Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 M 3 l!(, ■ Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík blasir nú við borgarbúum í fullri stærð eftir að vinnupallarnir við kórbygginguna voru teknir niður í síðustu viku. Hátíðar- gudsþjón- usta f Hallgríms- kirkju ■ Hátíðarguðsþjónusta verður í Hall- grímskirkju í kvöld, 27. okt. á 308. ártíð Hallgríms Péturssonar og verður messu- formið með svipuðum hætti og tíðkaðist á dögum sr. Hallgríms. Sálmvers úr Passíusálmunum verða sungin við mess- una. Sr. Ólafur Skúlason predikar en sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigurbjörnsson þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn og nýstofnaður mótettu- kór syngja og orgelleikari er Hörður Áskelsson. Borgarstjóri ávarpar kirkju- gesti í messulok. Pá verður boðuð stofnun listvinafélags kirkjunnar og leitað eftir styrktarfélög- um til að standa straum af kostnaði er af starfseminni leiðir. Sú nýbreytni hefur verið upp tekin að flytja náttsöng í Hallgrímskirkju hvert miðvikudagskvöld. í því sambandi má geta þess að 10. nóv. n.k. verður svonefnt „Liljukvöld“, þ.e. Lilja Eysteins Ásgrímssonar verður flutt með aðstoð innlendra og erlendra lista- manna. Smíði Hallgrímskirkju miðar vel áfram og hillir brátt undir að kirkjan verði fokheld. En skortur á fjármagni hamlar hraðari gagni í smíðinni. Við guðsþjónustuna í kvöld verður tekið á móti gjöfum til kirkjunnar, sem venja er á þessum degi. -HEI Rætt um álit útvarpslaga- nefndar ■ Samtök um fjölmiðlarannsóknir halda fund um álit útvarpslaganefndar um drög að nýju útvarpslögum að Kjarvalsstöðum laugardaginn 30. októ- ber kl. 14.00. Á fundinn kemur Markús Á. Einarsson, formaður útvarpslaga- nefndar, og mun hann kynna drögin sem fyrir liggja. Tíminn kannar hug þingmanna til fjölgunar þingsæta: FLESTIR ERU A MÓTI FJÖLGUN MNGMANNA — en telja þad þó neydarúrræði sem erfitt verði hjá að komast ■ í tengslum við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nú er á lokastigi hefur mikið verið rætt hvort fjölga ætti þingmönnum til að jafna vægi atkvæða eða hvort unnt sé að gera það eftir öðrum leiðum. Dagblaðið birti fyrir skömmu niðurstöður úr skoðanakönnun sem blaðið hafði gert þar sem fram kom andstaða meirihluta þeirra sem spurðir voru og í sömu átt hníga ályktanir a.m.k. sumra ungliðahreyfinga flokk- anna. Tíminn leitaði í gær álits nokkurra þingmanna á þessu máli. „Erfitt að standa gegn fjölgun“ „Afnema hlutfalls- kosningu“ „Þetta mál tel ég að beri að leysa með því að afnema hlutfallskosningu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson þing- maður Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. „Pannig yrðu allir uppbótarmenn kjörnir á tölu, en ekki eins og nú er að annar hvor uppbótarmaður fer inn á tölu, en hinir á hlutfalli. Ef þetta nægir ekki má fjölga þingmönnum eitthvað, en það má ekki verða mikil fjölgun." „Alþingi sýni fordæmi“ „Satt að segja þá á ég eftir að íhuga þessi mál betur áður en ég tek afstöðu þess hvaða skipan mála er heppilegust, en mér sýnist að það verði erfitt að standa að breytingum án þess að fjölgun þingsæta eigi sér stað. En ég tek skýrt fram að ég er ekki hrifinn af því að fjölga þingmönnum," sagði Helgi Seljan,þing- maður Alþýðubandalagsins í Austur- landskjördæmi. „Mín skoðun er sú að unnt sé að jafna kosningaréttinn í það horf sem var 1959 eftir að núverandi kjördæmaskipan var komið á, án fjölgunar þingmanna,“ sagði Jóhann Einvarðsson þingmaður Framsóknarflokksins úr Reykjaneskjör- dæmi. „Þannig tel ég að beri að standa að málum. Einhver fjölgun kann að koma til greina en það er neyðarúrræði." „Erfitt að leysa málið án fjölgun- ,u ar „Ég held að þingmenn séu flestir þeirrar skoðunar að Alþingi sé nægilega fjölmennt", sagði Eiður Guðnason þing- maður Alþýðuflokksins á Vesturlandi. „Hitt er annað að ég held að það kjördæmi sé ekki til þar sem sú skoðun er ríkjandi að þingmenn þess séu of margir, en mörg telja sig hins vegar hafa of fáa fulltrúa á þingi. Það er æskilegast að þetta mál leysist án fjölgunar þingmanna, en ég held að aldrei hefði verið gerð kjördæmabreyting á þann hátt. Engu að síður ber að kappkosta að standa þannig að málum, en ég óttast að það verði mjög erfitt.