Tíminn - 09.10.1982, Page 6

Tíminn - 09.10.1982, Page 6
6 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdaatjórl: Gfall Sigurðsson. Auglýslngaatjórl: Steingrfmur Gfslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjóri: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atll Magnúason. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgasoa(fþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstfn Leifsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. LJósmyndlr: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsaon, Kristfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfml: 18300. Kvðldsfmar: 86387 og 86392. Ver& f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Askrlfl á mánu&l: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. 37,50% ■ Mikinn hvalreka hefur nýlega boriö á fjörur Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins. Til sögunnar hefur komið nýr reiknimeistari, sem virðist meira en jafnoki Kjartans Jóhannssonar í talnavísindum, þegar um stærð fiskiskipastólsins er að ræða. Hann telur sig hafa reiknað það út nákvæmlega, að togaraflotinn sé 37.50% of; stór, hvorki meira né minna. Morgunblaðið og Alþýðublaðið hafa gripið þessa tölu fegins hendi. Bæði blöðin virðast álíta að hún sé rétt. Þau krefjast svo aðgerða á grundvelli þessa útreiknings. Af skrifum þeirra virðist ekki annað ráðið en að þau vilji minnka togaraflotann um 37.50%. Galdurinn við minnkun togaraflotans er allur sá, að dómi þeirra að láta arðsemissjónarmið ráða. Þá muni hlutirnir lagast af sjálfu sér. Þetta er ekki ný kenning hiá bessum flokkum. Þeir fylgdu henni, þegar þeir fóru með stjórn. Stefnan í sjávarútvegsmálum var sú á.stjórnarárum þeirra 1959-1971 að láta arðsemissjónarmið ráða. Sam- kvæmt því var togaraflotinn algerlega vanræktur og var nánast úr sögunni, þegar þessir flokkar létu af völdum. Á sama tíma og arðsemissjónarmiðið lagði togaraflotann þannig í rúst, var síldveiðiflotinn efláur langt úr hófi fram, því að sæmileg síldveiði var í nokkur ár. Menn kepptust við að ná í síldargróðann. En allt í einu, og fiskifræðingum á óvart, reyndist síldarstofninn þrotinn og þjóðin stóð uppi með mikinn skipastól, sem illmögulegt reyndist að nota. Mikill vandi hefði þá steðjað að þjóðinni, ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs að efla togaraflotann að nýju. Sú velmegun sem þjóðin hefur búið við síðasta áratug, byggist öðru fremur á eflingu hans. Reynsla áranna 1959-1971 sýnir best, að við stjórn fiskveiðanna má ekki láta arðsemissjónarmiðið eitt ráða. Það verður að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Þess ber einnig að gæta, að hin mikla aukning togaraflotans á undanförnum árum, rekur að verulegu leyti rætur til þess, að margir hafa litið á togaraútgerð sem arðvænlega atvinnugrein, þótt þar gætu skipzt á skin og skúrir eins og á öllum öðrum sviðum. Hjá stjórnvöldum liggja nú fleiri beiðnir um leyfi til að kaupa togara og mun ásóknin í fjárfestingu vart vera meiri á öðrum sviðum. Stjórnvöld geta því ekki látið arðsemissjónarmiðinu það einu eftir að ráða stærð togaraflotans eða annarra atvinnugreina. Þau verða að hafa þar hönd í bagga jafnt til að hindra óeðlilegan samdrátt eða ofvöxt. Það mál þarf því að athugast vel áður en til samdráttar eða aukningar kemur, hver sé eðlileg stærð togaraflotans og annarra veiðiskipa. Það er meira en fljóthugsað hjá Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu að slá því föstu, að minnka beri togaraflotann um 37.50%. En ljóst