Tíminn - 09.10.1982, Síða 7

Tíminn - 09.10.1982, Síða 7
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 7 Fridrik Þorvaldsson: Hvers vegna- ekki? sig því að útrýma ofbeldi. Við biðjum um hjálp svo við getum byggt upp samskiptamiðstöðvar þar sem fóik getur þróað bein og einlæg samskipti, alls staðar í heiminum, í ölum borgum, og öllum hverfum. Miðstöðvar beinna samskipta þar sem tækifæri gefst til þess að skýra þessa hluti fyrir fólki. Miðstöðvar þar sem fólk mun læra að gera óvirka sína innri sprengju. Og þaðan mun gífurlegt siðferðilegt og félagslegt afl koma sem sagt mun geta við þá valdamiklu, þá óréttlátu og þá ofbeldisfullu að ný mannvera sé að fæðast. Mannvera sem fær sé um að starfa ekki aðeins fyrir sjálfa heldur einnig og miklu fremur fyrir komandi kynslóðir. Hjálpið Samhygð, hjálpið okkur að byggja upp nýja mannúðarstefnu, hjálp- ið okkur svo ný mannvera fái litið dagsins ljós, vera sem er laus við ofbeldi, og finnur til samábyrgðar með öðrum. San Francisco 18, sept. 1982 Yfirlýsing Þar sem Samhygð, fyrir jafnvægi og þróun mannsins, sem byggir algjör- lega á sjálfboðastarfi, hverfissamtök um allan heim, starfa af óeigingimi í San Francisco að eflingu mannlegra grunngilda, í innilegu sambandi við aðra, hvað varðar gildi umhyggju og vinna af gleði að því að bæta umhverfi okkar og þjóðfélag; og Þar sem Samhygð hefur á yfir 13 ára ferli sínum, sýnt með einföldum gjörðum að hægt er að bæta lífið, raunverulega hamingju og fullnægju einstaklinga, hverfa og þjóðfélaga með jákvæðum samskiptum við aðra; og í>ar sem Samhygð hefur hmndið þessum hugmyndum í framkvæmd í San Francisco með því að auka og efla samband milli nágranna, veita hjálp og uppörvun eldri borgumm sem em hjálpar þurfi, bömum sem skortir félagsskap og einstaklingum sem em einmana og svartsýnir; og Par sem Samhygð á þessum erfiðu tímum þegar svo mikið er um einangmn, ótta og svartsýni, vill leggja áherslu á þörfina fyrir innilegt samband, samhjálp, bjartsýni, trúna á framtíðina og lífsgleðina; og í>ar sem Samhygð, til þess að kynna San Franciscobúum framangreindar mannbætandi hugsjónir, mun halda upp á 18. september ’82, sem „Gerom jörðina mennska" dag í San Fran- cisco; nú Þess vegna er það að ég, Dianne Feinstein, borgarstjóri og sýslumaður San Francisco lýsi því hér með yfir að 18. september 1982 verði „Gemm jörðina mennska" dagur í San Francisco og hrósa ég Samhygð fyrir tilraun þeirra til að hvetja viðhorf friðar og góðs vilja meðal borgara í San Francisco. ■ í nýlegri grein gat ég þess að Kínverjar væm mesta fiskræktarþjóð heims. Nú sé ég í nýjasta hefti Seafood Leader að aðalritstj. þess, Roger J. Fitzgerald, mótmælir þessu óbeint. Hvergi sé meira né betra silungseldi en í Idaho, enda háþróuð ræktun síðan 1870. Hann þakkar þetta m.a. natni bændanna, sem sýni í þessu að vatnaræktarmenn þurfi einnig að búa yfir eðli hirðisins, („You had to be something of a cowboy to raise trout“), og að þeir hafi verið fundvísir á fóður, hvert heldur var að mala í fóðurkögglana afsláttarhross, gamal- kýr eða óræstifugla. (Kínverjar steikja rottur og mýs í seiðin). Ritstjórinn telur að enn óþekkt eðli liridarvatnsins þar í landi eigi drjúgan þátt í því að silungarnir vaxi um einn þumlung á mánuði og nái markaðs- stærð á einu ári. Einn mesti fiskvöxtur sé í 8 pund á 20 mánuðum. Þetta undarlega vatn (magic water) smýgur upp um gjúpan, þykkberg- ham (aquifer) í svo gressilegu magni að einn silungabóndi fær 8000 gall. pr/mín. í sinn hlut með mismunandi hitastigi (geothermal). Þessi náttúru- auðlegð nýtist honum með slíkum yfirburðum að haft er að gamanmáli að „hann hafi eignast einkarétt á að stela“. En ísland á líka mikið og gott vatn. Mér er því ráðgáta að fiskrækt hér á erfitt uppdráttar. Það þarf ekki jarðfræðing til að sjá að skip sem situr blýfast á skeri, getur ekki haldið áfram fðr sinni. Það liggur alveg í augum uppi. Þannig getur hugur fábrotins manns metið auðskilda hluti. Jarðfræðingurinn verður þó betri leiðbeinandi