“ „Æskilegast væri að komast hjá fjölgun þingmanna, og ég tel að eins og ' nú er háttað í þjóðmálum beri Alþingi að sýna fordæmi í þá átt að þenja ekki sjálft sig út þegar lögð er áhersía á að opinberar stofnanir sýni aðhald," sagði Guðmundur Bjarnason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Guðmundur taldi að jöfnun mætti ná með því að flytja til uppbótarsætin, þannig að þau kæmu öll í hlut Reykjavíkur og Reykjaness. „Ég tel að að verði að jafna vægi atkvæða, en hins vegar eigi ekki að fjölga þingmönnum,“ sagði Guðmundur. Jöfnun án fjölgunar „Dreifbýlis- kjördæmin slái af ‘ „Ég tel mjög óæskilegt að fjölga þingmönnum frá því sem nú er,“ sagði Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðuflokksins úr Reykjaneskjör- dæmi. „ En þáð er erfitt að ná fram breytingum á kjördæmaskipaninni án þess að samstaða ríki. Og jöfnun atkvæðisréttar gerist ekki nema fá- mennari kjördæmin eða dreifbýliskjör- dæmin slái af. Ef þetta ætti að leysast með fjölgun- inni einni þá kostaði það að fjölga þingmönnum í 120 og það sjá allir að er út í hött.“ „Þingmenn nógu margir“ „Ég tel að stefna eigi að jöfnun atkvæðisréttar án fjölgunar þing- manna,“ sagði Birgir ísleifur Gunnars- son þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavík. „Ef allt um þrýtur verður að fjölga þingmönnum eitthvað, en ef mögulegt er þá á að láta það kyrrt liggja. „Ég tel óheppilegt að fjölga þing- mönnum. Þeir eru þegar nógu margir,“ sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra stutt og laggott við spurningu Tímans. Þingmenn virðast því vera þeirrar skoðunar að fjölgun þeirra sé neyðarúr- ræði. Spurningin sé aðeins sú hvort samkomulag takist um annað. JGK Flytja verður Videomálið ad nýju: „Mikil vonbrigdi” — segir lögmadur Jóns Ragnarssonar í Regnboganum ■ - Því er ekki að neita að þetta voru okkur ansi mikil vonbrigði og það virðist sem svo að lögin séu ekki nógu skýr, a.m.k. er alltaf á brattan að sækja, sagði Brynjólfur H. Eymundsson, lögmaður Jóns Ragnarssonar, eiganda Regnbog- ans í samtali við Tímann, en í gær var ákveðið að fresta dómi í kærumáli Jóns á hendur Videospólunni fyrir meint brot á höfundarréttarlögum. Sem kunnugt er kærði Jón Ragnars- son, eigandi Regnbogans og umboðs- maður kvikmyndafyrirtækisins EMI, Videospóluna Holtsgötu 1 fyrir meinta ólöglega leigu á myndböndum með efni frá EMI. Gerðist þetta í fýrra sumar og hafði allur málflutningur í málinu farið fram. Aðeins átti eftir að kveða upp dóm, en að sögn Þorgeirs Örlygssonar, dómara í málinu þá ákvað hann að taka málið upp að nýju vegna ónógra gagna. Verður málflutningur því að fara fram að nýju. Aö sögn Baldurs Guðlaugssonar, lögmanns Videospólunnar var dómi fyrst og fremst frestað vegna þess að ekki höfðu verið lögð fram gögn um það hvaða efni frá EMI Videospólan hefði verið með til útleigu og hver réttur EMI á viðkomandi efni væri. Samkvæmt heimildum Tímans mun einnig hafa verið krafist afrita af samningum Jóns Ragnarssonar og hins breska stórfyrir- tækis, varðandi umboð þess fyrmefnda til að fara með mál EMI. Brynjólfur H. Eyvindsson, lögmaður Jóns sagði að umræddra gagna yrði aflað á næstunni, en hvorki Brynjólfur né Baldur treystu sér til að segja um hvað þessi töf gæti frestað dómi lengi. -ESE (SlMf Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðailadaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.