Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 7 ■ Gömul mynd af Vesturhöfninni. Reykjavík var stækkuð um 100 þúsund fermetra ■ Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra. háleit markmið stofnskrár hinna Sam- einuðu þjóða. Krafan um raunhæfar aðgerðir í afvopnunarmálum er eindregnari nú en verið hefur um langt skeið. í ljósi þess er sorglegt að þurfa að viðurkenna að árangur af sérstaka auka allsherjar- þinginu um afvopnun, sem hér var haldið á liðnu sumri, varð nánast enginn. Við verðum því fyrst um sinn að láta okkur nægja og treysta því að áþreifanlegur árangur verði af viðræðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um samdrátt í birgðum þeirra af nokkrum helstu tegundum kjamavopna, MBFR- viðræðunum í Vínarborg og starfi afvopnunamefndarinnar í Genf, og svo að sjálfsögðu af starfi Madrid-fundarins um öryggi og samvinnu í Evrópu ef hann leiðir til samkomulags um ráðstefnu um traustvekjandi aðgerðir og afvopnun í Evrópu. Framkvæmd afvopnunar verð- ur að byggjast á gagnkvæmnisgrund- velli. Annað væri hvorki raunsætt né réttlætanlegt. f>að þarf að stefna að jafnvægi - ekki ógnarjafnvægi heldur jafnvægi, sem byggist á samdrætti vígbúnaðar en ekki aukningu. Sem fulltrúi eyþjóðar er byggir lífsafkomu sína á lifandi auðlindum hafsins hlýt ég að lýsa yfir sérstökum áhyggjum af auknum vígbúnaði í hafinu og þá ekki síst auknum flota kafbáta, búnum kjamavopnum. Það þarf ekki styrjöld, heldur aðeins slys við óhag- stæðar aðstæður, til að eyðileggja efnahagsgmndvöll slíkra þjóða. Því undirstrika ég það sérstaklega, að réttu viðbrögðin við andstöðu fólks á megin- löndum Evrópu og Ameríku gegn enn meiri fjöldun kjarnavopnaflauga í lönd- um þeirra em ekki að flytja þessi vopn í hafið heldur að semja um raunverulega fækkun. Aðeins með því móti verður dregið úr þeirri ógn sem af þessum vopnum stafar. Hafréttar- sáttmáli Ég hef gert hafið hér að umræðuefni. Það hefur verið eitt hinna stóru verkefna Sameinuðu þjóðanna að vera vett- vangur fyrir gerð sáttmála allra ríkja um réttarreglur á því svæði sem nær yfir hvorki meira né minna en tvo þriðju hluta jarðar. Eftir langt og erfitt starf liggur nú fyrir texti sem flestar þjóðir heims hafa lýst yfir, að þær geti sætt sig við. Slíkur texti getur aldrei uppfyllt alla óskadrauma en ég leyfi mér að fullyrða að hann sé eina raunhæfa málamiðlunin, sem tekur eðlilegt tillit til óska og þarfa þeirra meira en 150 þjóða sem átt hafa hlut að máli. Ég vil því skora á þær þjóðir, sem enn eru ekki reiðubúnar að samþykkja þennan samning, að endur- skoða afstöðu sína. Með aðild allra þjóða að hinum nýja hafréttarsáttmála getum við afstýrt því að upp komi harðar deilur milli einstakra ríkja um ýms hafréttarleg atriði og þannig stigið mikilvægt skref í átt að þeim heimi, sem við stefnum að í stofnskrá samtaka okkar. Ég hef hér að framan einkum fjallað um ríki og það virðingarleysi sem alltof oft lýsir sér í þeim samskiptum. Að sönnu er það venjulegast einstaklingur- inn, maðurinn, sem verður fórnar- lambið í slíkum tilvikum, en yfirskynið er trygging hagsmuna eins ríkis gagnvart öðru. Hins vegar er það svo á ábyrgð hvers ríkis, og raunar skuldbinding sem öll ríki þessara samtaka hafa tekið á sig, að tryggja virðinguna fyrir manninum og réttindum hans. Þessi skuldbinding er því miður ekki virt af fjölmörgum þeirra ríkisstjórna, sem hér koma fram fyrir hönd þess fólks sem lönd þeirra byggir, og raunar miklu fleiri ríkisstjórnum en þeim sem þó fylgja að öðru leyti skuldbindingum sínum um samskipti milli rt'kja. Er ég ræði um grundvallar mannrétt- indi hlýt ég að flokka undir þau rétt hvers mannsbarns til réttlátrar hlut- deildar í auðlegð heimsins. Önnur mannréttindi eru lítils virði þeim, sem ekki horfir fram á annað en hungur- dauðann. Það verður því að vera eitt af megin markmiðum samtaka okkar að stuðla að því að hvert það barn sem fæðist í þennan heim fái nægan mat, heilbrigðisþjónustu og menntun við sitt hæfi. Þverrandi sultur, minnkandi hemaðarútgjöld og vaxandi virðing fyrir alþjóðlegum skuldbindingum mættu gjarna verða einkunnarorð þessa alls- herjarþings. ■ Það er gömul listgrein á fslandi að túlka úrslit kosninga, og í raun og veru minnist maður þess ekki að kosningar hafi tapast, því stjórn- málamönnum tekst ávallt að sýna fram á sigur, jafnvel þótt flokkurinn hafi goldið afhroð. Og það sama verður reyndar uppi á teningnum, þegar menn útskýra sigra sína í hreppsnefndum, eða í þinginu. Þeir eru túlkaðir af öngvu