ef nema skal nibbuna burt af hnettinum. Á svipaðan hátt geta okkar ágætu fiskifræðingar orðið liðtækir við ræktunina þegar þar að kemur. Samt hefir einn afkastamesti fisk- ræktarbóndi í U.S.A., Leo Ray að nafni, sagt að fiskirækt sé list en ekki vísindi. („Fish culture today is an art and not a science", og „Fish culturists must work with members of other sciences"). Hann ráðleggur að byrja smátt og vaxa hægt. Þó nú sé lítt minnst á silungsrækt sem búgrein, heldur skuli uppeldi óargadýra verða hið nýja búsílag, þá veit ég ekki hvort sú skipan mála er góð að bændur fari að hangsa á jörðum sínum - bíðandi eftir eins- konar letifé, sem kann að áskotnast þeim sem arður af samyrkjubúum með stefnivarga. Það er einmitt hagfræði, sem ég ekki skil að bújarðirnar verði ekki áfram aðal- vinnustaðir hins ehiprúða bænda- fólks. Og ef jarðvegurinn má ekki lengur gefa sínu fólki lifibrauð þá er vatnið ætíð nærtækt til drýginda. Mannkynið hefir ævarandi þörf fyrir mat og fatnað, og eitt er víst: Plágur og nauðir skella einhvers- staðar á. Þar biður enginn um pelsa. En við gætum átt neyðarbirgðir í léttu formi tiltækar ef þekking og hugsun- arsemi er viðhöfð, t.d. nú þegar kála þarf heilum hjörðum út í óvissuna. Að vísu getur verið arðsamt, svona í og með, að búa til tálgripi, en það er massinn - mannfjöldinn, sem ber markaðina uppi. Það var a.m.k. mín trú meðan ég var og hét. Svo sé ég ekki að sú venja þurfi að vera eilíf að sækja alit fiskæti á haf út með tilkostnaði, sem er í ósamræmi við allan launastíl í landinu. Opinber skýrsla frá 1980 sýnir að meðallaun fiskimanna voru 19-29 millj. kr. á árinu. Dæmi voru þó um 14-16 millj., en skýrslugjafinn tekur fram að „mjög margir sjómenn taka mun lengra orlof en aðrir vegna erfiðs og slítandi starfs“. Meðaltalið sýnir þí upphæð án þess að „fullt ársverk“ hafi komið á móti. Til samanburðar má geta þess að ónæðissamir flutninga- menn t.d. hjá Bs. Selfoss höfðu 6 millj. Þessi launamismunur leiðir m.a. til þess að þegar vatnaframleiðslan kemst í gagnið lendir hún inn á rándýrum markaði svo auðvelt verður að ryðja henni þar til rúms. Þegar síðan margfeldiáhrif bú- stofnsins og aukin reynsluþekking komast á eðlilegt stig ætti lögmál aukins framboðs að auka neysluna með lækkuðum prísum. Þá er ekki lítils um vert að samhliða auknum fiskiðnaði myndaðist þama vinnumarkaður við allsherjar úr- gangsnýtingu, fóðurgerð, smíðar og allan margvíslegan framleiðsluferil. Þessvegna spyr ég: Hversvegna ekki? Friðrik Þorvaldsson. auk þess að vera formaður menningar- nefndar Verkamannaflokksins og stefnunefndar sama flokks. Gefur því auga leið, að hann þekki vel til starfa Einars Gerhardsen. Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Maðurinn og starfið. Æska. Túnaðar- maðurinn (þar er fangavist gerð skil). Síðan kerhur kafli um sumarbústaðinn, Kristi Rolighet, sem oftast var sam- komustaður uppreisnarmanna. Stríðs- árin. í þýskum fangabúðum og loks Forsætisráðherra og flokksformaður. Halda mætti að þetta væri nær allt þurr pólitísk upptalning, svo er ekki. Nyhamar hefir tekist að gæða frásögn sína ótrúlega miklu lífi. Meðal annarra bóka frá Tiden í ár má nefna þýðingu Knut Ödegaard á kvæði Einars Skúlasonar, Geisli. Kvæði þetta um Ólaf helga, þar sem hann er Geisli kvæðisins hefir verið gefið út í sérstak- lega vandaðri útgáfu, inyndskreyttri af Björn Björnebo, sem einnig mynd- skreytti hina fallegu útgáfu sama forlags á Lilju Eysteins fyrir 3 árum. Sigurður H. Þorsteinsson líf og störf Gerhardsens, bæði af honum sjálfum og öðrum. Þó verður að segja sem er, að þetta er fyrsta heilsteypta ævisagan, sem samin er um manninn, sem var forsætisráðherra Noregs í 17 ár. Hann varð jafnframt vipsælasti stjórmálamaður, sem Noreg- ur hefir átt á þessum tíma, þótt hann væri svo til óþekktur, er hann varð fyrst ráðherra, 1945. Að vísu hafði hann verið áhrifamikill í verkalýðshreyfingunni allt frá 1920. Auk þess að hafa gegnt mörgum trúnaðarstörfum, varð hann svo miðstjórnarmaður 