Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 16
» * Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land^allt Ábyrgð á-öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféiag labriel KÖGGDEYFAR (ijvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36S10 9fmhm FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 Fréttir ■ Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skák Tímamynd: Ella Tímaritið Skák gefur út mótsblað á Ólympíumótinu: „VERÐIIR GEFH) ÚT í 50 ÞdSUND EINTÖKUM” — Rætt við Jóhann Þóri Jónsson, ritstjóra ■ í fyrramálið leggur fríður hópur af stað frá Keflavík til Luzem í Sviss. Þar er um að ræða 15 manns, tölvusetjara, blaðamann, skákmeistara og fleiri sem vinna munu að úlgáfu mótsblaðs á meðan á ólympíumótinu í skák stendur. Það er tímaritið Skák sem ber ábyrgð á þeirri útgáfu og Tíminn hitti ritstjórann, Jóhann Þóri Jónsson og spurði hvernig það hefði komið til að hann tókst á hendur ábyrgð á þessu mikla verkefni. „Það á sér talsvert langan aðdraganda. Þar er fyrst til að taka að á fyrri ólympíumótum hafa verið gefin út mótsblöð, en það er í reglum FIDE að á alþjóðamótum á vegum þess skuli skákir hverrar umferðar gefnar út fjölritaðar daginn eftir að þær eru tefldar. En aðildarlöndum FIDE hefur fjölgað mjög síðasta áratug og þar af leiðandi hafa ólympíumótin vaxið mjög í sniðúm. Á, síðasta ólympíumóti sem haldið var á Möltu fór útgáfan að mestu í rúst. dropar Á mótinu í Luzern verður metþáttaka, þar taka þátt tæplega 100 þjóðir, yfir 150 sveitir karla og kvenna. Þetta þýðir að tefldar verða 300 skákir í hverri umferð. Nú eiga Svisslendingar að sjálfsögðu góða menn í svona útgáfu, þeir eiga gott skákblað og eru þekktir fyrir sína prentlist. Þeir leituðu nú samt eftir því að fá til samstarfs við sig einhvern sem hefði reynslu í útgáfu af þessu tagi. Mörg þekkt bókaforlög buðust til að takast þetta á hendur, en mótshaldarnir hikuðu við samninga. Það var svo í tengslum, við eitthvert afmæli hjá Svisslendingum að þeir buðu Friðriki Ólafssyni til sín og spurðu hann í lciðinni um útgáfustarfsemi okkar, mótsblöðin frá Reykjavíkurskákmótunum, «em hafa fengið mikla viðurkenningu og einvígisblaðið, sem við gáfum út meðan á einvígi Fischers og Spasskís stóð. Ég fór út til Sviss og ræddi við þá. Og þar sem ég hef haft þann draum að við héldum næsta ólympíumót hér á landi, þá ákvað ég að slá til. Eftir talsvert samningaþóf, þar sem ég naut góðrar aðstoðar Rangars Aðalsteins- sonar, lögfræðings, voru samningar undir- ritaðir. Hvernig hefur svo undirbúningi verið hagað? Samningarnir voru ekki undirritaðir fyrr en 3. september s.l. svo að það var ekki langur tími til stefnu. Ég byrjaði á að ræða við ýmis forlög og þekkta útgefendur úr skákheiminum, þeim leist öllum vel á hugmyndina, en vildu ekki fjárfesta í blaðinu fyrr en þeir sæju það. Ég breytti því um starfshætti og skrifaði skáktímaritum og bókasöfnum um víða veröld. Síðan 20. september hef ég safnað um 400 þús. heimilisföngum hjá áskrifendum skákblaða og bókasöfnum. Ég get ekki sagt neitt um árangurinn ennþá, en ef 1-1.5% svara jákvætt, þá erum við á grænni grein. Styrkur skákhreyfingarinnar í heiminum byggist mikið á svona útgáfu og mér er óhætt að fullyrða að ef vel tekst til verður þetta blað mikill fengur fyrir skákunnendur. Þar verða allar skákir mótsins birtar, þær athyglisverðustu skýrðar af keppendunum sjálfum og þarna verður því sýnishorn af taflmennsku flestra af bestu skákmönnum heims. Myndir verða af öllum keppendum, greinar um hverja umferð. Viðtöl við ýmsa þekkta menn tengda skákinni. Blaðið verður prentað í fjórum litum og skrifað á ensku. Eftir mótið verða öll 14 tölublöðin gefin út í tveim bókum. Verðið verður afar hagstætt, miðað við verðið í dag munu bækurnar kosta 1050 krónur. Það erfiðasta við þetta verkefni er að það er ekkert fordæmi fyrir svona