minni tilþrif- um, og eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki minni listgrein. En það er svo með alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, að í raun og veru er kosið um ákveðin mál, eða þau, sem efst eru á baugi hverju sinni. Önnur mál, þótt þýðingarmikil séu, koma aldrei upp á það yfirborð stjórnmála, þar sem kosningabarátt- an er háð. Að þeim málum eða hinum síðartöldu, er bara unnið. Gott dæmi um þetta er Reykjvíkur- höfn, en á tíma vinstri stjórnar í Reykjavík, var óvenju mikið unnið að framkvæmdum, og gömlum draumum sjómanna og úgerðar- manna þótt eigi væru þau mál höfð í brennidepli í kosningunum. Þó tókst ef til vill í fyrsta skipti í mörg ár, að skila góðu verki, er dregist hafði úr hömlu, og skal nú vikið að því nánar. 1 raun og veru er unnt að skipta sögu Reykjavíkurhafnar ! fáeina aðal kafla. f upphafi var Reykjavík- urhöfn aðeins hentugt skipalægi, án hafnarmannvirkja. Menn reru til fiskjar á opnum skipum úr lenging- um, aðallega úr vestur- og miðbæjar- vörum. Kaupför lágu við festar í vari af Örfirisey. Reglur um útræði og uppsátur, voru hinar sömu og giltu á öðrum stöðum í landinu, en fyrir 126 árum var stofnuð hafnarnefnd, eða einu ári eftir að verslunin var gefin frjáls. Nefndinni var ætlað að gjöra bryggju og bæta aðstöðuna. Það var áfangi, þótt ekki skilaði hann miklu verki, svona til að byrja með. Um aldamótin var þó farið að ræða alvarlega um hafnargerð í Reykjavík. Vinna við hafnargarð- ana, er nú umlykja höfnina, hófst árið 1913, og þeim var lokið árið 1917. Leit þá höfnin út, eins og sýnt er á myndinni (Vesturhöfnin) Með hafnargörðunum frá 1917, hefst svo næsti áfangi, sá að byrjað var að fylla höfnina með grjóti. Milljón tonn af grjóti fóru ofan í þessa náðarvík aldamótanna. Og um tíma leit helst út fyrir að íhaldinu tækist að fylla höfnina alveg með grjóti. Þetta er svona dálítið draugalegur kafli.-sem vert væri að gjöra nokkur skil, en það verður að bíða. Bryggjur voru gerðar, en grjótburður í höfnina hafði allan forgang. Næsta tímabil er öllu merkilegra, en það hófst árið 1960, er borgin réðist í gerð Sundahafnar, þrátt fyrir örðugan fjárhag. Þar eru nú miklar viðlegur, og í vinstri stjórn i borginni vannst sá árangur, að í fyrsta skipti fóru meiri vöruflutningar fram um Sundahöfn, en um gömlu höfnina og segir það sína sögu. Fjórði og seinasti áfangi þessarar sögur er svo uppbygging fiskihafnar- innar, sem lengi hafði verið á dagskrá, en lítið hafði orðið úr verki. Sumsé að ætla fiskvinnslunni stað í Vesturhöfninni, gömlu, en vöruskip- um í austanverðri höfninni, það er að segja þeim hluta hennar sem ekki var búið að fylla með stjórnargrjóti íhaldsins. í raun og veru voru allir sammála um þessa stefnu, en ekkert gerðist í raun og veru, fyrr en nú, að hafist var handa af vinstri mönnum og í góðu samstarfi við „stjórnarandstöð- una“ við að koma skipulagi á gömlu höfnina. Gjörður hefur verið við- legugarður norður úr Örfirisey, þar sem strandflutningaskipin munu lesta. Olíuskip full af bensíni eða olíu, verða því ekki lengur á ferðinni í innri höfninni. 100.000 fermetra landfylling er nú um það bil fullgerð vestur af Ægisgarð. Þar fær Bæjarútgerðin m.a. einhverja þá bestu aðstöðu, sem unnt er að skapa fiskvinnslu- firma og er fyrsta áfanga nú lokið eða byggingu frystigeymslu. Fjölmargar nýjar starfsstöðvar og fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fengið þarna lóðir , þar sem áður var blár sjór. Fiskibílar eru hættir að eyðileggja fisk í Tryggvagötu í sólskini. Öllum fiski er nú landað í Vesturhöfninni, og eftir fáeina mánuði, þegar lokið er við styrkingu og gerð Austur- bakka, þá verður fiskiðnaðurinn laus við farmskipin, sem aðeins munu koma í Vesturhöfnina til að sækja þangað afurðir, en á það má líta sem part af fiskiðnaði. Bæjarútgerðin fær nú sjávargötu skamma og getur flutt sig af Bráðræðisholtinu með allan fisk, þannig að þetta er partur af nýrri sókn í útgerð. Olían, tertubotnarnir, timbrið, gaddavírinn, aðföng iðnað- arins, innskotsborðin og hvað það nú allt er, á ekki lcngur neina leið um fiskihöfnina. Öryggi eykst líka mikið, þegar þúsund tonna skip full af bensíni verða ekki lengur að valkóka innan um fiskiflotann. Mestu munar þó, að fiskurinn er nú hættur að liggja í sólbaði á vörubílum niðri í Tryggvagötu og vinstri menn eru búnir að stækka borgina um hundrað þúsund fer- metra. Jónas Guðmundsson, skrifar ■ Allsherjarþing S.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.