýliðar fá í sturtu. „Hún kemur eftir síðasta leikinn. Ég er ekkert búinn að gleyma henni. Það er ekki laust við að það sé ákveðinn tregi í tilhlökkuninni,“ sagði Magnús léttur. MAGNÚS GUNNAR ERLENDSSON: VAR KALLAÐUR ÓVÆNT INN Í ÍSLENSKA HANDBOLTALANDSLIÐIÐ Deildarbikarinn var greinilega ekki óþarfur FÓTBOLTI Fyrsti leikur AC Milan í ítölsku deildinni síðan David Beckham gekk í raðir félagsins fer fram í kvöld. Þá spilar Milan á útivelli gegn Roma. Carlo Ance- lotti, þjálfari Milan, hefur staðfest að Beckham byrji á bekknum. „David er tilbúinn þó svo hann hafi ekkert spilað í tvo mánuði. Það er engu síður erfitt að réttlæta að setja hann í byrjunarliðið,“ sagði Ancelotti en Beck- ham spilaði 45 mínútur með Milan. - hbg Fyrsti leikur Beckhams á Ítalíu fer fram í kvöld: Becks byrjar á bekknum MYND/123.IS/ FRAMMYNDIR FÓTBOLTI Stuðningsmenn Liverpool grétu enn og aftur tvö töpuð stig í gær er liðinu mistókst að skora gegn Stoke City á Britannia. Enn eitt jafnteflið gegn „minni liðun- um“ staðreynd en Liverpool er þrátt fyrir það á toppnum. Blaðamenn spurðu Rafa Benit- ez, stjóra Liverpool, að því hvort árás hans á Sir Alex Ferguson í vikunni hefði verið truflun fyrir hans menn. „Ég hef ekki trú á því. Þegar lið eru á toppnum þá vilja þau vinna, sama hvaða leik þau spila. Við þurfum, og vildum, sigur í dag burtséð frá þessum blaðamanna- fundi,“ sagði Benitez og bætti við. „Ferguson er búinn að stýra United í 22 ár og þetta mál hefði getað komið upp hvenær sem er. Af hverju ekki um daginn? Mér fannst það vera rétti tímapunktur- inn. Ég var að hugsa um að verja mitt lið. Mér fannst nóg vera komið og því steig ég þetta skref.“ Arsenal var lengi vel í vandræð- um með Bolton í gær en danski varamaðurinn Nicklas Bendtner kom Arsenal til bjargar með því að skora eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, játaði að það væri mikill léttir að hafa inn- byrt öll stigin. „Við erum að synda gegn straumnum og það hefði verið vont að tapa stigum gegn Bolton. Við vorum mjög sterkir í vörninni og nú höfum við unnið þrjá 1-0 leiki sem er sterkt. Við verðum að halda áfram að einbeita okkur að einum leik í einu því hver leikur er afar erfiður,“ sagði stjórinn franski. „Það stefni vissulega lengi vel í 0-0 enda vorum við ekki nógu beittir fyrir framan markið. Við lönduðum þessu síðan með því að breyta í gamla góða 4-2-4 kerfið,“ sagði Wenger kátur. Grétar Rafn Steinsson var í leik- banni og lék því ekki með Bolton. Það eru mikil vandræði á Bolton og stjórinn, Gary Megson, gat aðeins verið með þrjá útileikmenn á bekknum. henry@frettabladid.is Brotlending á Britannia Liverpool missti enn og aftur af mikilvægum stigum er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Stoke á Britannia-vellinum. Liðið er þrátt fyrir áfallið á toppi deildarinnar. Arsenal vann seiglusigur á Bolton sem lék án Grétars Rafns. SVEKKELSI Steven Gerrard trúði vart því sem var að gerast á Britannia í gær. Hann skaut í stöng undir lok leiksins. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.