er af skrifum áðurnefndra blaða, hvar sá samdráttur togaraflotans á að verða. Þau telja ofvöxtinn vera að miklu leyti verk Byggðasjóðs. Að dómi þeirra hefur efling togaraflotans á útgerðarstöð- um vestra, nyrðra og syðra, orðið of mikil og þar á því skerðingin að verða. Þ.P, á vettvangi dagsins Fangelsaðir í Friskó ■ San Framsiskó er í hugum margra friðsældarinnar borg. Því vakti það almenna undrun þegar 24 Samhygðar- Samhygð og afnám ofbeldis félagar, sem voru að leggja sitt af mörkum til þess að afnema hvers konar ofbeldi, voru skyndilega handteknir þar og fangelsaðir fyrir engar sakir nú fyrir skömmu. Enn furðulegra var atvikið vegna þeirrar staðreyndar að borgarstjóri San Fransiskó, Dianne Feinstein, hafði opinberlega gefið út yfirlýsingu þessa efnis að vegna ágætra starfa Samhygðar hefði hún ákveðið að helga 18. september 1982 því að Gera jörðina mennska, en að því beinist einmitt starf Samhygðar. Fylgir þýðing á yfirlýsingu hennar hér með ásamt ljósriti af .frumritinu. Þann 18. september vár haldin mikil hátíð í San Fransiskó undir kjörorðinu „Hinn mennski maður er að fæðast“ og voru hinir handteknu einmitt að bjóða fólki til hennar þegar þeir voru teknir fastir. Eins og áður segir beinist sjálfboða- starf Samhygðar að því að afnema hvers konar ofbeldi, og ekki síst að því að hver og einn taki til við að útrýma sínu innra ofbeldi. Þegar við tölum um ofbeldi eigum við við hvaðeina, sém snýst gegn lífinu og hindrar vöxt þess og þróun. Hér á eftir fer aðalræða hátíðarinnar í San Fransiskó og nefnist hún einmitt Samhygð og afnám ofbeldis, og langar mig til þess að fara þess á leit við ykkur að þessi ræða fáist birt með tilheyrandi formála. Samhygð og afnám ofbeldis Við höfnum ofbeldi sem er grund- vallarvandamál líðandi stundar. Öll átök einstaklingsins og þjóðfélagsins eiga rætur sínar í einhvers konar ofbeldi. Við gerum greinarmun á mismunandi tegundum ofbeldis, og erum ekki aðeins að vísa til þess sem er mest áberandi, þ.e. líkamlegs ofbeldis, sem beitt er í stríði eða pyntinga, hryðjuverka, póli- tískra morða, líkamsárása og líkamlegra refsinga. Við þekkjum líka efnahagslegt of- beldi þegar einhver hagnast á öðrum. Einnig kynþáttaofbeldi sem felst í mismunun og aðskilnaði. Og trúarbragðaofbeldi sem kemur fram sem ofstæki og skortur á um- burðarlyndi. Það er einnig til andlegt eða sálrænt ofbeldi sem upphefst innan fjölskyld- unnar, heldur síðan áfram í menntun- inni og endar með því að unga kynslóðin er svæfð og gerð að niðurrifsmönnum. Með þessu móti opnast hyldýpi milli kynslóðanna, hyldýpi sem ógnar jafn- vægi einstaklinganna og þjóðfélagsins. Við skulum því ekki reka up stór augu þegar einhver bregst við með líkamlegu ofbeldi þegar sá hinn sami hefur orðið fyrir ómennskum andlegum þrýstingi, efnahagslegu óréttlæti eða skorti á umburðarlyndi. Og ef þessi viðbrögð koma okkur á óvart er það annað hvort vegna þess að við höfum hagsmuni af óréttlætinu (og í því tilfelli er „undrun“ okkar fölsk) eða það er vegna þess að við sjáum aðeins afleiðingamar án þess að veita eftirtekt því sem veldur þessari sprengingu. Ef sjálfsmorð eða geðveiki er sú leið sem einhver hefur valið til þess að flýja raunveruleika daglegs lífs er það vegna þess að sá hinn sami hefur búið við aðstæður þrungnar ofbeldi. Reyndar er til geðveiki sem á sér lífrænar orsakir og sum sjálfsmorð eiga sér stað vegna þess að viðkomandi er haldinn ólæknandi sjúkdómi. En tölumar tala sínu máli. Tilvikin verða fleiri og fleiri með hverjum degi sem líður og