útgáfu. Einvígisblaðið frá 1972 kemst kannski næst því, en þar var aðeins tefld ein skák í hverri umferð, en í Luzern verða þær 300. En eftirleikurinn ætti að verða auðveldari fyrir þá sem takast hliðstæð verkefni á hendur í framtíðinni. Hvað um eintakafjölda og kostnað? Það er ekki gott að segja. Ætli eintaka- fjöldinn í fyrstu lotu verði ekki um 50 þúsund. Þar með er Jóhann rokinn og honum og samstarfsmönnum hans fylgja óskir um velgengni í erfiðu verki. JGK Tapaði alllaf í 10. leik ■ Nú fer senn að líða að því að landinn fari að leggja land undir fót og flykkist suður í sólina á Kanarí. Að því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp sögu af tveimur nýskildum lögfræðingum sem voru þar á ferð s.l. vetur. Þeir voru báðir búnir að fá nóg af kvenfólki, a.m.k. í bili, og drápu tímann með sólböð- um, drykkju, en þó aðallega skák. Þar fór að lokum að þeir fundu tvo aðra með sömu dellu, og ákviðu því að halda taflmót. Var raikið teflt, margar umferðir, þannig að athygli vakti á hótelinu sem þeir dvöldu á. Einn karlmaður var þó öðrum þaulsetnari yfir tafl- borðum þeirra félaga, og svo fór að endingu að hann bauð öðrum íslendingum upp á skák. Sá hafði ekki lausa stund í það sinnið, og lét hann því þann ókunnuga ganga nokkuð á eftir sér. En svo kom að því að dauð stund rann upp hjá íslendingum og hann sló til og tefldi við ókunnuga manninn. Islendingurinn tapaði fyrstu skákinni í 10. leik, og svo fór einnig um þær tvær næstu. Okkar maður vildi ekki una við þessi málalok og stefndi hinum að taflborðinu árla næsta morgun. Við morgunverðarborðið tóku þeir aftur tU við tafl- mennskuna, en allt fór á sama veg og áður. Skildist íslend- ingnum að lokum að þarna hefði hann hitt ofjarl sinn, og ákvað því að hætta við svo búið. Hann var þó kurteis og kynnti sig með nafni þegar þeir ganga frá borðinu, og hið sama gerir sá ókunnugi: „Ég heiti Róbert Húbner.“ Lífil voru eyru gyltunnar ■ Sú saga gekk um Akur- eyrarbæ fyrir skömmu, að því er Dagur segir, að slökkviliðs- Orgel tónleik- ar í Ffla- delfíu- kirkju ■ { kvöld mun þekktur bandarískur orgelleikari David Pizarro halda orgel- tónleika í Fíladelfíukirkj- unni og hefjast þeir kl. 21.00. Pizzaro er frá New York og hefur leikið víða í Evrópu við góðar undir- tektir, og fengið frábæra dóma. Hann lék hér á landi fyrir tveim árum þá í Kristskirkju í Landakoti. Orgelleikarar í borginni komu nýlega saman til skrafs og ráðagerða um orgeltónleikahald í Reykja- vík. Ákváðu þeir að gera tilraun til að koma á fót styrktarmannakerfi fyrir þá sem vilja styrkja slíkt tónleikahald. Mun áheyr- endum á tónleikunum á. föstudagskvöldið boðið að skrifa nöfn sín á áskrifenda- lista og hliðstæðir listar munu liggja frammi í kirkj- um á næstunni. Hyggjast þeir með þessu gera orgel- tónleikahald að fastari lið í tónleikahaldi höfuðborgar- innar en verið hefur. Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin 1? hverfi: Hjallavegur Öldugata Langholtsvegur Stigahlíð Sími: 86300 menn hafi lent í ofurlitlu ævintýri þegar kviknaði í svfnabúi fyrr á árinu. Slökkvi- liðsmennimir gengu vasklega fram í því að ná svínunum, þeir drógu þau út eða héldu á þeim eftir atvikum. Lítið var hægt að sjá vegna gífurlegs reykjarkófs, slökkviliðsmönn- unum súrnaði því í augun og tárin strcymdu. Þegar nokkuð var liðið á björgunarstarfið kom einn þeirra út með fastklemmd augun. Hann dró á eftir sér mikið flykki tautandi fyrir munni sér - Mikið ansk... eru lítil eyru á þessari gyltu. - Það er engin furða þú ert með einn af vinnufélögunum í eftirdragi, hvein þá í einum slökkviliðsmanni sem stóð við dyrnar. Það fylgir einnig sög- unni að hún hafí verið búin til á varðstofunni þegar slökkvi- liðsmennirnir komu til baka. Krummi ... .... sér að nú er Haukdal að launa dr.Gunnariistuðninginn í fjárveitinganefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.