1921. Hann verður svo formaður sambands ungra jafnaðarmanna og ritari flokksins, bæði í Osló og landsflokksins. Annars er óþarfi að fara að tíunda störf Einars Gerhardsen hér. Svo margir íslendingar þekkja hann, ekki aðeins af afspurn, heldur og persónulega, að fyrir íslenska lesendur er fengur að þessari ævisögu sem gerir persónunni og lífhlaupi hennar mjög góð skil, svo góð að ástæða er til að kynna Jóstein Nyhamar nokkuð. Jostein Nyhamar er fæddur 1922. Hann cr fyrst og fremst blaðamaður og í< 'iunn jnCmii fy' irn.mm ■ Ein af skreytingum Björoebo úr Geisla. stjórnmálamaður. Var hann ritstjóri blaðsins Aktuell frá 1959-1974. Frá 1974 hefir hann verið ritstjóri neytenda- blaðsins. Nyhamar hefir verið virkur í stjónmál- um innan Verkamannaflokksins (Jafn- aðarmanna). Hann hefir átt sæti í sveitastjórn Bærum í 10 ár, 1969-1979. Hann er formaður Verkamannaflokks- ins í Bærum og hefir einnig verið formaður verkalýðssamtaka Oslóar, gródur og garðar ■ Gulvíðilauf með (jörosvepp. ■ Lauf af íslenskri þyroirós, sum með ryðsveppi. (Tímamyund GE) Á haust- jafndægrum ■ Þegar þetta er skrifað skarta enn blóm og tré í görðunum. Stjúpu- blómin sýna margvíslegar ásjónur sínar Þið getið athugað hvaða andlitum eða trýnum þau líkjast, - ótal afbrigði, árangur jurtakynbóta. Kornblóm og morgunfrúr, ilm- skúfar, prestafíflar o.fl. o.fl. halda sér jafnan vel langt fram á haust. Haustlitir færast yfir landið, Skrautbúningur trjáa og runna fyrir vetrarsvefninn. Rauðar lynglautir sjást langt að í hlíðum, en í görðum gefur gljámispillinn fegursta rauða litinn. Hann lýsir beinlínis- með eldbjarma sínum núna, en var áður algrænn. En hinn rauði haustlitur þarf sól til að koma í ljós, í skugga ber lítið á honum, eða alls ekki. Reynitegundir roðna stundum, þ.e. laufið, og nú eru reyniberin að verða fagurlega rauð. Þrestirnir kunna vel að meta þau og bera fræin víða. Víðir, birki o.fl. eru að brúnkast, ribsið gerir það síðar. Oft slær gulleitum blæ á víðirunnana, gullnum blæ útum hagann. Gljá- víðirinn er þó enn þá gljáandi grænn, hann heldur mjög lengi grænum laufum sínum, en lifnar seint á vorin. Alaskaaspir rísa eins og súlur upp úr görðunum, hraðvaxta og þráð- beinar. Þær fella nú óðum blöðin, þau liggja eins og hráviði á götunum, vindurinn leikur með þau. Lauf Alaskaaspar eru breytileg að lögun. og stærð, stærstu laufin sem ég mældi reyndust 20 sm á lengd og 10 sm mesta breidd. Stilkur talinn með í lengdinni (3 sm). Á silfurvíði frá Alaska sindrar í golunni á Miklatúni og víðar. Á gulvíði sjást víða svartir upphleyptir tjörusveppablettir, en rauðleitir ryðsveppir á rósum, t.d. þymirós. Sjúkdómar fylgja víst öllum lif- andi verum, og illgresi gróðrinum í þokkabót! Við reytum og sköfum burt arfann, og eyðum með lyfjum í seinni tíð bæði arfa o.fl. illgresi. Stundum getur þetta gengið út í öfgar. Dæmi um það hafa Reykvík- ingar haft fyrir augum á Tjamar- bakkanum við Tjarnargötu í sumar. Þarna hefur verið gróðursett laglegt limgerði úr víði o.fl. og þrfst vel. Gras, sóleyjar o.fl. jurtir sækja þarna að, og hafa unglingaflokkar hreinsað það mesta burt á sumrin, þangað til í sumar, þá voru notuð illgresiseyðingarlyf með þeim ár- angri, að grasið drapst og hefur síðan setið þarna undir mnnunum í sumar visið og herfilega Ijótt. Nei, ef lyf em notuð verður að fjarlægja visnu jurtirnar á eftir. Oger þá nokkur vinnusparnaður að þessu? Víðir og birki vaxa hvarvetna innan um gras út um hagann, það skaðar ekki þegar plöntumar em komnar vel á legg í limgcrðum líka. September kvaddi með laufvindi, laufin svífa, hvirflast nú um götur og torg, liggja í dyngjum þar sem hlé er, þangað til vindsveipur nær þeim. Raunar em þau lágum gróðri talsverð vetrarhlíf. Margt má Iesa á laufunum: rifur og göt eftir skógarmaðka, bletti sem valda skemmdir sveppa og blaðlúsa, lamstur veðra o.s.frv. en græn lauf má að vissu leyti telja undirstöðu lífsins á jörðunni. Ingólfur Davídsson, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.