sú fjölgun á sér ekki líkamlegar orsakir. Þessi átakanlega upplausn, sem okkur virðist einstaklingsbundin er opinbemn á kerfi sem felur í sér ofbeldiskennda spennu sem þjakar mannlegt samfélag. Einhver kynni að trúa því að einangrun hans eða sambandsleysi við aðra væri hans einkavandamál, en það er staðreynd að í dag hefur einangrun og sambandsleysi áhrif á gífurlegan fjölda fólks. Hvernig getur það þá verið persónulegt vandamál einhvers þegar milljónir manna finna til sama sam- bandsleysis og sömu einangrunar. Já, við erum á móti líkamlegu ofbeldi. Við höfum líka látið í ljós að við séum á móti kjarnorkusprengjunni, í Evrópu, Moskvu og í New York, eins og milljónir friðarsinna hafa gert til þess að sýna heiminum að enn sé til staðar gífurleg uppspretta friðarvilja og vonar. En það em ekki bara þessi vandamál sem við látum okkur varða. Göngumar og yfirlýsingarnar gegn kjarnorkuvopnum em ágætar. En þær eru ekki nóg. Það er nauðsynlegt að hver og einn skýri þetta fyrir sjálfum sér og öðmm. Það er nauðsynlegt að gera óvirka sprengjuna sem innra með okkur sjálfum er að finna. Svo allt þetta verði mögulegt biðjum við um hjálp. Við sendum neyðarkall til allra sjálfboðaliða og biðjum þá að helga menningarmál Tiden norsk forlag ■ „För det blir for sent“ - Atóm- styrjöld eða afvopnun - er nafn bókar sem 27 stjórnmálamenn og vísindamenn skrifa og spyrja spurningarinnar um þriðju og síðustu heimstyrjöldina, hvort hægt sé að komast hjá henni. I formála bókarinnar segja Thorbjörn Jagland og Sverre Berg Johansen, en þeir ritstýra bókinni: „Það segir sig sjálft, að samningar um afvopnun og fækkun atómvopna eiga sér fyrst og fremst stað milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Afvopnun tekst ekki ef þeir sem vopnin hafa vilja ekki losa sig við þau. Sá tími hlýtur þó að vera liðinn þar sem viðræður fara einvörðungu fram milli stórveldanna og samkvæmt skilmál- um þeirra. Litlu og miðlungsstóru löndin hafa sjálfstæða ábyrgð á að sjá til þess, að niðurstöður fáist af samn- ingaumleitunum. Þvf eigum við rétt á og höfum skyldu til að vinna að eigin tillögum og taka okkur frumkvæði í þessum málum. Starfa að því að komi atómvopnalaus svæði kemur þar inn í myndina, sem mikilvægur þáttur." Þetta er einhver mesta og merkasta bók, sem um þessi mál hefir verið skrifuð. Þar er ekki aðeins aðvarað um hvað geti komið fyrir, verði kjarna- vopnakapphlaupinu haldið áfram. Heldur er og reynt að gefa formúlu fyrir hversu stýra skal til slökunar og afvopnunar. Það er Jens Evensen, sem er íslendingum að góðu kunnur, sem leggur fram tillögu að samningi um kjarnavopnalaus svæði í Evrópu í bók þessari. Byggir hann þar á ýmsum samningum, eins og Tlatelolco sam- komulaginu frá 14. febrúar 1967, um að Rómanska Ameríka skuli vera atóm- vopnlaust svæði. Meðal annarra höfunda bókarinnar má nefna: Ölvu Myrdal, John Kenneth Gailbraith, Gro Harlem Brundtland, Kalevi Sorsa, Frank Bamaby, Kai Erikson, Alexander Pihl og Einar Kringlen. Greinum bókarinnar er skift í eftir- farandi aðalkafla. Hiroshima og Naga- saki. Atómvopnakapphlaupið. Hið nýja vopnakapphlaup. Atómafvopnun og eftirlit. Evrópa og atómvopn. Atóm- vopnalaus svæði, Norðurlönd, Evrópa. Atómstyrjöld. Einar Förde, fyrrv. menntamálaráð- herra skrifar sérstakan formála að bókinni og George F. Kenneth eftir- mála. „Einar Gerhardsen 1897-1945,“ heitir fyrra bindið af ævisögu Einars, í meðförum Jostein Nyhamar. Margt og mikið hefir verið skrifað utn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.